Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 „Ég vil ekki draga athyglina að mér. Viltu segja að þú hafir gert þetta.“ Þetta sagði hnefaleika- maðurinn Kevin Lerena að Oscar Pistorius hefði sagt eftir að hann skaut úr byssu á veitingastað í Jó- hannesarborg, í janúar 2013. Þetta kom fram í réttarhöldunum yfir Pi- storius í gær, að sögn BBC. Pistorius er sakaður um að hafa ráðið kærustu sinni, Reevu Steen- kamp, bana af ásettu ráði. Hann neitar því og segist hafa haldið að hún væri innbrotsþjófur. Pistorius bað Darren Fresco, eig- anda byssunnar, sem var ásamt þeim félögum á veitingastaðnum, um að segja að hann hefði hleypt skotinu af. Fresco hefði gert það, að sögn Lerena. Skrámaðist lítillega á fæti Lerena segir að þá hafi Fresco rétt Pistorius byssuna með þeim orðum að hún væri hlaðin. Án frek- ari orða heyrði Lerena skothvell en skotið hafnaði við fætur hans þar sem það reið af undir borðinu. Hann sakaði ekki en hruflaðist og marðist lítillega á tá. Lerena er fjórða vitnið sem kall- að var til yfirheyrslu í gær, á þriðja degi réttarhaldanna sem hófust á mánudaginn var. Fréttamaður BBC, sem er viðstaddur rétt- arhöldin, segir hann að þetta sýni fram á að Pistorius fari óvarlega með skotvopn. Byssueign er almenn í Suður- Afríku. Íbúar nota byssur til þess að verja sig þar sem glæpatíðni er nokkuð há. Við réttarhöldin var bent á að það væri óalgengt að hleypt væri af byssu á opinberum stöðum. thorunn@mbl.is Bað vin sinn að taka skellinn  Skaut úr byssu á veitingastað AFP Réttarhöld Pistorius er sagður hafa skotið af byssu á veitingastað. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Á meðan spennan eykst á Krím- skaga milli Úkraínumanna og Rússa þá reyna evrópskir stjórnarerind- rekar í París að þrýsta á um friðar- umleitanir milli þjóðanna. Margir þeirra voru þar saman komnir í gær vegna fundar um málefni Líbanons en vonir standa til að sátt náist milli Úkraínu og Rússlands. Utanríkisráðherrar Rússlands, Sergej Lavrov, og Bandaríkjanna, John Kerry, hittust í París í gær. Fréttaveitan AFP hafði eftir vest- rænum diplómata að þeir hafi spjall- að í nokkrar mínútur um ástandið á Krímskaga. Fast var lagt að Lavrov að hitta utanríkisráðherra Úkraínu. Ekkert varð af þeim fundi þar sem Lavrov fór án þess að hitta hann. Ásamt þeim sátu fundinn breskir, franskir og þýskir embættismenn. Vilja leysa deiluna „Við viljum leysa deiluna við Rússa friðsamlega. Við viljum ekki fara í stríð við þá,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Andrí Destsjítsja, utan- ríkisráðherra Úkraínu, á fundi hans í gær með Laurent Fabius utanríkis- ráðherra Frakklands, í París. Destsjítsja bætti við að Úkraína vildi halda uppi samræðum á vinsamleg- um nótum við Rússa og halda góðu sambandi við þá. Laurent Fabius sagði að Frakkar, ásamt Þjóðverjum og fleiri löndum, legðu áherslu á að vera mjög fastir fyrir gagnvart Vladímír Pútín, for- seta Rússlands, og beita sér fyrir viðræðum. „Við ætlum ekki að lýsa yfir stríði á hendur Rússum en það sem þeir eru að gera er óviðunandi; að ráðast inn í annað ríki,“ sagði Fabius. Fabius greindi Destsjítsja frá því að Frakkar ásamt Þjóðverjum hefðu skipulagt áform um að leysa deiluna. Með því að koma á tilteknu sam- bandi sem bæði Rússar og Úkraínu- menn, ásamt vestrænum ríkjum væru aðilar að. „Við sjáum til hvort Rússar sam- þykkja að ræða það,“ sagði Fabius. Fransk-þýska tillagan miðar m.a. að því að fá Rússa til að hörfa með herlið sitt, og að alþjóðleg stjórnvöld vinni að því að skipuleggja forseta- kosningar í Úkraínu sem fyrst. Fabius sagði að ef Rússar myndu samþykkja að taka þátt í þessum samskiptum yrði litið á það sem já- kvætt skref í þá átt að draga úr spennu á milli landanna tveggja, auk þess myndi það hugsanlega leiða til þess að Evrópusambandið myndi draga til baka mögulegar viðskipta- þvinganir. Destsjítsja lýsti yfir vilja sínum til að ná fundi með Sergej Lavrov. ESB veitir aðstoð Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, tilkynnti í gær að fyrirhug- að væri að láta Úkraínu í té 11 millj- arða evra til aðstoðar á næstu árum. „Pakkinn er ætlaður sem aðstoð við úkraínsk stjórnvöld,“ hefur frétta- veitan AFP eftir Barroso. Hann seg- ist ætla að ræða þetta frekar í Bruss- el á morgun við Arsení Jatsenjúk, forsætisráðherra Úkraínu. Enn- fremur sagði Barroso að brýnt væri að finna friðsamlega lausn á málum á Krímskaga sem fælist í því að Rúss- ar myndu hverfa á braut með herinn. Aukið hernaðarsamstarf Chuck Hagel, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu í hyggju að auka hernaðarumsvif sín á svæðinu. Þeir vilja auka hernaðarsamstarf sitt við Pólland og Eystrasaltsríkin með það að markmiði að sýna banda- mönnum sínum stuðning. Banda- ríkjamenn munu koma meira að loft- rýmiseftirliti Atlantshafsbanda- lagsins yfir Eystarasaltsríkjunum. Leiðtogar þrýsta á um friðarumleitanir  Fast lagt að Lavrov að ræða við utanríkisráðherra Úkraínu Ráðamenn hittast í París Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, Francois Hollande, forseti Frakklands, lands, John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, fyrir fund þeirra í f Sýrlendingar gerðu skyndi- árás á svokallað Arsal-svæði, við landamæri Sýr- lands og Líb- anons, í gær. Svæðið er ekki fjölmennt en tal- ið er að ein- hverjir hafi særst en það var ekki staðfest. Á tveimur öðrum stöðum féllu tvær eldflaugar á óbyggð svæði. Samkvæmt heimildum fréttaveitunnar AFP gera sýrlensk- ar herflugvélar og þyrlur reglulega árásir innan landamæra Líbanons, einkum á Arsal-svæðið. Þar hafast flóttamenn við og um svæðið fara einnig vopn sem smyglað er milli landanna. thorunn@mbl.is LÍBANON Skyndiárás Sýrlend- inga við landamærin Arsal-svæði Flóttamannabúðir. „Þetta er orðið ansi langur tími,“ sagði Misao Okawa þegar hún var beðin um að segja eitthvað í tilefni af 116 ára afmæli sínu en hún er elsta kona í heimi. Haldið var upp á afmælið á hjúkrunarheimilinu sem hún dvelur á í úthverfi Osaka í Jap- an. Hún fékk afmælisköku í tilefni dagsins og færði bæjarstjórinn henni blómvönd. Í tilefni dagsins klæddi hún sig upp í bleikan kim- ono. Okawa er við góða heilsu. Hún fæddist 5. mars 1898 og gekk í hjónaband árið 1919. Hún á þrjú börn, fjögur barnabörn og sex barnabarnabörn. Eftirlætismatur hennar er sushi og á hún í engum vandræðum með að borða og borð- ar hvað sem er. Hún hefur alltaf sagt að lykillinn á bak við langa ævi sé að borða góðan mat og slaka á. JAPAN Lykillinn að borða góðan mat og slaka á, segir elsta kona í heimi sem er 116 ára AFP Elst í heimi Okawa er 116 ára og er við góða heilsu enda kann hún að slaka á. Nýttu svalirnar allt árið um kring idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla Skjól Lumon svalagler veitir skjól gegn rigningu og roki. Mjög einfalt er að opna svalaglerið og renna því til og frá. Hljóð- og hitaeinangrun Svalaglerin veita hljóð- og hita- einangrun sem leiðir til minni hljóðmengunar innan íbúðar og lægri hitakostnaðar. Óbreytt útsýni Engir póstar eða rammar hindra útsýnið sem helst nánast óbreytt sem og ytra útlit hússins. Auðveld þrif Með því að opna svalaglerið er auðvelt að þrífa glerið að utan sem að innan. Stækkaðu fasteignina Með Lumon svalaglerjum má segja að þú stækkir fasteignina þína þar sem þú getur nýtt svalirnar allan ársins hring. hefur svalaglerin fyrir þig!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.