Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 hugsa um mömmu og passa upp á hana og auðvitað Trygg. Megi Guð geyma þig, elsku Óskar, mig langar að láta fylgja smá bæn sem ég lét fylgja afa Palla. Í bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég rata oft á ranga leið sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Elsku Óskar, hvíldu í friði og sofðu vært. Þinn Páll Arnar. Í dag verður til moldar borinn elskulegur bróðursonur minn, Óskar Lárus. Það virðist svo ör- stutt síðan bróðir minn kom fagn- andi um miðja nótt heim til móður okkar, þar sem ég var ennþá heimasæta, og hrópaði: „Það var drengur.“ Hamingjan var mikil, ár og dagur síðan strákur hafði fæðst í fjölskyldunni. Þegar að því kom að drengurinn skyldi vatni ausinn var mér falið það heiðurshlutverk að halda honum undir skírn og hlaut hann nafn föður okkar lát- ins, en hann var okkur öllum harmdauði er hann lést á svipuð- um aldri og Óskar nú. Sameiginlegar minningar eru margar og ljúfar. Öll yndislegu jólaboðin, árlegar veiðiferðir stór- fjölskyldunnar, vélsleðaferðirnar – allt meðan heilsan var góð og líf- ið brosti við. Nú síðast minnist ég hans þeg- ar hann kom bjartur og brosandi hlaðinn gjöfum, til að þakka fyrir að hafa fengið að dvelja með Guð- rúnu sinni og litlum frænda í hús- inu okkar á Þingeyri í nokkra daga. Þannig vil ég muna frænda minn Óskar Lárus. Góða ferð. Svala. Það er með miklum trega og söknuði sem við setjumst hér nið- ur og minnumst Óskars Lárusar frænda okkar sem var okkur traustur og góður vinur. Óskar Lárus var einkar ljúfur og hjálp- samur einstaklingur og fengum við systkinin að njóta þess marg- oft. Það var sama hvenær við heyrðum í honum, hann var alltaf til í að fórna sínum tíma fyrir okk- ur og verðum við systkinin honum ævinlega þakklát fyrir það. Dæmi um það var þegar hann óumbeð- inn birtist heima hjá Trausta, sem var í vinnunni, og kláraði að park- etleggja húsið hans. Óskari var mjög umhugað um velgengni og hag okkar og lagði sitt af mörkum til þess að okkur myndi vegna sem best í lífinu. Hann lagði mikla áherslu á kraft fjölskyldunnar og samheldni hennar. Þegar hópur- inn okkar stækkaði með börnum var hann þeim afar góður og var fyrirmynd þeirra í mörgu. Eitt þeirra hafði orð á því að það vildi verða eins og Óskar frændi þegar það yrði stórt. Óskar var mikil húmoristi og uppátækjasamur og fengum við að upplifa mörg skemmtileg og fyndin uppátæki með honum. Árlegs viðburðar eins og að keyra út jólapakkana á aðfangadag fyrir fjölskylduna var beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem Óskar náði að gera þenn- an langa dag stuttan með húmor og uppátækjum. Útivist var eitt af hans helstu áhugamálum og feng- um við systkinin að kynnast því vel. Við fórum í ófáar skíða-, jeppa-, sleða- og veiðiferðir með honum. Þar fengum við að kynn- ast og njóta hans þekkingar sem hann miðlaði óspart til okkar og komum við til með að búa að því um ókomna framtíð. Við eigum öll margar og góðar minningar um þig, Óskar, sem munu lifa og stytta okkur stundir í framtíðinni. Við trúum því að þú sért kominn á góðan stað og að þér líði betur með Ellu ömmu þér við hlið. Elín Ósk,Trausti, Svava Dís og Bjarni. Óskar Lárus, Frank Óskar, Davíð Kristján og ég, frændurnir fjórir, nutum þess að fá að hittast oft og mikið þegar við vorum að alast upp. Óskar var elstur í hópn- um og leiðtogi ásamt Frank, ég og Davíð vorum yngri og rembdumst við að fylgja þeim eldri eftir með misgóðum árangri. Það var hins- vegar alltaf tilhlökkunarefni að hittast því okkur kom ágætlega saman og aldrei var neinn skortur á hugdettum með leik því uppá- tækjasemi fylgdi Óskarsnafninu hvort sem það var Lárus eða Frank. Þetta voru góðir tímar. Það er óhætt að segja að bíla- dellan hafi verið sameiginlegt áhugamál hjá frændunum og allir vorum við helst til djarfir. Við vorum óþreyjufullir að komast undir stýri þó ekkert væri öku- skírteinið. Stundum var púði tek- inn með og settur undir rassinn til að sjá betur út. Það voru ekki margir ökutímar sem þurfti þeg- ar formlegt ökunám var hafið enda allir með ágætis reynslu þegar kom að akstri vélknúinna ökutækja og stundum vandséð hver kenndi hverjum í ökutímum. Óskar var jeppakarl og smitaði mig af þeim áhuga eins og ýmsu öðru. Þegar ég var nýbúinn að kaupa minn fyrsta jeppa var rúll- að í skúrinn til Óskars og hann hjálpaði mér að hækka bílinn þannig að það kæmust undir hann stærri skór. Ég vissi ekkert hvað sneri upp eða niður í þessu en Óskar bjargaði þessu eins og svo mörgu öðru sem ég leitaði til hans með. Hann var á margan hátt eins og eldri bróðir á þessum tíma, lét mann heyra það ef hon- um mislíkaði eitthvað en alltaf til reiðu eins og klettur ef bjátaði á. Við þvældumst saman, ég á Su- zuki Fox og hann á Toyota Hilux. Það var áður en hann fékk skegg- rótina og uppgötvaði þægindin sem fylgdu Landcruiser. Óskar kemur úr samrýndri at- hafnafjölskyldu sem hjálpast að. Ég dáðist að því hvað fjölskyldan og þeir feðgar, Trausti og Óskar Lárus, gerðu margt saman. Bílar og bátar, snjósleðar og sumarhús, fyrirtæki og heimili voru gerð upp eða byggð frá grunni. Það var alltaf eitthvað í gangi og ótrúlega margt sem fjölskyldan byggði upp saman. Óskar hafði gaman af stang- veiði og gerði stólpagrín að mér þegar ég var að byrja með flugu- stöngina í Vatnsdalnum svo hvein í og hnútarnir hrönnuðust upp á taumnum. Hann sýndi mér tökin eins og oft áður. Vorum síðan löngum saman við árbakkann í veiðiferðum fjölskyldunnar. Hann var við hliðina á mér þegar ég fékk minn fyrsta fisk í Lax- árdal að kvöldi eftir mikið fisk- leysi og samgladdist mér innilega. Nú er ekki sumar fyrr en búið er að fara a.m.k. einu sinni í urriðann í Laxá. Það eru óskaplega margar góðar minningar sem rifjast upp um Óskar. Hann kenndi mér, skemmti mér og stríddi mér alveg helling en hann stóð alltaf með mér þegar eitthvað bjátaði á. Nú er Óskar látinn. Farinn á besta aldri. Það er ótrúlegt. Ég bið að heilsa þér, frændi, hafðu það gott hvar sem þú ert og hvert sem þú ferð. Takk fyrir allt og allt. Ég sendi fjölskyldunni og að- standendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Halldór Steinn Steinsen. Undanfarna daga hef ég kveikt á kerti á kvöldin til að minnast vinar míns Óskars Lárusar Traustasonar. Mér líður nefni- lega eins og dregið hafi verið fyrir sólu, að slökkt hafi verið á einni stjörnu himinsins og þar sem áð- ur var ljós blettur í tilverunni er kominn skuggi. Þó að innst inni hafi mig grunað að sá grýtti vegur sem hann keyrði síðari ár myndi taka enda vonaði ég alltaf að hann næði uppá malbikið aftur. Við kynntumst í barnaskóla en með okkur tókst góður vinskapur á unglingsárunum, sérstaklega uppúr bílprófsaldri. Óskar Trausta eins og hann var oft kall- aður var drifinn áfram af gleði. Sögur af ferðalögum hans og bíl- ferðum gætu fyllt nokkrar bæk- ur. Hann var einn ævintýralegasti bílstjóri sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Hann hafði unun af bílum, hraða og stundum smá bægsla- gangi. Englarnir hafa oft vakað yfir þessum dreng því mörk hins ómögulega voru oft heimsótt. Ein gömul saga er af Toyota-bíl hans sem skemmdist í árekstri uppá Reykjavíkurvegi en ekki nóg, því tryggingarfélagið leyfði honum að vera á bílnum þangað til hann fengi hann greiddan út. Það varð til þess að á þessum bíl voru gerð- ar fleiri tilraunir en nokkur bíll ætti að geta þolað. T.d. fórum við á hverju kvöldi inní hamraborg þar sem bensínstöðin er, keyrð- um þar í gegn eins hratt og drusl- an dró, upp rampinn og stukkum á bílnum eins langt og við kom- umst en þurftum að nauðbremsa til að ná beygjunni við hornið. Þetta þótti okkur skemmtilegt og hlógum stundum svo tárin láku niður kinnarnar. Önnur góð saga er frá föstudagskvöldi einu uppá stöð rétt fyrir klukkan 11 þar sem við hittumst og vissum ekki hvað við áttum af okkur að gera, þegar Óskar segir, eigum við ekki bara skella okkur í Sjallann, sem við og gerðum og náðum í Sjallann fyrir lokun. Þetta var fyrir gerð Hval- fjarðarganga og meirihluti vegar- ins norður var ómalbikaður, á köflum stóð vegavinna yfir. Bif- reiðin, rauði Broncoinn sem síðar átti eftir að fá hárið á lögreglu og fleirum til að rísa. Á leið suður ákváðum að fara yfir Kjöl, fara stystu leið heim, en ekki vildi bet- ur til en svo að við villtumst af leið uppá Kili og enduðum í Mývatns- sveit, bönkuðum þar uppá á sveitabæ og spurðum til vegar, fólkið á bænum var mjög skiln- ingsríkt og er sennilega enn hlæj- andi að þessum tveimur ævin- týramönnum að sunnan. Það sem einkenndi viðmót Óskars var gleði og hlýja. Hin síð- ari ár heimsótti ég reglulega þá félaga Ása mág hans og Óskar á vinnustað þeirra niðrá höfn og áð- ur í mörg ár uppá hrauni. Þeir hættu alltaf að vinna þegar ég kom, tóku sér tíma til að spjalla, spyrja frétta, helltu uppá tíu og þannig tókum við púlsinn á sam- félaginu, ræddum pólitík per- sónuleg mál og sögðum sögur. Þetta var verðmætur tími. Óskars verður sárt saknað, hann skilur eftir sig spor kærleika, áratuga vinskapar og hlýju. Það verða ekki fleiri sögur sagðar, það verða ekki fleiri kaffibollar og það verða ekki fleiri faðmlög. Förum því vel hvert með annað og sýnum lífinu auðmýkt. Takk fyrir kaffið, vinur minn, við sjáumst aftur síðar. Bergur Ólafsson. Í dag kveðjum við góðan vin sem var einstakur félagi og góður drengur. Óskari kynntist ég í gegnum prófkjörsbaráttu föður míns fyr- ir u.þ.b. 25 árum. Urðum við fljótt góðir vinir og náðum vel saman. Óskar var hvers manns hugljúfi og einstaklega hjálp- samur, greiðvikinn og góður trúnaðarvinur. Það var alltaf skemmtilegt að fara með honum í veiðitúra og fórum við í ófáa túrana saman. Þar reyndist hann hinn besti veiðifélagi og stutt í húmorinn og gleðina hjá honum, enda þótt ekki veiddist alltaf vel. Þannig var eftirsókn í félagsskap hans. Hann setti það ekki fyrir sig að keyra landshornanna á milli til aðstoðar ef til hans var leitað og aldrei neitaði hann vinarbón, hversu stór eða lítil sem hún var. Síðustu ár hefur hann átt við erfið veikindi að stríða og lítil samskipti átt við okkur fjölskyld- una. Hann var alltaf mjög barn- góður og kunni vel á krakka og þeim líkaði vel við hann. Það sáum við svo vel í haust þegar hann kom og heimsótti okkur fjölskylduna vestur í Kollabúðir ásamt hund- inum Trygg. Þá minntist maður gamla, góða Óskars. Við áttum þar skemmtilega og góða daga. Ásdís hafði orð á því að hann hefði verið einstaklega duglegur að borða pönnukökurnar hennar og auðvitað fékk Tryggur líka sinn skerf. „Vinna það er minna, éta, það er það sem þeir geta,“ sagði hann oft, þegar honum fannst hlutirnir ekki ganga nógu hratt fyrir sig eða bara þegar vel lá á honum. Það er með söknuði sem við kveðjum Óskar en trúum því að móðir hans hafi tekið vel á móti honum hinum megin. Maður fyll- ist þakklæti yfir því að hafa kynnst slíkum gæðadreng og minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Fjölskyldu og aðstandendum hans sendum við hugheilar sam- úðarkveðjur. Bergþór Jóhannsson og fjölskylda. Í fáum orðum langar mig að minnast míns góða vinar, Óskars. Við urðum vinir í Versló, áttum strax skap saman, báðir Hafnfirð- ingar í húð og hár. Það var auð- velt að verða vinur Óskars. Hann var skemmtilegur og alltaf til í sprell og góðlátlegt grín. Hann bar nafnið sitt vel, Trausti, því ég skynjaði strax að traustari vin var erfitt að finna. Samt hafði hann alveg skap, stóð fast á sínu, talaði hátt og yfirgnæfði menn sem voru ekki honum að skapi. Gat verið harður í horn að taka enda mikill maður vexti, harðger í öllu. Samt manna kurteisastur, ráðhollur og góðgjarn. Óskar var góður maður. Skemmtilegur félagi, vinur vina sinna. Traustur. Skólinn var okk- ur bæði skemmtun og þraut. Ósk- ar var svo sem enginn sérstakur námsmaður, hafði lítinn áhuga á bóknáminu en hafði mun meiri verkkunnáttu og reyndist vera frábær smiður. Við upphófum hvor annan. Til hans leitaði ég þegar bílinn bilaði, þegar ég þurfti að flytja, þegar mig langaði í bíó eða á ball. Alltaf þegar ég þurfti á hjálp að halda stóð ekki á honum. Hann kom óraveg og hik- aði aldrei. Bestur var hann veiðimaður, skemmtilegastur og þrautseigur, keppnismaður. Vera mestur. Ófá- ar stundir áttum við saman að elta laxinn, konunginn. Þolinmæði og þrjóska var hans einkennismerki. Sæi hann fisk náði hann fiski. Að fylla blaðsíðu – 25 stykki. Eitt sinn átti hollið fimm fullar síður – 125 fiskar í þriggja daga túr. Þá var gaman. Hann og pabbi hans voru líkir. Keppnisskapið mikið. Skildu ekkert í því hvað konan mín, óvön, var heppin. Þá var bara sett í gírinn. Efstir skyldu þeir feðgar vera. Það var gaman í Haukadalsá með þeim feðgum og fleirum. Skemmtilegur fé- lagsskapur, góðar sögur og mikið hlegið. Góðar minningar. Að koma að veiðistað og sjá fisk – Óskar hélt í mig og hvæsti á mig að vera kjurr. Læðumst og komum okkur fyrir, rennir fyrir hinn silfraða sem sýnir beitunni engan áhuga. Þá kemur þolin- mæðin. Biðin og óþrjótandi þrjóskan og viti menn – að lokum gefur hann sig. Þegar ég kynntist Óskari fékk ég líka fjölskylduna, systurnar og foreldra og mág. Ég var heppinn. Þetta er gott fólk. Ég á eftir að sakna vinar míns. Óskar Trausti, nú labbar þú eftir götunum, sæll og þarft ekki að fara úr fötunum. Ég kveð þig. Hjálmar Þröstur Pétursson. Ég hef verið svo lánsöm að fá að fylgjast með Evu Dögg alla hennar ævi og að tengjast henni ættar- og vinaböndum. Þegar ég var unglingur og ung kona fékk ég að njóta þess að starfa fyrir hana og fjölskyldu hennar. Eva Dögg var sönn hetja, glaðlynd og þrjósk prinsessa sem kenndi mér svo margt eins og foreldrar hennar sem reynst hafa mér ómetanleg- ar fyrirmyndir í foreldrahlut- verkinu sem og í lífinu. Þegar ég fékk símtalið um að Eva Dögg væri farin frá okkur streymdu fram minningar um góða tíma. Fjöruga sumar- morgna þegar við spiluðum tón- list á meðan Eva gerði liðkunar- æfingar og síðan klæddi ég hana í vandlega valin prinsessufötin og við greiddum fallega dökka og glansandi hárið, oftast var sett upp falleg hárspöng eða jafnvel kóróna ef skapið var þannig. Perl- og púslstundir í eldhúsinu í Björnskoti og í Skeiðháholti, göngutúrar, sundferðir og kúr yf- ir bíómynd. Hvíl í friði, elsku Eva Dögg, takk fyrir allt og allt. Elsku Harpa, Óli, Óli Freyr, Guðfinna og Elvar, megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Minning um hetju lifir. Sof, ástríka auga, sof, yndisrödd þýð, hvíl, hlýjasta hjarta, hvíl, höndin svo blíð Það hverfur ei héðan, sem helgast oss var: vor brjóst eiga bústað, – þú býrð alltaf þar. Hið mjúka milda vor sín blóm á þig breiði og blessi þín spor. (Jóhannes úr Kötlum) Tinna Jónsdóttir. Fyrir allmörgum árum hitti ég Evu Dögg í fyrsta sinn. Það var á sumardaginn fyrsta í Garðyrkju- skólanum, ég tók strax eftir ein- staklega fallegum börnum sem skólasystir mín átti. Seinna átti ég eftir kynnast þeim betur og fjölskyldunni allri er ég fékk húsaskjól hjá þeim veturlangt. Mjónan Eva og búrinn Elvar fengu fljótt sinn stað í hjarta mér. Hin ákveðna og oft sposka Eva byrjaði sögurnar sínar iðulega á Veistu bara hvað, Agnes? Stund- um komu „Veistu bara hvað“ í Eva Dögg Ólafsdóttir ✝ Eva DöggÓlafsdóttir fæddist 19. sept- ember 1990. Hún lést 20. febrúar 2014. Útför Evu Daggar fór fram 1. mars 2014. röðum. Sögur um pabba hennar, afa og ömmur, Óla stóra bróður, frændur og frænkur, kisurnar og dýrin í sveitinni. Þennan vetur komu fyrstu vísbendingar um þetta ógnandi „eitthvað“, sem væri að! Þarna var ég grunlaus um barátt- una framundan og um allar þær hetjudáðir sem ólík- indatólið Eva átti eftir að drýgja. Baráttu sem er ofar mannlegum skilningi. Litla vinkona mín hún Eva átti eftir að kenna mér meira um lífið en ég henni. Veistu bara hvað Eva? Mig dreymdi þig í nótt, þú varst úti á engi. Veistu bara hvað? Þar voru blóm í öllum regnbogans litum. Veistu bara hvað? Þú hljópst á móti sólu. Veistu bara hvað? Fast á hæla þér hlupu doppóttir hvolp- ar, þrílitur köttur og tveir heim- alningar. Veistu bara hvað? Ég á eftir að sakna þín litla vinkona. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Agnes Brá og fjölskylda. Elsku Eva Dögg. Við erum þakklátar fyrir þann tíma sem við nutum með þér, þær óteljandi stundir sem við hlust- uðum saman á Traust og Trygg fyrir svefninn, hlógum að brönd- urunum og sögunum þínum, en af þeim var alltaf nóg að taka. Við munum aldrei gleyma hlýj- unni í brosinu þínu og fallegu brúnu augunum. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley! vér mættum margt, muna hvort öðru að segja frá. Vesalings sóley! sérðu mig, Sofðu nú vært og byrgðu þig; hægur er dúr á daggarnótt, dreymi þig ljósið, sofðu rótt. (Jónas Hallgrímsson) Að vita til þess að nú sértu frjáls undan þjáningu veikinda þinna og stödd á miklu fallegri stað er huggun harmi gegn. Elsku Harpa, Óli, Óli Freyr, Elvar og fjölskylda, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðar- kveðjur á þessum erfiðu tímum. Elín Sigríður og Ingibjörg Sæunn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÓSU HERMANNSDÓTTUR, sem lést 20. febrúar síðastliðinn. Sérstakar þakkir færum við yndislegu starfsfólki á bráðamóttöku, gjörgæslu og deild 7-A á Landspítalanum í Fossvogi. Hermann Gunnarsson, Svava Viktoría Clausen, Alfreð Örn Hermannsson, Gunnar Axel Hermannsson, Svava Óttarsdóttir, Gestur Hermannsson, Hjördís Jóhannesdóttir, Viktoría Hermannsdóttir og barnabarnabörn. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.