Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 19
AFP , Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- frönsku höfuðborginni. FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Úkraínumenn saka rússneska her- inn um að hafa ráðist á fjarskipta- búnað í Úkraínu og truflað m.a. símasamband. BBC greinir frá. Þá hafa minni árásir átt sér stað á fréttasíðum og ýmsum samskipta- vefjum, þar sem ýmis áróðurstengd skilaboð, sem tengja má við Rúss- land hafa skotið upp kollinum. En árið 2008 sátu Rússar undir ámæli um að standa á bak við net- árásir gegn Georgíu. Georgísk stjórnvöld fullyrtu að Rússar stæðu á bak við árásirnar, en þeir sóru þær af sér. Fyrr í vikunni tilkynnti úkraínski öryggismálaráðherrann Valentín Nalívatsjenkó, að símar úkraínskra stjórnmálamanna hefðu orðið fyrir árásum. Í máli hans kom einnig fram að átt hefði verið við netkapla og það valdið sambandsleysi fyrir fjölda notenda. Öryggisráð Rússa hefur hvorki neitað né játað að hafa staðið á bak við umræddar netárásir. Sérfræðingar í öryggismálum velta því upp hvort Rússar séu að æfa sig fyrir frekari netárásir. Haft er eftir Marty Martin, fyrr- verandi starfsmanni bandarísku leyniþjónustunnar, að hugsanlega gætu frekari netárásir átt sér stað ef ofbeldið á Krímskaganum stigmagn- aðist. Þá er bent á að þar sem herflotinn er sýnilegur þá sé erfiðara að rekja netárásir. thorunn@mbl.is Saka Rússa um netárásir AFP Netárásir Herjað var á Úkraínu.  Rússar neita hvorki né játa að standa á bak við þær  Gætu aukist ef ofbeldið stigmagnast á Krímskaga Rússar segj- ast ekki hafa vald yfir herjum sem hafa nú í raun tekið völdin á Krímskaga. Herirnir styðja rúss- nesk stjórn- völd en taka ekki við skipunum. Þetta sagði Sergej Lavrov, utanríkis- ráðherra Rússlands, á blaða- mannafundi í Madríd í gær. Þá sagði rússneski varnar- málaráðherrann, Sergej Shoigu, að myndir af rússneskum bif- reiðum hermanna í Krím væru falsaðar. Sem og myndskeið af vopnuðum hermanni sem segist vera rússneskur. Verið væri að ljúga upp á Rússa til þess eins að ögra þeim. Þá hafa birst fjöl- mörg myndskeið sem sýna bif- reiðar hermanna með rúss- neskum númeraplötum akandi um á Krímskaga. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, líkti í gær aðgerðum Rússa í Krím við hernað Hitlers til að verja Þjóðverja sem voru búsettir fyrir utan Þýskaland á fjórða áratug aldarinnar sem leið. Segja mynd- irnar falsaðar SEGJAST EKKI HAFA VALD YFIR HERMÖNNUNUM Hermenn á Krímskaga. Nokkrum starfs- mönnum Eng- landsbanka (enska seðla- bankans) hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um gjald- eyrisbrask. BBC greinir frá. Rannsakað er hvort starfs- fólkið hafi hugsanlega nýtt sér að- stöðu sína og hagnast á viðskiptum með gjaldeyri. Í tilkynningu frá bankanum kom fram að ekki lægi fyrir hvaða refs- ingu starfsfólkið myndi sæta. Enn- fremur var tekið fram að þetta tengdist ekki markaðsmisnotkun á nokkurn hátt. Ekki fengust frekari upplýsingar frá bankanum. Bankastarfsfólki vikið frá störfum Grunur um gjaldeyrisbrask. BRETLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.