Morgunblaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014 Föstudaginn 21. febrúar ákváðu stjórnarflokkarnir á Alþingi að draga bæri umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Í kjölfarið voru áróðursvélarnar gangsettar, fjölmiðlar höfðu sig alla við að senda út hverja frétt- ina á fætur annarri þar sem þessi ákvörðun var gerð tortryggileg. Lagt var til atlögu að flokkunum fyrir að standa við þá stefnu sem flokksmenn þeirra mótuðu á lands- fundum flokkanna, en þar var skýrt kveðið á um að draga ætti umsóknina til baka. Athyglisvert er að skoða hverjir það eru sem fremst fara í árásum á stjórnarflokkana. Fulltrúar stærri og minni Samfylkingar mæta í pontu, fullir vandlætingar gagnvart ákvörðun stjórnarinnar. Þeir virðast ekki bera skynbragð á eigin hræsni í þessu máli. Ítrek- aðar tilraunir síðasta kjörtímabil til þess að leyfa þjóðinni að taka ákvörðun um ESB voru kveðnar niður. Ekki er sök Vinstri grænna minni í þeim efnum, flokkur sem lofaði sínum kjósendum að sækja ekki um ESB-aðild en gerði það samt, ábyrgð þeirra á klúðrinu sem þetta mál er orðið er í raun meiri en annarra. Stefna núverandi stjórnarflokka í málinu er skýr og í fullu samræmi við þær ákvarð- anir sem mótaðar voru af flokks- félögum. Skaðinn er skeður Tímasetning þessarar ákvörð- unar er umdeilanleg og færa má sterk rök fyrir því bíða hefði átt með hana. Skaðinn er samt skeður, búið er að kreista tannkremið úr túpunni og ómögulegt er að troða því aftur inn, það verður bara subbulegt. Eðlilegt fyrir ríkis- stjórnina við þessar aðstæður er að standa við áform sín og draga umsóknina til baka. Þeir sem nú eru ósáttir við ákvörðunina verða það áfram og einungis tíminn mun lækna þau sár. Dragi ríkisstjórnin umsóknina ekki til baka þá mun hún glata trúverðugleika sínum og mun ekki geta gengið að þeim stuðningi sem hún býr við í dag, hún mun því standa eftir slypp og snauð. Fjölmiðlar hafa hagað sér í þessu máli líkt og um heimsendi sé að ræða, væri það áhugavert sem sjálfstætt rannsóknarefni. Þeir hafa ítrekað dregið upp ranga mynd af ástandinu. Það er látið líta út fyrir að þetta mál klúfi þjóðina í herðar niður og að fólk geti varla haldið áfram sínu dag- lega lífi vegna þess og að líf stjórnarinnar sé samtvinnað ESB- umsókninni. Staðreyndin er í raun sú að það eru ákveðin mál sem munu hafa meiri áhrif á fylgi stjórnarflokkanna heldur en þessi ESB-umsókn, munar þar mest um skuldamál heimilanna. Úrlausn stjórnarinnar í því máli mun skipta sköpum þegar kemur að því að endurnýja umboð flokkanna. ESB- viðræðuferlið mun blikna í þeim samanburði, við meg- um ekki gleyma því að allar kannanir sýna sömu niðurstöðu, landsmenn vilja ekki ganga inn í ESB. Auðvitað gremst fólki þegar því er sagt að það fái ekki að ákveða lausn ein- hverra mála, en fólkið fékk að velja og valdi flokka sem sendu skýr skilaboð um að vilja ekki ganga inn í ESB. Ólíkt því sem gerðist með síðustu ríkisstjórn. Ég þekki sjálfur dæmi um að fólk hafi kosið VG með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir aðildarumsókn að ESB árið 2009, þeir kjósendur voru sannarlega sviknir. Þessi þings- ályktunartillaga leiðréttir misráðna vegferð fyrri stjórnar, hún hreins- ar andrúmsloftið þannig að þegar og ef þjóðin er tilbúin að sækja um aðild að sambandinu þá verður það ekki gert nema með því að spyrja þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu, því hlýtur fólk að fagna. Pólitískur vindur Það er mikið vísað í fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir, Þorstein Pálsson, þann mæta mann sem er eindræg- ur aðildarsinni og hefur fullan rétt á sinni skoðun. Ég vil leyfa mér að vísa í annan formann flokksins sem hefur aðra skoðun, Davíð Oddsson. Hann hélt góða ræðu á landsfundi árið 2009 og sagði meðal annars: „Það er sagt að sjálfstæðismenn séu með vindinn í fangið núna, það má vera, en hvað með það? Þetta er pólitískur vindur sem á okkur beljar, pólitískur vindur lýtur ekki lögmálum veðurstofunnar. Öflugur flokkur sem ekki hefur svipt sjálf- an sig sjálfstraustinu getur annað tveggja, siglt vindinn eða breytt vindáttinni sér í hag. Stjórn- málamenn gera skyssur, það hefur allur heimurinn vitað lengi. Það má fyrirgefa skyssur og það er oft- ast gert, en það er ófyrirgefanlegt ef menn guggna fyrir rás atburð- anna. Það má aldrei bogna þó að á móti blási, það má aldrei hika þótt herði að, og það má ekki einu sinni líta undan þótt sýnin sé ekki frýni- leg, og það má aldrei svíkja sjálfan sig og það sem maður í hjarta sínu trúir á, fyrir stundarávinning.“ Ég hvet stjórnarflokkana til að standa við tillögu sína og draga umsókn Íslands að ESB til baka, þannig munu þeir standa sterkir eftir, allar tilraunir þeirra til að draga í land eða hætta við munu bara skaða þá og sýna veikleika af þeirra hálfu. Ef þeir bogna fyrir stundarávinning sem ekki er víst að þeir njóti, þá eru þeir að svíkja sjálfa sig og munu sjá eftir því, ég veit að ég mun líta þá allt öðrum augum. Áróðurs- vélarnar syngja Eftir Ólaf Hannesson Ólafur Hannesson » Búið er að kreista tannkremið úr túp- unni og ómögulegt er að troða því aftur inn, það verður bara subbulegt. Höfundur er framkvæmdastjóri. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Svarið við spurningu dagsins Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30 Laugardaga frá 11.00-16.00 (Kópavogur) Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is - svarið við spurningu dagsins SESAM BLEIKJA Eldunaraðferð: Á pönnu: 1,5 mínúta á hvorri hlið. Í ofni: 12 mínútur við 200°C í forhituðum ofni. Góð með sætu chilli sósunni okkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.