Morgunblaðið - 04.03.2014, Síða 26

Morgunblaðið - 04.03.2014, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 ✝ GuðmundurRúnar Guð- mundsson fæddist á Sólvangi í Hafn- arfirði 22. október 1956. Hann lést á heimili sínu hinn 18. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Guðmundur Rúnar Guðmunds- son rafmagns- tæknifræðingur, f. 1933, og Bryndís Ingvarsdóttir, f. 1934, d. 2005. Systir: Val- gerður Guðmundsdóttir, f. 1955, gift Hjálmari Árnasyni, f. 1953, og eiga þau fimm börn. Bróðir: Ingvar Guðmundsson, f. 1958, giftur Rut Brynjarsdóttur, f. 1959, og eiga þau fimm börn. Í september 1977 hóf hann sambúð með eftirlifandi eig- inkonu sinni, Vilborgu Sverr- isdóttur, f. 1957, og eignuðust þau soninn Ragnar árið 1982. Ragnar er giftur Svanhildi Önnu Magnúsdóttur, f. 1983, og eiga þau einn son, Grím, f. 2011, og fósturbarn. Rúni, eins og hann var alla tíð kallaður, ólst upp í Hafnarfirði, gekk í Öldutúnsskóla og síðar Flensborg og útskrifaðist þaðan sem stúdent vorið 1976. Hann stundaði nám í bókmenntum og sögu við Háskóla Íslands og út- skrifaðist þaðan með BA-próf 1982. Að námi loknu kenndi hann við Héraðsskólann í Reykholti 1980- 1982. Hann var síð- an verslunarstjóri hljómplötuversl- unar Steina við Rauðarárstíg 1982- 1983. Sumarið 1983 flutti fjölskyldan til Danmerkur þar sem Rúni stund- aði nám við háskólann í Hróars- keldu þaðan sem hann útskrif- aðist með próf í stjórnsýslufræðum árið 1987. Eftir eins árs vinnu við sjáv- arútvegsráðuneytið í Kaup- mannahöfn flutti fjölskyldan aftur til Íslands og bjó í Reykja- vík fyrst um sinn en síðar í Hafnarfirði frá 1994. Eftir heimkomu vann Rúni í sérverk- efnum fyrir Útflutningsráð en hóf störf hjá fjármálaráðuneyt- inu í byrjun árs 1989 þar sem hann starfaði þar til hann fékk alvarlegt heilablóðfall árið 1992. Eftir að hafa jafnað sig nokkuð hóf hann störf hjá Ríkis- skattstjóra þar sem hann vann til dauðadags. Útför Rúna fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 4. mars 2014, kl. 13. Hann Rúni bróðir er fallinn. Eftir tveggja áratuga baráttu við fötlun sína gat hann ekki meir, tók ákvörðun og framkvæmdi verkið. Sorgin heltekur ástvini hans og ásökun um að hafa ekki gert nóg hvín eins og óveður í sálu okkar. – Andskotinn hafi það, Rúni, svona gerir maður ekki! – Hversu oft hafði hann ekki lesið yfir litla bróður sínum þegar honum fannst sá minni fara yfir strikið. Hann var stóri bróðir minn og ábyrgð- armaður og tók það hlutverk mjög alvarlega. Hann var fyrirmynd mín og átrúnaðargoð, alla mína æsku og langt fram á fullorðinsár. Hann var sá klárasti og sá flottasti sem ég þekkti. En hann var aldrei vondur við mig. Þótt hann hefði alltaf yfirráðin, bæði í krafti ald- ursmunar, vitsmuna og persónu- töfra, kom hann alltaf fram við mig með réttlætið að leiðarljósi. Ég veit líka að honum þótti vænt um mig þó ég minnist þess ekki að hann hefði nokkurn tíma orð á því. Það var ekki hans stíll að bera til- finningar sínar á torg. Samt vissi maður alltaf hvernig honum leið, bara með því að horfa í augun á honum, því hann leyndi aldrei neinu. Hann var alltaf hreinn og beinn í samskiptum við fólk. Hann var töffari af guðsnáð. Kaldhæðnislegar athugasemd- ir voru hans ær og kýr. Margir engdust undan þessum sending- um hans og þar á meðal ég sjálfur. Sumir misskildu þetta sem ill- gjarnan hroka en það var ekkert illt til í honum Rúna. Ég trúi því að við, sem urðum fyrir þessum píl- um, höfum oftast átt það skilið og þeim mun meir sem verr stakk. Í september árið 1992 urðu algjör umskipti í lífi Rúna. Þá fékk hann mjög alvarlegt heilablóðfall. Hann náði sér aldrei eftir það. Þótt hugsunin og hinn fljúgandi hugur hans hafi enn verið til staðar missti hann öll tækin til að leyfa því að blómstra. Málið, textameð- ferðin, orðaforðinn, sjónin, ein- beitnin, styrkurinn, allt þetta hvarf að mestu, eins og dögg fyrir sólu. Hann bar fötlun sína vel. Með einstæðum skipulagshæfi- leikum og dugnaði barðist hann við þessa staðreynd og reyndi hvað hann gat að lifa eðlilegu lífi. En hann var orðinn þreyttur, mjög þreyttur og að lokum gat hann ekki meir. Elsku bróðir og kæri vinur, ég mun ávallt minnast þín með hlýju í hjarta. Þótt Guð og Jesú hafi ekki alveg verið þínir menn bið ég þá báða að gæta þín hvar sem þú ert nú. Eins bið ég þess að mín elskulega mágkona, Vilborg, og minn kæri bróðurson- ur, Ragnar, nái að sigrast á þess- ari miklu sorg. Að lokum langar mig að þakka þeim ungu lögreglu- þjónum sem komu að málinu þann sorgardag sem atburðurinn gerð- ist fyrir einstaka nærgætni og fag- lega framkomu. Það er gott til þess að vita að lögreglan skuli búa yfir starfskröftum af þessu tagi. Ingvar bróðir. Undarlegt fyrirbrigði er þessi dauði. Svo fyrirsjáanlegur en allt- af jafn þungur. Í honum felst nefnilega að það sem var verður ekki framar. Og getur verið svo óbærilegt að undirgangast. Ráð okkar eftirlifenda eru m.a. þau að draga upp hinar ljúfu myndir af burtgengnum ástvini. Ylja sér við þær og varðveita þannig minn- ingu. Og margar eru slíkar mynd- ir af honum Rúna, mági mínum, fjölbreytilegar og sterkar. Hann var heldur ekkert venjulegur. Skarpari en margur, skipulagðari en flestir, tónelskari en aðrir, rök- vís og á stundum kjaftfor, kald- hæðinn húmoristi, veiðimaður, faðir, maki, sonur, bróðir og vinur. Skal því engan furða að gæfan brosti við Rúna – framtíðin björt og ögrandi. Sem hendi væri veifað skall hinn fyrri harmur yfir þegar gúlpur brast og Rúni dansaði við sjálfan dauðann. Hinum unga manni og fjölskyldu hans svo óvænt varpað yfir á byrjunarreit að nýju. Í þeirri baráttu reis kappsfullur Rúni upp að nýju og tókst á við nýjar ögranir í nýju lífi. Það flug varð samt aldrei jafn hátt og hið fyrra. Svart ský meinaði skýrri hugsun að komast í gegn. Glíman var hörð. Að lokum lagði þetta þunga ský Guðmund Rúnar að velli. Við leitum huggunar í þakklæti fyrir það sem var. Þakkir fyrir að kynna okkur JJ Cale og Peter Green, fyrir veiðidelluna, rökræð- urnar, Osso buco, fyrir Vilborgu og Ragnar – fyrir að vera hann Rúni mágur. Elsku Vilborg, Ragnar, Svanhildur, Grímur, Ysa- bella, Rúni eldri, Ingvar og Val- gerður mín – í samverunni leitum við skjólsins við falleg og skemmtileg augnablik með Rúna í huga okkar og hjarta. Hjálmar Árnason. Í dag kveðjum við góðan dreng, Guðmund Rúnar Guðmundsson. Minnisstætt er okkur þegar bráð- ung litla systir mætti heim með ungan mann sem hafði heillað hana. Hann var myndarlegur, greindur og fullur lífsgleði. Um tvítugt hófu þau búskap og og síð- an hafa þau Vilborg og Rúnar ver- ið samferða í lífinu. Rúnar fór til ýmissa starfa með námi og var jafnframt á kafi í sín- um áhugamálum. Að loknu stúd- entsprófi hóf Rúnar nám í bók- menntum og sagnfræði við Háskóla Íslands. Eftir útskrift áttu þau nokkur skemmtileg ár við kennslu í Reykholti þar sem Ragnar sonur þeirra fæddist. Þá var haldið til Danmerkur þar sem hann vatt sínu kvæði í kross og hóf nám í opinberri stjórnsýslu og rekstri við Háskólann í Hróars- keldu. Þau fræði féllu honum afar vel, hann hafði góða tilfinningu fyrir skipulagi og rekstri og fékk í námi sínu í Danmörku traustan grunn fyrir þau störf sem biðu hans í lífinu. Við fjölskyldan feng- um tækifæri til að dvelja hjá þeim í ógleymanlega daga á námsárun- um í Danmörku og fundum hversu vel Rúnar, Vilborg og Ragnar nutu þar lífsins. Eftir heimkomu frá námi hóf Rúnar störf í stjórnarráðinu og var lengst af í fjármálaráðuneytinu. Þar var réttur maður á réttum stað. Hann hafði framsæknar skoð- anir um hvernig bæta mátti opin- beran rekstur og var öflugur liðs- maður í að hrinda í framkvæmd nýjungum og gagnlegum breyting- um. Hann naut þessa tíma í hópi góðra samstarfsmanna. Rúnar var náttúruunnandi og stundaði stangveiði af ástríðu. Um hver áramót ræddi hann bókanir um laxveiðar sumarsins, flugu- hnýtingar voru stundaðar yfir vetrarmánuðina og veiðisögur sagðar af innlifun eftir hvern veiðitúr, og gilti þá einu þótt aflinn væri lítill. Rúnar var mikill fjöl- skyldumaður og því var sonur hans með í öllum veiðiferðum frá unga aldri. Þá var áhugi hans og þekking á tónlist mikil og eignað- ist hann gott plötusafn með þeirri tónlist sem hann hafði áhuga á, og hafði ákveðinn smekk fyrir því hvað væri góð tónlist. Hann kunni því vel þá list að njóta góðra áhugamála og sinna þeim af alúð. Hann hafði skýra sýn á til- veruna og sterkar skoðanir á grundvallarmálum samfélagsins og tilverunnar, og eftir frjóar um- ræður er minnisstætt það skemmtilega sjónarhorn sem hann hafði oft til einstakra mála. En lífið leikur ekki við alla þrátt fyrir gjörvuleika og heilbrigt líf- erni, því fyrir rúmum tuttugu ár- um breytti heilablæðing tilveru Rúnars og fjölskyldu hans. Það var aðdáunarvert hvernig hann vann sig til betri heilsu og nýs starfsþreks með eljusemi og vilja- styrk. En þótt afleiðingar áfallsins fylgdu honum ávallt hóf hann störf hjá Ríkisskattstjóra með aðstoð góðra manna og starfaði hann þar til dauðadags. Nú á skilnaðarstund þökkum við góða tíma. Guð blessi minn- ingu Rúnars og megi hann styrkja Vilborgu, Ragnar og fjölskyldu í þeirra sorg. Þórður og Lilja. Rúni frændi hefur alltaf verið stór partur af lífi okkar systkin- anna. Veiðitúrar og gamlárskvöld er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Svo líkir voru þeir bræð- ur og synir þeirra í útliti að vart mátti á milli sjá. Við höfðum alltaf gaman af því. Við systur höfðum alltaf gaman af því þegar amma Dísa sagði okkur sögur af Rúna sínum og litla Danaprinsinum sín- um í Kaupmannahöfn. Þetta var á þeim tíma sem Rúni og Vilborg stunduðu nám þar í borg. Við minnumst þess þegar við komum eitt sinn í heimsókn á Tjarnargöt- una árið 1991 þegar GCD var heit- ari en allt heitt og þeir feðgar, Rúni og Ragnar, voru með Mýr- dalssand á blasti og sungu hástöf- um og léku á ímynduð hljóðfæri. Maður heillaðist með og komst strax í stuð. Einhvern veginn tengjum við alltaf Rúna frænda við tónlist, og þá helst gáfumanna- popp. Rúni var algjör rokkari. Það eru varla margir föðurbræður sem eru meira inni í því nýjasta nýja í tónlistarsenunni en maður sjálfur á unglingsaldri. Okkur bræðrunum finnst skrýtið að hugsa til þess að Rúni verði ekki með okkur í Hlíðarvatni eða Sog- inu næsta sumar. Við þekkjum ekkert annað en að Rúni lækki vit- leysisganginn í frændum sínum um eitt stig eða svo. Hann var sannarlega ómissandi hluti af félagsskapnum. Við höfðum virki- lega gaman af höfðingja-húmorn- um hans og litum upp til hans og Ragnars. Binni mun alltaf minn- ast sérstakra ferða í Úthlíð til að spila Fifa 94 sem Rúni og fjöl- skylda áttu í PC. Hann vildi spila tímunum saman en Rúni og Vil- borg létu barnið þó glugga í bók eða hlusta á tónlist inn á milli. Hann segist hafa heyrt þar lagið Under the Bridge með Red Hot Chili Peppers í fyrsta sinn og muni aldrei gleyma stundinni þeg- ar hann sat í herberginu hans Ragnars, agndofa af hrifningu. Það var mjög þægilegt að vera í kringum Rúna. Hann var rólegur með mildan hlátur. Með lúmskan húmor og afar snjall. Töffari. Elsku Vilborg, Ragnar, Svanhild- ur og börn. Guð veri með ykkur og okkur öllum í gegnum þennan erf- iða tíma. Það er mikil gleði sem fylgir því að geta séð svipinn á Rúna frænda áfram í Grími litla. Elsku Rúni, við eigum eftir að sakna þín mikið. Rún, Rán, Brynjar Björn og Ingvar Ásbjörn Ingvarsbörn. „Svona er lífið kallinn minn,“ mátti heyra Rúna segja þegar kvartað og kveinað var í hans við- urvist. Ég sé hann fyrir mér við árbakkann í einni af þeim ótal veiðiferðum sem við fórum saman. Brosandi þrátt fyrir slagveður og veiðileysu. Ekki beint að hvetja okkur hina áfram né reyna að ná okkur upp úr vonleysinu, heldur segja okkur nákvæmlega hver staðan væri og að ekkert gæti breytt henni. Þessi stutta og ein- falda, en þó svo gildishlaðna setn- ing hefur verið mér hugleikin síð- ustu daga. Sumarið 1992 er eitt af mínum eftirminnilegustu sumr- um. Þá fékk ég að fara með Rúna, Vilborgu og Ragnari í langt ferða- lag um Ísland. Í upphækkuðum Toyota Land Cruiser var keyrt landshornanna á milli. Ragnar tíu ára og ég átta ára. Mér þótti fátt jafn spennandi og skemmtilegt og að leika við Ragnar. Því var eft- irvæntingin mikil. Víða var farið í þessari ferð og tjaldað þar sem hentaði, m.a. í Fjörðum. Ég hafði ekki náð þeim stóráfanga á þess- um tíma að landa mínum fyrsta laxi. Að fá maríulaxinn hefur svip- að vægi í huga fjölskyldu okkar og fermingarvígsla. Ákveðin viður- kenning sem gerir drengstaula að ungum manni sem telst viðræðu- hæfur í samtölum fullorðinna um veiði. Í Fjörðum setti ég í lax, sem var þá í annað skiptið á ævinni. Eftir mikla baráttu við laxinn í straumhörðum ósnum hafði hann betur og synti sína leið. Sjálfs- traust unga veiðimannsins stakk sér á eftir laxinum og sálartetur hans lá eftir á bakka árinnar, í þúsund molum. Rúni huggaði mig með því að segja „svona er lífið Gummi minn“. Svo bætti hann því við að fleiri veiðitúrar væru fyr- irhugaðir næsta sumar. Mikið var þá gott að hafa Vilborgu sem gat púslað mér saman á nýjan leik. Ég Guðmundur Rúnar Guðmundsson ✝ Síra Arn-grímur Jóns- son, dr. theol, fædd- ist 3. mars 1923 í Arnarnesi á Galma- strönd við Eyja- fjörð. Hann lést 25. febrúar 2014 á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi. Foreldrar hans voru Kristín Eiríks- ína Ólafsdóttir, hús- freyja á Akureyri, f. 6. júlí 1901, d. 3. ágúst 2002 og Jón Pálsson, trésmíðameistari á Akureyri, f. 29. mars 1885, d. 20. desember 1972. Systir hans er Bergþóra Jónsdóttir, búsett á Akureyri, f. 28. júní 1929. Arngrímur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní 1943. Varð cand. theol. frá Háskóla Íslands 28. maí 1946 1993-1996. Með prestskapnum í Odda stundaði síra Arngrímur búskap. Í Reykjavík kenndi hann við Hlíðaskóla um tíu ára skeið og einnig kirkjusögu við guð- fræðideild Háskóla Íslands vet- urinn 1980-1981. Arngrímur gegndi fjölda trúnaðarstarfa. Hann var meðal annars í um tíu ár í stjórn Prestafélags Íslands og var gerður að heiðursfélaga árið 1993. Árið 1993 hlaut hann heiðursmerki bresku krún- unnar, MBE – Honorary Member of the Civil Division of the Most Excellent Order of the British Empire. Síra Arngrímur reit fjölda ritgerða og tímaritsgreina um guðfræði og helgihald og er höfundur fræðibókanna Fyrstu handbækur presta á Íslandi eftir siðbót, 1992, Hátterni í kirkjusið- um, 1995, og Litúrgíu, árið 2004. Eiginkona síra Arngríms var Guðrún Sigríður Hafliðadóttir, sjúkraliði og húsmóðir, f. 30. apríl 1921, d. 7. september 2005. Börn þeirra eru þrjú: 1) Hafliði, f. 26. mars 1951, leiklistarfræð- ingur og leikstjóri. Maki: Mar- grét Jóhanna Pálmadóttir. Börn og stundaði fram- haldsnám í messu- og helgisiðafræðum í Oxford. Dr. theol frá Háskóla Íslands 2. febrúar 1992. Hann dvaldi við fræðastörf í Oxford og Kaupmannahöfn árið 1983. Hinn 7. júlí árið 1946 var Arn- grímur vígður sóknarprestur að Odda á Rang- árvöllum aðeins tuttugu og þriggja ára að aldri, þar sem hann þjónaði til ársins 1964. Sama ár var hann skipaður sókn- arprestur í Háteigsprestakalli sem hann gegndi til 1. nóvember árið 1993 er hann lét af embætti fyrir aldurssakir. Hann þjónaði þó Vallanes-, Desjarmýrar- og Útskálaprestakalli á árunum Ég kveð afa minn með sökn- uði. Afi var mér mikil fyrirmynd, hann var æðrulaus og mjög hlýr maður sem átti auðvelt með að sýna væntumþykju og var örlát- ur á tíma sinn. Hann hafði sér- staklega góða nærveru, sagði hlutina umbúðalaust og lá ekki á skoðunum sínum. Hann gat feng- ið mig til að horfa á hlutina frá öðru sjónarhorni en mínu eigin og það skipti mig alltaf máli að vita hvað honum fannst. Ég bar mikla virðingu fyrir honum. Afi var kærleiksríkur og sterkur persónuleiki og ég fann alltaf ör- yggi hjá honum. Mér fannst hann búa yfir miklum andlegum auðæfum og ef fleiri væru eins og hann væri heimurinn betri. Minningar mínar um afa eru mér dýrmætar og mér finnst ég ósegjanlega lánsöm að hafa átt hann að. Hvíldu í friði elsku afi minn, Guð geymi þig. Þín Guðrún Steingrímsdóttir. Þegar ég var um það bil fimm ára gamall í pössun hjá afa og ömmu notaði afi tímann til að kenna mér að lesa og leggja sam- an. Hann vildi nýta tímann í eitt- hvað gagnlegt. Við sátum á morgnana í öðrum hægindastóln- um í borðstofunni og stautuðum okkur í gegnum Gagn og gaman. Þegar við höfðum fengið nóg af því þurfti að finna mér eitthvað annað að gera. Eitt af því var leikur sem hann fann upp á. Leikurinn fór þannig fram að ég sat í gluggakistunni uppi á kont- ór og taldi bílana sem keyrðu Háaleitisbrautina. Afi lét mig fá blað og blýant og ég merkti sam- viskusamlega í tvo dálka, strik fyrir hvern bíl sem ég sá í annan dálkinn en strik fyrir hvern trukk í hinn. Þegar ég hafði svo setið þarna dágóða stund kom hann aftur til mín og við töldum strikin og lögðum saman úr báð- um dálkunum. Við bárum svo fjöldann saman við fyrri talning- ar og niðurstöðurnar þóttu okkur auðvitað alltaf stórmerkilegar. Mér fannst það yfirleitt vera mjög merkilegt sem við afi gerð- um saman. Síðustu ár hittumst við afi oft- ar en áður. Hann kom í mat til mömmu og sat þar stundum og horfði á sjónvarpið fram á kvöld, eða ræddi málin. Hann hafði sterkar skoðanir og lá ekki á þeim, leiddist yfirborðsmennska, mont og stælar. Hann vildi að fólk vandaði sig og hlutirnir væru gerðir rétt en ekki með hangandi hendi. Afi Arngrímur fylgdist með því sem afkomendur hans tóku sér fyrir hendur, aðstoðaði ef hann gat og gladdist ef vel gekk. Hann sýndi okkur alúð. Hann var ekki spar á hrós ef honum fannst vel gert og hjá honum fylgdi hugur máli. Hann var ein- lægur í því sem hann sagði og gerði. Við erum lánsöm að hafa átt hann að. Steinþór Steingrímsson. Mér er ljúft og skylt að minn- ast og kveðja, en þó fyrst og fremst að þakka sr. Arngrími Jónssyni. Ég á honum margt að þakka, en þó fyrst og fremst vin- áttu hans. Fundum okkar bar Síra Arngrímur Jónsson þeirra: Sigríður Soffía, f. 1989, Matthildur Guðrún, f. 1994, Kristján Helgi, f. 1997. Stjúpsyn- ir Hafliða: Maríus Hermann, f. 1974, og Hjalti Þór, f. 1978. Barnabörn þeirra eru tvö. 2) Kristín, f. 5. júní 1953, myndlist- armaður og bókavörður. Börn hennar og Steingríms Steinþórs- sonar: Guðrún, f. 1976, Steinþór, f. 1977. Börn hennar og Sigurðar Rúnars Sæmundssonar: Matt- hías Rúnar, f. 1988, Arngrímur Jón, f. 1988. Hún hefur eignast fjögur barnabörn. 3) Snæbjörn, f. 15. nóvember 1961, stofnandi bókaútgáfunnar Bjarts, nú bóka- útgefandi í Danmörku. Maki: Susanne Torpe. Börn Snæbjarn- ar og Guðrúnar Óskar Ólafs- dóttur: Ragnar Nói, f. 1982, Sandra Ósk, f. 1983, Sölvi Dúnn, f. 1987. Börn Snæbjarnar og Sus- anne Torpe: Númi, f. 2001, Dav- íð, f. 2005. Hann á tvö barna- börn. Minningarathöfn verður í Há- teigskirkju, Reykjavík, þriðju- daginn 4. mars 2014, kl. 11. Út- för fer fram frá Oddakirkju á Rangárvöllum sama dag kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.