Morgunblaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014 ✝ Ásbjörg Ragn-arsdóttir fæddist á Hellis- sandi hinn 19. nóvember 1930. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 28. febrúar 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ragnar Konráð Konráðsson sjó- maður, f. í Stykkishólmi 10.11. 1898, d. 29.2. 1988, og Hólm- fríður Ásbjörnsdóttir hús- móðir, f. á Hellissandi 13.1. 1900, d. 23.9. 1983. Þau bjuggu lengst af sinni ævi á Hellissandi. Systkini Ásbjargar eru Hin- 1984, sonur þeirra er Freyr Leó, f. 2013, d) Bjarki, f. 1985. Fyrir átti Kristinn Guðrúnu, f. 1968, maki Philippe Urfalino f. 1955. Dætur þeirra eru Freyja, f. 2005, og Bryndís, f. 2005. Ásbjörg ólst upp á Hellis- sandi í stórum systkinahópi og fór snemma í sveit að Saxhóli í Breiðuvíkurhreppi og gekk þar til allra verka eins og þá tíðkaðist. Fyrir tvítugt flutti hún svo til Reykjavíkur þar sem hún bjó síðan alla sína tíð. Í Reykjavík vann hún hin ýmsu störf, þó lengst af við fiskvinnslu. Hún vann lengi í Sænsk-íslenska frystihúsinu og síðan í frystihúsinu á Kirkju- sandi. Einnig vann hún við af- greiðslustörf á Umferð- armiðstöðinni og síðustu ár starfsævi sinnar vann hún sem skólaliði í Ölduselsskóla. Útför Ásbjargar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 13. mars 2014, og hefst kl. 13. rik, f. 1920, d. 2000; Hólmfríður, f. 1922; Kristinn, f. 1924, d. 1946; Guðrún Ragna, f. 1928, d. 2004; Fanný, f. 1933, d. 2003, og Konráð f. 1934, d. 2011. Barnsfaðir Ás- bjargar er Kár Guðmundsson, f. 1925 og er hann búsettur í Perth í Ástralíu. Sonur þeirra er Kristinn Kárs- son, f. 1950, kvæntur Ingi- björgu Leósdóttur, f. 1950. Börn þeirra eru a) Ágúst, f. 1973, b) Ásbjörg, f. 1979, c) Harpa, f. 1985, sambýlismaður Kjartan Dór Kjartansson, f. Mín fyrstu kynni af Ás- björgu tengdamóður minni hóf- ust þegar ég fór að venja kom- ur mínar á heimili hennar á Sundlaugavegi 16, með einka- syni hennar og síðar eigin- manni mínum. Hún tók mér vel frá fyrstu tíð, þessi fallega dökkhærða kona, og áttum við eftir að eiga margar góðar stundir saman við eldhúsborðið hjá henni og síðar í Teigasel- inu. Það biðu mín iðulega kræs- ingar og svo ég tali ekki um pönnukökurnar sem hún var snillingur í að baka. Hún fæddist á Hellissandi og ólst þar upp. Hennar lífshlaup var ekki alltaf dans á rósum og er hún af þeirri kynslóð sem þurfti að hafa fyrir hlutunum. Hún átti góðar minningar frá Sandi. Líf fólksins sem þar bjó tvinnaðist saman og nálægðin við sjóinn sem flestir byggðu sína afkomu á var sterk. Að alast upp í eins stórbrotnu og fallegu landslagi og Snæfells- nesið er hlýtur að hafa verið gefandi svo ekki sé minnst á jökulinn og oft var talað um ferðirnar sem hún fór út í hraun í berjamó þegar hún var ung. Bagga eins og hún var oftast kölluð fylgdist vel með og hafði ánægju af barnabörnum sínum og barnabarnabörnum. Hún passaði alltaf vel upp á að allir fengju pakka frá henni á af- mælum og jólum og er mér sér- staklega minnisstætt að jafnvel hundurinn á heimilinu fékk sinn pakka og hestarnir í hest- húsinu sína brauðsendingu. Það var enginn skilinn útundan. Og síðustu árin naut hún þess að koma með okkur fjölskyldunni austur í Biskupstungur á góð- um sumardögum og fylgjast með lífinu í sveitinni. Heilsa hennar í seinni tíð setti mark á hana en alltaf var hún sterk og vildi ekki hjálp þiggja nema í lengstu lög. Síðustu árin bjó hún í þjónustuíbúð í Lönguhlíð 3 og erum við ættingjarnir þakklátir öllu starfsfólki sem þar vann, fyrir þá góðu hjálp og það ör- yggi sem hún bjó við. Að ferðarlokum vil ég þakka þér, elsku Bagga mín, fyrir allt og bið góðan Guð að geyma þig. Ingibjörg. Elsku amma Ásbjörg er fall- in frá. Hún hafði ekki verið heilsuhraust undanfarin ár en alltaf var hún dugleg að ná sér upp úr veikindunum og því átti ég allt eins von á að sjá hana rísa upp á ný er ég kvaddi hana nú í hinsta sinn. Amma var svo flott kona, sjálfstæð, sterk og ávallt glæsileg. Bar með sér þá miklu orku sem á rætur að rekja til Snæfellsjökuls. Ég á margar hlýjar minningar um notalegar stundir með ömmu, minningar sem milda söknuð- inn og ég mun varðveita í hjarta mínu um ókomna tíð. Hvíl í friði amma mín, ég mun bera stolt nafn þitt með þakklæti fyrir allt sem þú gafst mér. Ásbjörg Kristinsdóttir. Við minnumst ömmu sem kærleiksríkrar og góðrar konu. Hún gerði allt sem hún gat fyr- ir okkur og passaði alltaf að all- ir fengju jafnt. Meira að segja gæludýrin voru ekki skilin út- undan. Amma sóttist eftir því að gleðja aðra og ein fyrsta minn- ing Ágústs var þegar hún kom með bangsann Stóra sem hún gaf Ágústi. Hann var þá stærri en Ágúst og hefur ávallt verið í miklu uppáhaldi, líka núna þeg- ar Ágúst er orðinn stærri en Stóri. Þá bjó amma á Sund- laugavegi hjá Gunnu frænku. Amma vann alla tíð mikið en í frítíma sínum fannst henni af- skaplega gaman að fara í Berg- hól eða Jórvík, tína ber, taka þátt í heyskapnum eða bara sleikja sólina. Á ferðalögum austur var alltaf komið við í Eden: „Ég býð pylsu eða ís,“ sagði amma, „og appelsín með.“ Amma hafði gaman af því að vera innan um fólk að hlusta á sögur og ræða um það sem var í fréttum hverju sinni, enda var hún klár í kollinum allt til síð- asta dags. Þegar við fórum á stærri mannamót týndum við henni fljótt. Hún var nefnilega minnug, þekkti alla og ef hún þekkti þá ekki þá var hún eftir stutt spjall búin að rekja ættir þeirra vestur á Sand þar sem hún var fædd og uppalin. Henni þótti afskaplega vænt um Hell- issand, þekkti hvert hús, hvern ábúanda og hafði yndi af að segja sögur þaðan. Amma bjó í Teigaselinu mestan hluta ævi okkar og gát- um við því hist oft, þar sem við Ásbjörg Ragnarsdóttir ✝ Hjördís Þór-hallsdóttir fæddist 15. nóv- ember 1933 í Reykjavík. Hún lést 3. mars 2014. Foreldrar hennar voru Þórhallur Jó- hannsson, f. 19. desember 1888, d. 18. maí 1967, og Aðalheiður Í. Al- bertsdóttir, f. 7. desember 1900, d. 3. desember 1983. Systir Hjördísar var Ragnheiður, f. 1932, d. 2007. Hjördís gekk að eiga Guð- mund Magnússon, f. 19. sept- ember 1934 í Vestmannaeyjum, hann lést á Landspítalanum 4. Kristinsdóttir og Heiða Krist- insdóttir. 3) Þórhallur, f. 29. maí 1967, maki Valgerður Mar- grét Þorgilsdóttir. Börn þeirra eru Guðmundur Þórhallsson og Sæbjörg Ásmundsdóttir. Barnabörn Guðmundar og Hjördísar eru fimm talsins og eitt barnabarnabarn, sem er Lilja Dís, dóttir Hjördísar Lín- eyjar. Guðmundur og Hjördís kynntust í Vestmannaeyjum ár- ið 1954 og hófu búskap. Síðar fluttu þau til Reykjavíkur árið 1957 og byggðu tvö hús með foreldrum hennar í Glað- heimum og bjuggu þar til árs- ins 2006 er þau fluttu á Kleppsveg 62 þar sem þau bjuggu síðan. Hjördís vann mestalla sína starfsævi hjá Póstinum. Hjördís verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag, 13. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 13. janúar 2014. For- eldrar hans voru Gíslína Jónsdóttir, f. í Bakkakoti undir Eyjafjöllum 16. nóvember 1888, d. 22. mars 1984, og Magnús Þórðarson, f. í Ormskoti í Fljóts- hlíð 24. desember 1876, d. 1. apríl 1955. Börn Hjör- dísar og Guðmundar eru: 1) Aðalheiður, f. 27. október 1954, maki Sigurjón Guðmundsson. 2) Guðrún Lilja, f. 13. ágúst 1962. Börn hennar eru Halldór Már Aðalsteinsson, Hjördís Lí- ney Aðalsteinsdóttir, Ásta Ó, elsku hjartans móðir mín, svo mild og ljúf og blíð! Þú bjarti engill blíðu og ljóss á bernsku minnar tíð. Sú elska var svo heit og hrein sem himinsólar-bál, sem ætíð þér úr augum skein og inn í mína sál. Sú hönd var æ svo hlý og mjúk og holl, sem leiddi mig, sem greiddi’ úr vanda’ og breiddi blóm á bernsku minnar stig. Hvert orð þitt var svo yndisríkt sem engils vögguljóð. Af hverri hugmynd heilagt ljós og himnesk gleði stóð. Mitt ljóð er veikt sem kveinstafs-kvak og kveðjustundin sár. En það er hjartans hrygðarljóð og hjartans þakkartár. Ó, hjartans móðir, þökk sé þér! Ég þakka ást og tryggð, hvert augnablik af alúð fyllt og allri móðurdygð. Ég vildiég gæti geymt og rækt þín góðu móðurráð og sýnt með aldri ávöxt þess, sem ást þín hefir sáð. Þín bjarta minning bendir á, hvar blámar himinn þinn. Þann himin ljómar heilög von: Við hittumst annað sinn. (Jón Trausti.) Nú er elskuleg móðir, tengda- móðir og amma farin frá okkur til Guðmundar og við kveðjum hana með miklum söknuði. Hjördís starfaði lengst sinnar starfsævi hjá Póstinum og vann ég með henni í mörg ár þar. Man ég þá margt ánægjulegt spjallið sem við áttum saman þegar tími gafst til frá vinnu og var rætt um allt milli himins og jarðar. Það var mömmu mikið áfall þegar pabbi féll frá og til loka hafði það mikil áhrif á hana. Það sama má segja um fráfall afa, en hann lést af slysförum 10 dögum áður en ég fæddist og talaði hún oft um það. Þau hjónin Guðmundur og Hjördís komu oft í mat til okkar á seinni árum, meðal annars um hver jól og áramót. Tveimur mánuðum eftir að Guðmundur fór þá fór Hjördís til hans á vit nýs ferðalags en þau voru gift í 58 ár. Ég og mín fjölskylda söknum þín mjög mikið og þær góðu stundir sem við áttum með þér geymum við með okkur ávallt í hjarta okkar. Sérstaklega mun Gummi litli sakna þess að hringja í ömmu Dísu til að bjóða góða nótt, sem hann gerði á hverju kvöldi, en því miður er það ekki lengur hægt. Viljum við fjöl- skyldan þakka henni fyrir um- hyggju hennar fyrir okkur og öðrum. Megi guð varðveita þig og blessa elsku Hjördís okkar. Þórhallur Guðmunds- son, Valgerður Margrét Þorgilsdóttir, Guð- mundur Þórhallsson og Sæbjörg Ásmundsdóttir. Elsku mamma mín lést hinn 3. mars síðastliðinn eftir stutt veik- indi og aðeins tveimur mánuðum eftir að pabbi minn, Guðmundur Magnússon, dó. Ég vonaðist eftir því að fá að hafa mömmu mína lengur hjá okkur en svona fór þetta að hún fylgdi pabba og eru þau nú bæði hjá Guði. Þau voru gift í 58 ár, mjög samrýnd og orð- in eins og ein manneskja. Þótt það sé erfitt að þau séu bæði farin með svona stuttu millibili þá finnst mér þetta vera falleg ást- arsaga og að ljúka henni svona. Þau kynntust í Vestmannaeyj- um og byrjuðu sinn búskap þar, en fluttu síðan til Reykjavíkur og byggðu sér hús í Glaðheimum þar sem ég ólst upp. Ég bjó í mörg ár í sama húsi og þau. Öll börnin mín fjögur voru uppalin þar og nutu samvista við ömmu sína og afa sem er mjög dýrmæt minning og hjálp bæði fyrir mig og börnin mín. Sonur minn, Halldór, var ekki einu sinni farinn að ganga þegar hann tók upp á því að skríða upp tröppurnar til afa og ömmu, en hann var þeirra fyrsta barna- barn. Síðan fæddist dóttir mín sem heitir Hjördís Líney í höf- uðið á ömmu sinni og þegar hún var skírð sá ég hvað mömmu þótti vænt um að fá nöfnu. Þegar tvíburarnir mínir fæddust var mamma ómetanleg hjálp en hún var þá hætt að vinna og hafði tök á að koma niður til mín til að hjálpa mér að gefa stelpunum, Ástu og Heiðu, pela og að koma þeim síðan út í vagn. Þegar ég byrjaði síðan að vinna fór mamma með stelpurnar til dag- Hjördís Þórhallsdóttir ✝ Elskuleg móðir mín, SVAVA GUNNARSDÓTTIR frá Steinsstöðum, Akranesi, síðast til heimilis á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða Akranesi, andaðist miðvikudaginn 5. mars. Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 14. mars kl. 14.00. Gunnar Jónsson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ANNA GUÐNÝ ÓLAFSDÓTTIR, áður búsett í Sunnufelli á Kópaskeri, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð Akureyri laugardaginn 8. mars. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju á Akureyri föstudaginn 14. mars kl. 10.30. Friðrik J. Jónsson, Árni V. Friðriksson, Gerður Jónsdóttir, Ólafur Friðriksson, Freyja Tryggvadóttir, Kristín Helga Friðriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, KRISTINN MÁR HARÐARSON, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands mánudaginn 10. mars. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 17. mars kl. 14.00. Íris Kristinsdóttir, Grettir Adolf Haraldsson, barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ODDNÝ SIGRÍÐUR NICOLAIDÓTTIR, Hólabergi 82, Reykjavík, lést miðvikudaginn 5. mars. Útför hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í Reykjavík föstudaginn 14. mars kl. 15.00. Jónas Guðlaugsson Ingibjörg Jónasdóttir, Gísli Ólafsson, Nicolai Jónasson, Ásta Bjarney Pétursdóttir, Jónas G. Jónasson, Jóhanna Vélaug Gísladóttir, Guðlaugur Jónasson, Guðrún Axelsdóttir, Sigurður Jónasson, Bjarnþóra María Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA ÞORVALDSDÓTTIR, Hringbraut 50, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 10. mars. Útför hennar fer fram í Háteigskirkju mánudaginn 17. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en bent er á styrktarsjóð Ljóssins. Bjarni Gíslason, Þórir Bjarnason, Sigrún Gunnlaugsdóttir, Anna Kristín Bjarnadóttir, Carsten Fröslev, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞÓRHALLSDÓTTIR, Skúlagötu 44, lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn 10. mars. Sigurður Árni Sigurðsson, Helga Guðbjörg Sigurðardóttir, Þórður Ingason, Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, Pétur Pétursson, Hallveig Sigurðardóttir, Sigurður O. Sigurðsson, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.