Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 31
Á menntaskólaárunum bjó Reyn- ir hjá föðurbróður sínum, Jens Magnússyni íþróttakennara, við Reynimelinn í Reykjavík, en fór heim á sumrin og vann þar í frysti- húsi. Að loknu stúdentsprófi sinnti Reynir skrifstofustörfum og ýmsum útreikningum er lutu að þjóðar- búskap hjá Efnahagsstofnuninni tvö sumur. Að námi loknu, 1975, hóf Reynir störf við Háskóla Íslands, var sér- fræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans 1975-82 og hóf jafnframt kennslu við verkfræði- og raunvís- indadeild, var settur prófessor þar 1982-85, settur dósent 1985-86 og skipaður dósent 1986. Hugtök og heiti í stærðfræði Reynir hefur starfað í Íslenska stærðfræðafélaginu um langt árabil, sat í stjórn þess og sinnti þar for- mennsku um skeið. Hann var rit- stjóri Orðaskrár Íslenska stærð- fræðafélagsins á meðan hún var í vinnslu frá 1974 og þar til hún var gefin út, 1997: „Þetta var mikil vinna og áreiðanlega mjög þarft verk. Ég held ég megi segja að það hafi verið erfitt að skrifa um stærð- fræði á íslensku áður en orðaskráin sá dagsins ljós. Menn höfðu gjarnan á takteinum fleira en eitt heiti yfir eitt og sama stærðfræðihugtakið, auk þess sem slettur voru algengar og nákvæm merking þeirra oft á reiki. Í upphafi starfaði ég við orða- skrána með Jóni Ragnari Stefáns- syni. Svo bættist í hópinn Jakob Yngvason og síðan Jón Ingólfur Magnússon. Árið 1987 var svo ákveðið að stækka ritstjórnina um- talsvert og á endanum unnu þar níu manns auk mín. Nú er orðaskráin löngu komin á vefinn og er þar hið mesta þarfaþing.“ Á þriðja þúsund sönglagatextar Reynir hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um tónlist. Hann sótti um stutt skeið einkatíma í hljóm- fræði hjá Jóni Þórarinssyni, píanó- leik hjá Halldóri Haraldssyni og kontrapunkti hjá Jóni Ásgeirssyni. Reynir hefur skrifað talsvert um tónlist, ekki síst í efnisskrár fyrir Menningarmiðstöðina Gerðuberg, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kamm- ersveit Reykjavíkur og fleiri stofn- anir. Þá hefur hann samið þó nokk- ur sönglög og þýtt á þriðja þúsund sönglagatexta í efnisskrár Gerðu- bergs, Salarins, Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og fyrir fjölda ein- söngvara, oftar en ekki að undirlagi Jónasar Ingimundarsonar píanó- leikara. Þá má geta þess að Reynir var listakokkur löngu áður en nokkrum hér á landi datt í hug að karlmenn gætu matreitt nema hafa til þess til- skilda menntun og réttindi: „Já, ég var lengi piparsveinn, þurfti sjálfur að matbúa og fannst þá sjálfsagt að reyna að gera það þokkalega. Ég deildi þessum áhuga með vini mínum, Þorsteini Gylfasyni heitnum, og við mynduðum hálf- gerðan sælkerakvartett með þeim hjónum Jakobi Yngvasyni eðlis- fræðingi og konu hans, Guðrúnu Kvaran, ritstjóra Orðabókar Há- skólans.“ Fjölskylda Reynir kvæntist 29.7. 1989 Önnu Margréti Magnúsdóttur, f. 7.8. 1952, d. 17.8. 2001, tónlistarfræðingi og semballeikara. Hún var dóttir Magnúsar Petersen, verkamanns í Reykjavík, og Elísabethar Vil- hjálmsson, þjálfara í bogfimi í Reykjavík, en þau eru bæði látin. Dætur Reynis og Önnu eru Birta Reynisdóttir, f. 25.7. 1990, nemi í ensku við HÍ, og María Elísabet Reynisdóttir, f. 4.3. 1992, nemi í heimspeki við HÍ. Systir Reynis er Edda Axels- dóttir, f. 23.11. 1935, húsfreyja í Reykjavík, gift Herði Jónssyni skip- stjóra og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Reynis voru Axel Magnússon, f. 2.12. 1905, d. 26.1. 1972, vélsmiður á Bíldudal, og María Jónasdóttir, f. 28.9. 1913, d. 10.9. 1986, húsfreyja og matselja á Bíldudal. Úr frændgarði Reynis Axelssonar Reynir Axelsson Jóhanna Bjarnadóttir húsfr. í Álftamýri Ásgeir Jónsson skipstj. í Álftamýri af Vigurætt Jóna Ásgeirsdóttir húsfr. í Reykjarfirði Jónas Ásmundsson hreppstj. í Reykjarfirði í Arnarfirði María Jónasdóttir húsfr. á Bíldudal Matthías Jónasson prófessor í sálfræði við HÍ Kristjana Jónsdóttir húsfr. á Borgum Ásmundur Jónasson hreppstj. á Borgum Margrét Jensína Halldórsdóttir húsfr. í Mýrarhúsum Jens F. Kristjánsson b. í Mýrarhúsum við Auðkúlu, af Vigurætt, systursonur Matthíasar, afa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta Ingunn Jensdóttir húsfr. á Bíldudal Magnús Jónsson skósmiður, rafvirki og vélsmiður á Bíldudal Axel Magnússon vélsmiður á Bíldudal Gísli Magnússon vélsmiður í Rvík Jens Magnússon íþróttakennari í Rvík Halla Jónsdóttir húsfr. á Valdastöðum Jón Árnason b. á Valdastöðum í Flóa Björn Matthíasson hagfræðingur og prófessor Margrét Matthíasdóttir kennari í Rvík ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 Víglundur Möller, skrif-stofustjóri SjúkrasamlagsReykjavíkur, fæddist 6.3. 1910 á Hellissandi á Snæfellsnesi og ólst upp hjá móður sinni, Elinborgu Björnsdóttur, og manni hennar, Pétri Péturssyni, á Malarrifi á Snæ- fellsnesi. Fjórtán ára fór Víglundur til föður síns, Ludvigs Möller, kaupmanns og útgerðarmanns á Hjalteyri við Eyja- fjörð. Ludvig var bróðir Jakobs Möller ráðherra sem Víglundur dvaldi hjá á námsárum í Reykjavík. Jakob var faðir Ingólfs, deildarstjóra hjá Eimskip, föður Jakobs Möller, lengi fulltrúa hjá Mannréttinda- nefnd SÞ, og Jóhönnu Möller söng- konu; Gunnars Jens, fram- kvæmdastjóra Sjúkrasamlags Reykjavíkur; Baldurs ráðuneyt- isstjóra, föður Markúsar Möller hag- fræðings, og faðir Þórðar, yfirlæknis á Kleppi. Víglundur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Margrét, dóttir Sveins Sigfússonar, kaupmanns og útgerð- armanns á Norðfirði, og k.h., Sigríð- ar Pétursdóttur Sigfússonar. Mar- grét lést 1941. Seinni kona Víglundar var Helga Ásta, dóttir Þórarins á Melnum í Reykjavík Jónssonar og k.h., Ingifríðar Pétursdóttur. Víg- lundur eignaðist þrjár dætur. Víglundur lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Akureyrar 1928 og frá Verslunarskóla Íslands 1932. Hann starfaði síðan við verslun og útgerð föður síns en flutti til Reykjavíkur 1936. Þar hóf hann störf hjá Sjúkra- samlagi Reykjavíkur þar sem hann starfaði samfleytt til 1980, fyrst sem deildarfulltrúi, þá aðalbókari og loks skrifstofustjóri. Víglundur var prýðilegur ræðu- maður og stílisti, skrifaði mikið fyrir Vísi, m.a. forystugreinar blaðsins um skeið, var ritstjóri Veiðimannsins um árabil, sat í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur, var formaður Tafl- félags Reykjavíkur, yfirmaður Frí- múrarareglunnar 1976-83, starfaði í Guðspekifélaginu og þýddi fjölda rita um framhaldslíf og sálarrann- sóknir. Víglundur lést 8.5. 1987. Merkir Íslendingar Víglundur Möller 90 ára Jónína Ragúels Jóhannsdóttir Sverrir Jónsson 85 ára Jens Ásmundsson 80 ára Benedikt Sigurðsson Ingólfur Helgi Þorsteinsson Jón Elli Guðjónsson Þorbjörg Samúelsdóttir 75 ára Halldóra Valgerður Steinsdóttir Hallfríður Bryndís Magnúsdóttir Jón K. Þórðarson Karl Magnús Karlsson Kristinn Siggeirsson Lovísa Sampsted 70 ára Guðný Guðmundsdóttir Magnús Ólafsson Sólveig Sigurjónsdóttir Tuan Nehar Packeer Packeer 60 ára Elín Guðmunda Jóhannsdóttir Gunnar Marz Sveinarsson Júlíus Birgir Kristinsson Kristján Bergur Bergsson Lilja Hannesdóttir Sigurjón Bjarnason 50 ára Aðalbjörn Kristjánsson Björg Snjólfsdóttir Jóhannes Þórðarson Jón Pétur Líndal Krzysztof Ziólkowski Tómas Haukur Tómasson Trausti Þór Sigurðsson Þorbjörn Ásgeirsson Þórhallur Kristjánsson 40 ára Agnes Ásgeirsdóttir Ingólfur Snorrason Jakob Þór Jakobsson Jóhann Björnsson Kristján Reykdal Sigurjónsson Piotr Kisiel Soffía Guðrún Gísladóttir Þorsteinn Aðalbjörnsson 30 ára Alba Gonzalez Sagrado Aleksandra Katarzyna Lachowicz Anne Héléna Clara Herzog Carina Nörst Guðmundsdóttir Elín Heiða Þorsteinsdóttir Eygló Hansdóttir Gunnar Dagur Snorrason Kamil Knyzewski Katarína Gnipová Marcin Zieba Sæunn Valdís Kristinsdóttir Vala Elfudóttir Steinsen Yayoi Mizoguchi Til hamingju með daginn 30 ára Hrönn ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk BSc-prófi í fjármálaverk- fræði frá HR og er sér- fræðingur við Íslands- banka. Maki: Hörður Harðarson, f. 1980, starfsmaður hjá Tekk Company. Börn: Signý, f. 2007, og óskírður, f. 2014. Foreldrar: Gunnhildur Viðarsdóttir, f. 1963, og Vilhjálmur Matthíasson, f. 1963. Hrönn Vilhjálmsdóttir 40 ára Guðrún er mat- artæknir og matsveinn hjá Líflandi og ber út Morgunblaðið. Synir: Sighvatur Bjarki Bjarkason, f. 1995, og Gabríel Brynjar Bjarka- son, f. 1998. Maki: Magnús Guðfinns- son, f. 1967, sölustjóri. Foreldrar: Arnbjörg Hjaltadóttir, f. 1954, mat- sveinn, og Ámundi H. Þor- steinsson, f. 1949, mál- arameistari. Guðrún I. Ámundadóttir 40 ára Sigurlaug er hjúkrunarfræðingur frá HÍ og augnhjúkrunarfræð- ingur frá Karolinska In- stitutet í Svíþjóð og starf- ar við Sjónlag í Glæsibæ. Maki: Páll Jakob Líndal, f. 1973, dr. í umhverfissálfr. Börn: Guðrún Helga, f. 2008, og Páll Jakob, f. 2011. Foreldrar: Gunnar R. Ágústsson, f. 1942, og Steinunn H. Hallsdóttir, f. 1945. Sigurlaug G. Gunnarsdóttir Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is VÉLAR OG TÆKI FRÁ FARTOOLS Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Veltisög 1800w kr. 109.700 Borðsög 1200w kr. 38.700 Laser fjarlægðarmælir kr. 6.980 Borabrýni f. 3-10mm bora kr. 9.270 Rennibekkur kr. 65.500 Vinkildrif kr. 3.690

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.