Morgunblaðið - 06.03.2014, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 06.03.2014, Qupperneq 40
FIMMTUDAGUR 6. MARS 65. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Lögreglan í átökum í Hraunbæ 2. Herra Afríka býr á Akureyri 3. Jafn hættulegt og að reykja 4. „Ég vil heim og búa til annað barn“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónleikar til styrktar hinsegin fólki í Úganda verða haldnir í kvöld kl. 20 í Norðurljósasal Hörpu. Á þeim koma fram Páll Óskar Hjálmtýsson, Hinseg- in kórinn, Sigga Beinteins og Stjórn- in, Sykur og Retro Stefson en kynnar verða Bjarni Snæbjörnsson og Sigríð- ur Eyrún Friðriksdóttir og Felix Bergsson mun flytja ávarp. Ágóði af miðasölu rennur til hinsegin fólks í Úganda en samkvæmt nýjum lögum má dæma fólk í lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð þar í landi. Morgunblaðið/Kristinn Tónleikar til styrktar samkynhneigðum  Tónlistarmað- urinn John Grant, sem býr og starf- ar hér á landi, er meðal gesta á plötu hljómsveit- arinnar Hercules and Love Affair, The Feast of the Broken Heart, sem kemur út 26. maí. Grant er á tón- leikaferðalagi um Bretlandseyjar og hlýtur fullt hús stiga í Irish Times fyr- ir tónleika sína í Dublin, 3. mars sl. Grant á plötu Hercu- les and Love Affair  Forsala fyrirtækjanna WOW og Vodafone á miðum á tónleika Justins Timberlake, 24. ágúst nk., hófst í gærmorgun kl. 10 og var orðið uppselt um 20 mín- útum síðar. Samkvæmt heimildum voru um fimm þúsund miðar seldir. Al- menn miðasala hefst í dag kl. 10 á vefnum Miði.is. Uppselt á 20 mínútum Á föstudag Suðvestan 5-13 m/s, en 13-18 sunnan- og vestantil um kvöldið. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt nyrðra og eystra, en él sunnan- og vestanlands. Frost víða 0-5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestanátt, víða 5-13 m/s, en hvessir vestast í kvöld. Úrkomulítið norðaustantil, annars snjókoma með köflum eða él. Frost 0-7 stig, en hiti um frostmark við ströndina. VEÐUR Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu átti ekki góðu gengi að fagna gegn Wales- verjum í vináttuleik í Cardiff í gær því heimamenn fögn- uðu 3:1 sigri. Dýrasti knatt- spyrnumaður heims, Gareth Bale, reyndist íslenska lið- inu ansi erfiður en þessi frábæri leikmaður lagði upp tvö fyrstu mörkin og skor- aði svo sjálfur þriðja markið eftir frábært einstaklings- framtak. »3 Strákarnir réðu ekkert við Bale „Þegar ég var spurður hvort ég gæti hugsað mér að taka við lands- liðinu þá varð ég strax mjög áhuga- samur. Þetta er spennandi íslenskt lið sem ég fæ að þjálfa, lið með góða bakverði og mjög líkt fé- lagsliðinu sem ég hef þjálfað í Dan- mörku,“ segir Kanadamaðurinn Gra- ig Pedersen sem í gær var ráðinn landsliðsþjálfari Ís- lands í körfuknattleik karla. »1 Varð strax áhugasamur um að taka við liðinu Valur tryggði sér fjórða sæti Dom- inosdeildar kvenna í körfuknattleik í gær með því að vinna Hamar örugg- lega í uppgjöri liðanna í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Valur hefur þar með fjögurra stiga forskot á Hamar þegar ein umferð er óleikin. Efstu fjögur lið deildarinnar taka þátt í úrslitakeppni um Íslandsmeist- aratitilinn. »2 Valur varð fjórða liðið inn í úrslitakeppnina ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við byrjuðum á svona ferðum fyrir þremur árum og þetta er því þriðji veturinn. Aðsóknin hefur komið okk- ur skemmtilega á óvart og farið fram úr okkar björtustu vonum. Við erum þegar farin að taka við bók- unum frá ferðaskrifstofum fyrir næsta vetur,“ segir Hjörtur Hinriks- son, framkvæmdastjóri Special To- urs, sem auk hvalaskoðunarferða frá Reykjavíkurhöfn allt árið um kring hefur boðið ferðamönnum upp á norðurljósabátsferðir yfir vetrartím- ann, fyrst fyrirtækja hér á landi. Metaðsókn hefur verið í vetur, sér í lagi eftir áramótin, og stefnir í að Special Tours muni sýna um 12 þús- und farþegum norðurljósin með þessum hætti áður en vertíðinni lýk- ur í næsta mánuði. Árið þar áður fóru á bilinu 3-4 þúsund ferðamenn í norðurljósasiglingar. Aukningin á milli ára er því í kringum 240%. Að sögn Hjartar hafa ferðamennirnir aðallega verið frá Bretlandi og Bandaríkjunum en Japanir sýni norðurljósunum einnig mikinn áhuga. Allt síðasta ár sigldi Special Tours, áður Sérferðir, með um 50 þúsund ferðamenn en fyrirtækið er með bátana Andreu og Rósina á sín- um snærum. Andrea tekur um 200 manns um borð og Rósin um 65 manns. Vegna mikillar aðsóknar hefur þurft að notast við fleiri báta í norðurljósasiglingar. „Þetta hefur algjörlega hitt í mark hjá okkur. Það er mun meiri upplifun að sjá norður- ljósin úti á sjó en í rútu- ferð og við bjóðum einnig upp á mjög góða aðstöðu í þessum ferðum,“ segir Hjörtur en um borð í Andreu eru sjö salerni, bar og þráðlaust netsamband. „Fólk getur hreyft sig um og síðan erum við með leiðsögumann sem syngur, les ljóð og spilar á gítar,“ segir hann en ljóð eftir Einar Ben. eru oftast lesin upp, enda við hæfi að heiðra þannig minningu Einars sem var upphafs- maður þess að selja norðurljósin, þó að honum hafi ekki orðið eins vel ágengt og ferðaþjónustufyr- irtækjum í dag. Hjörtur segir norðurljósaferð- irnar skipta miklu máli fyrir fyrir- tæki sem hefur haft aðaltekjur sínar yfir sumartímann. „Við náum að halda fleirum í vinnu yfir allt árið og getum um leið aukið gæði þjónustunnar. Við erum með hvalaskoðunarferðir daglega allt árið frá gömlu höfninni við Æg- isgarð, lokum bara einn dag – jóla- dag,“ segir Hjörtur, sem útilokar ekki að fyrirtækið þurfi að stækka flotann ef fram heldur sem horfir. Einar Ben. undir ljósadýrð  Norðurljósa- siglingar Special Tours slá í gegn Norðurljósin Ferðamenn um borð í Andreu virða fyrir sér norðurljósin í einni ferð Special Tours frá Reykjavík. Norðurljósasiglingar Special Tours taka tvo til þrjá tíma og að sjálf- sögðu er siglt þegar kvölda tekur. Inga Dís Richter, sölu- og markaðsstjóri, segir að- stæður til norðurljósasýn- inga hafa verið einstaklega góðar í vetur, sérstaklega eftir áramót. Ekki þarf að sigla nema í um 20 mínútur út á Faxaflóa til að kom- ast í gott færi við ljósadýrðina. Allir fá kuldagalla sem vilja og Inga segir rómantíkina oft svífa yfir vötnum. „Hér hafa orðið til bónorð um borð,“ segir hún en oftar en ekki hafa það verið Jap- anir, sem hafa mikla trú á norður- ljósum og áhrifum þeirra á kynork- una. Getnaður við þessar aðstæður boði mikla lukku. „Við höfum ekki boðið upp á sérstaka klefa fyrir farþega en við vitum aldrei hvað gerist ef ferða- mennirnir komast upp á hótel áður en ljósin fara,“ segir Inga Dís og hlær. Bónorð um borð RÓMANTÍSKAR NORÐURLJÓSASIGLINGAR Inga Dís Richter

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.