Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Á hádegistónleikum Íslensku óp- erunnar í Norðurljósasal Hörpu í dag, fimmtudag, flytja Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir messósópran og Julio Alexis Muñoz píanóleikari efn- isskrá sem þau nefna „Zarzuela!“ Á dagskrá eru rómönsur, aríur úr spænskum zarzúelum, en zarzúelur eru spænskt óperettuform þar sem skiptist á tal og söngur. Tónlistin er sögð lífleg og ástríðufull, fjörug og dramatísk. Guðrún Jóhanna hefur um árabil búið og starfað á Spáni og á þeim tíma hefur hún sungið allskyns spænska tónlist á tónleikum víða um heim. Hún tekur um þessar mundir þátt í rómaðri uppfærslu Íslensku óperunnar á Ragnheiði, þar sem hún fer með hlutverk Ingibjargar vinnu- konu í Skálholti. Með Guðrúnu á tónleikunum leik- ur spænski píanóleikarinn Julio Alexis Muñoz, sem er afar virtur meðleikari á Spáni og kennari við Konunglega söngskólann í Madrid. Aríurnar sem þau flytja eru meðal annars úr zarzúelum eftir tónskáldin Francisco Asenjo Barbieri (1823- 1894), José Serrano(1873-1941), Ru- perto Chapí(1851-1909) og Geró- nimo Giménez (1854-1923). Þau Guðrún Jóhanna og Muñoz munu einnig halda námskeið í söng- tónlist á spænsku í Listaháskólanum og Söngskólanum. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15 í Norðurljósum í dag. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. Spænskar óperettuaríur á hádegistónleikum  Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur í Norðurljósum í dag Julio Alexis Muñoz Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Leikarinn John Travolta hefur beð- ist afsökunar á því að hafa mismælt sig á Óskarsverðlaunahátíðinni mánudaginn sl. þegar hann kynnti til leiks söngkonuna Adelu Dazeem. Söngkonan heitir Idina Menzel og hefur mikið grín verið gert að þessu mismæli leikarans í net- heimum. Dazeem lét þetta þó ekki slá sig út af laginu og vatt sér í flutning á laginu „Let It Go“ úr teiknimyndinni Frozen sem hlaut Óskarverðlaun sem besta frum- samda lag í kvikmynd. Travolta segist hafa verið afskaplega miður sín yfir þessum mismælum en hafi þó fljótt náð sér. Á vefnum Slant getur fólk nú slegið inn nafn sitt og „travoltað“ það. Jón Jónsson verð- ur þannig að John Jernes þegar bú- ið er að „travolta“ hann. Travoltað John Travolta vafðist tunga um tönn á Óskarnum. Idina Menzel varð Adela Dazeem AFP Kvikmyndaleikstjórinn Sólveig Anspach mun hefja tökur á fram- haldi kvikmyndanna Skrapp út og Queen of Montreuil í september nk. og mun myndin heita The Aquatic Effect. Framleiðandi Queen of Montreuil, Patrick Sobelman, mun framleiða myndina og Le Pacte dreifa henni, sama fyrirtæki og sér um dreifingu síðustu myndar Sól- veigar, Lulu, femme nue. Um þriðj- ungur myndarinnar verður tekinn upp í Frakklandi en önnur atriði hér á landi. Didda verður ein aðal- leikara myndarinnar, líkt og í Skrapp út og Queen of Montreuil. Framhald Sólveig Anspach. Sólveig tekur upp kvikmynd á Íslandi flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 EGILSHÖLLÁLFABAKKA NONSTOP KL.5:40-8-10:20 NONSTOPVIP KL.5:50-10:20 WINTER’STALE KL.5:30-8-10:30 GAMLINGINN KL.8 I,FRANKENSTEIN KL.10:40 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.5:50 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.10:30 12YEARSASLAVE 6-9 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á NONSTOP KL.8-10:20 GAMLINGINN KL.8 WINTER’STALE KL.10:30 KEFLAVÍK AKUREYRI NONSTOP KL.8-10:30 WINTER’STALE KL.10:20 GAMLINGINN KL.8 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.5:50 AFTENBLADET  EXPRESSEN  SVERIGES RADIO  SVENSKA DAGBLADED  BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK COLIN FARRELL - RUSSELL CROWE JESSICA BROWN FINDLAY ÞAÐERENGINNHARÐARIENLIAMNEESON NONSTOP KL.5:40-8-10:20 GAMLINGINN KL.5:30-8-10:30 12YEARSASLAVE KL. 5:20 -8 -10:40 300:RISEOFANEMPIREFORSÝNDKL.8 GRAVITY3D SALUR1(STÆRSTATJALDLANDSINS) KL.5:50 NONSTOP KL.5:40-8-10:10 GAMLINGINN KL.8-10:20 I,FRANKENSTEIN KL.10:25 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.5:50 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.5:50 OUTOFTHEFURNACE KL.10:10 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.8 FORSÝND 12 12 12 12 L ÍSL TAL Besti leikari í aðalhlutverki Besti leikari í aukahlutverki -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE MONUMENTS MEN Sýnd kl. 8 - 10:25 RIDE ALONG Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:10 DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:45 - 8 THE LEGO MOVIE 2D Sýnd kl. 5:50 ROBOCOP Sýnd kl. 10:25 „Óvæntasta mynd sem ég hef séð lengi í bíó“ T.V. - Séð og Heyrt/ Bíóvefurinn G.D.Ó. - MBL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.