Morgunblaðið - 04.03.2014, Page 40

Morgunblaðið - 04.03.2014, Page 40
Fjöldi Yfir 15 milljónir Lego-kubba voru notaðar við gerð myndarinnar. Þriðju helgina í röð er Lego- myndin eða The Lego Movie lang- best sótta kvikmyndin af þeim sem sýndar eru í bíóhúsum landsins. Rúmlega 25 þúsund miðar hafa ver- ið seldir á hana frá frumsýning- ardegi. Teiknimyndin Frozen eða Frosinn er sem fyrr sú mynd á topp tíu listanum sem flestir hafa séð eða rúmlega 47 þúsund gestir á sl. tólf vikum. Þrjár nýjar myndir raða sér á topp listans, m.a. Non-Stop sem rúmlega þrjú þúsund manns sáu um helgina. Aðsóknarmesta íslenska kvikmyndin er Hross í oss með rúmlega 14 þúsund selda miða. Um 25.000 Lego-miðar Bíólistinn 28. febrúar-2. mars 2014 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Lego The Movie Non-Stop Gamlinginn (Hundraåringen som klev ut genom fönstret och försvann) Ride Along Monuments Men, The RoboCop Justin and the Knights of Valour Lífsleikni Gillz Frozen Winter’s Tale 1 Ný 2 3 Ný 5 10 4 12 Ný 3 1 2 2 1 3 5 4 12 1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Bíóaðsókn helgarinnar 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 Svanir skilja ekki fjallar umhjónabandið og þær mörguog jafnvel mótsagnakennduhliðar sem eru á því. Í for- grunni eru hjón sem eru kölluð hann og hún í leikskrá. Þau hafa ákveðið að leita til ráðgjafa vegna sonar síns sem lætur sig hverfa, svarar ekki foreldrum sínum og neitar að taka ofan húfuna við matarborðið. Við tekur óhefðbundin hjónabands- meðferð sem flestum áhorfendum ætti að koma nokkuð á óvart. Leikritið er raunsæislegt en með frumlegum frávikum. Hluti af fram- setningunni eða tjáningunni fer til dæmis fram með dansi leikendanna. Það er mjög skemmtileg viðbót við samræður um samband hans og hennar. Danshreyfingarnar eru fremur einfaldar en skemmtilegar. Þá er góður húmor í verkinu og í lok þess kemur óvæntur snúningur á at- burðarásina sem setur allt sem á undan er komið í nýtt samhengi. Hún er hjúkrunarfræðingur, þjökuð af almennum áhyggjum af því að eitthvað slæmt gerist. Sam- band hans, sem er húsgagnabólstr- ari sem tekur stöku sinnum vakt á leigubíl, við móður sína fer greini- lega í taugarnar á henni. Hann er atkvæðalítill maður og er vissulega með hag móður sinnar afar ofarlega í huga. Í upphafi virðist ljóst að hinn svonefndi neisti er horfinn milli þeirra hjóna. Samband hjónanna sýnir nokkuð dæmigerð vandamál í samlífi hjóna og við fræðumst um þau í gegnum samtöl og spurningar ráðgjafans. Persónurnar vísa einnig á tímabili inn í verkið sjálft þegar þær ræða um leikrit sem þær hafi séð sem hef- ur ákveðin líkindi við verkið sem þær og áhorfendur eru staddir í. Þær þróast einnig örlítið. Í upphafi eru hann og hún klædd í fremur lát- laus föt sem eru ljós- og brúnleit en í seinni hluta eru þau komin í sterk- ari liti. Þau virðast einnig glaðari en í upphafi. Baldur Trausti Hreinsson leikur hann. Baldur dregur upp glögga mynd af nokkuð vönduðum en ekki sérlega áhugaverðum manni. Hann á einnig góða spretti í dansinum, í einu atriðinu stóð hann sig með slík- um ágætum að það kallaði fram klapp í salnum. Baldur Trausti er á góðri leið sem leikari og er hér al- gerlega upp á sitt besta. Margrét Vilhjálmsdóttir er hin heldur óspennandi og taugaveiklaða hún. Henni tekst einnig vel upp við að sýna óhamingjusama og mædda konu á miðjum aldri sem reynir með misjöfnum árangri að bæla niður það sem fer í taugarnar á henni í fari eiginmannsins. Margrét skilar einnig danshlutanum með ágætum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur ráð- gjafann. Ráðgjafinn er svona heldur léttur á því og virkar fremur ófag- legur og kærulaus. Ólafía Hrönn sýnir það af öryggi. Hún hefur skemmtilegar hreyfingar og býr að því að geta verið fyndin bara með því hvernig hún ber sig eða talar. Sviðsmyndin samanstendur af stórum ferhyrningslaga römmum með rúllugardínum. Rammarnir rísa upp af einni hlið þríhyrnings- laga undirstöðu. Hægt er að aka þessum einingum til og tvöfalda rammana. Með þessu móti er meðal annars hægt að búa til „lokað“ rými úr römmunum og setja þá upp á ýmsan hátt. Á undirstöðunum eru svo einhvers konar kollar sem hægt er að sitja á. Það var gaman að sjá hvað þessi einföldu form voru notuð á fjölbreytilegan og hugmyndaríkan hátt. Tónlistin í verkinu og hljóð- myndin er gerð af Ragnhildi Gísla- dóttur. Hún er nokkuð stór hluti verksins og vel heppnuð. Tónlistin „sándaði“ líka mjög vel svo gripið sé til frasa sem erfitt hefur reynst að íslenska. Það er ánægjulegt að sjá hversu góðum tökum Auður Ava hefur náð á leikritsforminu en það er mjög langt frá því að vera sjálfsagt að skáldsagnahöfundur geti skrifað fyrir svið. Viðfangsefnið er ekkert sérlega nýstárlegt en efnistökin og framsetningin er spennandi. Þetta er skemmtileg uppfærsla af hálfu hjónanna Charlotte Bøving og Benedikts Erlingssonar. Verkið vekur meðal annars athygli á og skoðar þann einkennilega galdur sem þarf til að hið margþætta og flókna samband hjóna gangi upp og sé farsælt. Mögulega örlar þarna einnig á boðskapnum: brjótið ykkur úr vanaviðjum. Samband allra sambanda Þjóðleikhúsið Svanir skilja ekki bbbmn Svanir skilja ekki eftir Auði Övu Ólafs- dóttur. Leikarar: Baldur Trausti Hreins- son, Margrét Vilhjálmsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Leikmynd og bún- ingar: Eva Signý Berger. Tónlist og hljóðmynd: Ragnhildur Gísladóttir. Dansar og sviðshreyfingar: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir. Lýsing Magnús Arnar Sigurðarson. Leikstjórn: Char- lotte Bøving. Aðstoð við leikstjórn: Benedikt Erlingsson. Frumsýning í Kassanum 28. febrúar 2014. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKLIST Ljósmynd/Eddi Góð tök „Það er ánægjulegt að sjá hversu góðum tökum Auður Ava [Ólafsdóttir] hefur náð á leikritsforminu en það er mjög langt frá því að vera sjálfsagt að skáldsagnahöfundur geti skrifað fyrir svið,“ segir meðal annars í dómi. Sagað nefnist sýning Sindra Leifssonar sem opnuð hefur ver- ið í Kunstschla- ger. „Sýningin er allt í senn inn- setning, högg- myndir og gjörn- ingur en öðru fremur afrakstur viðveru lista- mannsins í sýningarrýminu. Hún er í raun ferli sem bíður þess að verða eitthvað sem ekki var ákveðið fyr- irfram – er verk í sífelldri vinnslu. Sýningin vekur spurningar um al- veldi „vinnunnar“ og þeirra afurða sem hún getur af sér og beinir sjón- um sínum að ferlinu sjálfu,“ segir m.a. í tilkynningu. Sýningin stend- ur til 15. mars og er opin mánudaga til laugardaga kl. 15-18. Sagað í Kunst- schlager Trésög Spurning um vinnu. Sænska hljómsveitin The Knife bar sigur úr býtum á Norrænu tónlist- arverðlaununum eða Nordic Music Prize sem veitt voru í Ósló í Noregi sl. sunnudag. Þetta er þriðja árið í röð sem sænsk hljómsveit hlýtur verðlaunin. Fyrir Íslands hönd voru þetta árið tilnefndar hljómsveit- irnar Hjaltalín og múm. Í grein sem tónlistarfræðingurinn Arnar Egg- ert Thoroddsen skrifaði í Morg- unblaðinu fyrir stuttu sagði hann um plötu The Knife: „Hitt sænska tilleggið er svo umdeild plata The Knife, Shaking the Habitual, sem sænski dómnefndarmeðlimurinn kallaði „Metal Machine Music“ Sví- þjóðar, nokkuð glúrin samlíking það.“ Svíar bestir enn eitt árið Plötuumslag Shaking the Habitual nefnist umdeild plata The Knife. Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 raestivorur.is Rétt magn af hreinlætisvörum sparar pening – láttu okkur sjá um það Hafðu samband og fáðu tilboð sími 520 7700 eða sendu línu á raestivorur@raestivorur.is Heildarlausnir í hreinlætisvörum Sjáum um að birgðastaða hreinlætis- og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki. Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki, skóla og stofnanir. Hafðu samband og fáðu tilboð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.