Morgunblaðið - 13.03.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 13.03.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014 Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land! kl. 13:00Upplestur 20% afsláttur Við aðstoðum þig við að velja spilin. Afmælisgjafir - fermingargjafir - tækifærisgjafir. Velkomin í nýja verslun Sendum um allt land spilavinir.is Guðný Ásbjörnsdóttirlést á Hrafnistu í Reykjavík laugardag- inn 8. mars sl., 106 ára að aldri. Hún var þriðji elsti Íslendingurinn. Guðný var fædd 20. september árið 1907 í Ásbjarnarhúsi í Ingj- aldshólssókn í Snæ- fellsnessýslu. For- eldrar hennar voru Ásbjörn Gilsson á Hellissandi, útvegs- bóndi frá Öndverð- arnesi á Snæfellsnesi, og Hólmfríður Guð- mundsdóttir húsfreyja, frá Purkey á Breiðafirði. Guðný var næstyngst níu systkina, sem öll eru nú látin. Meðalaldur systkinanna var hár en Guðrún, systir Guðnýjar, náði því að verða 100 ára og Þórunn varð 95 ára. Þá voru tvö systkina Guðnýjar komin hátt á níræðisaldurinn þeg- ar þau létust. Guðný og maður hennar, Krist- jón Árnason verslunarmaður, bjuggu fyrst á Hellissandi en fluttu til Reykjavíkur árið 1944. Þar bjuggu þau á Hring- braut og í Stóragerði. Upp úr 1990 fluttu þau hjónin á Hrafn- istu en 1992 lést Kristjón, níræður að aldri. Hann stundaði verslunarrekstur á Hellissandi, og var að auki fiskmatsmaður. Eftir að þau Guðný fluttu til Reykjavíkur starfaði Kristjón lengi við afgreiðslu hjá Eimskip og í verslun SÍS í Austur- stræti. Guðný var lengst af heimavinnandi húsmóðir en vann um tíma í fiski úti á Granda. Guðný og Kristjón eignuðust tvo syni. Svavar starfaði sem rafverk- taki en hann lést vorið 2012, á 85. aldursári. Þórir, fv. skipstjóri, lifir móður sína, á 82. aldursári. Afkom- endur Guðnýjar eru nú hátt í 50 talsins. Útför Guðnýjar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. mars næstkomandi. Andlát Guðný Ásbjörnsdóttir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það hafa lengi verið uppi raddir sem hafa sagt aftur og aftur að það þurfi að koma böndum á skógrækt og segja að skógrækt sé illa skipulögð,“ segir Þröst- ur Eysteinsson, sviðsstjóri hjá Skógrækt ríkisins. „Við höfnum þessu og teljum skógrækt vera vel skipu- lagða. Þeir sem fara í skóg- rækt gera það flestir með styrk frá ríkinu og þurfa að fara í gegnum ákveðið ferli áður en þeir geta byrjað. Auk þess sem menn þurfa eðlilega að fara að lögum þarf að gera sérstakan samning um verkefnið og áætlanir fram í tímann, en þetta er mun meira ferli en gildir um aðra land- notkun hér á landi. Ekki góð stjórnsýsla Því hefur verið haldið fram að gefa þurfi sveitarfélögum, Skipulagsstofnun, Náttúru- fræðistofnun og Umhverfisstofnun vald yfir því hvar skuli rækta skóg og hvar ekki. Vandamálið er hins vegar að þeir sem sækjast eftir völdum yfir skógrækt vita ekki hvernig á að fara með það vald. Nú er búið að koma hlutum þannig fyrir að það er hvatt til þess samkvæmt skipulagslögum að sveitar- félög móti sér stefnu í sambandi við skóg- rækt. Fæst þeirra hafa fjallað um skógrækt áður og hafa ekki þekkingu og eigin forsendur til að búa til stefnu í skógrækt, sem gæti þá ver- ið öðru vísi en stefna hins opinbera. Skipu- lagsstofnun hefur lagt til við sveitarfélög að þau geri skógrækt framkvæmdaleyfisskylda og það er heimild til þess í lögum. Á hvaða forsendum á sveitarfélag að taka ákvörðun um að veita leyfi eða ekki þegar landeigandi sækir um slíkt framkvæmdaleyfi. Sveitarfélögin eru fæst með eigin stefnu og sá sem sækir um veit því ekki á hvaða for- sendum hann er metinn. Menn hafa orðið fyr- ir barðinu á þessu og hafa þurft að reka svona í gegnum kerfi sveitarfélaga sem hafa ekki mótað eigin stefnu. Þetta er ekki góð stjórnsýsla. Enginn skortur á heildarsýn í skógrækt Sveitarfélögin þurfa ekki að finna upp hjól- ið og það gengur ekki að framkvæmdaleyfi í skógrækt sé háð duttlungum einstakra sveit- arstjórnarmanna. Í þeim sveitarfélögum, sem hafa sett ákvæði inn í aðalskipulag um að skógrækt skuli háð framkvæmdaleyfi hafa víða komið upp vandamál af því að sveitar- félögin kláruðu ekki málið gagnvart skóg- ræktinni og hafa ekki lokið stefnumótun, sem ætti að vera lágmarkskrafa. Það er enginn skortur á heildarsýn í skóg- rækt. Hún er meðal annars í skóræktar- lögum, lögum um landshlutaverkefni í skóg- rækt, hjá Skógrækt ríksins og í stefnu um skóga á Íslandi á 21. öld. Þar er stefnan mót- uð og þekking fyrir hendi. Auk þess verða sveitarstjórnarmenn að gæta þess að ganga ekki á stjórnarskrárvarinn rétt til athafna og eigna. Það er vandmeðfarið að setja hömlur á landnotkun og skógrækt og svo sannarlega er skógrækt á Íslandi ekki hömlulaus,“ segir Þröstur Eysteinsson. Skipulag skógræktar í brennidepli Yfirskrift árlegrar fagráðstefnu skógræktar er Skógur og skipulag, en ráðstefnan hófst á Selfossi í gær með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og landbúnaðarráðherra. Hann sagði m.a. að skógrækt væri þess eðlis að eðli- legt væri að fjalla um hana í skipulagsáætlunum til langs tíma. Einnig væri mikilvægt að umfjöllun sveitarfélaga um skógrækt byggðist á þekkingu og reynslu. Fjölmargir fulltrúar greinarinnar sækja ráðstefnuna, en einnig margir fulltrúar sveitarfélaga. Heyra mátti ólík viðhorf ræðumanna á ráðstefnunni og ræddi Morgunblaðið við tvo þeirra. Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson Skógarhögg Skógrækt hefur eflst mjög á síðustu árum og stöðugt fleiri starfa í greininni. Sveitarfélög vantar stefnu og forsendur Þröstur Eysteinsson „Innan Borgarbyggðar taka um 50 jarðeigendur þátt í nytjaskógaverkefni sem kallast Vesturlandsskógar. Í byggðarlaginu eru hundr- uð hektara tekin frá undir skógrækt og að sjálfsögðu hefur þessi nýting áhrif. Því er eðlilegt að slíkar fram- kvæmdir séu skoðaðar sér- staklega og það er gert í Borgarbyggð. Nú er skóg- rækt skipulagsskyld samkvæmt aðalskipulagi og til hennar þarf framkvæmdaleyfi,“ segir Ragnar Frank Kristjánsson, forseti sveitar- stjórnar í Borgarbyggð. „Í náttúruverndarlögum er búið að taka frá land þar sem eru sérstakar hraunmyndanir, ákvæði er um votlendi og þar fram eftir götun- um. Í skipulagi um landbúnað er landi skipt í gott ræktarland, sem er þá hlíft fyrir skógrækt. Að mínu mati vantar í skipulagsmál í dreifbýli að landsvæði séu enn betur flokkuð, svo allir tali sama tungumál. Gagnvart skógrækt eru reglur fátæklegar og þær mætti skýra. Ég hef heyrt gagnrýni skóræktarmanna á stefnumörkunina en ég held að það sé ekki mikill raunverulegur ágreiningur, nóg er af landi til skógræktar. Við byggjum á aðalskipulagi, sem unnið var með sérfræðingum og ég tel ekki að það sé of mikið að fara fram á að sá sem ætlar að hefja skógrækt á tugum hektara sendi inn erindi, sem þá er rætt á 1-2 fundum og síðan afgreitt. Stundum vilja menn fara í þægilegasta landið til að gróðursetja í, en ég held að full þörf sé á að skógræktarfólk fari að skipulagslögum eins og aðrir landnýtendur. 30 metra frá bökkum verðmætra veiðiáa Við settum líka í okkar aðalskipulag að ekki mætti fara nær ám og vötnum með skóg, en sem nemur 30 metrum og við það voru gerðar at- hugasemdir. Mitt sjónarmið er að það gangi ekki að vera með nytjaskóg, sem einhvern tímann þarf að höggva, nánast á bökkum verðmætra veiðiáa,“ segir Ragnar Frank Kristjánsson. Eðlilegt að skoða nýt- ingu á tugum hektara Ragnar Frank Kristjánsson Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.