Morgunblaðið - 06.03.2014, Síða 36

Morgunblaðið - 06.03.2014, Síða 36
Þróun „Tónmálið er margbreytilegra og fjölbreyttara og takturinn spannar fleiri hraðabil,“ segir m.a. í tónlistarrýni um nýjustu plötu múm.Fyrir einhverjar sakir hefurþessi skífa múm ekki far-ið hátt hér á landi, eða íþað minnsta ekki nógu hátt, eins og sannast meðal annars á því að á nýliðinni Grapevine- verðlaunahátíð fékk Smilewound viðurkenningu fyrir að vera van- metnasta plata ársins 2013. Ekki tek ég undir það að hafa vanmetið plötuna, hún skipaði sjöunda sæti á lista mínum yfir bestu plötur ársins sem birtur var í Morgunblaðinu 29. desember sl., en að því sögðu er það ljúf skylda að mæra hana frekar. Smilewound er sjötta skífa múm, sem hélt upp á sextán ára afmælið á síðasta ári. Lætur nærri að talsverð þróun hefur orðið á tónlist sveitarinnar frá því Yesterday Was Dramatic – Today Is OK kom út í mars fyr- ir fjórtán árum; tón- listin er orðin úthverfari og að- gengilegri, laglínur sterkari og raddir í stærri hlutverkum en forð- um; að hlusta á múm var eins og gægjast inn í leyndarheim, en heim- urinn hefur stækkað og nú stígur maður inn fyrir þröskuldinn, tón- málið er margbreytilegra og fjöl- breyttara og takturinn spannar fleiri hraðabil. Líkt og tónlist sveitarinnar þá hefur mannaskipan verið fjölbreytt í gegnum tíðina, kjarninn er þeir Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Örn Tynes, en ýmsir aðrir hafa komið við sögu, oft sömu lista- mennirnir aftur og aftur, en svo slást nýir í hópinn tímabundið eða í lengri tíma. Á Smilewound eru þau Örvar Þóreyjarson Smárason, Gunnar Örn Tynes, Sigurlaug Gísla- dóttir, Samuli Kosminen, Gyða Val- týsdóttir og Hildur Guðnadóttir í aðalhlutverkum. Aukapersónur eru margar, ýmist í söng eða hljóðfæra- leik, og eykur ánægjuna af plötunni óneitanlega, en gerir hana líka ósamstæðari, sem er eini gallinn á Smilewound, ef galla skyldi kalla. Stemningin í lögunum ræðst nokkuð af því hver er að syngja, eðlilega, og þannig er allt annar blær á lögunum sem Hildur Guðna- dóttir kemur að samaborið til að mynda við lögin þar sem rödd Gyðu Valtýsdóttur hljómar. Þetta heyrist og til að mynda vel þegar Kylie Mi- nogue hefur upp raust sína í loka- lagi plötunnar, „Whistle“ (lag úr myndinni Jack & Diane), sem er bráðskemmtileg smíð og afskaplega vel flutt. Það stingur eðlilega nokk- uð í stúf á plötunni, því ólíkt því sem háttar með múm alla jafna, þar sem hljómsveitin / flytjendur eru sjaldn- ast sýnileg, en músíkin aðal, er Ky- lie mjög svo sýnileg í laginu, yf- irtekur það ef svo má segja. Það er vel til fundið að leyfa því að fljóta með, en platan sem heild er betri án þess. Ástæða er til að lofa útsetningar á plötunni og allan frágang. Inn fyrir þröskuldinn múm - Smilewound bbbbm Hljómplata með hljómsveitinni múm. múm skipa Örvar Þóreyjarson Smára- son, Gunnar Örn Tynes, Sigurlaug Gísla- dóttir, Samuli Kosminen, Gyða Valtýs- dóttir og Hildur Guðnadóttir í aðalhlutverkum, en þeim til aðstoðar á plötunni er fjöldi manns. Morr gefur út. ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 ALLT á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Dekkjaverkstæði Varahlutir Bílaverkstæði Smurstöð Lokaþáttur Erfingjanna verður sýndur á RÚV nk. sunnudagskvöld og eru margir vafalítið farnir að velta fyrir sér hvort framhald verði á þáttunum enda vandséð að mál- efni Grønnegaard-fjölskyldunnar verði að fullu til lykta leidd í þeim eina þætti sem eftir er. Í danska tímaritinu Soundvenue upplýsir Maya Ilsøe, aðalhandrits- höfundur sjónvarpsþáttanna, að vinnan við næstu þáttaröð sé vel á veg komin. „Við erum búin að skrifa fyrstu fimm til sex þættina í næstu þáttaröð. Tökur á fyrstu þremur þáttunum í nýju röðinni hefjast í apríl,“ segir Ilsøe og upp- lýsir að Jesper Christensen muni leikstýra þeim þáttum. Christensen fer sem kunnugt er með hlutverk Thomasar, barnsföður Veroniku Grønnegaard, en hann er faðir Gro, sem er elst í systkinahópnum sem bitist hefur hatramlega um móðurarf sinn síðustu sunnu- daga. Aðspurð segist Ilsøe ekki vilja gefa of mikið upp um innihald næstu þáttaraðar. „Ég get þó sagt að ef fyrsta þáttaröðin fjallaði um endurmat á fjölskylduböndum þeg- ar maður kemst að því að sannleik- urinn um fjölskyldu manns er ann- ar en maður hélt, þá má segja að önnur þáttaröðin fjalli um það hvernig maður losni undan þessum arfi sínum.“ Barátta Deila systkinanna fjögurra um arfinn eftir móður sína, Veroniku Grønnegaard, var loks til lykta leidd fyrir dómstólum. Erfingjar snúa aftur Maya Ilsøe Ljósmynd/Martin Lehmann Alex Murphy (Joel Kinna-man) er lögga í Detroitsem er að eltast við stór-glæpamann þar í borg sem nýtur verndar hjá spilltum löggum. Murphy er líka fjölskyldumaður, á konu og barn. Þegar Murphy er illa leikinn af bílsprengju stígur risafyr- irtækið Omnicorp fram og býðst til þess að endurskapa Murphy og gera hann betri en hann var, gera hann að RoboCop. Omnicorp hefur helst unnið sér það til frægðar að hafa „friðað“ heims- byggðina, en Bandaríkin hafa í krafti vélmenna Omnicorp náð að hertaka allan heiminn í nafni réttlætis og ör- yggis. En Bandaríkjamenn sjálfir vilja ekki fá vélmennalöggur á göt- urnar heima hjá sér, og því getur vél- löggan Murphy brúað bilið. En ekki er allt sem sýnist og þegar RoboCop fer að rannsaka eigin morðtilræði koma alls kyns maðkar upp úr mys- unni. Upphaflega myndin um RoboCop kom út árið 1987 og var í senn ádeila og kolsvört komedía um bandaríska drauminn, risafyrirtæki og fjölmiðla þar sem ofbeldið keyrði um þverbak á stundum. En á bak við grímulaust ofbeldið glitti í nokkuð snjallan fram- tíðartrylli með ákveðinni sál. Því miður er engu slíku fyrir að fara í endurgerðinni. Þó að það sé lík- lega fyrir bestu að ofbeldið hafi verið tónað vel niður frá frumgerðinni fell- ur myndin í þá gildru að bæta engu við í staðinn. Ádeilan er til dæmis klúðursleg, og birtist helst þegar Pat Novak (Samuel L. Jackson) sjón- varpsstjarna er að predika yfir áhorf- endum hversu mikið öryggi felst í því að láta vélmenni og dróna sjá um þetta allt saman. Sú meginbreyting er gerð á tilurð RoboCop að hann deyr ekki og held- ur því ennþá minningum sínum og fjölskyldu. Fyrir vikið er innri tog- streitan á milli manns og vélar nánast engin í endurgerðinni, heldur alfarið háð duttlungum dr. Dennetts Nor- tons (Gary Oldman), vísindamannsins sem býr RoboCop til og getur minnk- að og aukið magn dópamíns í heila RoboCops að vild. Gerð er tilraun til þess að smyrja fjölskyldudrama ofan á, en þar líður myndin fyrir það að eiginkonan (Abbie Cornish) er tví- víður karakter, sem engu máli skiptir fyrir framvindu myndarinnar. Þá má bæta við að félaga RoboCops, sem í upphaflegu myndinni var sterk kven- hetja sem stóð fyrir sínu, hefur nú verið breytt í svartan mann, að því er virðist til þess eins að koma inn í myndina vondum einnar línu brand- ara, „að minnsta kosti ertu í réttum lit,“ um hina nýju brynju RoboCops, sem er svört á litinn. Þeir Gary Oldman og Michael Kea- ton eru líklega fyrirferðarmestir af leikurunum sem helstu áhrifamenn í Omnicorp, en meira að segja þeir geta ekki bjargað handritinu frá sjálfu sér og karakter Keatons breyt- ist eftir því sem á líður úr snjöllum bisnessmanni í vonda teiknimynda- fígúru. Það má eiginlega segja að í end- urgerðinni hafi sálin verið rifin úr RoboCop. Á bak við glitrandi yf- irborðið er fátt sem minnir á frum- myndina. Véllögga „Á bak við glitrandi yfirborðið er fátt sem minnir á frummynd- ina,“ segir í dómi um RoboCop, endurgerð samnefndrar myndar frá 1987. Sálin rifin úr RoboCop Háskólabíó, Smárabíó og Laugarásbíó RoboCop bmnnn Leikstjóri: José Padilha. Handrit: Jos- hua Zeturner, byggt á handriti Edward Neumeier og Michael Miner. Aðal- hlutverk: Joel Kinnaman, Gary Oldman, Michael Keaton, Samuel L. Jackson, Ab- bie Cornish, Jackie Earle Haley, Michael K. Williams, Jennifer Ehle og Jay Baruc- hel. Bandaríkin, 2014. 118 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.