Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 25
Leifs Eiríkssonar, en nýting jarðhita var þó ávallt í for- grunni. Karl Ómar átti sérstak- lega gott með að virkja krafta ungra tæknimanna, leiðbeindi þeim í byrjun og fól þeim svo meira krefjandi verkefni eftir því sem hæfileikar hvers og eins stóðu til. Karl Ómar var ástríðufullur laxveiðimaður eins og eftirfar- andi minning úr Lundarreykja- dal er dæmi um. Hún sýnir jafn- framt hve vel Ólöf konan hans passaði upp á manninn sinn, en vegna veikinda seinustu árin bar hann jafnan súrefniskút á bak- inu. Það var í einni af hans síð- ustu veiðiferðum í Grímsá að fé- lagi úr Fjarhitunar-hópnum kom að þar sem þau hjónin voru að undirbúa veiði í Oddstaðafljóti. Skipst var á fréttum af afla- brögðum ofl. og varð Ólöf að- allega fyrir svörum. Allt í einu hrópar hún upp yfir sig „hann er kominn út í á, og er ekki með kútinn!“ Gamlir samstarfsfélagar hjá Fjarhitun þakka Karli Ómari langt og farsælt samstarf, skemmtilegar samverustundir í ferðalögum og veiðitúrum og votta aðstandendum innilegustu samúð. F.h. samstarfsfélaga hjá Fjar- hitun, Sigþór Jóhannesson, Oddur B. Björnsson. Karl Ómar, vinur okkar og samstarfsmaður til margra ára, er látinn. Margs er að minnast frá ára- tuga samstarfi þar sem fyrir- tæki okkar voru undir sama þaki lengst af. Við minnumst Karls sem trausts félaga og manns sem ávallt vildi leysa mál með með hagsmuni allra aðila að leiðarljósi. Þó að leiðir lægju mest saman vegna verkefna sem verkfræðistofur beggja aðila unnu að, voru árshátíðir og fjöl- skylduheimsóknir alltaf til þess að krydda tilveruna. Þá var Karl Ómar og hans ágæta kona Ólöf með af lífi og sál. Horft til baka eru minningar um Karl Ómar og kynni við hann bjartar og góðar. Við þökkum langt samstarf og vott- um Ólöfu og fjölskyldunni okkar innilegustu samúð. Egill Skúli Ingibergsson, Tryggvi Sigurbjarnarson. Fyrir nokkrum árum hringdi Karl Ómar í mig og bað mig að vera með í stjórn Styrktarsjóðs þeirra hjóna Svavars Guðnason- ar og Ástu Eiríksdóttur, en sjóðnum er ætlað að styrkja unga og efnilega myndlistar- menn. Þau Svavar og Ásta höfðu verið miklir vinir foreldra minna og því taldi Karl Ómar vel til fundið að fá mig til liðs við stjórnina. Það var auðsótt mál og skemmst frá því að segja að mín stuttu kynni af Karli Ómari voru afar ánægjuleg. Ekki fór á milli mála hversu hann bar mál- efnið fyrir brjósti – að halda á lofti minningu Svavars sem listamanns og rækja af trú- mennsku það sem Ásta hafði fal- ið honum að gera. Í Karli Ómari áttu þau hjónin tryggan og traustan vin sem gætti hags- muna þeirra eins lengi og kraft- ar entust. Hann stýrði fundum af mikilli röggsemi, var gam- ansamur og sló iðulega á létta strengi í byrjun funda en gekk svo til dagskrár af þeirri ákveðni og nákvæmni sem mað- ur ímyndar sér að einkennt hafi störf hans í hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Ekki fór á milli mála að þar fór skipulagður maður og farsæll í störfum sín- um. Fyrir hönd Styrktarsjóðs Svavars og Ástu þakka ég Karli Ómari ómetanlegt starf og sendi fjölskyldu hans samúðarkveðju. Blessuð sé minning Karls Óm- ars Jónssonar. Guðmundur Andri Thorsson. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 ✝ Þórður UnnarÞorfinnsson netagerðarmeistari fæddist á Seyð- isfirði 3. maí 1931. Hann lést 26. febr- úar 2014. Foreldrar hans voru Guðfinna Torfadóttir, f. 6.12. 1899, d. 21.1. 1979, og Þorfinnur Þórð- arson, f. 25.8. 1890, d. 5.12. 1965. Systkinin voru fjögur, tvö þeirra dóu í bernsku en Margrét systir Þórðar lést 18 ára. Þórður kvæntist Stellu Guð- varðardóttur hinn 5. desember 1959. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Margrét, f. 20.8. 1958, m. (skilin) Jón Sig- urðsson, f. 19.3. 1954. Börn þeirra eru a) Þórunn, m. Indriði Grétarsson og eiga þau eitt barn, b) Davíð, k. Þórdís Óskarsdóttir, c) Bjarki, k. Ólöf Sara Árnadóttir. 2) Torfi, f. 31.1. 1961, k. Kristjana Ólafs- dóttir, f. 27.4. 1965. Börn a) Þórður (af fyrra sambandi), k. Erla Signý Þormar og eiga þau fjögur börn, b) Hafsteinn Arnar, k. Íris Gróa Sveinsdóttir og eiga þau eitt barn, c) Ólafur Unnar, k. Guðríður Gunn- arsdóttir, d) Katrín Rós. 3) Þorfinnur Unnar, k. (skilin) Line Ringtved Thordarson, f. 26.3. 1965. Börn þeirra eru a) Sara Dua, b) Soffia Sól. 4) Bent- ína, f. 15.12. 1967, m. Reynir Jónsson, f. 14.9. 1964. Börn þeirra eru a) Stella, b) Sigurvin og c) Unnur Elva. Þórður ólst upp á Seyðisfirði en flutti sem barn til Siglu- fjarðar með móður sinni. Þaðan fluttu þau mæðgin til Reykja- víkur. Þórður lærði til neta- gerðar og starfaði við þá iðn alla sína starfsævi. Útför Þórðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 6. mars 2014, klukkan 13. Í dag kveðjum við elskulegan föður okkar, Þórð, með miklum söknuði. En um leið vakna marg- ar góðar minningar um hann, sem þótti svo gaman að ferðast um landið okkar fallega og fórum við ófáar hringferðirnar með tilheyr- andi stoppi í Skagafirðinum og Jökuldalnum sem var honum svo kær. Fyrstu ferðirnar voru farn- ar á Austin Gypsy-jeppa með þremur sætum frammi í og hlið- arsætum aftur í og var oft margt um manninn í þessum bíl og þétt- setinn bekkurinn. Það leið ekki eitt sumar án þess að við færum í Jökuldalinn og upp í heiði að veiða. Pabbi var mjög fróður um landið og hafði unun af því að segja okkur frá því sem fyrir aug- un bar á ferðum okkar. Mikið var sungið í þessum ferðum og var söngur og gítarleikur hans áhugamál. Á heimili foreldra okk- ar var einnig mikið sungið og spil- aði pabbi ýmist á gítarinn eða pí- anóið. Hann var hrókur alls fagnaðar á góðum stundum en samt á sinn rólega hátt. Oft var stutt í stríðnina hjá pabba, hann átti t.d. önnur nöfn um okkur systkinin sem voru Skessa, Skarfur, Larfur og Yndið mitt og er þetta talið upp í ald- ursröð. Sunnudagsbíltúrarnir voru ófáir og var alltaf farið niður á höfn að skoða skipin sem voru í landi. Síðan var komið við á neta- gerðarverkstæðinu og gert klárt fyrir vikuna. Á meðan lékum við krakkarnir okkur í nótarstæðun- um í feluleik og svo var farið og keyptur Dairy Queen-ís í vestur- bænum en stundum kom stríðnin upp í pabba ef við vorum farin að suða um ís og keyrði hann þá jafn- vel framhjá ísbúðinni og tók einn aukahring. Pabbi var ljúfur og hæglátur maður og ávallt var gott að leita ráða hjá honum. Með sárum söknuði kveðjum við pabba og geymum ljúfar minningar í hjört- um okkar. Margrét, Torfi, Þorfinnur Unnar og Bentína. Við vitum öll að lífið er óskrifuð bók, hvenær þessi kafli endar og sá næsti byrjar veit maður aldrei. Miðvikudaginn 26. febrúar hófst nýr kafli í mínu lífi. Þórður okkar kvaddi þennan heim. Ég hitti Þórð fyrst fyrir 12 ár- um þegar ég var orðin ástfangin af sonarsyni hans sem fær að bera hans fallega nafn. Ég var mjög spennt að hitta þennan mann sem lét alltaf kærasta minn brosa bara við það að tala um hann, augun ljómuðu við að heyra orðið „afi“, eftir mín fyrstu kynni við hann skildi ég það vel, Þórður var einn af þeim bestu. Hann þekkti strax ættarnafnið mitt en hann lá með afa mínum á spítala sem unglingur og fór strax að segja mér sögur frá honum sem létu hjartað mitt hlýna – ég fann að ég var velkomin. Ég er búin að vera ein af þeim heppnu, hef fengið að búa hjá Þórði og Stellu um tíma, einnig hef ég komið í hádegismat annan hvern laugardag flest þau ár eftir að Þórður yngri fangaði hjartað mitt. Þetta hafa verið svo mikil forréttindi fyrir mig og dóttur okkar að eiga þessar stundir, þessi hlýja, þessi umhyggja og þessi gleði sem fylgdi Þórði gaf okkur svo mikið. Oft lagði hann hönd sína á hönd dóttur okkar og brosti, sama gerði hann við mig og Þórð sonarson sinn. Hann sýndi okkur svo mikinn áhuga, fagnaði með okkur litlum og stórum sigrum eins og að fá stöðuhækkun, hlaupa maraþon eða að spila Gamla Nóa á píanó. Hann sýndi mér að ég var hluti af fjölskyldunni og við gátum alltaf leitað til hans. Við fjölskyldan förum oft á sumrin í ferðalag á reiðhjóli, eyð- um öllum deginum að hjóla um borgina, það má segja að það besta við þessi dagsferðalög hafi verið að koma við í garðinum hjá Stellu og Þórði, fá kannski að slá garðinn, vökva blómin og njóta þess að vera í sólinni með þeim. Ég hélt alltaf í vonina um að sólin myndi sjá mig betur ef ég væri í kringum Þórð. Þessi stund hjá þeim var alltaf hápunkturinn á ævintýradegi okkar. Þessi kafli sem var að hefjast í okkar lífi verður öðruvísi, maður- inn minn missti besta afa sem hægt er að eiga, dóttir mín missti langafa sinn sem gaf henni stans- lausa gleði og ég missti vin. Ég verð samt að muna að ég var ein af þeim heppnu, fékk að eiga nokkra kafla með Þórði. Erla Signý Þormar. Afi Þórður hefur nú kvatt okk- ur en skilur eftir sig heilt haf af yndislegum og skemmtilegum minningum. Alltaf hlökkuðum við til þegar við fórum að heimsækja hann afa okkar. Við vissum að um leið og við kæmum inn um dyrnar tæki hann á móti okkur með leikj- um, stríðni og öðrum skemmtileg- heitum. Afi kenndi okkur flestum að spila og þá var það helst ólsen- ólsen og þjófur. Hann var alltaf til í að spila við okkur enda vann hann í hvert einasta skipti og er- um við nokkuð viss um að þar komi heppni ekki málinu við. Leikirnir voru líka margir og skemmtilegir en þó voru þeir mis- skemmtilegir, t.d. fékk hann okk- ur aftur og aftur til að spila tínu. Maður myndi halda að þegar við höfðum einu sinni sagt já við því að fara í tínu þá myndum við ekki gera það aftur en samt sem áður enduðum við oftar en ekki á gólf- inu að tína spilin upp. Við barna- börnin sóttum öll mikið í að leika við hann afa okkar. Það var fátt jafn skemmtilegt og að fá að sitja í fanginu á honum og gantast með honum í fleiri klukkutíma. Aldrei virtist hann þreytast á því að leika við okkur. Tónlist er eitt af því yndislegasta sem afi hefur inn- leitt hjá okkur, við kunnum til að mynda flestöll að syngja lög eins og Rósina og Caprí-Katarínu. Einnig kenndi hann okkur að spila á píanó og væri því ekki vandamál fyrir okkur að taka lag- ið Allt í grænum sjó þvert yfir pí- anóið. Stundirnar þar sem afi spilaði annað hvort á gítar eða á píanó eru ófáar og allar jafn ynd- islegar enda var hann með ein- dæmum tónviss maður sem kunni ógrynni af lögum. Ferðalög með afa og ömmu voru alltaf jafn vin- sæl. Þegar við vorum svo heppin að fá að sitja í Ravinum hans afa í ferðalögum þá sagði hann okkur frá öllum fjöllunum og bæjunum sem við keyrðum framhjá. Okkur hefur alltaf þótt afi einn sá klár- asti þegar kemur að því að þekkja okkar fallega land. Það var þó ekki bara sport að fá að sitja í flotta bílnum hans afa heldur einnig að fá að sofa í tjaldvagn- inum hans og ömmu. Afi hafði vissar reglur sem hann vildi að við færum eftir. Ef við hins vegar fór- um ekki eftir þeim þá fengum við fljótt að læra hvað gerist þegar maður passar sig ekki. Reyndar höldum við að stríðnin hafi fengið að njóta sín á þessu sviði. Ef við neituðum t.d. að fara í belti þá keyrði afi af stað, bremsaði strax svolítið harkalega og þar með var hann búinn að kenna okkur lexíu og við fórum framvegis alltaf í belti. Þegar við vorum lítil og vit- laus þá var afi mikið að nota á okkur töfrabrögð eins og að taka af okkur nefið, taka af sér puttann og margt fleira. Hann var flottasti og besti töframaðurinn, það galdraði enginn eins vel og afi. Núna er því miður kominn sá tími þar sem við þurfum að kveðja þennan yndislega, skemmtilega og stríðna mann sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum. Elsku, besti afi okkar, yndis- legri mann er ekki hægt að finna og getum við öll með sanni sagt að betri og skemmtilegri afa væri ekki hægt að óska sér. Við elskum þig öll og munum alltaf varðveita þessar góðu minningar sem við erum svo heppin að eiga. Þórunn, Þórður, Bjarki, Dav- íð, Stella, Sigurvin, Unnur, Hafsteinn, Ólafur og Katrín. Fallinn er frá góður vinur. Undanfarna daga hafa minningar um hann Þórð okkar hlaðist upp, af nógu er að taka. Velvilji, um- hyggja og hlýja eru orð sem ég vil nota til að lýsa honum Þórði mági mínum sem við kveðjum í dag. Eftir að Þórður kynntist eftir- lifandi konu sinni, Stellu tvíbura- systur minni, keyptu þau sér íbúð og fóru að búa. Það kom fljótlega í ljós hversu frábær Þórður og Stella voru saman og það skein af þeim hamingjan alla tíð en þau voru einstaklega samrýmd. Þeg- ar börnin fóru að koma í heiminn kom enn einn eiginleiki Þórðar í ljós, þ.e. hversu yndislegur faðir hann var, mikill vinur og félagi barna sinna og síðar barnabarna. Hann elskaði fjölskyldu sína mik- ið og tók ekkert fram yfir hana. Snyrtimennska var ávallt í fyrir- rúmi hjá Þórði, hvort sem var í klæðaburði eða umhirðu og allt var hreint og í toppstandi á heim- ili hans sem hann unni mjög. Hann Þórður hafði fullkomið tóneyra og var söngur ávallt í há- vegum hafður í hans vinahópi en söngur var hans líf og yndi enda var hann í mörgum söngkórum. Hann var heiðarlegur, trúr og sannur vinur vina sinna. Þórður og Stella voru góðir ferðafélagar og eigum við margar góðar minn- ingar úr ferðum með þeim hjón- um í gegnum árin en á hverju ári var eitthvað farið. Það var ein- staklega gaman að hafa Þórð sem leiðsögumann um Austfirðina, en þar voru hans æskuslóðir og ekki má gleyma öllum heimsóknum þeirra til okkar norður þar sem ekki skemmdi fyrir að skreppa í Skagaheiðina, fá að renna fyrir fisk og njóta kyrrðarinnar eins og best getur verið í góðu veðri í Skagafirðinum. Elsku Stella, Gréta, Torfi, Unnar, Bettý og fjölskyldur, ykk- ur vottum við okkar innilegustu samúð. Þórður var vinur góður og það eru forréttindi að hafa kynnst honum. Hann skilur eftir sig stórt skarð en minningin lifir í hjörtum okkar. Hvíldu í friði, kæri vinur, og hafðu þökk fyrir allt. Erla og Hlöðver. Söngurinn göfgar og glæðir guðlegan neista í sál. Þessar ljóðlínur eftir söngsyst- ur okkar, Þuríði Kristjánsdóttur, koma upp í hugann er við kveðj- um okkar kæra vin, Þórð, en söngur og tónlist skipuðu stóran sess í lífi hans. Því kynntumst við er við byrjuðum að syngja saman í Skagfirsku söngsveitinni fyrir ca. 35 árum. Síðan höfum við sungið saman í Drangey og Söngvinum og alls staðar hefur hans góða bassarödd verið ómiss- andi. En við gerðum meira en að syngja, því við stofnuðum 10 manna ferðahóp sem á hverju ári fór í vikuferð um landið og nokkr- ar ferðir til útlanda. Í öllum þess- um ferðum var Þórður frábær ferðafélagi vegna þess að hann hafði það fram yfir okkur hin að vera mjög góður gítaristi og var óspar á að spila og halda uppi fjörinu. Einnig var Þórður vel kunnugur landinu, hann hafði verið í sveit á Jökuldal og var því sjálfkjörinn fararstjóri um Aust- urland. Minnumst við sérstaklega hve gaman var að koma með hon- um í Sænautasel í súkkulaði og lummur þar sem austfirskar heimasætur gengu um beina. Ut- an söngsins og ferðalaganna átt- um við ótal góðar samverustundir sem gott er að minnast. Elsku Stella, vottum þér og fjölskyldunni okkar dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning Þórðar Þorfinnssonar. Svana, Ásgeir, Dýrólína (Lóa), Steinunn (Ninna) og Þorkell. Þórður Unnar Þorfinnsson ✝ INGIBJÖRG TÓMASDÓTTIR, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 1. mars. Útför mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Birna Bjarnadóttir, Haukur Ingibergsson, Hildur Halldóra Bjarnadóttir, Þórður Elefsen, Bjarni Tómas Jónsson, Lilja B. Arnardóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN ÞÓRLEIFSDÓTTIR, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, frá Efri-Hólum, Núpasveit, lést í faðmi fjölskyldu sinnar að morgni sunnudagsins 2. mars á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 11. mars kl. 13.00. Hulda Bjarnadóttir, Jóhann Geirdal, Guðjón Þórhallsson, Guðveig Sigurðardóttir, Lárus B. Þórhallsson, Hrönn Gestsdóttir, Magnea Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINÞÓR EINARSSON vélstjóri, lést mánudaginn 3. mars á Hrafnistu, Kópavogi. Útför hans fer fram frá Garðakirkju, Garðaholti, mánudaginn 10. mars kl. 15.00. Þuríður Steinþórsdóttir, Jóel Friðrik Jónsson, Einar Steinþórsson, Helga Steindórsdóttir, Trausti Steinþórsson, Rannveig Hafberg, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR frá Hvammi, Hnífsdal, síðast til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 4. mars. Útförin auglýst síðar. Sverrir Jóhannesson, Guðmundur G. Jóhannesson, Eva Lillerud, Jóhannes B. Jóhannesson, Guðrún H. Hauksdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.