Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hagnaður vegna framkvæmda við allt að 560 íbúðir á Valssvæðinu við Hlíðarenda mun verða nýttur til að fjármagna nýtt knatthús á svæðinu og greiða niður 3 milljarða skuldir. Til stendur að hefja framkvæmdir síðar í ár en forsenda framkvæmd- anna er að norð- austur-suðvestur- brautin á Reykja- víkurflugvelli verði aflögð. Forsaga framkvæmdanna er sú að árið 1999 er félagið Valsmenn hf. stofnað. Er það í 40% eigu Knatt- spyrnufélagsins Vals og í 60% eigu ríflega 400 hluthafa sem langflestir tengjast félaginu. Hlíðarendi er erfðafestujörð sem Knattspyrnufélagið Valur keypti árið 1939, en hún var bújörð. Árið 2002 var gert samkomulag milli Vals og Reykjavíkurborgar um breytta landnýtingu á Hlíðarenda. Skyldi hluti jarðarinnar sem ekki var nýttur beint undir íþróttastarfsemi nýttur til uppbyggingar á atvinnu- og íbúðarhúsnæði og andvirði sölu á því landi renna til uppbyggingar íþrótta- mannvirkja á Hlíðarenda. Kaupa byggingarlandið 2005 Valsmenn hf. kaupa umrætt bygg- ingarland á Hlíðarenda hinn 11. maí 2005 á 872 milljónir króna af Reykja- víkurborg. Voru þar af um 500 millj- ónir greiddar við undirritun samn- ingsins, en 372 milljónir voru útistandandi sem skuld við borgina. Var stærsti hluti greiðslunnar tek- in að láni hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum. Í kjölfarið var félagið Hlíðarfótur ehf. stofnað árið 2006 til að skilja alla starfsemi Valsmanna hf. frá þessum lóðaréttindum. Við þann aðskilnað færðust allar eignir og skuldir vegna lóðaréttinda í Hlíðarfót ehf. Meðal skulda Hlíðarfótar ehf. eru kr. 737 milljónir við Knattspyrnu- félagið Val en til þeirra var stofnað þegar lóða- og byggingarréttindi á Hlíðarenda jukust með auknu bygg- ingarmagni á Hlíðarendareit. Þau tíðindi urðu næst í félagastofn- un Knattspyrnufélagsins Vals að sjálfseignarstofnunin Hlíðarendi SES var stofnuð í september 2013. Að sögn Brynjars hefur stofnunin þann tilgang að vernda eignir knatt- spyrnufélagsins og tryggja að þær séu ekki veðsettar, eða á einhvern hátt skuldsettar. Fer stofnunin með hlutafjáreign Knattspyrnufélagsins Vals í Valsmönnum hf. Fyrirhugað er að stofnunin fari jafnframt með allar fasteignir á Hlíðarenda, þ.m.t. Vodafone-höllina. Brynjar segir að nokkrum mánuð- um eftir að Valsmenn hf. gerðu samn- ing við borgina árið 2005 um upp- byggingu fjölbýlishúsa og atvinnu- húsnæðis á svæðinu hafi borgin óskað eftir því að framkvæmdum skyldi frestað, fyrst um óákveðinn tíma en síðan til júlí 2007. Þegar fresturinn rann út hafi staðan breyst, enda hafi m.a. samkeppni um skipulag Vatns- mýrar þá verið komin af stað og borg- in viljað byggja skv. nýju skipulagi. „Samningarnir árið 2006 kváðu á um að ef Valsmenn hf. fengju ekki nýja lóðasamninga í júlí 2007, þá þyrfti ein- hver að bera fjármagnskostnaðinn, enda höfðum við greitt borginni hálf- an milljarð 11. maí 2005. Árið 2007 vorum við komin með tilboð um sölu á landinu þegar öllu var frestað.“ Borgin greiddi tafabætur Reykjavíkurborg greiddi því tafa- bætur frá september 2008 og þar til nýtt deiliskipulag var samþykkt í okt. 2010. Eru bætur vegna þessa bók- færðar á 285 milljónir króna í árs- reikningi Hlíðarfótar árið 2012. Samningar Vals við borgina voru endurnýjaðir árlega á árunum 2006- 2009, í takt við breytingar á skipulagi. Hluti af samkomulaginu var skuld- binding Hlíðarfótar um að leggja 737 milljónir til byggingar knatthúss, en við það hvarf stuðningur borgarinnar við húsið, að sögn Brynjars. Kemur fram í ársreikningi að eign- ir Hlíðarfótar voru 3,8 milljarðar og voru þar af 2,84 ma. vegna lóðasamn- inga við borgina. Áðurnefndar tafa- bætur á hendur borginni að fjárhæð 285 milljónir voru taldar til eigna. Á móti komu skuldir; 737 millj. vegna skuldbindinga við Knattspyrnu- félagið Val, 935 millj. vegna skuldar við borgina og 148 millj. vegna tekju- skattsskuldbindingar, og 1.149 millj. skuldir við Dróma, alls 2.969 millj. Allt frá hruni og fram til maí 2013 reyndu Valsmenn hf. fyrir hönd Hlíðarfótar ehf. að ná samningum við Dróma um skuldbindingar félagsins og voru þeir samningar oft erfiðir. „Við endurfjármögnuðum Hlíðar- fót í maí 2013 og staðgreiddum Dróma. Drómi er farinn út úr okkar bókum um mitt ár 2013 og þá loksins gátum við sest að samningaborðinu við Reykjavíkurborg og samið um uppgjör og greiðslu á okkar skuld- bindingum gagnvart borginni,“ segir Brynjar en félagið tók langtímalán hjá Landsbankanum við greiðslu skuldarinnar hjá Dróma. Mun gjörbreyta fjárhag Vals Tölvumynd/Alark arkitektar Hlíðarendi Svona gæti svæðið litið út fullbyggt. Vodafonehöllin er niðri í vinstra horninu, gegnt nýju knatthúsi.  Valsmenn stefna á að greiða niður 3 milljarða í skuldir og afla fjár fyrir nýju knatthúsi á Hlíðarenda  Tafabætur frá Reykjavíkurborg komu á móti afskriftum skulda dótturfélags Vals hjá borginni Brynjar Harðarson Fulltrúar ríkis, borgar og Icelandair skrifuðu undir samkomulag í októ- ber sl. þar sem sagði m.a. að „norð- austursuðvestur-brautinni verði áfram tryggður sess í aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2022, í stað 2016 eins og fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir“. Brynjar Harðarson, fr.kv.stj. Valsmanna hf., segist ekki telja að samkomulagið stangist á við áformin á Hlíðarenda. „Við tökum enga afstöðu til þess hvort flugvöllur eigi að vera í Vatns- mýrinni eða ekki. Aftur á móti erum við með lóðasamninga sem eru al- gerlega kvaðalausir um það að byggja á þessu svæði. Við ætlum að halda okkar striki og byggja skv. þeim samningum. Við trúum því að það sé stjórnsýsla í þessu landi og gerðir samningar standi. Það er ekkert aftur snúið. Ef svo færi að áformin yrðu stöðvuð, sem ég hef enga trú á, hlýtur sú spurning að vakna hver eigi að borga áfallinn kostnað. Ef framkvæmdunum yrði slegið á frest gerðist ekki annað en að það safnaðist upp mikill fjármagns- kostnaður. Þá hljóta að vakna spurningar um hver ber þann skaða. Við hljótum að horfa til okk- ar viðsemjenda, þ.e. Reykjavíkur- borgar. Þá myndi sjálfsagt Reykja- víkurborg gera kröfu gagnvart ríkinu, enda er borgin búin að semja við ríkið um að ljúka þessu.“ Reisa á allt að 850 íbúðir og stúdentarými og verða um 560 íbúðir á lóðum í eigu Hlíðarfóts. Valur á líka lóðir undir stúd- entaíbúðir og stúdentarými. Myndu krefjast bóta TAFIR YRÐU VAL DÝRAR Höskuldur Skarphéð- insson, fyrrverandi skipherra hjá Land- helgisgæslunni, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sl. mánu- dag, 81 árs að aldri. Höskuldur fæddist 15. júní 1932 á Bíldudal og ólst þar upp. For- eldrar hans voru Skarphéðinn Gíslason, sjómaður og vélgæslu- maður, og Guðrún Her- mannsdóttir, húsfreyja og verkakona. Þau voru búsett á Bíldudal. Höskuldur stundaði nám við Hér- aðsskólann á Núpi og við Stýri- mannaskólann í Reykjavík en þaðan lauk hann fiskimannaprófi 1955, far- mannaprófi 1958 og varðskipaprófi 1962. Hann var háseti á ýmsum skipum, stýrimaður á Akureynni, Ms. Elg frá Osló og á Litlafelli. Höskuldur var stýrimaður á skipum og flugvélum Landhelgisgæslunnar frá 1958 og skipherra frá 1966. Hann varð fastur skipherra 1972, fyrst á Ægi og síðan öðrum varðskipum. Hann var því stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni í öðru þorskastríðinu, 1958-1961, og skipherra í þorskastríðunum 1972- 1973 og 1975-1976. Hann lenti þá oft í elt- ingarleik við breska togara og í átökum við breskar freigátur, meðal annars þegar hann var skipherra á Baldri 1976. Höskuldur lét af störfum hjá Landhelg- isgæslunni 1996 eftir tæpra fjögurra ára- tuga starf í þágu henn- ar. Hann átti lengi trillu sem hann reri frá Hafnarfirði en einnig frá Tálknafirði. Hann vann ýmis félagsstörf fyrir stétt sína, var meðal annars formað- ur Skipstjórafélags Íslands. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1976. Endur- minningar Höskuldar, Sviptingar á sjávarslóð, komu út 1999. Fyrri kona Höskuldar var Jónína Sigurlaug Óskarsdóttir húsmóðir sem lést 1969. Sambýliskona hans var Jóhanna Kristjónsdóttir, blaða- maður og rithöfundur. Eftirlifandi eiginkona Höskuldar er Magndís Ólafsdóttir, fyrrverandi bóndi og fiskvinnslukona. Börn Höskuldar eru Rán, Her- mann, sem er látinn, og Kolbrá. Andlát Höskuldur Skarphéð- insson fv. skipherra Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Weleda birkisafinn er bragðgóður drykkur sem örvar vatnslosun og styður við náttúrulega út- hreinsun líkamans, birkisafinn léttir á líkamanum, losar bjúg og byggir hann upp. Það er mikilvægt fyrir líkamalega vellíðan. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land. Vilt þú létta á líkamanum eftir saltkjötið og baunirnar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.