Morgunblaðið - 13.03.2014, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nýlegar þing-kosningar íNorður-
Kóreu hafa vakið
athygli fyrir þá sök
að leiðtoginn mikli,
Kim Jong-Un, náði
þeim árangri að allir á kjör-
skránni í hans kjördæmi mættu
á kjörstað og allir ákváðu að
kjósa hann. Lýðræðið í Norður-
Kóreu er enda eins og allir vita
miklu betra en „ófullkomna lýð-
ræðið“ á Vesturlöndum, sem
Sovétmönnum og aðdáendum
þeirra hérlendis sem erlendis
varð svo tíðrætt um í gamla
daga. Kim slær þó líklega ekki
við Stalín, sem mun hafa náð því
eitt sinn að fá rúmlega 120%
kjörsókn, þar sem fólk í ná-
grannasveitarfélögum flykktist
yfir kjördæmamörkin til að sýna
honum stuðning sinn.
Því er þetta rifjað upp að ætl-
unin er að íbúar Krímskagans
greiði um það atkvæði á sunnu-
daginn hvort skaginn muni til-
heyra Rússlandi eða ekki.
Stundum kann að eiga við að
reynt sé á sjálfsákvörðunarrétt
þjóða eða þjóðabrota með þeim
hætti, líkt og mun gerast í Skot-
landi síðar á árinu og hugs-
anlega í Katalóníu einhvern tím-
ann eftir það. En aðstæður þar
eru aðrar en á Krímskaganum,
þar sem rússneskt herlið fer
sínu fram í óleyfi og mun óhjá-
kvæmilega hafa áhrif á kosning-
arnar.
Og raunar mun það varla
skipta máli, því að spurningin
sem íbúum skagans er gert að
svara er sú hvort
ganga eigi til liðs
við Rússland, eða
hvort stjórnar-
skráin frá 1992 taki
aftur gildi. Það er
hentugt, því að í
þeirri stjórnarskrá fær þing
Krímskagans völd til þess að
ákveða það fyrir hinn almenna
kjósanda hvar skaginn eigi
heima. Spurningin er því í raun
hvort Krímverja langi til þess að
ganga til liðs við Rússland núna
eða eftir nokkrar vikur.
Líklegra verður þó að teljast
að slíkar hundakúnstir muni
ekki þurfa, þar sem meirihluti
þeirra sem búa á Krímskaganum
mun vera af rússnesku bergi
brotinn. Sá meirihluti fékkst á
Sovéttímanum með miklum
nauðungarflutningum á töturum
út og samsvarandi flutningi á
Rússum inn. Slíkir flutningar
voru ekkert einsdæmi, og má því
finna rússneskumælandi fólk
víða um þau lönd sem áður
mynduðu Sovétríkin. Það er því
áleitin spurning hvort fleiri
þjóðaratkvæðagreiðslur í boði
rússneskrar herverndar verði
haldnar á næstu árum.
Jósef gamli, sá sami og flutti
tatarana nauðungarflutningum,
mun hafa sagt eitt sinn að þeir
sem greiddu atkvæði skiptu litlu
máli samanborið við þá sem
teldu atkvæðin. Það væri því
ekki úr takti við annað ef gam-
alreyndir talningamenn frá
Moskvu yrðu fengnir í það veiga-
mikla hlutverk að fara yfir at-
kvæði Krímverja.
Atkvæðagreiðslur
verða að fara fram
eftir réttum leik-
reglum}
Talning atkvæðanna
getur ráðið úrslitum
Nú étur hverþingmaðurinn
upp eftir öðrum að
ekkert liggi á að af-
greiða formsatriðið
um að hverfa frá að-
lögunarviðræðunum við ESB.
Virðast þeir hinir sömu vera að
fiska eftir klappi á koll frá þing-
bræðrum í Samfylkingu, flokkn-
um sem beið sögulegt afhroð
með þetta mál, ekki bara á odd-
inum í seinustu kosningum,
heldur sem pólitískan einstæð-
ing í farteski flokksins. Stjórn-
arandstaðan hefur flutt yfir 400
ræður um „fundarstjórn“ for-
seta. Forseti Alþingis, sem ætl-
ar að rísa undir embætti sínu,
þarf hvorki að láta slíka niður-
lægingu ganga yfir sjálfan sig
né þingið. Hann getur hvenær
sem er stöðvað slíka misnotkun
af áður óþekktu tagi og séð um
að þingið fái að hefja efnis-
umræður um það mál sem er á
dagskrá.
Tveir stjórnlagaprófessorar
hafa nýlega bent á hið alkunna,
að hvorki þing-
heimur né ríkis-
stjórn séu bundin af
þingsályktunar-
tillögu frá kjör-
tímabilinu á undan.
Frekast hlýtur það að eiga við
tillögu sem var byggð á blekk-
ingum þar sem atkvæðaskýr-
ingar báru með sér að þingmenn
andsnúnir tillögunni greiddu at-
kvæði með henni. Seinustu
kosningar gerðu út um þetta
mál. En hin milda ríkisstjórn
sem nú situr í landinu ákvað
engu að síður að gefa þingheimi
færi á að ræða það mál efnis-
lega.
Minnihlutinn þar hefur ekki
aðeins sýnt heldur beinlínis æpt
að hann vill ekki efnislegar um-
ræður. Þá það. Ríkisstjórnin
hlýtur þá að tilkynna, að í sam-
ræmi við vilja kjósenda í síðustu
kosningum, meirihlutavilja
þings og þjóðar, sé aðildar-
umsókn, sem hafnað var að bera
undir þjóðina, formlega aftur-
kölluð.
Það felst í því að
vera í stjórn að
menn séu það}
Seinni hluti orðsins ríkisstjórn
má ekki missa merkingu
Á
Austurvelli síðastliðinn laugar-
dag var í fjölmennum hópi mót-
mælenda eldri maður sem sagð-
ist hafa gengið í Sjálfstæðis-
flokkinn á þeim tíma er Ólafur
Thors var formaður og hefði verið þar síðan.
„Þetta er fyrsti mótmælafundur minn á æv-
inni,“ sagði þessi vinalegi eldri maður sem
hefur örugglega séð margt og mikið um sína
daga, en aldrei séð ástæðu til að mótmæla fyrr
en nú. Stjórnmálaflokkur sem kallar yfir sig
vanþóknun slíks flokksmanns þarf að líta í
eigin barm og íhuga hvað hafi farið úrskeiðis.
Ekki ætti nú að taka ýkja langan tíma að
koma auga á það, svo fremi menn hafi til að
bera skynsemi og skarpsýni.
Ríkisstjórnin hefur vakið upp mótmæla- og
reiðiöldu með aðgerðum sínum í Evrópu-
málum sem einkennst hafa af einkar vondri blöndu af of-
forsi og vitleysisgangi. Fólki finnst hafa verið logið að
sér og telur sig hafa verið svikið. Það getur ekki verið að
stjórnarherrarnir hafi vitað hvað þeir voru að gera. Eng-
inn stjórnmálamaður kemur sér vitandi vits í vandræði
eins og þau sem ríkisstjórnin er nú í.
Ríkisstjórnin, illa sködduð af eigin völdum, reynir nú
að lágmarka skaðann. Það verður ekki auðvelt verk því
ímynd hennar er löskuð og tortryggnisfræjum hefur ver-
ið sáð í hjörtu fjölmargra landsmanna. Þegar forsætis-
ráðherra og fjármálaráðherra bundust böndum og boð-
uðu fæðingu nýrrar ríkisstjórnar voru skilaboðin til
þjóðarinnar þau að nú ætti að vinna bug á
sundurlyndisfjandanum sem þjóðin hefur á
köflum daðrað blygðunarlaust við. Þarna hef-
ur ríkisstjórnin gengið þvert á orð sín og virð-
ist fremur leitast við að efla sundurlyndið en
eyða því. Slík ríkisstjórn er ekki að ganga til
góðs götuna fram á veg.
Ríkisstjórnin hefur nóg að glíma við þó að
hún sé ekki að baka sjálfri sér óþarfa vand-
ræði. Hér á landi eru gjaldeyrishöft, matar-
verð er hátt og skattpíning mikil. Ríkis-
stjórnin þarf að vinna að því að koma skikki á
þessi mál og er það ærinn starfi. Skuldavandi
heimilanna er svo enn óleystur og í þeim mál-
um var miklu lofað. Ef lítið verður um efndir
er hætt við að óánægja kjósenda gjósi upp á
þann hátt að mótmælin vegna offorsins í Evr-
ópumálum verði eins og barnahjal í sam-
anburði.
Sú var tíð að litið var á kosningaloforð stjórnmála-
manna sem skemmtilega en ekki sérlega marktæka
frasa, svona rétt eins og loforð um ísbjörn í Húsdýra-
garðinn. Fólk átti ekkert sérstaklega von á því að kosn-
ingaloforð yrðu efnd og því varð engin ólga í þjóðfélaginu
þegar þau voru ekki uppfyllt. Þeir tímar eru að baki.
Stjórnmálamenn geta syrgt liðna tíð en munu hins vegar
ekki geta breytt því að kjósendur gera nú sterkari kröfu
en nokkru sinni fyrr um að staðið sé við það sem lofað
var. Sé það ekki gert eru kjósendur reiðubúnir að refsa
stjórnmálaflokkum allrösklega. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Sjálfskaparvíti ríkisstjórnarinnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Réttarhöld yfir þýsku knatt-spyrnugoðsögninni UliHoeneß hófust í Münchení byrjun þessarar viku en
hann er ákærður fyrir að hafa svikið
milljónir evra undan skatti með því
að halda leynilegan svissneskan
bankareikning. Saksóknarar hafa
farið fram á sjö ára fangelsisdóm yf-
ir honum.
Hinn 62 ára gamli Hoeneß er
forseti Bayern München og þjóð-
hetja jafnt í Bæjaralandi sem í
Þýskalandi fyrir afrek sín innan og
utan knattspyrnuvallarins. Með
þýska landsliðinu varð hann Evr-
ópumeistari árið 1972 og heims-
meistari tveimur árum síðar. Sem
forseti hefur hann gert Bayern eitt
stöndugasta lið heims, bæði fjár-
hagslega og knattspyrnulega.
Fékk upphringingu
við hlið Merkel
Fyrst tók að falla á ímynd Hoe-
neß í apríl í fyrra þegar fjölmiðlar
sögðu frá fjármálamisferli hans.
Sjálfur segist hann hafa ætlað að
gera hreint fyrir sínum dyrum, áður
en fjölmiðlar fengu pata af málinu,
og fá þannig sakaruppgjöf gegn því
að hann endurgreiddi skattinn með
vöxtum.
Saksóknarar segja hins vegar
að Hoeneß hafi ekki gefið sig fram
fyrr en eftir að hann hafði fengið
veður af því að verið væri að rann-
saka mál hans. Komið hafi í ljós að
svissneski bankinn Vontobel hafi
varað hann við því að fjölmiðlar
væru að spyrjast fyrir um fjármál
hans í janúar 2013. Sé það rétt eigi
hann ekki rétt á sakaruppgjöf.
Það er til marks um stöðu Hoe-
neß í þýsku samfélagi að hann sat að
snæðingi með Angelu Merkel, kansl-
ara, þegar starfsmaður bankans
hringdi og lét hann vita af því að mál
hans kynni að rata í fjölmiðla.
Viðurkenndi enn meiri svik
Hoeneß er ákærður fyrir að
svíkja jafnvirði rúms hálfs milljarðs
króna undan skatti með því að upp-
lýsa þýsk skattayfirvöld ekki um
tekjur að jafnvirði um 5,2 milljarða
króna sem hann geymdi á banka-
reikningi í svissneska bankanum.
Um var að ræða fjármuni úr við-
skiptum hans á gjaldeyrismarkaði á
árunum 2001 til 2010.
Þegar mál hans var svo tekið
fyrir á mánudag upplýsti lögmaður
Hoeneß að hann hefði svikið enn
meira undan skatti en kemur fram í
ákærunni á hendur honum. Alls
hefði hann haft jafnvirði um 2,9
milljarða króna af samlöndum sín-
um.
„Ég er feginn að nú sé allt
gegnsætt og fyrir opnum tjöldum.
Ég sé innilega eftir misgjörðum
mínum. Ég mun gera allt til þess að
binda enda á þennan erfiða kafla,“
sagði Hoeneß þegar hann bar vitni.
Ekki er þó víst að iðrunin ein
dugi til að forða honum frá fangels-
isvist enda voru orð hans hrakin af
embættismanni skattsins á þriðju-
dag. Hann sagði upphæðina sem
Hoeneß stakk undan hafa verið um
4,2 milljarðar króna. Verjendur hans
báru ekki brigður á þá tölu.
Þá kom í ljós að Hoeneß hélt
brotum sínum leyndum í meira en
ár. Sjálfur hafði hann sagt að honum
hefði ekki verið fært að afhenda all-
ar bankaupplýsingar sínar fyrr en
tveimur vikum áður en réttarhöldin
hófust. Rannsókn á gögnunum leiddi
hins vegar í ljós að Hoeneß hafði
fengið þau afhent frá bankanum
þegar í janúar í fyrra. Dómur verður
kveðinn upp í dag ef ekki verður
óskað eftir að leggja fram frekari
gögn.
Sjálfsmark fótbolta-
hetju fyrir dómstóli
AFP
Ákærður Hoeneß gengur í réttarsalinn í München. Hann bauðst til að hætta
sem forseti Bayern í fyrra vegna málsins en stjórnin hafnaði því boði.
Þýsk skatt-
yfirvöld hafa
skorið upp
herör gegn
auðkýfingum
sem reyna að
víkja sér und-
an því að
greiða skatt.
Frægt varð
þegar þýsk yf-
irvöld greiddu fyrir upplýsingar
um svissneska bankareikninga
Þjóðverja sem talið er að hafi afl-
að fjár með ólöglegum hætti.
Þær upplýsingar og loforð um
sakauppgjöf til þeirra sem gefa
sig sjálfviljugir fram hafa verið
notuð óspart til að hafa hendur í
hári skattsvikara.
Þessar aðferðir, auk málaferla
gegn þekktum mönnum eins og
Hoeneß og fleirum, hafa leitt til
þess að þúsundir manna hafa
gefið sig fram við skattyfirvöld
og fengið að endurgreiða það
sem þeim ber til skattsins.
Herferð gegn
skattsvikum
SKATTYFIRVÖLD
Aðdáandi Bayern
með andlit Hoeneß
á treflinum.