Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 63. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. 109 milljóna rjómatertuhöll í … 2. Slanga át krókódíl 3. Myndin sem gerði allt vitlaust 4. Fá frest til þrjú í nótt »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvikmyndasafn Íslands sýnir í mars þrjár kvikmyndir sem fjalla um Ólymp- íuleikana og verður sú fyrsta sýnd í kvöld í Bæjarbíói í Hafnarfirði kl. 20. Illugi Gunnarsson menntamálaráð- herra verður viðstaddur sýninguna og ávarpar sýningargesti. Myndin sem sýnd verður í kvöld heitir í íslenskri þýðingu Íþróttir og friður og fjallar um Ólympíuleikana í Sovétríkjunum árið 1980. „Aldrei í sögu Ólympíuleikanna höfðu jafnmargar þjóðir afboðað þátt- töku sína. Til að mótmæla innrás Sov- étríkjanna í Afganistan 1979 snið- gengu Bandaríkin leikana og í kjölfarið 60 aðrar þjóðir, þeirra á meðal Bret- land, Frakkland, Ítalía og Svíþjóð. Þó tóku um 5000 íþróttamenn frá 81 landi þátt í leikunum,“ segir m.a. um myndina á vef safnsins, kvikmynda- safn.is. Að auki verður sýndur stuttur myndbútur af íslenskum glímuköpp- um á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi árið 1912. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Kristinn Ólympíumyndir sýndar í Bæjarbíói  Tvær franskar kvikmyndahátíðir verða haldnar á Norðurlandi, 15. -19. mars nk. Þrjár kvikmyndir verða sýndar á dag í Hofi á Akureyri, 16.- 19. mars, heimildarmyndirnar Etre et avoir og Les invisibles, teiknimynd- irnar Le tableau og Kirikou et la sor- cière og kvikmyndin La princesse de Montpensier. Á Siglufirði og Ólafs- firði verða þrjár myndir sýndar 15. mars: Starbuck, La princesse de Montpensier og teiknimyndin Les Triplettes de Belleville. Franskar kvikmynda- hátíðir á Norðurlandi Á miðvikudag Suðvestan og sunnan 8-15 m/s á sunnan- og vest- anverðu landinu, hvassast með ströndinni og slydda eða rigning með köflum. Hiti 0 til 5 stig. Annars hægara, skýjað með köflum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í suðvestan 5-10 með éljum S- og V- til, en annars suðlæg átt og slydda eða rigning. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast syðst, en frost 0 til 5 stig inn til landsins. VEÐUR Heilabrot Ágústs Jóhanns- sonar, landsliðsþjálfara kvenna í handknattleik, verða þónokkur þegar kemur að því að velja landsliðshópinn sem mæt- ir Frökkum í tveimur leikj- um í undankeppni Evr- ópumótsins í lok mánaðar. Margir lykilmanna lands- liðsins eru frá í lengri tíma vegna meiðsla og ástandið hefur oft verið betra. »2-3 Heilabrot þegar Ágúst velur liðið „Ég er náttúrlega ekki búinn að synda mikið bringusund þannig að ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að miða við og svo er ég líka í nýju æf- ingaprógrammi. En það sem svo gerðist var framar björtustu vonum og ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Anton Sveinn McKee sem færði sig yfir í bringusund úr skriðsundi í vetur með frábærum ár- angri. Hann keppir í lok mánaðarins á bandaríska háskóla- meistara- mótinu eftir að hafa náð A-lág- mörkum fyrir það með stæl. »4 Anton Sveinn slær í gegn í bringusundinu Aníta Hinriksdóttir er með tíunda besta árangurinn á þessu ári og ellefta besta árangurinn utan- húss af þeim tuttugu sem berj- ast um heimsmeistaratitilinn innanhúss í 800 metra hlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu innanhúss í Sopot í Póllandi. Keppendalisti mótsins var gefinn út í gær. »1 Aníta í tíunda sætinu fyrir HM í Póllandi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég held að ekki sé hægt að gera bát betur upp. Auðunn er listasmið- ur og það er óhætt að láta hann fá skírteinið. Þetta er eins og að koma um borð í Gullfoss á sínum tíma,“ sagði Eyjólfur Einarsson, bátasmið- ur úr Hafnarfirði, þegar hann skoð- aði bátinn Óskar Matt VE-17 sem hann teiknaði og smíðaði fyrir 54 ár- um og Auðunn Jörgensson er að ljúka við að gera upp. „Þegar ég fékk bátinn í hendur ákvað ég að gera þetta almennilega. Það er mikil kúnst að smíða trébáta og ég vildi gera þetta með fullri virðingu fyrir þeim,“ segir Auðunn um bátinn sem hann hefur unnið sleitulaust við að gera upp frá því í desember 2011. Skrokkur bátsins var heillegur en það þurfti að skipta um átta bönd af um 30 og 1.300 nagla. Margt annað hefur hann endurnýjað og uppruna- lega vélin er enn í bátnum, nú upp- gerð og með gamla trilluhljóðinu. Auðunn notar bestu efni, meðal annars mahóní, og er Eyjólfur ánægður með það. Segir að það endist miklu betur en eikin. Klappar gömlu bátunum Eyjólfur og félagi hans, Jón Gest- ur Jónsson, smíðuðu bátinn á árinu 1959 fyrir útgerðarmann í Keflavík en þeir ráku þá saman bátasmíða- stöð í Hafnarfirði. Báturinn hét upphaflega Hafrún KE-80. Þeir smíðuðu fleiri eins og svipaða báta og Eyjólfur hefur ekki tölu á þeim fjölda báta sem hann hefur smíðað um ævina en margir eru þeir. Þeir þykja vel heppnaðir og margir vilja eignast þá sem eftir eru til að gera upp. „Ég hitti alltaf einn og einn þegar ég er úti á landi og þá klappar maður þeim,“ segir Eyjólfur. Auðunn er alinn upp í Vestmannaeyjum og átti sér þann draum sem peyi þegar hann var að fylgjast með gömlu trillukörlunum, Ása í Bæ og Jóni í Sjólyst, að eign- ast eigin trillu. Hann fór á sjóinn þrettán ára gamall og er nú á afla- skipinu Steinunni SF á Hornafirði. Allar frístundir fara í áhugamálið, Óskar Matt, fyrst í sjóbúð úti á Granda og síðan í bátasmíðahúsi áhugamanna við Korngarða. „Þú kemur aftur um borð í vor, þegar við förum að sigla,“ segir Auðunn við Eyjólf. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann notar Óskar til strandveiða eða hvort hann fer að sigla með fólk til veiða með sjó- stöng. Eitthvað verður hann not- aður. Eins og um borð í Gullfossi  Skipasmiðurinn ánægður með við- gerð á 54 ára bát Morgunblaðið/Golli Um borð Diskur með lögum Ása í Bæ og Oddgeirs Kristjánssonar mun tóna vel við fallega vélarhljóðið þegar Eyj- ólfur Einarsson og Auðunn Jörgensson fara saman í fyrstu sjóferðina á endurbyggðum Óskari Matt. Auðunn Jörgensson nefnir bát sinn eftir frænda sínum, Óskari Matthíassyni, skipstjóra og út- gerðarmanni í Vestmannaeyjum. „Ég hélt mikið upp á Óskar. Var með honum á trillunni þegar ég var peyi og þvæld- ist mikið með honum,“ segir Auðunn og bætir því við að hann hafi alla tíð verið ákveðinn í að nefna sína eigin trillu eftir þess- um frænda sínum. Óskar fæddist 1921 og lést 1992. Hann byrjaði 17 ára á sjónum, vann sig upp úr sárri fátækt og varð aflasæll skipstjóri og síðar útgerðarmaður á Nönnu, Leó og Þórunni Sveinsdóttur. Ósk- ar var aflakóngur Vestmannaeyja 1965, 1966, 1969 og 1970. Það gustaði af Óskari, að sögn Auðuns. „Óskar Matta ýtinn mjög, afla föng að kanna,“ segir í formannavísu Óskars Kárasonar. Óskar Matta ýtinn mjög NAFNIÐ FRÁ FRÆKNUM SKIPSTJÓRA OG ÚTVEGSMANNI Óskar Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.