Morgunblaðið - 04.03.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014
flottir í flísum
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sala á nýjum bílum jókst um 30,3% á
tímabilinu 1.-28. febrúar og voru ný-
skráðir fólksbílar alls 495, en höfðu
verið 380 í febrúarmánuði 2013. Þar
af voru 180 bílaleigubílar. Þetta kem-
ur fram í tilkynningu frá Bílgreina-
sambandinu. Þar kemur einnig fram
að samtals hafa 1.037 fólksbílar verið
skráðir það sem af er ári en það er
23,5% aukning frá fyrra ári. Þar af
eru bílaleigubílar 293.
„Bílasala heldur áfram að aukast
og er aukningin aðallega í sölu til ein-
staklinga og fyrirtækja. Þörfin fyrir
endurnýjun var orðin mjög brýn enda
gamlir bílar dýrir í rekstri og því er
endurnýjun flotans í ágætum far-
vegi,“ er haft eftir Özuri Lárussyni,
framkvæmdastjóra Bílgreina-
sambandsins, í tilkynningunni.
Sala nýrra
bíla jókst
um 30,3%
495 bílar nýskráðir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lítið virðist miða í kjaradeilu fram-
haldsskólakennara og ríkisins.
Fundað var hjá Ríkissáttasemjara í
gær og áfram verður fundað í allan
dag. „Staðan er óbreytt og áfram
verður fundað,“ segir Aðalheiður
Steingrímsdóttir, formaður félags
framhaldsskólakennara. Ólafur H.
Sigurjónsson, formaður Félags
stjórnenda í framhaldsskólum, tekur
í sama streng. „Það ber enn mjög
mikið á milli. Því miður þá hefur lítið
gerst á fundunum sem hægt væri að
segja að hafi borið málið áleiðis,“
segir Ólafur.
Að öllu óbreyttu munu framhalds-
skólakennarar hefja verkfall þann
17. mars. mariamargret@mbl.is
Staða kjara-
deilunnar
sögð óbreytt
Nýtt vegglistaverk hefur litið dagsins ljós á horni Framnesvegar og Hring-
brautar. Að verkinu standa vegglistamennirnir Kristín Þorláksdóttir og
Stefán Óli Baundal. „Þetta er okkar framlag til Vesturbæjarins en okkur
langaði að gefa þessu svæði lit,“ segir Kristín. Þau fengu leyfi hjá eiganda
hússins fyrir umræddu listaverki. „Það má greina ákveðinn vorboða í verk-
inu. Þarna er stúlka að leika sér í blómabeði við risastóra margfætlu.“
Stúlka í ævintýragarði prýðir vegg í Vesturbæ
Morgunblaðið/RAX
82,4% Sunnlendinga eru hlynnt
gjaldtöku í ferðaþjónustu en flestir
eru fylgjandi því að gjaldtakan
verði í formi brottfarar- og komu-
gjalda, eða 28,3%. Þetta kom fram í
viðhorfskönnun Samtaka sunn-
lenskra sveitarfélaga, þar sem íbú-
ar Suðurlands voru spurðir um af-
stöðu sína varðandi gjaldtöku í
ferðaþjónustu.
Alls tóku 837 þátt í könnuninni
en meðal þeirra voru 333 aðilar í
ferðaþjónustu. 21,5% vildu að-
gangseyri á einstaka staði en 19,5%
vildu blöndu af náttúrupassa og
gjaldtöku á einstaka stöðum.
„Í svörum var nefnt sérstaklega
að Íslendingar ættu ekki að þurfa
að greiða fyrir aðgang að íslenskri
náttúru. Einnig að skattleggja ætti
afþreyingarfyrirtæki, svo sem fyr-
irtæki með gönguferðir, bátsferðir,
skoðunarferðir o.fl., sem í dag
greiða engan virðisaukaskatt,“ seg-
ir í tilkynningu frá SASS.
Meirihluti svarenda trúði því að
fjármagnið myndi skila sér til upp-
byggingar en margir höfðu áhyggj-
ur af framkvæmd og úthlutun.
82,4% segjast vera
hlynnt gjaldtöku
Gjald Svarendur sögðu Íslendinga
ekki eiga að borga aðgangseyri.
Flestir vilja brottfarar- og komugjöld
Morgunblaðið/Kristinn
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Íslenskir feður taka í meira mæli
fæðingarorlof en feður á öðrum
Norðurlöndum eftir því sem fram
kemur í nýútkominni skýrslu um
staðtölur á sviði félags- og heilbrigð-
ismála. Á eftir íslenskum feðrum
koma sænskir feður og svo norskir.
Þar kemur fram að feður á Norð-
urlöndunum taka í vaxandi mæli þátt
í umönnun barna sinna með því að
taka fæðingarorlof en þróun og fyr-
irkomulag fæðingarorlofs er þó ólíkt
milli landanna.
Eldri á vinnumarkaði
Athygli vekur að Ísland er til
dæmis eina landið sem hefur barna-
bætur tekjutengdar auk þess sem í
lögum flestra Norðurlanda er börn-
um tryggður réttur til vistunar á
leikskóla. Börn á Íslandi og í Fær-
eyjum eiga ekki sama lagalega rétt á
leikskóladvöl og börn á öðrum Norð-
urlöndum.
Þá er í skýrslunni töluvert fjallað
um atvinnumál Norðurlandabúa en
hlutfall fólks á aldrinum 16-64 ára í
launavinnu er hæst á Íslandi, eða
81,9% auk þess sem Íslendingar á
aldrinum 60 til 65 ára eru í mun rík-
ari mæli á vinnumarkaði en jafnaldr-
ar þeirra annars staðar á Norður-
löndunum. Danmörk og Finnland
reka lestina í þeim efnum.
Skýrslan ber heitið Social tryghet
i de nordiske lande 2013 og er unnin
af norrænu nefndunum NOMESCO
og NOSOKO og er ætlunin að bera
saman stöðu ýmissa mála.
Íslenskir feður taka
frekar fæðingarorlof
Ísland eitt Norðurlanda með tekjutengdar barnabætur
Fjallagarpurinn og ævintýrakonan
Vilborg Arna Gissurardóttir var í
fyrrakvöld komin, ásamt ferða-
félögum sínum, í 3.950 metra hæð á
Kilimanjaro, hæsta fjalli Afríku.
Fjallið er 5.895 metrar. Hún sagði í
færslu á vefsíðu sinni að þau hefðu
farið snemma í háttinn og gerðu
síðan ráð fyrir því að ganga upp í
4.600 metra hæð í gær. Þetta er
sjötti tindurinn af sjö sem hún
hyggst klífa, en hún hefur síðustu
mánuði klifið hæstu tinda fimm
heimsálfa. Verkefnið byggist á því
að klífa hæsta fjallstind í hverri
heimsálfu á tólf mánaða tímabili frá
maí 2013 fram í maí 2014. Þegar
hún kemur aftur heim frá Afríku
dvelur hún aðeins í þrjár vikur hér
á landi áður en hún leggur í hann á
Everest.
Komin í tæplega
fjögurra km hæð
Starfsmenn Hag-
fræðistofnunar
Háskóla Íslands
og Ágúst Þór
Árnason voru
gestir á fundi ut-
anríkismála-
nefndar í gær, þar
sem skýrsla stofn-
unarinnar um
aðildarviðræður
Íslands við Evrópusambandið var til
umræðu. Nefndin heldur annan fund
um skýrsluna í dag, þar sem gestir
verða Stefán Már Stefánsson og
Maximilian Conrad.
Birgir Ármannsson, formaður ut-
anríkismálanefndar, segir að þegar
nefndin hafi lokið fyrstu yfirferð með
skýrsluhöfundum taki við umræður í
nefndinni um framhald málsmeðferð-
arinnar. Hann segir að nefndin muni
ekki fjalla um tillögu utanrík-
isráðherra um að draga umsókn Ís-
lands um aðild að Evrópusambandinu
til baka, né önnur mál, fyrr en hún
hefur fengið þau til meðferðar.
Klukkan 22 í gærkvöldi höfðu
44.342 undirskriftir safnast á thjod.is,
þar sem skorað er á Alþingi að efna
til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild-
arviðræðurnar.
Fjalla um
skýrsluna
Birgir Ármannsson