Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Innihurðir í öllum stærðum og gerðum! Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Lei tið tilb oða hjá fag mö nnu m o kka r • Hvítar innihurðir • Spónlagðar innihurðir • Eldvarnarhurðir • Hljóðvistarhurðir • Hótelhurðir • Rennihurðir • Með og án gerefta ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Líflegt var á Akureyri í gær, eins og venjan er á öskudaginn. Ungviðið gekk á milli verslana, eða var ekið á milli staða eins og mjög hefur færst í vöxt, söng fallega og þáði góðgæti fyrir. Stemningin var einna skemmtilegust í fyrirtækinu Blikk- rás við Óseyri, eins og oft áður; þar leggja allir niður hefðbundin störf fram yfir hádegi, klæða sig upp á og hlýða á börnin.    Mikið verður um dýrðir í Hlíð- arfjalli á laugardaginn þegar alþjóð- legir leikar, Iceland Winter Games, fara fram. Þar verður keppt í skíða- fimi og á snjóbrettum. Leikarnir eru nú haldnir í fyrsta sinn en skipu- leggjendur stefna að því að um ár- legan stórviðburð verði að ræða.    Keppendur í skíðafimi eru flestir erlendir og hafa keppt á ýmsum stórmótum síðastliðin ár. Nokkrir Íslendingar taka líka þátt. Bretta- menn eru flestir íslenskir en gert er ráð fyrir útlendingum í þeirri keppni líka.    Hópurinn hefur æfingar í Hlíð- arfjalli í dag. Á morgun verður keppt í samhliða sviði á vegum Skíðafélags Akureyrar.    Meðal keppenda í skíðafimi er norski landsliðsmaðurinn PK Hun- der sem varð í 14. sæti á Ólympíu- leikunum í Sotsjí á dögunum.    Bjartasta vonin í brettaheim- inum í dag, að sögn mótshaldara, Norðmaðurinn Marcus Kleveland, er er á meðal keppenda. Hann er að- eins 13 ára og sá yngsti í heiminum til að gera triple cork; stekkur þá af palli, snýr sér í fjóra hringi auk þess að fara í þrjá og hálfan kollhnís! Sjón er væntanlega sögu ríkari. Vonandi að hann reyni þessar listir í Hlíð- arfjalli.    Benedikt Friðbjörnsson, kall- aður Benni, er aðeins níu ára og þyk- ir einn efnilegasti brettaiðkandi Ís- lands. Akureyringurinn ungi hefur keppt hefur víða erlendis og tekur að sjálfsögðu þátt í leikunum í Hlíð- arfjalli.    Margrét Kristín Helgadóttir lög- fræðingur verður í fyrsta sæti á lista Bjartrar framtíðar á Akureyri við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Í öðru verður Áshildur Hlín Valtýs- dóttir grunnskólanennari og Preben Jón Pétursson varaþingmaður í þriðja sæti.    Hljómsveitin Melrakkar leikur plötu Metallica, KILL ‘EM ALL, í heild sinni á Græna hattinum á föstudagskvöldið. Melrakkar eru Aðalbjörn Tryggvason úr Sólstöfum, Bjarni M. Sigurðarson og Björn Stefánsson úr Mínus, HAM-liðinn Flosi Þorgeirsson og Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld. Hljóm- sveitin Nýdönsk spilar á Græna á laugardagskvöldið.    Hvar varstu þegar Kennedy var skotinn? er algeng spurning. Á Ak- ureyri líklega spurt enn oftar: Hvar varstu þegar þakið fauk af Lindu? Í gær voru 45 ár liðin frá Linduveðr- inu sem svo er kallað.    Að morgni miðvikudagsins 5. mars 1969 var rjómablíða en „versta veður, sem hér hefur komið árum saman, gekk yfir Akureyri um há- degisbil,“ sagði Sverrir Pálsson fréttaritari Morgunblaðsins í frétt sem hann sendi blaðinu og birtist daginn eftir. „Skyggni var nákvæm- lega ekki neitt og frost ört vaxandi.“    Sverrir segir svo frá að um morguninn hafi verið sunnan gola, bjartviðri og um 5 stiga hiti „og hélzt svo fram undir hádegi. Um klukkan 12 skall fárviðrið á, afar snögglega og mátti heita ófært hverjum manni fram yfir kl. 13, en þá tók óðum að draga úr veðrinu, þó að byljótt væri og vondar hryðjur fram eftir deg- inum.“    „Börn voru nýfarin heim í mat úr barnaskólunum, þegar veðrið skall á og áttu þau mörg í miklum erf- iðleikum að komast heim til sín og tókst það ekki nærri öllum, fyrr en versta veðrið var gengið yfir. Vita- skuld ríkti alger óvissa um afdrif þeirra á heimilunum og nokkur ótti greip um sig bæði heima fyrir og í skólunum,“ sagði í frétt Sverris.    Heiti veðurofsans er til komið vegna þess að þakið á súkku- laðiverksmiðjunni Lindu við Hvannavelli fauk af í heilu lagi; 900 fermetrar og kirfilega fest vitaskuld.    Nú er öldin önnur. Sjaldnast bærist hár á höfði Akureyringa og Lindu súkkulaði er framleitt í Garðabæ. Hvar varstu er þakið fauk af Lindu? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Litskrúðugt Starfsmenn Toys R Us á Glerártorgi, fyrir aftan, tóku vel á móti öskudagsliðunum í gærmorgun. Allt klárt Búið er að setja upp nauðsynleg tæki fyrir mótið í Hlíðarfjalli. Í dag, fimmtudaginn 7. mars, eru 102 ár liðin frá því að Kvenfélagið Hringurinn í Hafnarfirði var stofn- að, en það er eitt elsta starfandi fé- lag í bænum, fjórum árum yngra en bæjarfélagið sjálft. Það voru 18 konur sem stofnuðu Hringinn 7. mars 1912. Kveikjan að stofnun félagsins var berklaveiki, sem herjaði á þeim tíma í Hafn- arfirði, sem og annars staðar á landinu, og baráttan gegn sjúk- dómnum. Félagskonur Hringsins hafa í þessi 102 ár starfað ötullega að líknarmálum og aflað fjár til ýmissa góðgerðarmála, bæði innanbæjar sem og utan. Nýlega keyptu Hringskonur spjaldtölvur fyrir um 3 milljónir króna og færðu öllum leik- og grunnskólum bæjarins. Fjáröflun Hringskonur hafa unnið að vel- ferðarmálum í meira en heila öld. Hringskonur gáfu skólum Hafnar- fjarðar spjaldtölvur Samtök sjálfstæðra skóla á Íslandi halda árlega ráðstefnu föstudag- inn 7. mars á Hilton Reykjavík Nordica kl. 15. Undanfarin ár hafa um 300 manns sótt ráðstefnuna. Í samtökunum eru um 50 leik- og grunnskólar á Íslandi. Aðalerindin flytja Catherine Hainsworth, skólastjóri í Bretlandi, og Adda Birnir. Adda er af íslensku bergi brotin. Hún er búsett í New York og einn stofnandi og eigandi Skillcrush. Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla og formaður SSSK, setur ráðstefnuna og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra flytur ávarp. Ráðstefnustjóri verð- ur Unnar Geir Unnarsson. Ráðstefna Samtaka sjálfstæðra skóla STUTT Sr. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur fjallar um barns- missi á samveru hjá Nýrri dögun í kvöld, fimmtudaginn 6. mars, en hann hefur mikla reynslu af því að starfa með foreldrum sem hafa misst barn. Fyrirlesturinn er haldinn í safn- aðarheimili Háteigskirkju og hefst kl. 20.00. Samveran er öllum opin. Í kjölfarið fer af stað stuðnings- hópur fyrir þau sem hafa misst barn og mun hópurinn hittast viku- lega í sex skipti. Fyrirlestur um barnsmissi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.