Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 6
Forsendur umræðunnar eru úreltar „Umræða um landbúnað og fram- leiðslustýringin byggist að miklu leyti á úreltum forsendum. Núver- andi kvótakerfi var sett fyrir tæpum þrjátíu árum þegar afurðir voru of- framleiddar og möguleikar til út- flutnings þeirra takmarkaðir, nema þá með meðgjöf. Nú eru möguleik- arnir aðrir og eftirspurn eykst,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson landbún- aðarráðherra. Stjórnvöld hafa falið Hagfræði- stofnun HÍ að taka íslenska landbún- aðarkerfið út, svo sem opinbera verð- lagningu og framleiðslustjórn. Vænst er þess að skýrsla stofnunarinnar liggi fyrir í haust sem og niðurstöður starfshóps sem á að móta tillögur um hvernig auka megi framleiðslu. Fá sem flest sjónarmið „Þótt gagnrýnisraddir um sjónar- mið hagfræðinga háskólasamfé- lagsins í landbúnaðarmálum hafi ver- ið háværar þá tel ég að styrkur sé í því að þeir komi að þessari vinnu. Við þurfum að fá sem flest sjónarmið í þessu stóra máli,“ sagði ráðherrann við Morgunblaðið Þörf á meiri framleiðslu matvæla var rauður þráður í ræðu ráðherra á Búnaðarþingi um helgina, þar sem hann hvatti bændur til aukinnar framleiðslu. Nefndi í því sambandi að greiðslumark mjólkur hefði verið aukið um 9 milljónir lítra, eða í 125 milljónir lítra í ár. Þetta hefði verið gert til að mæta eftirspurn. Mikil fjölgun ferðamanna hefur skapað aukna eftirspurn eftir ákveðnum landbúnaðarafurðum, en svo fer útflutningur einnig vaxandi svo sem á skyri. Er í því sambandi nú meðal annars rætt um að fá auknar tollheimildir til útflutnings á íslensk- um matvælum í skiptum fyrir inn- flutning. Viðræður um þetta er nú að hefjast. „Vissulega hafa verið efa- semdir meðal bænda um innflutning, sem þeir telja að vegi að sínum hags- munum,“ segir ráðherra. „Menn verða hins vegar að hugsa þetta öðru- vísi og til framtíðar. Á heimsvísu þarf æ fleiri munna að metta og þar á ís- lenskur landbúnaður sóknarfæri, þó ekki nema í þeim ramma sem grein- inni er settur – og er barn síns tíma.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Búskapur Rammi greinarinnar er barn síns tíma, segir Sigurður Ingi.  Möguleikar og eftirspurn er meiri Húsnæði við Laugaveg 17 og Lauga- veg 19-19 B mun taka miklum breyt- ingum ef umsókn Þingvangs ehf. um endurbyggingu og viðbyggingu á húsunum verður samþykkt. Sem stendur liggur umsóknin hjá bygg- ingafulltrúa Reykjavíkurborgar. Á síðasta fundi 4. febrúar sl. var af- greiðslu umsóknarinnar frestað og hún hefur því ekki verið afgreidd til skipulagsráðs borgarinnar. Framhlið húsanna myndi halda sér að nokkru óbreytt en endur- og viðbyggingarnar næðu lengra inn á Hljómalindarreitinn svokallaða sem er fyrir aftan húsin tvö við Smiðju- stíg, á milli Hverfisgötu og Lauga- veg. Þar mun Icelandair Hotels opna nýtt hótel, ef að líkum lætur, sumarið 2015. Til að mynda var skemmtistaðurinn Faktorý á Smiðjustíg númer 6 en var rifinn sl. sumar til að unnt væri að byggja hótel á lóðinni. Í umsókninni stendur að sótt sé um leyfi til að endurbyggja eldra hús á Laugavegi 17 auk viðbygg- ingar. Þar yrðu innréttaðar fimm íbúðir og verslunarrými. Varðandi Laugaveg 19-19B þá stendur eftirfarandi í umsókninni: „Sótt er um leyfi til að endurbyggja eldra timburhús og byggja „Mans- ard“ hæð ofaná auk steinsteyptrar viðbyggingar sem yrði þrjár hæðir og kjallara á bakhlið og innrétta fimm íbúðir og verslunarrými.“ Mansard-hæð sem vísað er til, er heiti yfir þak sem hefur í raun tvo halla. Ekki fengust teikningar af breyt- ingum á húsunum sem Þingvangur sótti um þar sem málið er enn á vinnslustigi. thorunn@mbl.is Fimm íbúðir og verslunarrými  Vilja endurbyggja og stækka hús- næðið við Laugaveg 17 og 19-19B  Næði inn á Hljómalindarreitinn Morgunblaðið/Golli Byggingar Laugavegur 17 (fjær) og Laugavegur 19-19B (nær). Þingvangur ehf. er eigandi húsanna. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 Aukin eftirspurn eftir bæði mjólk og nautakjöti hefur kallað á aukna framleiðslu bænda. Nú nýta þeir gripi sína lengur og fjölga í fjósum, en sem kunnugt er ósk- aði Mjólkursamsalan eftir því nýverið að bændur í landinu fjölguðu mjólkurkúm sínum um allt að 1.000. Í því felast tækifæri sem bændur hafa eftir megni reynt að nýta sér, þó þeir hafi líka gagnrýnt hve fyrirvarinn sé lítill af hálfu MS. Í þessu sambandi bendir Sigurður Ingi Jóhannsson, sem er dýralæknir og starfaði lengi sem slíkur, að fjölgun í fjósum, hvort heldur kúa eða holdagripa, sé tveggja til þriggja ára ferli og því þurfi að hugsa þessi mál langt fram í tímann og vanda allan undirbúning. Fjölgun í fjósi þarf undirbúning VAXANDI EFTIRSPURN EFTIR MJÓLK OG NAUTAKJÖTI Nautgripir Kýr í haga í sveitinni. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Á meðal keppenda á Reykjavík- urskákmótinu sem hefst í Hörpu í dag er hinn 71 árs gamli Jón Krist- insson en hann keppti einnig á því fyrsta fyrir hálfri öld. Jón hefur ekki keppt í skák í tíu ár en ákvað að spreyta sig nú í tilefni afmælisins. „Þetta var nú bara hugdetta í [fyrrakvöld]. Ég hef eiginlega ekki keppt neitt í fjörutíu ár. Bara aðeins við og við. Nú er ég bara orðinn at- vinnulaus og hef meiri tíma til að prófa þetta,“ segir hann. Síðustu árin hefur Jón helst teflt á netinu en hann segir það allt aðra til- finningu að sitja fyrir framan tölvu en að sitja andspænis andstæðingi með taflmennina fyrir framan sig. Maður missi tilfinningu fyrir leiknum fyrir framan skjáinn. Tal sneri á hann í lokin Jón tefldi meðal annars við lettn- eska stórmeistarann Mikhail Tal sem varð heimsmeistari fjórum árum áð- ur. „Ég var nærri því að vinna hann reyndar. Þetta var nú eiginlega þannig að hann tefldi byrjunina ekki nógu vel og það virtist vera að ég gæti þvingað fram jafntefli. En hann vildi það ekki og tók áhættu, fannst að það væri of langt á milli Riga og Reykjavíkur til að gera svona jafn- tefli. Svo sneri hann bara á mig á sinni reynslu og færni,“ segir Jón. Spurður hvaða vonir hann geri sér um árangur á mótinu segist Jón bara ætla að taka þátt og hafa gaman af. Geysilega mikil gróska sé í skákinni hér á landi og mikið af skákmönnum á Reykjavíkursvæðinu. „Það er gaman að prófa að tefla svona og vita hvort maður getur eitt- hvað. Ef það gengur mjög illa þá er stutt þarna í höfnina,“ segir Jón og hlær við. Hann er þó ekki einn reyndra kappa sem taka þátt í mótinu eftir langt hlé, því Helgi Ólafsson stór- meistari tekur einnig þátt í því í fyrsta skipti í tíu ár. Hann er einnig að rita 50 ára sögu Reykjavík- urskákmótsins um þessar mundir. Keppti á fyrsta Reykjavíkur- skákmótinu fyrir 50 árum  Stutt í höfnina ef illa gengur, segir Jón Kristinsson Morgunblaðið/Ómar Skák Jón Kristinsson tefldi við lettneska stórmeistarann Mikhail Tal. Það er óhætt að segja að bollur hafi verið á allra vörum í gær. Nemendur Laugarnesskóla voru þar engin und- antekning en þar var bolludeginum fagnað með viðeig- andi hætti. Þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði voru börnin að gæða sér á dýrindis rjómabollum áður en haldið var af stað í frístundaheimilið. Morgunblaðið/Golli Bollurnar slógu í gegn hjá unga fólkinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.