Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 ✝ Óskar LárusTraustason fæddist í Hafn- arfirði 29. ágúst 1965. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 24. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Elín Sigurð- ardóttir, húsmóðir, f. 19.3. 1931, d. 3.6. 2007, og Trausti Ó. Lárusson, fram- kvæmdastjóri, f. 26.5. 1929. Trausti er í sambúð með Hönnu Kjeld, f. 16.12. 1933. Systur Óskars Lárusar eru Auður, f. 5.11. 1955, Anna Kristín, f. 17.6. 1958 og Sigrún, f. 25.9. 1962. Auður er gift Guðmundi Á. Tryggvasyni, f. 19.7. 1956. Börn þeirra eru: El- ín Ósk, Trausti, Svava Dís og Bjarni. Fyrir átti Guðmundur soninn Tryggva. Kona Óskars Lárusar var Guðrún Páls- dóttir, f. 21.5. 1971. Sonur henn- ar er Páll Arnar Guðmundsson, f. 29.12. 1993. Óskar Lárus ólst upp í Hafnarfirði þar sem hann bjó og vann alla tíð. Hann stundaði nám í Öldutúnsskóla, Flens- borgarskóla og lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands vorið 1987. Óskar Lárus var meðal stofnenda Vörubretta ehf. árið 1989 og starfaði þar síðan. Útför Óskars Lárusar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 6. mars 2014, og hefst at- höfnin kl. 15. Elsku ástin mín, mig skortir orð, er búin að hugsa mikið síð- ustu daga. Þú varst yndislegur maður, fallegur að utan sem inn- an. Ég veit ekki hvernig ég á að takast á við lífið án þín, við áttum 8 ár saman en ætluðum að eiga miklu fleiri. En ég á góðar fjöl- skyldur að, mína og þína fjöl- skyldu, við hjálpumst öll að. Ég veit að þér líður betur núna, ástin mín, mamma þín og Bjarni hafa tekið á móti þér. Þú varst bú- inn að vera veikur lengi en ég hélt alltaf að þú myndir verða aftur eins og þegar við kynntumst. Sérðu ekki við fæddumst til að standa hlið við hlið og halda út á veginn saman og líta aldrei við. Með þér vil ég verða gamall og ganga lífsins veg með þér er líf mitt ríkara – með þér er ég bara ég. Menn segja ég sé breyttur og syngi um börnin og þig ég syng um það sem skiptir máli aðeins fyrir mig. Eitt mátt þú vita – ég elska þig meira en lífið sjálft ég trúi án þín mitt líf væri hvorki heilt né hálft Með þér er vorið yndislegt og sumarið dýrðin ein. Með þér er haustið göngutúr og ævintýri undir stein. Með þér er veturinn kertaljós koss og stök rós. (Bubbi Morthens) Elsku Óskar, sofðu vært og mega allir Guðs englar vaka yfir þér. Þú veist að ég elska þig. Þín Guðrún. Farinn er elsku vinur, mágur og samstarfsmaður minn, Óskar Lárus. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Minningarnar flæða um hug- ann og liðnar stundir rifjast upp. Hann var níu ára er við hittumst fyrst í Fögrukinninni þegar leiðir okkar Auðar lágu fyrst saman. Hann var litli bróðir hennar og henni einstaklega kær. Þegar við Auður keyptum okk- ar fyrstu íbúð var hann aðeins ell- efu ára og þótti ómögulegt að enginn skápur væri í baðherberg- inu. Þá ræddi hann við handa- vinnukennarann sinn og fékk hann til þess að leyfa sér að smíða skáp. Nokkrum vikum seinna renndi svo upp að húsinu okkar stór svartur bíll og út úr honum stigu Tarnus handavinnukennari og Óskar Lárus skælbrosandi með þennan líka glæsilega skáp. Þetta lýsir honum vel, alltaf fús til að rétta hjálparhönd og gleðja aðra. Ef hann var beðinn um eitt- hvað var það alltaf sjálfsagt. Sagði gjarnan ef eitthvað bjátaði á: „Við stöndum saman og þetta reddast.“ Hann var einstaklega handlaginn og vandvirkur og frá unga aldri var hann að smíða með pabba sínum. Þetta kom sér vel þegar við byggðum Ljósabergið. Þær voru ófáar vinnustundirnar sem hann átti þar. Börnum okkar var hann eins og stóri bróðir og nutu þau þess að fara með honum á skíði eða í veiðitúra, þar var hann í essinu sínu. Það var stutt í kímnina. Hann sá spaugilegar hliðar mann- lífsins, sagði vel frá og var mjög orðheppinn. Mikið gátum við hlegið saman að uppátækjum hans og tilsvörum. Hann hafði sterka réttlætiskennd og gat ver- ið nokkuð þrjóskur. Í vinnunni var hann útsjónar- samur og hörkuduglegur. Stóra ástin í lífi hans var Guðrún og henni fylgdi Páll Arnar. Það eru nokkur ár síðan Óskar Lárus kenndi fyrst veikindanna sem drógu hann til dauða og þó maður vissi að hverju stefndi þá er missirinn sár. Ég veit að hon- um líður betur núna. Minningarn- ar um góðan dreng lifa. Guðmundur Á Tryggvason. Óskar Lárus bróðir okkar er látinn. Nú þegar við kveðjum hann eftir nokkurra ára veikindi viljum við minnast þeirra ófáu gleðistunda sem við áttum sam- an. Við minnumst áranna í Fögru- kinninni þar sem við ólumst upp og komumst upp með allt eða nánast allt. Þar áttum við yndis- lega fjölskyldu. Við minnumst þess hvað það var gaman á Krít. Hvað það var kalt og við þurftum að kaupa okkur úlpur í sólar- landaferð. Hvað maturinn var einstaklega góður. Við minnumst ferðanna til Florida. Að sigla út í eyðieyju með Bjarna. Að lenda á fundi með Bush. Að eiga bara 11 dollara og brotið visa-kort með Hjálmari. Að halda jólin hátíðleg. Að kaupa bíla. Við minnumst veiðiferðanna í Laxá í Leirársveit. Þar var hann alltaf aflahæstur. Enginn veiðir nema Óskar sé með, var sagt. Við minnumst ferð- arinnar til Las Vegas. Hvað bíll- inn sem við leigðum var flottur. Hvað það var frábært að keyra um eyðimörkina. Hvað það var flott í Grand Canyon og við Hoo- ver Dam. Við minnumst ferðarinnar til Aspen. Hvað snjórinn var frábær. Hvað veðrið var gott. Þar brunuðu allir niður brekkurnar eins og ekkert væri og þar var heiti potturinn tekinn með Berg- þóri. Við minnumst ferðanna til Boston og akstursins um Ver- mont í haustlitunum. Við minn- umst þess að halda upp á 40 ára afmæli Óskars í New York, þar sem við áttum samastað á Staupa- steini, borðuðum á Smith & Wol- lensky og sigldum kringum Man- hattan. Við minnumst breytinganna á Suðurgötunni þar sem Óskar var einstaklega laginn við að brjóta niður veggi og byggja upp aftur, ómetanleg hjálp. Við minnumst ferðanna á Apavatn. Þar sem sumarbústað- urinn okkar var byggður og end- urbyggður eftir bruna. Elsku Óskar Lárus. Þetta eru dýrmætar stundir sem við geym- um í minningu okkar og verðum þakklátar fyrir alla tíð. Anna Kristín, Sigrún og Auður. Fallinn er frá góður drengur, Óskar Lárus, tengdasonur minn. Nú leitar hugurinn til margra góðra stunda þar sem oft var mik- ið hlegið; ferðanna okkar saman til Stykkishólms, Apavatns, í Skorradalinn og til Spánar. En þið Guðrún voruð hjá okkur um síðustu jól, það voru góðir dagar. En oft var nú erfitt, elsku karlinn minn, en nú er því lokið, þú kom- inn til mömmu þinnar sem þú hef- ur saknað svo mikið. En nú er komið að kveðjustundinni, við Siggi þökkum þér góð kynni og megi góður Guð umvefja þig og ástvini þína og gefi henni Guð- rúnu minni styrk á erfiðri stundu. Farðu í friði. Þín tengdamamma, Þórunn. Kær frændi, félagi og vinur hefur kvatt alltof snemma og mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Óskari frænda mínum man ég fyrst eftir þegar ég var um fjög- urra ára gamall. Þá fluttum við fjölskyldan í Fögrukinn og hann bjó í húsinu við hliðina á okkur. Æxlaðist það svo þannig að við áttum heima hvor við hliðina á öðrum nánast alla okkar ævi, líka á fullorðinsárum okkar þar sem við byggðum saman parhús. Við brölluðum margt saman sem litlir strákar. Vorum með dúfur, kveiktum sinuelda á Raf- hatúninu og hjóluðum um allan Hafnarfjörð svo fátt eitt sé nefnt. Veiðiáhuginn kviknaði snemma hjá okkur og fyrstu stangveiðitil- burðir okkar voru í Læknum í Hafnarfirði sem annars er nú ekki þekktur sem gjöful veiðistöð. Eftir að Óskar fékk bílprófið og eigin bíl var mikið rúntað. Ósk- ar átti alltaf rosalega góða bíla og sinnti þeim vel. Fórum við marg- ar jeppaferðir og í veiðitúra. Skipti þá engu máli hvort áin var á Vestfjörðum, Vopnafirði eða annars staðar á landinu. Alltaf var hann til í að skreppa með mér í veiðitúra. Hann var besti stang- veiðimaður sem ég hef þekkt. Óskar var vinur vina sinna og ef hann gat hjálpað manni þá gerði hann það með glöðu geði og án nokkurra vandkvæða. Við frændurnir fengum úthlut- aða parhúsalóð í Áslandinu árið 2000 og var það skemmtilegur tími hjá okkur að reisa húsin okk- ar með dyggri aðstoð Trausta föð- ur hans. Óskar var góður vinur og nágranni og synir mínir nutu góðs af því og fannst hann mjög flottur frændi. Í nóvember 2004 skruppum við frændurnir saman til Baltimore til að kaupa sinn bílinn hvor. Það var mikil ævintýraför og skemmtileg sem ég mun lengi minnast með ánægju. Svona væri lengi hægt að halda áfram en ég læt hér staðar numið og er þakklátur fyrir kynni mín við frábæran frænda og vin. Ég mun sakna hans mikið en hugga mig við það að mamma hans hefur tekið vel á móti honum. Að lokum sendi ég og fjöl- skylda mín ættingjum Óskars okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Minningin um góðan dreng lif- ir. Þórður Örn Erlingsson. Elsku Óskar. Nú er komið að kveðjustund, ég var 12 ára þegar þið mamma kynntust fyrir átta árum. Mér er minnisstætt þegar þið trúlofuðuð ykkur á afmælisdaginn hennar mömmu þegar hún var 35 ára, ég kom með hringana á púða til ykk- ar, það var góð stund. Ég minnist þess mest þegar ég var uppi í sumarbústað með mömmu þinni og pabba þegar við vorum að smíða, mamma þín var svo góð við mig og pabbi þinn allt- af með vínarbrauð handa mér. Ég veit að þér er búið að líða illa lengi, og ert búinn að vera veikur en mamma trúði því alltaf að þú yrðir aftur eins og þú varst. Gaman var þegar við fjögur, þú mamma, ég og Sindri fórum hringinn á Hummernum, það var skemmtilegur tími. Og þegar við vorum að endurbyggja sumarbú- staðinn þá varstu frískur og hress. Ég veit að þér líður vel núna, kominn til Ellu mömmu þinnar og í dag þegar ég sá þig þá fannst mér vera friður yfir þér. Ég skal lofa þér því að ég skal Óskar Lárus Traustason HINSTA KVEÐJA Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Pabbi. Elsku Kuggi okk- ar. Nú ert þú farinn þá leið er við öll þurf- um að fara. Ljós, kærleikur og friður guðs umvefur þig núna. Erfið veikindi eru að baki og nú ertu frjáls. Sjúkdómurinn sótti á en aldrei gafstu upp, hugrekki þitt og glaðlyndi var einstakt. Þú lifðir lífinu lifandi, hafinn yfir sársauka og sjálfsvorkunn og þú færðir okkur hinum hugarró með æðru- leysi þínu. Okkar minning um þig ert þú í góðu skapi, stutt í stríðn- ina og með hárbeittan og skemmtilegan húmor, örlítið kald- Baldur Ófeigur Einarsson ✝ Baldur ÓfeigurEinarsson, Kuggi, var fæddur 8. janúar 1962. Hann lést 22. febr- úar 2014. Útför Baldurs Ófeigs fór fram 1. mars 2014. hæðinn þó, harðjaxl með gott hjartalag. Við erum svo óend- anlega þakklátar fyrir að hafa fengið að kveðja þig áður en þú fórst frá okk- ur. Við kveðjum þig með sorg í hjarta, en trúum að nú sért þú á góðum stað, veik- indin yfirstaðin og þér líði betur. Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Elskum þig og munum alltaf varðveita minningu þína í hjörtum okkar. Þínar frænkur, Svanhildur Edda og Eyrún Sif. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR OLIVERSDÓTTIR frá Hellissandi, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi miðvikudaginn 26. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 7. mars kl. 13.00. Lovísa Árnadóttir, Viðar Pétursson Finnur Árnason, Anna María Urbancic Ingibjörg Árnadóttir, Jónas Þór Guðmundsson Sigríður Erla, Pétur, Davíð, Finnur Árni, Árni Grétar, Ebba Katrín, Oliver Páll, Viktor Pétur, Guðmundur Már, Lovísa Margrét, Stefán Árni og Viðar Breki. ✝ Ástkær eiginmaður minn, yndislegi pabbi okkar, sonur, bróðir, mágur og vinur, TEITUR BIRGISSON, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu Stóragerði 14, Akureyri, að kvöldi 1. mars. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. mars kl. 13.30. Ruth Viðarsdóttir, Andri Leó Teitsson, Birta María Guðmundsdóttir, Almar Teitsson, Telma Rut Teitsdóttir, Alma K. Möller, Birgir Björn Svavarsson, Eygló Birgisdóttir, Hjörtur Sigurðsson, Gígja Birgisdóttir, Jerome Wigny og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA HULDA JÓNSDÓTTIR, sem lést að hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 2. mars verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju mánudaginn 10. mars kl. 13.00. Jóhannes Kristinsson, Kristinn Jóhannesson, Brynja Pála Helgadóttir, Steingrímur Jóhannesson, Sóldís Dröfn Kristinsdóttir, Fanney Rán Arnarsdóttir, Kristinn Andri Kristinsson, Jóhannes Smári Kristinsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, HERVÖR HÓLMJÁRN, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnu- daginn 2. mars. Útförin fer fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Líf styrktarfélag, s. 696 4600. Hildur Helgadóttir, Hörður Helgi Helgason, Elsa Björk Valsdóttir, Eva Bjarnadóttir, Styrmir Goðason, Snorri Örn Arnarson, Helga Harðardóttir, Bragi Styrmisson og bræður hinnar látnu. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON frá Kolsstöðum, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi mánudaginn 3. mars. Útför mun fara fram frá Kvennabrekkukirkju föstudaginn 14. mars kl. 14.00. Kristín Guðmundsdóttir, Örn R. Ingólfsson, Ólafía G. Guðmundsdóttir (Stella), Gunnar E. Svavarsson, Guðveig Guðmundsdóttir, Kjartan Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR SOFFÍU JÓNSDÓTTUR, Sléttuvegi 17, Reykjavík. Fanney Jónsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Gestur Þorgeirsson, Björg Jónsdóttir, Grímur Sæmundsen, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.