Morgunblaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2014
Við sérhæfum okkur í vatnskössum
og bensíntönkum.
Gerum við og eigum nýja til á lager.
FRÉTTASKÝRING
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Seðlabanki Íslands hefur verið afar
umsvifamikill á gjaldeyrismarkaði
undanfarna tvo mánuði en gjaldeyr-
iskaup hans í desember, janúar og
fyrstu vikuna í febrúar nema alls
18,738 milljörðum króna. Það eru um
49% af hreinum uppsöfnuðum gjald-
eyriskaupum bankans frá því í byrjun
árs 2011.
Á sama tíma hefur krónan styrkst
en frá því í byrjun desembermánaðar
hefur gengisvísitala krónunnar lækk-
að um 4,7%.
Þeir sérfræðingar sem Morgun-
blaðið ræddi við telja líklegt að bank-
inn haldi áfram að vera stórtækur á
markaðinum. Heppilegra sé að safna í
gjaldeyrisforðann en að þrýsta raun-
gengi krónunnar upp.
Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur
hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að
virkni bankans á gjaldeyrismarkaði
komi ekki á óvart í ljósi þeirrar stefnu
sem hann tók upp í maí á seinasta ári.
Tímasetningin kom á óvart
Þá sagðist bankinn ætla að vera
virkari á markaði með það að mark-
miði að draga úr sveiflum í gengi
krónunnar. Var tekið fram að sá
gjaldeyrir sem keyptur yrði þegar
gjaldeyrisinnflæði væri mikið yrði
notaður til að styrkja krónuna þegar
gjaldeyrisútflæði ætti sér stað.
Jón Bjarki segir hins vegar að
tímasetning kaupanna, yfir hávetur-
inn, hafi komið á óvart. „Það bjóst
enginn við því að það yrði í svartasta
skammdeginu sem bankinn færi að
safna í gjaldeyrisforðann.“
Aðspurður hvað skýri þetta óvænta
gjaldeyrisinnflæði í vetur segir Jón
Bjarki ýmislegt koma til. „Það hefur
verið mikil fjölgun á ferðamönnum
hingað til lands. Vöxturinn hefur ver-
ið mun meiri utan háannatíma, heldur
en á sumrin, og hefur sú þróun haldið
áfram í ár.“ Gjaldeyrisinnflæði á vet-
urna vegna ferðamanna sé orðið
miklu sterkara en áður og skili sér
strax inn á markað.
Hann bendir einnig á að gjaldeyris-
útflæði vegna gjalddaga erlendra
lána sé með minnsta móti. „Eftir að
Kópavogur gerði upp sitt erlenda lán
á haustdögum í fyrra eru erlendar
skuldir sveitarfélaga ekki miklar.
Þær eru að stórum hluta bundnar við
Hafnarfjörð sem er með lítinn hluta á
gjalddaga í ár,“ segir hann.
„Þriðja atriðið er gjaldeyrisstaða
bankanna sjálfra sem er mun rýmri
en áður,“ nefnir hann. Helst sé að
nefna Landsbankann sem hafi borgað
fyrirfram inn á skuld sína við gamla
Landsbankann, LBI, í desember á
síðasta ári. Jón Bjarki segir jafnframt
að nettógjaldeyrisstaða allra bank-
anna sé jákvæð, sem sé breyting frá
því sem áður var.
Hann telur að það sé afar líklegt að
Seðlabankinn haldi áfram að vera
stórtækur á gjaldeyrismarkaði. „Ég
tel að bankinn vilji ekki að raungengi
krónunnar hækki fram úr hófi, sem
myndi rýra samkeppnisstöðu okkar.
Þannig að á meðan krónan er á sömu
slóðum og nú, jafnvel ef hún styrkist
aðeins, þá mun bankinn áfram vera
virkur í gjaldeyriskaupum og safna í
sarpinn.“
Æskilegt að byggja upp forða
Friðrik Már Baldursson, prófessor
við viðskiptadeild Háskólans í
Reykjavík, segir að við þær aðstæður
sem við búum við, þar sem enginn
virkur gjaldeyrismarkaður sé til stað-
ar, geti orðið skammtímasveiflur á
gengi krónunnar, hvort heldur er til
lækkunar eða hækkunar, sem fyrir-
sjáanlegt sé að gangi til baka. „Þá er
það heppilegt að Seðlabankinn geti
jafnað þær sveiflur.“
Hann bendir jafnframt á að það sé
æskilegt að byggður sé upp gjaldeyr-
isforði sem sé keyptur fyrir krónur.
„Þjóðarbúið er miklu betur í stakk
búið til að taka við áföllum ef við erum
með okkar eigin forða sem er ekki
tekinn að láni.“
Keypti gjaldeyri fyrir 19 milljarða
Seðlabanki Íslands hefur safnað miklu í gjaldeyrisforða sinn síðustu tvo mánuði Á sama tíma hefur
krónan styrkst um 5% Sérfræðingar segja líklegt að bankinn haldi áfram að vera virkur á markaði
Gjaldeyriskaup
» Undanfarin ár hefur gjald-
eyrisflæði verið óhagstætt yfir
háveturinn.
» Seðlabankinn seldi til dæm-
is 42 milljónir evra úr gjaldeyr-
isforðanum í byrjun seinasta
árs í því skyni að draga úr
gengislækkun krónunnar, sem
veiktist þó.
» Annað hefur verið uppi á
teningnum í vetur.
» Bankinn hefur safnað í
gjaldeyrisforðann.
» Krónan hefur engu að síður
styrkst.
Viðskipti Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði
Heimild: Seðlabanki Íslands
20
15
10
5
0
-5
40
30
20
10
0
-10
Janúar 2011 Febrúar 2014
Kaup á gjaldeyri á stundarmarkaði (v. ás)
Sala á gjaldeyri á stundarmarkaði (v. ás)
Hrein uppsöfnuð kaup að framvirkum
viðskiptummeðtöldum (h. ás)