Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 14
Ljósm/Stefán Jón Malaví Það er ekki allt fengið með vatni, en ekkert er án vatns, segja þarlendir. Brunnar bæta lífsskilyrði. BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Úttekt óháðra sérfræðinga staðfestir góðan árangur af vatnsverkefni í Malaví sem Þróunarsamvinnustofn- un Íslands stýrði. Verkefnið spannaði árin 2007 til 2011 og á þeim tíma var komið upp 450 vatnsbólum í héraðinu Nankumba. Þar í sveit búa um 120 þúsund manns og til skamms tíma var vatnsskortur allri uppbyggingu þar fjötur um fót. Nú eru breyttir tímar: „Við erum mjög ánægð með hvern- ig til hefur tekist. Þetta er skýrt dæmi um hve miklu er hægt að áorka með til þess að gera einföldum hætti,“ segir Stefán Jón Hafstein, sviðsstjóri árangursmats hjá ÞSSÍ. Kostaði 400 milljónir kr. Stefán Jón starfaði í Malaví meðan á þessari uppbyggingu stóð. Hann segir ánægjulegt að sérfræðingarnir, sem skiluðu skýrslu um verkefnið á dögunum, telji að vel hafi tekist til. Á nefndu árabili var um 400 milljónum króna varið til þessa verkefnis, það er að koma upp vatnsbólum og fjórtán þúsund kömrum. Markmiðið með þessu var að bæta hreinlæti og hollustuhætti. Það segir Stefán Jón á margan hátt hafa tekist. Kostnaðurinn hafi sömuleiðis verið hóflegur, vatnsbólið hafi að jafnaði kostað um 900 þúsund krónur og hvert þeirra nýtist um 40-50 heimilum. Kostnaðurinn við þetta átak nemur því innan við 4.000 krónum á hvern íbúa. Ekkert væri án vatns Vatnsbólin eru nú undir stjórn nefnda eða stjórna í hverju þorpi sem safna fé meðal notenda til viðhalds. „Höfundar úttektarskýrslunnar telja að verkefnið sé því vel sjálfbært til frambúðar. Það má segja að boltinn sé farinn að rúlla,“ segir Stefán Jón. Forsögu þessa verkefnis segir hann þá að héraðshöfðinginn í Nankumba- héraði setti sig í samband við fulltrúa ÞSSÍ í landinu og óskaði eftir atbeina við vatnsöflun. „Þessi forystumaður færði rök fyr- ir sínu máli: sagði að þó ekki væri allt fengið með vatni, þá væri ekkert án vatns. ÞSSÍ taldi þetta kjörið verk- efni fyrir Íslendinga, enda væri það afmarkað og í fyllingu tímans yrði auðvelt að mæla árangur,“ segir Stef- án Jón og heldur áfram: „Kólera var algengur sjúkdómur í héraðinu. Henni hefur nú verið út- rýmt. Talið er að allt að 2.500 manns á svæðinu hafi veikst af blóð- kreppusótt á ári, en nú er tíðnin 1/3 þess sem var. Niðurgangspestum hefur fækkað um 80%. Fólkið í Malaví á vissulega langt í land með að tileinka sér eðlilegt hreinlæti, því sóðaskapur veldur mörgum sjúkdóm- um sem þarna hafa verið landlægir. Þetta er þó mjög í áttina og þróunin er til betri vegar.“ Vatnsverkefnið er sjálfbært  450 vatnsból útbúin í Malaví með aðstoð Íslendinga  Sérfræðingar ánægðir með árangur  Sóðaskapur olli ýmsum sjúkdómum sem eru nú á undanhaldi 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis telur að gögn bendi til þess að staðbundin meng- un í iðnaðarhverfinu í Hellnahrauni nái ekki út fyrir hverfið. Þetta kem- ur fram í fréttatilkynningu. Á fundi í heilbrigðisnefnd Hafn- arfjarðar- og Kópavogssvæðis á mánudag voru þungmálmar og brennisteinn í mosa í Hafnarfirði til umræðu. Í framhaldi af skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands, „Þungmálmar og brennisteinn í mosa á Íslandi 1990-2010: Áhrif iðjuvera“, og umræðu í framhaldinu ákváðu Hafnarfjarðarbær og heil- brigðisnefndin að skoða málið enn frekar og voru sjö mosasýni tekin til rannsóknar í lok október 2013. Tvö sýni voru tekin þar sem mengun hafði áður mælst í iðn- aðarhverfinu, tvö sýni voru tekin inni í íbúðabyggðinni á Völlunum, tvö sýni á milli íbúðabyggðar og iðnaðarsvæðisins og loks eitt skammt suður af iðnaðarsvæðinu. Tilgangurinn var að afla fyllri upp- lýsinga um styrk þungmálma og brennisteins í nágrenni iðnaðar- svæðisins í Hellnahrauni og kanna hvort ástæða væri til að óttast að mengunin bærist til íbúðahverf- isins. Náttúrufræðistofnun hefur feng- ið niðurstöður úr mælingunum og er að vinna úr þeim skýrslu til birt- ingar. Heilbrigðisnefnd telur í ljósi upplýsinga sem fengist hafa að gögn bendi til að staðbundin meng- un í iðnaðarhverfinu í Hellnahrauni nái ekki út fyrir hverfið. Sama eigi við um loftgæðin en rykmælingar voru framkvæmdar á tímabilinu frá 2. nóvember 2013 til 11. janúar 2014 og liggja niðurstöðurnar nú fyrir hjá Nýsköpunarmiðstöð. Beðið er eftir skýrslum bæði frá Nýsköpunarmiðstöð og Nátt- úrufræðistofnun og verða niður- stöður kynntar bæjarbúum að sögn Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur bæjarstjóra. Morgunblaðið/Sverrir Hafnarfjörður Fjöldi fyrirtækja er á iðnaðarsvæðinu í Hellnahrauni. Mengun í iðnaðar- hverfi staðbundin Í Malaví og Úganda starfa Íslendingar að þróun- arsamvinnuverkefnum með heimamönnum á sveitarstjórnarstigi. Gjarnan er unnið í fiski- mannasamfélögum og viðfangsefnin eru vatns- öflun, heilbrigðis- og skólamál. Í Mósambik, þriðja samstarfslandi Íslendinga, er aðstoð í sjáv- arútvegi helsta verkefnið. Sú breyting sem hefur verið gerð í þróunaraðstoð Íslendinga er, sem fyrr segir, samstarf við sveitarstjórnir, í stað þess að hópur Íslendinga sé í viðkomandi landi. Sú leið er, segir Stefán Jón Hafstein, ódýrari og ár- angursríkari enda verður þekking eftir í landinu. ÞRÓUNARSAMVINNA Í ÞREMUR LÖNDUM Stefán Jón Hafstein Þekking verður eftir í landinu Hestamótið Hestar á ís verður hald- ið um helgina á Mývatni. Á föstu- dag býður Hestamannafélagið Þjálfi í reiðtúr út á frosið Mývatn. Mótshaldið hefst svo á laugardag þar sem keppt verður í B- og A-tölti og góðhestakeppni. Verðlaunaaf- hending verður eftir keppni yfir kaffihlaðborði og um kvöldið verð- ur slegið upp hestamannahófi á Sel Hótel Mývatni með veisluhlaðborði og kráarstemningu. Hestar á ís Reiðtúr út á frosið Mývatn. Hestamót haldið á frosnu Mývatni HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18 FRÁBÆR TILBOÐ Í GANGI SJÓNMÆLINGAR MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM SJÓNMÆLINGAR LINSUMÁTANIR TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í 17 ÁR Félagar í Ungmennafélagi Reyk- dæla frumsýna nýja íslenska revíu í Logalandi í Borgarfirði á morgun, föstudag, klukkan 20.30. Revían er eftir Bjartmar Hannesson, bónda og söngvaskáld, á Norður-Reykjum í Hálsasveit og nefnist Ert’ ekk’ að djóka (elskan mín)? Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Revían gerist að miklu leyti á ferðaþjónustubænum Efri-Bæ þar sem sjaldnast er lognmolla, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Einnig er litið inn í fjósinu þar sem eftirlitsmaður frá þannig eftirlits- stofnun kemur og lítur á svæðið. Þetta er þriðja verkið sem Bjart- mar semur fyrir leikdeildina. Revía Eftirlitsmaður lítur inn á Efri-Bæ. Revía um lífið í sveitinni frumsýnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.