Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 Mér finnst gaman að halda veislur og að fá pakka. Ég verðmeð fjölskyldu- og vinakaffi í tilefni dagsins,“ segir SunnaGeorgdóttir sem er 40 ára í dag. Ljóst var að mikið stóð til því þegar slegið var á þráðinn til hennar mátti vart greina rödd Sunnu fyrir látunum í hrærivélinni en þar var verið að þeyta dýr- indis súkkulaðiköku. „Ég hlakka mikið til að verða fertug. Það láta allir svo vel af þessum aldri.“ Sunna starfar sem danskennari í grunnskólanum í Vest- mannaeyjum og hefur gert undanfarin 12 ár. „Það er gefandi og skemmtilegt,“ segir Sunna. Spurð hvort krakkarnir séu allir til í að dansa svarar hún því til að þau séu mismóttækileg eins og við erum öll. Hún kennir einnig nokkur námskeið. „Ég var alltaf dansandi sem barn og ákvað snemma að verða danskennari. Ég lét því drauminn rætast,“ segir hún hressilega. Hún hefur verið búsett í Vestmannaeyjum nánast alla ævi, fyrir ut- an þegar hún stundaði danskennaranám. Þegar hún var barn sendu foreldrar hana alltaf á dansnámskeið hjá Heiðari Ástvaldssyni þeg- ar hann kom til Eyja. Sunna er tveggja barna móðir og sjómannskona. Hún er svo hepp- in að eiginmaðurinn er heima á afmælisdaginn, „aldrei slíku vant“. Ætli þau eigi ekki eftir að stíga dans í tilefni dagsins en eiginmað- urinn ku víst vera nokkuð liðtækur á dansgólfinu. thorunn@mbl.is Sunna Georgsdóttir er 40 ára Í faðmi fjölskyldunnar Sunna ásamt fjölskyldunni, eiginmanni sín- um Magnúsi Jónssyni og sonunum, Óliver og Andra. Dansandi Eyja- díva frá barnsaldri Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Arnþór Bergur fæddist 27. mars kl. 7.11. Hann vó 3.095 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Linda Frederiksen og Björn Heimir Moritz Viðarsson. Nýir borgarar Selfoss Elín Ósk fæddist 19. apríl kl. 1.30. Hún vó 4.040 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Kallý Harð- ardóttir og Kristján Emil Guðmunds- son. S veinn fæddist í Reykjavík 4.3. 1944 og ólst þar upp við Skúlagötuna. Hann er ættaður frá Eyri í Ingólfsfirði á Ströndum og þar varði hann öllum sumrum fram á unglingsaldur og undi sér vel. Á æskuárunum gekk hann und- ir nafninu Daddi. Sveinn var tæplega 15 ára þegar Margrét Nielsen, fögur bak- aradóttir af Njálsgötunni, varð á vegi hans í grunnskóla. Þau fóru að gefa hvort öðru auga og munu halda upp á gullbrúðkaupsafmæli sitt hinn 8.8. nk. Sveinn lærði ungur til þjóns á Hótel Borg. Hann hóf störf á Hótel Sögu 1964 og starfaði þar í 35 ár við góðan orðstír, lengst af veitingastjóri í Átthagasal. Sveinn varð veitingastjóri Bláa lónsins 1999 og starfaði þar í 10 ár Sveinn Sveinsson framreiðslumeistari – 70 ára Með eiginkonu og dætrum Steinunn, Sveinn, Margrét, Sunna og Sandra í Madonna di Campiglio á Ítalíu. Skíðamaður og golfari Hjónasæla Sveinn og Margrét í garðinum heima í Ánalandi í Fossvoginum. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Óbr eytt verð í 4 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.