Morgunblaðið - 04.03.2014, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
STUTTAR FRÉTTIR
● Allar helstu
hlutabréfavísitölur
heims féllu í gær,
vegna óróleikans í
Úkraínu og hættu á
stríðsátökum á
Krímskaganum.
Mest varð fallið í
kauphöllinni í
Moskvu, eða lið-
lega 13%. Rúblan
hríðféll líka í verði
og brást seðlabanki Rússlands við með
því að hækka stýrivexti.
Hlutabréf í Lundúnum, Frankfurt,
París og Asíu féllu einnig í verði í gær.
Verðfall á hlutabréfum á
helstu mörkuðum í gær
Rússneska rúblan
hríðféll í gær.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Vodafone vill ekki gefa upp hver ná-
kvæmur kostnaður fyrirtækisins hef-
ur verið, til þessa, af upplýsingaleka
af vef félagsins 30. nóvember á síð-
asta ári. Hrannar Pétursson, upplýs-
ingafulltrúi Vodafone, segir að út-
lagður kostnaður sé vissulega nokkur
en teljist þó ekki verulegur þegar
horft er til stærðar fyrirtækisins.
„Við nutum verulega góðs af sam-
starfi okkar við Vodafone erlendis,
bæði í beinni þjónustu sem þeir veittu
okkur og ráðgjöf sem var ómetanleg
enda er Vodafone eitt stærsta fjar-
skiptafyrirtæki í heimi,“ segir Hrann-
ar.
Vodafone hefur þurft að grípa til
ýmissa tæknilegra aðgerða vegna
málsins og segir Hrannar að gerðar
hafi verið úttektir af ýmsum toga og
m.a. unnið með opinberum stofnun-
um auk innlendra og erlendra sér-
fræðinga.
Neita skaðabótaábyrgð
Vodafone segist ekki bera skaða-
bótaábyrgð á innbroti og dreifingu
þriðja aðila á gögnum sem voru í
vörslu fyrirtækisins en málsóknar-
félag var stofnað þann 14. febrúar til
að sækja sameiginlega í einu dóms-
máli skaðabætur á hendur Vodafone
vegna upplýsingalekans. „Vodafone
hvorki dreifði né birti umrædd gögn
og hafnar skaðabótaábyrgð vegna af-
brotsins sem fyrirtækið og viðskipta-
vinir urðu fyrir,“ segir Hrannar og
bendir á að málsóknarfélagið ætti
frekar að leita réttar síns hjá þeim
sem dreifðu og birtu gögnin.
Snýst um neytendavernd
Skúli Sveinsson, lögmaður hjá
Lögvernd, rekur málið fyrir hönd
málsóknarfélagsins á hendur Voda-
fone og segir hann undirbúning vera
kominn vel af stað. „Það getur tekið
nokkurn tíma að fá endanlega niður-
stöðu í málið en undirbúningurin hef-
ur gengið vel og ég mun fljótlega hafa
samband við Vodafone vegna máls-
ins,“ segir Skúli.
Hann telur málið ekki síður lúta að
neytendavernd. „Markmiðið með
málsóknarfélögum sem þessum er að
gefa þeim sem brotið hefur verið á
tækifæri til að sækja rétt sinn saman
og þannig myndast vonandi varnar-
áhrif sem eiga að leiða til þess að aðrir
hegði sér með ábyrgari hætti,“ segir
Skúli sem telur að margt í opinberum
málflutningi Vodafone bendi til gá-
leysis fyrirtækisins í málinu.
Kostnaður Vodafone vegna
upplýsingaleka nokkur
Deilt um hvar bótaábyrgðin liggur í málinu Hagsmunamál fyrir neytendur
Innbrot Brotist var inn í tölvukerfi Vodafone 30. nóvember í fyrra og hefur
nú hópur fólks stofnað málsóknarfélag til að sækja rétt sinn vegna þess.
Morgunblaðið/Ómar
Skaðabótamál
» Málsóknarfélag stofnað til
að sækja mál á hendur Voda-
fone.
» Vodafone segir skaðabóta-
ábyrgð ekki liggja hjá sér held-
ur þeim sem síðar dreifðu
stolnum upplýsingum.
! !
"# $ # %
"&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á