Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Listasafn Íslands verður opið leng- ur í dag, frá kl. 17-19, vegna kynn- ingar á vídeólist mánaðarins. Sýnd verða 13 verk eftir listamenn bú- setta í Hong Kong, syrpa sem nefn- ist „Looking at the Big Sky“ sem sýnir þverskurð af verkum sem unnin voru af listamönnum sem tengjast borginni á einn eða annan hátt, að því er fram kemur í til- kynningu. Verkin verða sýnd í kaffistofu listasafnsins til 27. mars og sýningarstjóri er Ellen Peu, stjórnandi Videotage í Hong Kong. Vídeósýningar á kaffistofunni eru samstarfsverkefni Listasafns Ís- lands og hátíðarinnar 700IS Hrein- dýraland og mun það standa til 27. nóvember nk. Því má við bæta að fyrsta fimmtudag hvers mánaðar, kl. 17, verður kynntur til leiks listamaður eða hópur listamanna og mynd- bandsverk hans eða þeirra sýnd. Frekari fróðleik má finna á vefsíð- unum listasafn.is og 700.is. Vídeólist frá Hong Kong sýnd í LÍ Vídeólist Stilla úr verki Wai Kit Lam, „Broken Existence“. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Óhætt er að segja að mamma mín hafi verið minn helsti áhrifavaldur þegar kemur að tónlistinni því hún kynnti mig fyrir töfrum tónanna. Hún var sjálf fiðluleikari og -kennari og kenndi bæði mér og bróður mín- um á hljóðfærið. Þar sem bróðir minn er sextán árum yngri en ég naut ég þess að fylgjast með móður minni kenna honum og lærði mikið af því,“ segir japanski fiðluleikarinn Midori, en hún leikur á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 19.30 og á aukatónleikum á sama tíma ann- að kvöld. Á tónleikunum leikur Mi- dori fiðlukonsert í e-moll eftir Felix Mendelssohn, en auk þess flytur hljómsveitin fjórðu sinfóníu Pjotrs Tsjajkovskíj og konsertforleikinn Glaðsheimr eftir Oliver Kentish und- ir stjórn Eivinds Adlands, sem er að- alhljómsveitarstjóri Sinfón- íuhljómsveitarinnar í Þrándheimi. Allt svo framandi hérlendis Aðspurð segist Midori reglulega leika fiðlukonsert Mendelssohn á tónleikum enda sé hann einn sá vin- sælasti. „Þetta verk Mendelssohn á sér samastað í hjarta mínu, enda er það óviðjafnanlega fallegt. Ég held að alla fiðlunemendur dreymi um að ná þannig tökum á hljóðfærinu að þeir geti leikið þetta undurfallega verk og miðlað fegurð þess til áheyr- enda. Mér finnst alltaf sérlega ánægjulegt að takast á við verkið,“ segir Midori og tekur fram að túlkun hennar á verkinu mótist af samspili hennar við hljómsveitina og hljóm- sveitarstjóra kvöldsins. Þegar blaðamaður náði tali af Mid- ori í Hörpu í gærmorgun rétt fyrir æfingu með SÍ var tónlistarkonan til- tölulega nýlent. Því lá beint við að forvitnast um hvernig flakkið um heiminn leggist í hana, en tónleika- haldið kallar óneitanlega á fjölda ferðalaga. „Vissulega er það áskorun að ferðast svona mikið, en það er líka mjög spennandi. Mér finnst gaman „Tónlistinni ber að deila“  Midori leikur fiðlukonsert í e-moll eftir Felix Mendelssohn með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld  Hún segist ekki geta gert upp á milli tónleikahaldsins, kennslunnar og góðgerðarstarfsins Morgunblaðið/Eggert Draumur „Þetta verk Mendelssohns á sér samastað í hjarta mínu, enda er það óviðjafnanlega fallegt. Ég held að alla fiðlunemendur dreymi um að ná þannig tökum á hljóðfærinu að þeir geti leikið þetta undurfallega verk.“ að heimsækja framandi staði og kynnast nýju fólki. Þetta er t.a.m. fyrsta heimsókn mín til Íslands og mér finnst einstaklega spennandi að koma hingað. Það er allt svo fallegt, en um leið framandi,“ sagði Midori og fagnaði sérstaklega fallegu vetr- arveðri í borginni. Virkur friðarsendiherra SÞ Óhætt er að segja að Midori hafi haft nóg að gera í gær, því að lokinni æfingu með SÍ lék hún í Vin, fé- lagsmiðstöð Rauða krossins, og í Bataskólanum á Kleppsspítala. Með- an á Íslandsdvöl hennar stendur mun hún einnig heimsækja grunn- skóla, menntaskóla og eldri borgara í Reykjavík ásamt því að halda mast- erclass-námskeið í Tónlistarskól- anum í Reykjavík. „Á hverjum tón- leikastað reyni ég ávallt að fara um viðkomandi borg og leika á ólíkum stöðum. Tónlistinni ber að deila með öðrum og þessar heimsóknir mínar eru framlag mitt til þess. Tónlistin á ekki aðeins heima í tónleikasölum heldur í hjörtum almennings,“ sagði Midori, sem um langt árabil hefur unnið að því að kynna tónlist fyrir al- menningi og ekki síst hinum efna- minni. Í því samhengi má nefna að árið 1992 stofnaði hún samtökin Midori & Friends sem árlega standa fyrir röð tónleika í skólum New York-borgar til að kynna tónlist fyr- ir ungu og efnalitlu fólki. Á grund- velli þessa starfs var hún árið 2007 skipuð friðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna. Midori hefur sinnt kennslu við Háskólann í Suður-Kaliforníu sl. áratug. Aðspurð segist hún ekki geta gert upp á milli ánægjunnar sem fel- ist í kennslunni, tónleikahaldinu eða ofangreindum samfélagsverkefnum sem hún sinnir af ástríðu. „Allt teng- ist þetta tónlistinni og styður í reynd hvað annað. Ég er svo lánsöm að hafa getað sinnt öllum þremur hlut- verkum á ferli mínum,“ segir Midori og tekur fram að hún leggi mikinn metnað í kennsluna. „Nemendur mínir eru mér ávallt ofarlega í huga. Það felast ákveðin forréttindi í því að vinna með ungu og metnaðarfullu hæfileikafólki. Það er alltaf gaman að hjálpa öðrum að láta drauma sína rætast og hollt að setja sjálfan sig til hliðar á meðan.“ Menntun eykur víðsýni Þrátt fyrir annasaman feril gefur Midori sér einnig næði til að sinna öðrum hugðarefnum. Þannig lauk hún BA-prófi í sálfræði og kynja- fræði frá New York-háskóla og meistaragráðu í sálfræði við sama skóla í framhaldinu. Spurð hvers vegna hún hafi valið að mennta sig líka á öðrum sviðum en tónlist segir Midori að sér hafi þótt mikilvægt að auka víðsýni sína og reynslu. „Mér þótti sérlega áhugavert að læra kynjafræði, því hún opnaði augu mín fyrir samskiptum og samspili ólíkra hópa þjóðfélagsins. Öll menntun nýt- ist manni, enda er hún nokkuð sem maður býr að alla ævi. Menntun er í senn fjársjóður manns og upp- spretta gleði,“ segir Midori og tekur fram að hún sé sér mjög meðvituð um þau forréttindi sem felist í því að hafa haft möguleika á að mennta sig. Midori vakti heimsathygli þegar hún kom fram með Fílharm- óníusveit New York árið 1982, þá aðeins ellefu ára gömul. Hún lauk tónlistarnámi sínu frá Juilliard-listaháskólanum í New York og hefur leikið með öllum þekktustu hljómsveitum heims. Midori nam sálfræði og kynjafræði við New York-háskólann þaðan sem hún lauk mastersnámi árið 2005. Hún var kjörin meðlimur Bandarísku lista- og vís- indaakademíunnar og hlaut heið- ursdoktorsnafnbót frá Yale- háskóla árið 2012. Vakti ung heimsathygli JAPANSKI FIÐLUSNILLINGURINN MIDORI LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 | SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660 Verslunin í Spönginni LOKAR – allt á að seljast SILFUR 50% afsláttur GULL 30% afsláttur ÚR 50% af sláttur DKNY - Casio - Fossil - Diese l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.