Morgunblaðið - 04.03.2014, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 4. M A R S 2 0 1 4
Stofnað 1913 53. tölublað 102. árgangur
TEFLDI VIÐ TAL Á
FYRSTA MÓTINU
FYRIR 50 ÁRUM
REYNSLU-
AKSTUR OG
RAFBÍLAR
GRAVITY
FÉKK SJÖ
VERÐLAUN
BÍLAR ÓSKARINN 38REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ 6
Morgunblaðið/Malín Brand
Merking Þeir ljósastaurar sem fengið hafa
vottun eru oft merktir með þessum hætti.
Ljósastaura af ýmsum gerðum er
að finna hér á landi. Sumir þeirra
uppfylla prófunarstaðla en alls ekki
allir. Sumir staurar sem víða eru
um landið hafa aldrei verið árekstr-
arprófaðir. Þessir staurar eru
hannaðir eftir amerískum staurum
sem upphaflega voru settir upp við
Reykjanesbrautina og eru þeir
smíðaðir á Akureyri.
Þegar ekið er á staur á 90 kíló-
metra hraða á hann að gefa eftir
eða brotna en því miður er það ekki
alltaf raunin og því geta árekstr-
arnir orðið býsna harkalegir og af-
leiðingarnar skelfilegar. Víða hefur
gömlu staurunum verið skipt út
fyrir nýja, eins og til dæmis á
Reykjanesbrautinni. »Bílar
Margir ljósastaurar
hafa aldrei verið
árekstrarprófaðir
Eldfimt ástand
» Churkin sagði á fundinum í
gærkvöldi að stjórnvöld í
Moskvu teldu það ekki sitt hlut-
verk að koma Janúkóvítsj aftur
til valda.
» Hann vildi ekki tjá sig um það
hvort hann væri samþykkur eft-
irliti Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu í Krím.
Vitaly Churkin, fulltrúi Rússlands í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna,
lagði fram bréf frá Viktori Janúkó-
vítsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, á
fundi ráðsins í gærkvöldi, þar sem
Janúkóvítsj biðlar formlega til
stjórnvalda í Moskvu um hernaðar-
íhlutun í Úkraínu. „Úkraína er á
barmi borgarstyrjaldar. Það ríkir
ringulreið og stjórnleysi í landinu,“
las Churkin upp úr bréfinu.
Þar kom einnig fram að íbúar
landsins sættu ofsóknum vegna
tungumáls síns og af pólitískum
ástæðum en fulltrúar Bretlands,
Frakklands og Bandaríkjanna sök-
uðu Rússa um að skálda átyllur til að
réttlæta brot gegn alþjóðalögum.
Sendifulltrúi Úkraínu við Samein-
uðu þjóðirnar, Yuriy Sergeyev, sagði
á fundinum að stjórnvöld í Kænu-
garði hefðu enn ekki fengið formlegt
svar við því hvers vegna hersveitir
Rússlands hefðu staðið að ólögmætu
hernámi Krímskaga. Seint í gær-
kvöldi bárust fregnir af því að stjórn-
völd í Bandaríkjunum ynnu að lána-
pakka til handa Úkraínu.
MMesta krísa »20-23
Janúkóvítsj biðlaði til Rússa um aðgerðir
Sagði íbúa Úkraínu sæta ofsóknum Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í gærkvöldi
AFP
Patt Óeirðalögregla stendur vörð um stjórnarbyggingar í Donetsk í gær.
Morgunblaðið/Golli
Orka Rafmagnsbilunin olli nokkurri
röskun svo sem á vökudeild nýbura.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Alvarlegt ástand skapaðist síðdegis á
miðvikudaginn í fyrri viku þegar raf-
magn fór í hálfa klukkustund af
Barnaspítala Hringsins. Við hefð-
bundið viðhald og eftirlit með vara-
aflsstöðvum sjúkrahússins, sem
knúnar eru díselolíu, kom upp bilun í
stjórnkerfi aðalrafmagnstöflu sjúkra-
hússins svo rafmagnslaust varð á
barnaspítalanum.
Bilunin olli nokkurri röskun í með-
ferð sjúklinga, til að mynda á vöku-
deild nýbura, þar sem strax var
brugðist við með viðeigandi hætti svo
öryggi sjúklinga væri tryggt. „Engan
sakaði en hér innandyra er þetta mál
litið mjög alvarlegum augum og það
skilgreint sem rautt atvik, eða þannig
er það skráð í okkar bækur,“ sagði
Jón Hilmar Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs
Landspítala.
Strax í kjölfar þessa atburðar var
sett upp sólarhringsvakt vélgæslu-
manna í díselstöðinni. Farið var vand-
lega yfir allan rafbúnað til að fyrir-
byggja að svona geti endurtekið sig.
Rafmagn af barnaspítala
Alvarlegt ástand á vökudeild í síðustu viku Rautt atvik
Sjá mátti sanddæluskipið Sóleyju dæla skelja-
sandi úr sjónum í Nauthólsvík í gærkvöldi upp á
ylströndina sem þar er. Dælt er að meðaltali
annað hvert ár og tekur það ekki nema klukku-
stund en það verður þó að eiga sér stað þegar
flóð er.
Nauthólsvík er vel sóttur staður hvort sem er
að vetri eða sumri. Þar má finna sjósundkappa
og aðra sem vilja njóta náttúrufegurðarinnar.
Horft á Sóleyju dæla sandi á ylströndina í Nauthólsvík
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ylströndin gerð klár fyrir sumarið
Yfirmaður
PISA-kannana
hjá OECD, Andr-
eas Schleicher,
segir að of mikið
sé um brottfall í
íslenskum skól-
um, ljóst sé að
margir nem-
endur fari að
dragast aftur úr
snemma á skóla-
göngunni. Hann vill að skólastjórn-
endur hafi víðtækt vald til að laða
góða kennara að skólanum. „Mik-
ilvægi skólastjórnenda er aldrei
hægt að ofmeta,“ segir hann. »14
Of mikið um brott-
fall í skólunum
Andreas
Schleicher
Vodafone segist ekki bera skaða-
bótaábyrgð á innbroti og dreifingu
á gögnum sem voru í vörslu fyr-
irtækisins. „Vodafone hvorki
dreifði né birti umrædd gögn og
hafnar skaðabótaábyrgð vegna af-
brotsins sem fyrirtækið og við-
skiptavinir urðu fyrir,“ segir
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Vodafone. Skúli Sveinsson
lögmaður hjá Lögvernd undirbýr
nú málsókn á hendur Vodafone fyr-
ir hönd skjólstæðinga sinna en mál-
sóknarfélag var stofnað 14. febr-
úar. Undirbúningurinn gengur vel
að sögn Skúla. »19
Vodafone neitar
skaðabótaábyrgð
vegna lekans