Morgunblaðið - 04.03.2014, Side 17

Morgunblaðið - 04.03.2014, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu ogfáðuAltatilprufu ívikutíma Sími5686880 PrófaðuALTAfráOticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Góðheyrnerokkuröllummikilvæg.ALTAeruný hágæðaheyrnartæki fráOticonsemgeraþér kleift aðheyra skýrt ogáreynslulaust í öllumaðstæðum. ALTAheyrnartækinerualvegsjálfvirkoghægter að fáþau ímörgumútfærslum. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Okkur langar að kynna íslenska þjóðlagatónlist fyrir sem flestum, þetta er hálfgert trúboð,“ segir Snorri Helgason tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Reykjavík Folk Festival sem fer fram 6. til 8. mars næstkomandi. Hátíðin er haldin í fimmta sinn en forsvarsmaður hennar var Ólafur Þórðarson heitinn. Hann var einn af ástsælustu tónlistarmönnum þjóð- arinnar og var meðal annars í hljóm- sveitunum Ríó Tríó, Kuran Swing og South River Band. Snorri tók við sem framkvæmdastjóri hátíðarinnar þegar Ólafur féll frá. Miklar hræringar hér á landi Snorri bendir á að á síðustu ár- um hafi mikið verið að gerast í ís- lenskri þjóðlagatónlist og að margt ungt tónlistarfólk sé undir áhrifum þessarar tónlistar í listsköpun sinni og byggi á þessum grunni. „Það sem mig langaði að gera þegar ég tók við var að fram kæmu ný bönd og eldri; blanda saman þjóðlagatónlistarmönnum og -hljóm- sveitum á ólíkum aldri og frá ólíkum áttum innan þessa tónlistarheims,“ segir Snorri. Hann segir undirbúninginn ganga mjög vel. Helgi Pétursson, faðir Snorra, er formaður stjórnar Reykjavík Folk Festival. Þeir vinna því saman að undirbúningi hátíð- arinnar. „Það er alltaf gaman að fá tækifæri til að vera meira saman. En við erum báðir með mikla ástríðu fyrir þjóðlagatónlist og því er þetta mjög skemmtilegt,“ segir Snorri. Hátíðin er haldin í rúmlega hundrað manna sal á Kex hosteli. „Mikil nánd skapast í salnum því hann er lítill og hljómburðurinn góð- ur. Það hentar vel því mikill texti fylgir oft þjóðlagatónlist sem krefst þess að fylgst sé með af einbeitingu, því er þetta kjörinn staður,“ segir Snorri. Þeir tónlistarmenn og hljóm- sveitir sem troða upp eru m.a. Bjart- mar Guðlaugsson, Bubbi, Drangar, Elín Ey, KK og Kristín Ólafs. Upphaf hátíðarinnar er rakið til þess að árið 2010 fagnaði hljóm- sveitin South River Band tíu ára af- mæli sínu. Af því tilefni var efnt til alþýðu- og heimstónlistarhátíðar. Á heimasíðu hátíðarinnar er að finna skilgreiningu á þjóðlagatónlist. Þar stendur að hún sé skilgreind sem tónlist eða tónlistaráhrif sem rekja uppruna sinn til hins venju- lega alþýðumanns, tónlistararf sem borist hefur mann frá manni, kyn- slóð frá kynslóð. Oftar en ekki má rekja þetta til þess að vinir eða fjöl- skyldan hafa komið saman, sungið og spilað af fingrum fram. Þjóðlaga- tónlist er einnig oft nefnd alþýðu- tónlist. Með ástríðu fyrir þjóðlagatónlist  „Okkur langar að kynna íslenska þjóðlagatónlist fyrir sem flestum, þetta er hálfgert trúboð,“ seg- ir Snorri Helgason tónlistarmaður og framkvstj. Reykjavík Folk Festival sem haldin er í fimmta sinn Morgunblaðið/Golli Feðgar Helgi Pétursson og Snorri Helgason, feðgar og tónlistarmenn, hafa báðir mikla ástríðu fyrir íslenskri þjóðlagatónlist. Reykjavík Folk Festival 2014 » Haldin í fimmta sinn á Kex hosteli 6.-8. mars nk. » Forsvarsmaður hennar var Ólafur Þórðarson heitinn. » Tólf listamenn og hljóm- sveitir koma fram, m.a. Bubbi, Drangar, Elín Ey, Hym- nalaya, KK, Kristín Ólafs, Kristjana Arngríms, Skúli Sverrisson, Snorri Helgason Soffía Björg og Steindór And- ersen. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt niður mál fernra umhverfis- verndarsamtaka sem stefndu Vega- gerðinni á síðasta ári vegna lagning- ar nýs Álftanesvegar. Samtökin kröfðust lögbanns á framkvæmdina í lok ágúst. Lögmaður samtakanna fór fram á það í héraði í gær að málið yrði fellt niður og varð dómari við þeirri kröfu. „Það er orðið svo langt um liðið og m.a. raunverulegir hagsmunir eyði- lagðir. Það er ekkert að gerast og það verður því að fella það niður,“ segir Ragnheiður Elfa Þorsteins- dóttir, lögmaður Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðvestur- lands og Hraunavina, í samtali við mbl.is. Ragnheiður bendir á að um hálft ár sé liðið frá því farið var fram á lög- bannið. Framkvæmdir hófust hins vegar í hrauninu október sl. og hafa staðið yfir síðan þá. Tvö dómsmál hafa verið í gangi vegna Álftanesvegar. Annars vegar mál þar sem samtökin vildu fá hrundið ákvörðun sýslumanns um að synja lögbanni á framkvæmdina, en sýslumaður vísaði lögbannskröfu frá á þeirri forsendu að samtökin ættu ekki lögvarða hagsmuni og því ekki aðild að málinu. Samtökin höfðuðu dómsmál til að fá ákvörðuninni hnekkt. Í því máli var farið fram á að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstóls- ins en Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur höfnuðu því. Hitt málið snýst um vegarlagn- inguna sjálfa og lögmæti hennar á þeim grundvelli að umhverfismat og framkvæmdaleyfi séu ekki gild. Í því máli var einnig óskað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins. „Okkur fannst vera komið að þeim tímapunkti núna að það væri ekki forsvaranlegt að halda áfram með þetta,“ segir Ragnheiður um lög- bannsmálið. jonpetur@mbl.is Morgunblaðið/RAX Vegagerð Unnið er að því að leggja nýjan Álftanesveg í gegnum Garða- hraun. Lögbannsmál umhverfisverndarsamtaka hefur verið fellt niður. Lögbannsmál fellt niður  Hálft ár liðið frá því farið var fram á lögbann á framkvæmdir við Álftanesveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.