Morgunblaðið - 04.03.2014, Page 8

Morgunblaðið - 04.03.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 Það hefur farið illa í ákafa ESB-sinna að heyra einn aðalhöfund skýrslu Hagfræðistofnunar um ESB og aðildarviðræð- urnar segja að engar undanþágur séu í boði.    Nánar til tekiðsegir Ágúst Þór Árnason, braut- arstjóri við lagadeild Háskólans á Ak- ureyri: „Það er alla vega alveg ljóst að það er ekki um nein- ar sérlausnir eða undanþágur að ræða, nema þá tíma- bundnar og klárlega ekki sem að yrði hluti af löggjöf Evrópusambands- ins.“    Ágúst Þór telur, að þessari nið-urstöðu fenginni, að aðildarviðræðunum sé sjálfhætt.    Annar af helstu skýrsluhöfund-unum, Gunnar Haraldsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar, komst að sömu niðurstöðu efnislega þegar hann sagði að ekki væri raun- sætt að Ísland gæti fengið var- anlegar undanþágur eða sérlausnir frá reglum ESB á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar.    En Árni Páll Árnason, formaðurSamfylkingarinnar, sem sér að flokkurinn mun missa eina til- verugrundvöll sinn verði umsókn Ís- lands dregin til baka, segir slíkar staðhæfingar settar fram á veikum grunni.    Árni Páll veit að einsmálsflokkurmá ekki missa málið eina og frekar en að hætta á það kýs hann að halda í lygina um undanþágur og sérlausnir sem bíði Íslendinga, bara ef þeir halda áfram með umsókn að félagsskap sem þeir vilja ekki vera í. Ágúst Þór Árnason Haldið í lygina STAKSTEINAR Árni Páll Árnason Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is Hugarlausnir nýtt námskeið sembyggir á hreyfingu, fræðslu og núvitund • Hefst 10.mars • Þjálfun skv. forskrift hreyfiseðils í 8 vikur • Þjálfun3x í viku:Mán.,mið. og fös. kl. 13:00 • Fyrirlestrar og viðtal við sálfræðing • Hópmeðferð í núvitund • Verð 21.900pr.mánuð (43.800 samtals) Ert þú aðglímavið einkenni streitu, depurðar eða kvíða? Fagaðilar: Að námskeiðinu standa Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingur, Elva Brá Aðalsteinsdóttir sálfræðingur, Óskar Jón Helgason sjúkraþjálfari og Guðni Valentínusson heilsufræðingur GuðniValentínusson heilsufræðingur Meginmarkmiðnúvitundarþjálfunar er, að takameiri þátt í því semþúupplifir ogfinnur fyrir. Einnig að verameðvitaðri um tilfinningar oghugsanir, vera í núinuogbregðast við af yfirvegun Veður víða um heim 3.3., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 3 skýjað Nuuk -7 skýjað Þórshöfn 6 skúrir Ósló 1 þoka Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur 3 léttskýjað Helsinki 1 súld Lúxemborg 6 léttskýjað Brussel 8 skýjað Dublin 8 léttskýjað Glasgow 7 léttskýjað London 7 skúrir París 7 skýjað Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 10 léttskýjað Berlín 10 heiðskírt Vín 8 skúrir Moskva 0 skýjað Algarve 16 skýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 12 skúrir Winnipeg -27 skýjað Montreal -15 léttskýjað New York -6 léttskýjað Chicago -11 snjókoma Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:25 18:55 ÍSAFJÖRÐUR 8:34 18:56 SIGLUFJÖRÐUR 8:17 18:38 DJÚPIVOGUR 7:56 18:23 Byggðaráð Rangárþings eystra hef- ur samþykkt að leita eftir fjármögn- un hjá opinberum aðilum vegna við- halds Seljavallalaugar undir Eyjafjöllum. Kristín Þórðardóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flutti tillöguna. Tilgangur hennar er að stuðla að því að farið verði mark- visst í að kanna hvort og þá hvernig sveitarfélagið og opinberir aðilar geti lagt þessu verkefni lið. Seljavallalaug var fyrst hlaðin með grjóti 1923 og er ein af elstu og merkustu sundlaugum á Íslandi. Hún er friðað mannvirki og þangað koma margir ferðamenn. Minjastofnun telur að sundlaugin þarfnist viðhalds og lýsti þeirri skoðun sinni í bréfi til Ungmenna- félagsins Eyfellings á dögunum að brýnt væri að móta stefnu um við- hald og rekstur laugarinnar. Afrit af bréfinu var sent sveitarstjórn sem fól sveitarstjóra og skipulags- fulltrúa að boða landeigendur og umráðamenn laugarinnar á sinn fund. „Það þarf að gera heilmikið þarna á hverju ári. Við viljum gjarnan virkja sem flesta með okkur til að hafa þetta í lagi,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri. Hann segir áformað að ræða við landeiganda og fulltrúa ungmennafélagsins áður en kannað verði með möguleika á fjár- mögnun. helgi@mbl.is Leitað verði eftir fjármögnun  Sveitarstjórn vill stuðla að viðhaldi Seljavallalaugar Morgunblaðið/Ernir Laugin Mikið verk var að hreinsa öskuna eftir eldgosið í Eyjafjallajökli. Dauft hefur verið yfir loðnuveiðum síðustu daga. Skipin hafa reynt fyrir sér víða á Faxaflóa og einnig norð- vestur af Snæfellsnesi. Öll áhersla er nú lögð á að ná hrognum til vinnslu og því lítill áhugi á karlsíli eða hrygndri loðnu, sem eitthvað hefur orðið vart við. Síðustu daga virðist lítið hafa bæst í göngur á þessum slóðum. Þrátt fyrir að átta dögum væri bætt við veiðitímabil Norðmanna við landið náðu þeir aðeins litlum hluta af loðnukvóta sínum. Það sem upp á vantaði bættist við kvóta íslenskra skipa og er hann nú tæplega 122 þúsund tonn. Af því er búið að veiða 66 þúsund tonn samkvæmt upplýs- ingum á vef Fiskistofu, en gera má ráð fyrir að talsverður afli sé enn óskráður eða enn um borð í veiði- skipunum. aij@mbl.is Ljósmynd/Börkur Kjartansson Loðna Nótin dregin við Snæfellsnes. Dauft yfir loðnuveiðum síðustu daga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.