Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Síðdegis í gær hófst yfirvinnubann undirmanna á Herjólfi. Er það liður í aðgerðum skipverja í kjaraviðræð- um við Eimskip. Þar til samningar nást í viðræðum Sjómannafélags Ís- lands, fyrir hönd starfsmanna Herj- ólfs, við SA, fyrir hönd Eimskips, mun skipið sigla eins oft og það kemst á milli lands og Eyja til klukk- an 17 á daginn í miðri viku. Engar ferðir verða um helgar. „Ef það er ekki hægt að sigla í Landeyjahöfn þá munum við fara í Þorlákshöfn. Í þeim tilvikum er ljóst að það verður bara farið í eina ferð á dag […] Þetta mun fyrst og fremst hafa áhrif um helgar. Við munum láta þetta ganga í miðri viku,“ segir Ólafur William Hand, upplýsinga- fulltrúi hjá Eimskip. Ekkert tilboð á borðið Samkvæmt upplýsingum frá Sjó- mannafélagi Íslands eru 12-14 undir- menn um borð í Herjólfi sem skipta á milli sín vöktum. Jónas Garðarsson hjá SÍ segir að samningarnir snúist um vinnutíma, hærri laun og sjó- mannaafslátt. „Það er t.a.m. með ólíkindum að þarna er níu tíma dag- vinnuskylda. Þá kemur eitthvert sér- kennilegt yfirvinnuálag sem heitir 33% sem tíðkast nú ekki í þessum geira,“ segir Bergur og bætir við að venjan sé sú að yfirvinnuálag sé 80%. Hann segir að deiluaðilar hafi hist 5-6 sinnum en ekkert samningstilboð hafi verið borið á borð. Ólafur Willi- am Hand segir að kröfur undir- manna á Herjólfi séu mun hærri en það sem samið hafi verið um á al- mennum vinnumarkaði. Samningur er á milli Eimskipa- félagsins og Viking tour um að skipið Víkingur sigli tvisvar á dag á milli Landeyjahafnar og Eyja. Að sögn Ólafs komast 63 með skipinu í hverri ferð en það geti eingöngu sinnt sigl- ingum inn í Landeyjahöfn, ef öldu- hæð leyfir, en ekki til Þorlákshafnar. Jónas Garðarsson segir að ekki verði litið á fjölgun á ferðum Víkings, meðan á yfirvinnubanninu stendur, sem verkfallsbrot. Samfélagið einangrist hratt Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, telur ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun mála. „Herj- ólfur er þjóðvegurinn til Vestmanna- eyja […] Áhrifanna mun gæta mjög hratt þar sem um samgöngur er að ræða. Ef gripið verður til frekari verkfallsaðgerða mun samfélagið eingangrast á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Elliði. Hann segir það koma til greina að leitast við að auka flugsamgöngur meðan á kjaradeilum stendur. Ríkiskaup hafa fyrir hönd innan- ríkisráðuneytisins óskað eftir tilboð- um í hönnun á ekju- og farþegaferju til nota á siglingaleiðinni milli Vest- mannaeyja og Landeyjahafnar. Nú- verandi Herjólfur er sá þriðji í röð- inni og var tekinn í notkun árið 1992. Hann tekur um 60 fólksbíla og allt að 388 farþega. Kostar um 2,3 milljarða kr. Samkvæmt fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 2013 eru um 2,3 milljarðar króna áætlaðir til smíði skipsins. Gera má ráð fyrir að hönnun og prófanir taki 6-8 mánuði. Nýrri ferju er ætlað að leysa þann vanda sem skapast við aðsiglingu að Landeyjahöfn. Hún hefur nýst mis- jafnlega yfir vetrartímann sökum þess að fella hefur þurft niður ferðir á síðastliðnum fjórum árum eða frá því höfnin var opnuð. Mikill sandur í höfninni gerir siglingu Herjólfs erf- iða og dæluskip hafa varla undan við að dæla upp sandi. Herjólfur ristir 4,3 metra. Í prófunum hermilíkans kom meðal annars fram að skip sem rista 2,8 metra henta mun betur til aðsiglingar að Landeyjahöfn. Herjólfur Yfirvinnubann er meðal undirmanna á ferjunni. Ferðum fækkar vegna kjaradeilna  Yfirvinnubann undirmanna á Herjólfi hófst síðdegis í gær  Mun fyrst og fremst hafa áhrif um helgar  Vilja umtalsverða kjarabót  Vestmannaeyjar geta einangrast fljótt að mati bæjarstjórans Sökum þess hve oft Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorláks- hafnar í stað Landeyjahafnar við komu frá Vestmannaeyjum vegna aðstæðna til aðsiglingar hafa komið upp tilvik þar sem fólk er ekki nærri bíl sínum þeg- ar í land er komið. Það hafi því þurft að koma sér sjálft á milli staðanna en það er um ein og hálf klukkustund í akstri. Ólafur William Hand, upplýs- ingafulltrúi hjá Eimskip, segir að þegar óvæntar breytingar verði sé leitast sé við að aðstoða fólk að komast á milli án gjalds. Hann viðurkennir þó að upplýsingar um þetta séu ekki nægilega skýrar á heimasíðu Herjólfs. „Við ráðleggjum fólki að skilja bíla sína ekki eftir við Landeyjahöfn yfir vetrartímann,“ segir Ólafur. Hann segir að vandamálið ein- skorðist að mestu við þá sem fari sjaldan milli lands og Eyja og Vestmannaeyingar þekki betur hvers sé að vænta þegar lagt er af stað til meginlandsins. Viðskila við bílana ÓSKÝRAR UPPLÝSINGAR Vegna fyrirhugaðrar hótelbygg- ingar á Hljómalindarreit, milli Laugavegar og Hverfisgötu, verða hús rifin við Smíðjustíg og Hverf- isgötu. Unnið er við niðurrif á Smíðjustíg 4 en gamla Factorý er horfið af sjónarsviðinu, sem stóð við Smiðjustíg 4a. Lítil grafa var í vikunni notuð í risinu á Smiðjustíg 4 en fyrst er allt rifið niður innan úr húsinu og flokkað, áður en tekið er til við útveggina. Húsin við Hverfis- götu 32 og 34 verða einnig rifin en á reitnum stendur til að reisa Ice- landair Hotel Cultura. Að sögn Jóns Ragnars Magnús- sonar, verkefnisstjóra hjá Þing- vangi, er um flókna framkvæmd að ræða sem kallar á margskonar leyfi frá borgaryfirvöldum. Engin hús við Laugaveg verða rifin, en byggt verður aftan við þau. Vonir standa enn til að opna hótelið á næsta ári. Niðurrif á Hljómalind- arreitnum Morgunblaðið/Golli Hús við Hverfisgötu og Smiðjustíg víkja fyrir hótelbyggingu Bjarni Benediktsson, fjármála- ráðherra, las fyrsta passíusálminn í Grafarvogskirkju í gær, en sú hefð hefur skapast að þingmenn og ráð- herrar fari með einn sálm á hverj- um virkum degi föstunnar kl. 18. Í dag les Bjarkey Gunnarsdóttir 2. sálm og svo koll af kolli þar til Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- sætisráðherra les síðasta sálminn 16. apríl næstkomandi. sgs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjármálaráðherra Þingmenn lesa passíusálma kl. 18 á virkum dögum. Bjarni las fyrsta sálm Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Tillaga sjálfstæðismanna um að leynd yrði aflétt af niðurstöðum reykvískra grunnskóla í Pisa- könnuninni var felld í skóla- og frí- stundaráði Reykjavíkur í gær með fimm atkvæðum Samfylkingar, Besta flokksins og Vinstri grænna. Í tillögunni fólst að sundurgreindar upplýsingar um árangur hvers skóla í einstökum greinum yrðu sendar viðkomandi skólastjórnendum, skólaráði og stjórn foreldrafélags í því skyni að hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og náms- árangur. Kjartan Magnússon, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokks segir að ljóst sé að yfirlýsingar meirihlutans um aukið gagnsæi séu orðin tóm. „Við teljum að það þurfi að rökstyðja það sérstaklega ef svona upplýsingar eru ekki veittar og sá rökstuðningur kom ekki fram,“ segir Kjartan. Hann vísar til þess að einkunnir úr samræmdum prófum hafi verið birtar frá aldamótum og viðurkenni flestir að birting slíkra upplýsinga hafi verið til góðs og veitt foreldrum mikilvægar upplýsingar um skóla barna þeirra. „Birting þeirra hefur stuðlað að opnara skólakerfi, sem ekki veitir af, því að það verður aldr- ei nein framþróun án gagnrýninnar umræðu,“ segir Kjartan. Í bókun meirihlutans sagði að lyk- illinn að góðri skólaþróun væri ekki sá „að benda í ásökunarstíl á þann sem er verstur og hampa þeim sem er bestur hverju sinni á grundvelli einkunna.“ Kjartan segir að það sé ekki markmiðið með tillögunni, enda hafi ekkert slíkt gerst með sam- ræmdu prófin, þrátt fyrir ótta þar um. „Það er ljóst að við þurfum að bæta menntakerfið, og það á tölu- vert inni, en það verður ekki gert án upplýstrar umræðu.“ Ekki skólaþróun til hagsbóta Eva Einarsdóttir, fulltrúi Besta flokksins í skóla- og frístundaráði segir að hver skóli fái að sjá sína eig- in niðurstöðu og hvar á kvarðanum hann standi, án þess þó að sjá nöfn annarra skóla. Svo fari skólinn ásamt skólaráði, þar sem foreldrar sitji einnig, yfir niðurstöðuna og geri umbætur ef ekki hafi gengið nógu vel. Eva segir að meirihlutinn telji því að það sé ekki skólaþróuninni til hagsbóta að greina frá hvar skól- arnir standi. Þannig sé verið að etja skólunum saman í stað þess að þeir geti hver um sig farið yfir það hvað þurfi að bæta. Eva leggur áherslu á það að ekki aðeins hafi fulltrúi VG í ráðinu tekið undir með meirihlutanum, heldur hafi fulltrúar grunnskólakennara og skólastjórnenda í Reykjavík einnig stutt bókun meirihlutans. „Við vilj- um bara vinna þetta mál vel í sam- einingu, og það er mikilvægt að for- eldrar séu meðvitaðir um sína skóla og hvetji til góðrar skólaþróunar.“ Leynd ekki aflétt af Pisa-könnunum  Tillaga sjálfstæðismanna felld í skóla- og frístundaráði af fulltrúum meirihlutans og VG Kjartan Magnússon Eva Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.