Morgunblaðið - 13.03.2014, Síða 40
40 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014
SMELLT
EÐA SKRÚFAÐ,
VIÐ EIGUM BÆÐI
Þú getur verið afslappaður og öruggur
við grillið með AGA gas. Öruggur um
að þú ert að nota gæðavöru og að
þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft
áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú
nýtir þér heimsendingarþjónustu á
höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú
heimsækir söluaðila AGA.
Farðu á www.gas.is og finndu
nálægan sölustað eða sæktu
öryggisleiðbeiningar og fáðu
upplýsingar um AGA gas.
www.GAS.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er kominn tími til að eiga sam-
skipti við fólk og njóta stundarinnar. Sýndu
þolinmæði, hlutirnir lagast fljótt aftur og þá
stendur þú með pálmann í höndunum.
20. apríl - 20. maí
Naut Gættu þess að ganga ekki of langt því
þú átt á hættu að upp um þig komist og mál-
ið verði þér til mikilla vandræða. Vertu róleg/
ur því þú hefur alla burði til að leysa þetta vel
af hendi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Stundum á maður að taka eitthvað
til bragðs og stundum er best að gera ekki
neitt. Ef þú ert þér trú/r mun allt fara á besta
veg. Ekki er allt gull sem glóir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er engin ástæða til þess að deila
með öðrum ef þú vilt það ekki. Ef þú lætur
aðra halda að þeir stjórni stjórnar þú þeim.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Valdabarátta við heimilisfólk, ekki síst
foreldra, er líkleg í dag. Taktu við gjöfum með
bros á vör, sérstaklega þeim sem virðast hafa
blendin skilaboð.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hvað er það sem gerir þig einstaka/n
um þessar mundir? Þú hefur skoðanir og læt-
ur þær í ljós. Verið getur að neikvæðni þín
hafi áhrif á yfirmenn í þínu nánasta umhverfi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er margt sem byrgir manni sýn dags
daglega. Komdu fram við aðra eins og þú
kýst að aðrir komi fram við þig.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Fjármunir sem þú verð til ferða-
laga og menntunar munu skila þér góðum
árangri. Málið flækist þegar það snýr að sjálf-
hverfum einstaklingi.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Leggðu þig alla/n fram um að ná
því marki, sem þú hefur sett þér. Settu því
skoðanir þínar fram með glöggum og grein-
argóðum hætti.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Samræður við stjórnendur, for-
eldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákaf-
ar í dag. Reyndu ekki að eyðileggja málið
með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú átt ákaflega auðvelt með að tjá
hug þinn og átt að nota þessa hæfileika þína
til hins ýtrasta. Mundu bara að það er engin
ástæða til að fela tilfinningar sínar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Kraftmikill skapandi andi tekur sér
bólfestu. Nokkrum í heiminum finnst allt sem
þú gerir æðislegt. Farðu þér hægt í málefnum
hjartans og leyfðu huganum að vera með í
spilinu.
Dagbjartur Dagbjartsson sagð-ist á Leirnum vera stein-
hættur að koma saman vísu, – því
hefði sér dottið í hug að skella inn
gamalli áfengisvarnarstöku:
Margur hefur ofurölv-
aður brotið góðar venj-
ur og framið brigsl og bölv,
bænastagl og síðast grenj.
Ólafur Stefánsson segir frá því á
Leirnum að hann hafi komið í
læknisheimsókn á Borgarspítalann
vikunni áður en fór að snjóa, sem
ekki væri í frásögur færandi nema
vegna þess, að hann hafði aldrei
komið þar áður, – og reyndar ekki
á Lansann heldur. Vel var tekið á
móti honum, – læknirinn gaf sér
góðan tíma og hafði tvo nema hjá
sér á meðan, – „svo að mér
fannst,“ segir Ólafur, „ég væri
kominn inn í amríska læknasápu
og þótti þetta harla gott og nýstár-
legt.“
„Þegar ég borgaði konunni í
glerbúrinu og þakkaði fyrir mig
var kominn í mig galsi,“ bætir
Ólafur við, „og ég sagði eitthvað á
þá leið að ég vonaðist til að við
sæjumst ekki strax aftur. Hún tók
þessari aulafyndni vel og sagði:
„Allavega ekki hérna.“ „Já, þú
meinar á barnum,“ svaraði ég.
„Eða á sveitaballi,“ svaraði hún og
var ekki af baki dottin, enda sá
hún heimilisfangið mitt í tölvunni.
Þá kom þessi vísa:
Býst ég við að bætist kraftur
bregðist ekki hjarta og lungu
og síðan að við sjáumst aftur
á sveitaballi í Aratungu.
Lýðurinn umhverfis rak upp
stór augu og hafði örugglega ekki
heyrt ófullan sveitamann hafa yfir
frumorta vísu síðan upp úr seinna
stríði.“
Þessi skemmtilega frásögn er
gott dæmi um það, að flestar
lausavísur, þótt góðar séu, þurfa
umgjörð, þar sem tilefnis er getið.
Pétur Blöndal orti:
Á Látrum bjó ljóðskáldið Björg
sem löngum var skapstygg og örg:
nótt eina í frosti
hún næstum því brosti
er nágranninn féll fyrir björg.
Hér vísar Pétur til þess, að
Látra-Björg var á ferð yfir Látra-
kleifarnar með vinnumanni og þá
bar henni þetta fyrir augu:
Fallega það fer og nett,
flughálkan er undir.
Hann er að hrapa klett af klett,
kominn niður á grundir.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sveitaball, ölvun
og Kleifarnar
Í klípu
„VÖRÐURINN VAR BARA AÐ STRÍÐA
ÞÉR. ÉG HEF VERIÐ HÉR Í FIMMTÁN
ÁR OG ALDREI HEF ÉG FENGIÐ
EFTIRRÉTTAMATSEÐIL.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞVÍ MIÐUR, HERRA
TITANIC ER ÚTI Í MAT.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að eiga greiðan
aðgang að faðmlögun.
Skemmti-ferðar-siglingar
ÞÚ ERT
ÓGEÐSLEGUR.
ÓGEÐSLEGUR
OG
SADDUR!
GRETTIR GRETTIR GRETTIR
VEISTU HVERT ÞITT
VANDAMÁL ER?!
ÉG DREKK
OF MIKIÐ ...
ÉG SLÆST
OF MIKIÐ ...
... OG ÉG KEM
OF SEINT
HEIM Á
KVÖLDIN!
ÉG
BORÐA
OF
MIKIÐ ...
AKKÚRAT!
ÉG SPARA MIKINN
TÍMA MEÐ ÞVÍ AÐ
TELJA ÞETTA UPP
SJÁLFUR.
Mottumars er runninn upp, meðöllum sínum kostum og göll-
um. Ekki svo að skilja að Víkverji
hafi neitt á móti málefninu. Það er
virkilega gott. En mánuðinum fylgir
nokkur pressa á að Víkverji fari
sömu leið. Málið er nefnilega það að
Víkverji skartar dagsdaglega yfir-
varaskeggi. Því fylgir bara einnig
undirhöku-, kinna- og bartaskegg.
Slíkt skegg þykir víst ekki gjald-
gengt í Mottumars, en það kemur
ekki til greina að Víkverji fórni al-
skegginu sínu því að undir hrjúfu
yfirborðinu eru kinnar Víkverja
mjúkar eins og barnsrass. Án
skeggsins er Víkverji eins og Sam-
son forðum; algjörlega máttlaus.
Hann getur því lítið gert fyrir gott
málefni.
x x x
Hinn kosturinn sem Víkverjistendur þá frammi fyrir er að
taka algjöran snúning á Mottumars
og skarta skeggi sem í daglegu tali
nefnist „Abraham Lincoln“. Hættan
við það er þó sú að einhverjir mis-
skilji Víkverja og telji hann vera að
gefa frat í uppátækið. Og þá er bet-
ur heima setið. Víkverji mun því að-
eins veita þátttakendum í Mott-
umars móralskan – og
fjárhagslegan – stuðning.
x x x
Víkverji hvetur þá sem hafa tilþess burði að taka þátt í mán-
uðinum með einhverjum hætti, þó
ekki væri nema að leita á sjálfum
sér að hugsanlegu meini. Ef átakið
bjargar aðeins einu mannslífi frá
þeirri hörmung sem krabbamein er,
þá er mikið unnið.
x x x
Eitt hrós að lokum. Víkverji og frúduttu óvart um daginn inn á nýj-
an stað á Lækjargötu, Veiðikofann.
Kom í ljós að um fyrsta dag stað-
arins var að ræða og allt eftir því.
Matseðlarnir voru í tvennu lagi og
ljóst að verið var að prófa sig áfram
á nokkrum sviðum. En þrátt fyrir
þá byrjunarörðugleika var „sönn-
unin í búðingnum“, eins og tjallarnir
segja, og maturinn var mjög góður.
Svo góður að Víkverji mun örugg-
lega reka nefið aftur þarna inn fyrr
en síðar. víkverji@mbl.is
Víkverji
Jesús sagði þeim: „Ég er brauð lífsins.
Þann mun ekki hungra sem til mín
kemur og þann aldrei þyrsta sem á
mig trúir.“ (Jóhannesarguðspjall 6:35)