Morgunblaðið - 06.03.2014, Page 30

Morgunblaðið - 06.03.2014, Page 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Lítið fer fyrir fagnaðarlátum hjá Sunnu Guðrúnu Pétursdótturí tilefni af 31 árs afmæli hennar í dag sökum anna en hún erað byrja í tökum á kvikmynd Bjarna Hauks Þórssonar, Af- anum, sem annar aðstoðarleikstjóra myndarinnar. Sunna Guðrún hafði alltaf áhuga á tónlist og kvikmyndum og var meðal annars í hljómsveit um tíma. „Ég var í hljómsveit í gamla daga sem var ekki mjög góð. Hún hét Sunguns og spilaði skrýtið rokk. Við vorum með svart hár og gaddaólar á þessum tíma. Það hefur aðeins breyst síð- an,“ segir hún. Í staðinn fór Sunna Guðrún því í kvikmyndanám og datt inn í þann bransa hér heima. Hún hefur meðal annars unnið sem aðstoð- arkona við erlendar myndir sem hafa verið teknar hér eins og Nóa og Leynilegt líf Walters Mittys. „Þetta er svona tilfallandi eins og að sitja inni í tjaldi með Russell Crowe og segja honum hvenær hann á að fara út,“ segir hún. Starfið sé skemmtilegt en nokkurt hark, sér- staklega fyrir stelpur. Langstærstur hluti tökuliðs í kvikmyndum sé karlar og helstu tækifærin fyrir konur séu í búningum, förðun, leik- mynd eða framleiðslu. Í framtíðinni getur Sunna Guðrún hugsað sér að leikstýra eigin mynd en hún hefur einnig áhuga á að vera aðstoðarleikstjóri. „Þá er maður svolítið að stjórna settinu og keyra batteríið áfram. Það er svona framtíðardraumur,“ segir hún. kjartan@mbl.is Sunna Guðrún Pétursdóttir er 31 árs í dag Aðstoðarleikstjóri Sunna Guðrún segist e.t.v. ætla að halda upp á afmælið þegar tökum lýkur verði hún ekki komin í annað verkefni. Framtíðardraumur í kvikmyndunum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reyðarfjörður Ingibjörg Rán fæddist 16. júní kl. 20.20. Hún vó 2980 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Jóhanna Reykjalín og Ingi Ragn- arsson. Nýir borgarar Selfoss Hilda Karen fæddist 22. júní kl. 14.07. Hún vó 3.190 g og var 50,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Edda Linn Rise og Ómar Vignir Helgason. R eynir fæddist á Bíldu- dal 6.3. 1944 og ólst þar upp: „Ýmislegt hefur breyst á þessum æskustöðvum mínum frá ég var að slíta þar barnsskónum. Ég er ekki frá því að þar hafi fólki fækkað frá því ég var krakki. En það er fallegt við Arnarfjörðinn og það var gott að alast þar upp.“ Reynir var í Barnaskólanum á Bíldudal, lauk landsprófi frá Gagn- fræðaskólanum í Vonarstræti, lauk stúdentsprófi frá MR 1963, stundaði nám í stærðfræði við Háskólann í Göttingen í Þýskalandi 1963-66 og við Princeton-háskóla í Bandaríkj- unum 1966-70, lauk doktorsprófi í stærðfræði við háskólann í Münster 1973 og sinnti þar rannsóknum og kennslu 1973-75. Reynir Axelsson stærðfræðingur – 70 ára Í Þýskalandi Talið frá vinstri: María dóttir Reynis, afmælisbarnið, prófessor Reinhold Remmert, doktorfaðir Reyn- is, ásamt lífsförunaut, og Rita og Georg Schumacher, en Georg hefur verið samstarfsmaður Reynis um árabil. Stærðfræði og tónlist, þýðingar og matargerð Feðgin Reynir ásamt Birtu, eldri dóttur hans og Önnu Margrétar heitinnar. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.