Morgunblaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 35
bjuggum ekki langt í burtu. Við
krakkarnir hlökkuðum alltaf til
að koma til ömmu í heimsókn
enda biðu okkar ávallt alls kyns
kræsingar, þar sem upp úr stóð
stór stafli af pönnukökum sem
amma var sérfræðingur í að
baka. Við borðuðum alltaf á
okkur gat, annaðhvort af sjálfs-
dáðum eða vegna þess að henni
fannst við borða svo lítið að við
yrðum að fá okkur meira því
þetta væri ekkert sem við vær-
um búin með. Fyrir utan að
borða góðan mat var alltaf
spjallað og oft spilað eða horft
á sjónvarpið. Amma hafði mjög
gaman af því að spila, enda
nokkuð lunkin í spilum og vann
mjög oft, stundum ótrúlega oft
að því er okkur fannst.
Við komum til með að sakna
ömmu okkar. Dásamleg amma
sem gaf okkur mikið og við
munum minnast með bros á
vör.
Þínir ungar,
Ágúst, Harpa og Bjarki.
Í dag verður jarðsungin
elskuleg föðuramma mín, Ás-
björg Ragnarsdóttir.
Amma var stolt kona og
skemmtileg, og stutt í hlátur-
inn. Það var oft glatt á hjalla í
stóra systkinahópnum að vest-
an og miklir kærleikar ævin-
lega þar á milli. Ræturnar vest-
ur á Sand voru sterkar.
Amma var vönd að virðingu
sinni og hugsaði vel um allt sitt
og það skipti hana miklu máli
að standa ætíð við orð sín. Hún
vann alla tíð myrkranna á milli
og vildi vera þekkt fyrir mikil
afköst og góð og vönduð vinnu-
brögð. Vinnusemi, vandvirkni
og stundvísi voru að sama skapi
eiginleikar sem hún mat mikils
í fari annarra. Þannig var henni
tíðrætt um mikil afköst sonar
síns og tengdadóttur og þótti
mikið til koma. Fyrir nokkrum
árum las ég í viðtali við móður
heimsþekkts stjórnmálamanns
að sú kona sem ætti sér slíkan
son sem hún, væri farsæl kona
og gæti litið svo á, að sér hefði
tekist vel upp í lífinu. Mér varð
strax hugsað til ömmu, enda
hafði hún oftlega látið sér sam-
bærileg orð um munn falla í
mín eyru. Þau mæðgin voru
enda náin svo eftir var tekið og
aðdáunarvert var.
Ljúfustu minningarnar um
ömmu er þegar við litli bróðir
fengum að gista hjá henni yfir
helgi þegar við vorum lítil. Þá
var allt látið eftir okkur og við
úttroðin af sælgæti og þegar
við vorum send út á leikvöll,
átti ég að passa bróður minn.
Það var ljúf og spennandi
skylda enda fannst mér hann
sætastur og bestur af öllum.
Þetta voru dýrmætar stundir
fyrir okkur sem ólumst ekki
upp saman.
Mörgum árum síðar þakka
ég þér, elsku amma, fyrir að
hafa tekið svo vel á móti börn-
unum mínum, með blíðum róm,
súkkulaði og hlátur í augum.
Það þótti mér vænst um af öllu.
Drottinn blessi minningu þína.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Guðrún Kristinsdóttir
mömmu í kerrunni og arkaði
bara áfram með þær þótt þær
væru ekkert alltaf morgunhress-
ar. Eins er ég líka þakklát fyrir
þá hjálp sem ég fékk frá mömmu
og pabba þegar pabbi tvíburanna
minna veiktist alvarlega, þá stóðu
þau eins og klettur við hliðina á
mér þannig að ég gat haldið
áfram í námi. Það var því mikill
sigur bæði fyrir mig og mömmu
þegar ég náði að klára námið og
útskrifaðist úr Háskólanum í
Reykjavík. Ég sá að mamma var
mjög stolt af mér þegar ég náði
að ljúka háskólanámi og er það
góð minning frá þeim degi.
Ég sakna þeirra beggja sárt
og finnst þetta svolítið óraun-
verulegt ennþá, en svona er
gangur lífsins.
Elsku mamma mín og amma,
hvíl í friði.
Þín dóttir,
Guðrún Lilja Guðmunds-
dóttir og börn.
Margt er það og margt er það
sem minningarnar vekur,
og þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson)
Það var fyrir allmörgum árum
að hún Dísa, sem hún var jafnan
kölluð, kom á vinnustaðinn okkar
á pósthúsið við Kleppsveg. Hún
var glaðleg, hlý og skemmtileg og
féll vel í hópinn þar sem oft var
glatt á hjalla. Við áttum það til að
kíkja við hver hjá annarri eftir
vinnu og héldum við vinskap allar
götur síðan. Dísa var góð í sér og
afar hjálpsöm og gott að eiga
hana að vini en hún var ekki allra.
Á hverju sumri var farið í fjöl-
skylduferð um helgi innanlands
og voru þær ferðir alltaf mjög
skemmtilegar, hvort heldur var
farið á Strandir í yndislegu veðri
eða til Vestmannaeyja með Herj-
ólfi í mjög slæmu veðri, rigningu
og roki, þar sem flestir urðu sjó-
veikir. Í þessum ferðum gerðist
margt spaugilegt og oft á tíðum
var lítið sofið. Á Ströndum, eftir
leiki og sundferð, gistum við til að
mynda í samkomuhúsinu á
Bjarnarfirði þar sem meðal ann-
ars var sofið á dýnum uppi á sviði,
en reyndar var lítið um svefn þá
nótt. Þórsmerkurferð var einnig
mjög eftirminnileg, því þá var
leitað að Systrunum sjö sem
reyndust vera kræklóttar birki-
hríslur. Það var mikið hlegið þeg-
ar það kom í ljós því flestir áttu
von á einhverju meiru en litlum
hríslum.
Þegar farið var til Vestmanna-
eyja gisti hópurinn á nokkrum
stöðum því í þá daga voru ekki
margir gististaðir eða veitinga-
hús í Eyjum. Dísa og Gummi
maður hennar, sem var Eyja-
maður, gistu hjá fjölskyldu hans
þar sem dekrað var við þau á alla
lund. Hópurinn borðaði saman
um kvöldið, á Skansinum, skötu-
sel bæði í forrétt og aðalrétt og
urðu margir fljótt svangir aftur.
Eftir mat var svo dansleikur með
Hallbirni Hjartar og fleirum, allt
stórskemmtilegt. Það rigndi
stöðugt þannig að við urðum ansi
blaut í ferðum til hinna ýmsu
gististaða að dansleik loknum.
Dísa og Gummi höfðu mikla
ánægju af því að ferðast og fóru
víða, þó nokkrar ferðir til Amer-
íku þar sem Ragnheiður, systir
Dísu, bjó, en einnig til suðlægra
staða þar sem þau sóttu í sólina.
Síðustu ár hafa reynst þeim hjón-
um erfið sökum heilsuleysis en
Gummi lést hinn 4. janúar sl. Dró
þá talsvert af henni þar til hins
síðasta.
Nú eru þau heiðurshjón lögð af
stað til Sumarlandsins. Óskum
við þeim góðrar ferðar og þökk-
um samfylgdina hérna megin.
Fjölskyldunni sendum við hug-
heilar samúðarkveðjur á þessum
erfiða tíma.
Lea Þórarinsdóttir og
Anna María Lárusdóttir.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014
Gullnir silfurlokkar
geysast um
eins og gamall Skoda á
hraðferð
Sú sannfærir mann og annan
með óbeinum rökum og skoðanastíl
Þessi dama er draumum líkust
hún dregur hvern mann upp sína hlíð
Þjóðkennd fyrir styrk og stuðning
af barnabörnum og þeim sem þekkja til
Ásta
Sigurðardóttir
✝ Ásta Sigurð-ardóttir fædd-
ist 26.9. 1921. Hún
lést 24.12. 2013. Út-
för Ástu fór fram
frá Kópavogskirkju
3. janúar 2014.
Er hugur minn til henn-
ar reikar
hjarta mitt fyllist af yl
Hennar ætt, æðst af
mönnum
hún ávallt kenndi frá
fyrstu tíð
„Unga stúlka, þú af
stórættum komin
vert’ ávallt sterk, ljúf
og blíð“
Ásta amma, þú gull af mönnum
stendur með þína menn við hlið
Ásgeir og ykkar syni
Þú ert þar með mínum himnasmið.
Aldís Sigríður
Sigurðardóttir (Dídí).
Ungi upp lítur,
sér andlit sem hlýtur
að elska hann heitt,
því hann brosir út að eyrum á
ungbarnið í faðmi sér
og hvíslar vísu með fallegum orðum í
huggunarróm.
Þú mikli maður með hesta her.
Ofurhetja með breitt bak og opna
arma.
Þú sterki maður sem kenndir mér
þögla ást.
Zóphanías Magnús
Márusson
✝ ZóphaníasMagnús Márus-
son fæddist 23. des-
ember 1919. Hann
andaðist 18. febr-
úar 2014. Útför
Zophaníasar fór
fram 26. febrúar
2014.
Ást sem finnst í gleði-
hlátrum og leikfimum
lipurfótum.
Þín þungu skref veittu
huggun og létti.
Afi sem fór með töfrandi
vísur og kvað ljóð.
„Náðu snögg í klárinn
vinan“
Þín ákveðnu orð sögð
með trausti sem hvöttu
mig til
ábyrgðar.
Þín sárt mun sál mín sakna
Þið undursamlegu hjónin sem vakið yf-
ir okkur með mínum himnasmið.
Undirbúið okkar komu í ykkar frið-
arskjól með sykruðum pönnukökum.
Aldís Sigríður
Sigurðardóttir (Dídí).
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ERLA SIGURÐARDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir hinn 5. mars.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 14. mars kl. 11.00.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Eirar, 3. hæð
norður, fyrir góða og hlýlega umönnun.
Sigríður Gissurardóttir, Guðmundur Ragnarsson,
Sigrún Gissurardóttir, Steinar S. Jónsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
MAGNÚS GUÐMUNDSSON
fyrrverandi flugstjóri
lést á heimili sínu í Hampton, Englandi, miðvikudaginn
19. febrúar.
Útförin hefur farið fram.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðjón Ó. Magnússon.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi og
langafi,
BALDUR ÞORSTEINN BJARNASON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 14. mars kl. 13.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Iben Sonne,
Baldur Þór Baldursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
BALDURS ÓFEIGS EINARSSONAR,
Kugga,
Ófeigsstöðum, Köldukinn.
Hulda Davíðsdóttir, Birgitta Anný Baldursdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
UNNUR ÁRNADÓTTIR,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju
föstudaginn 14. mars kl. 13.30.
Steinþór Óskarsson, Valgerður Anna Guðmundsdóttir,
Hörður Óskarsson,
Ingvar Árni Óskarsson, Ásdís María Jónsdóttir,
Margrét Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Frændi minn og vinur,
GÍSLI SIGURÐSSON,
Hópi, Eyrarbakka,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
mánudaginn 10. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Magnús B. Sigurðsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
aðfaranótt sunnudagsins 9. mars.
Jarðarförin verður gerð frá Kópavogskirkju
miðvikudaginn 19. mars kl. 15.00.
Stefán Baldursson, Þórunn Sigurðardóttir,
Þorgeir Baldursson, Regína Arngrímsdóttir,
Vignir Baldursson, Birna Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku Hlíf mín.
Ekki þekktumst við
lengi en þann tíma
sem ég fékk með
þér er ég virkilega
þakklát fyrir. Þú ert búin að vera
mér dýrmæt vinkona seinustu
mánuði og munt alltaf eiga sér-
stakan stað í mínu hjarta. Takk
fyrir allt skemmtilega og innilega
spjallið okkar, því gleymi ég aldr-
ei. Ég mun heldur aldrei gleyma
yndislega góðu og hjartahlýju
persónunni sem þú hafðir að
Hlíf Erlendsdóttir
✝ Hlíf Erlends-dóttir fæddist
24. febrúar 1927.
Hún lést 25. febr-
úar 2014. Útför
Hlífar fór fram 7.
mars 2014.
geyma og ég var svo
heppin að fá að
kynnast.
Þar sem englarnir syngja
sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum lifum í
trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að
morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þangað til við hittumst aftur,
Þín vinkona,
Sigrún Edda.
Ingiríður
Daníelsdóttir
✝ Ingiríður Daní-elsdóttir fædd-
ist 13. ágúst 1922.
Hún lést 25. febr-
úar 2014. Ingiríður
var jarðsungin 8.
mars 2014.
þá helgu tryggð og
vináttunar ljós,
er gerir jafvel dimma
daga bjarta.
Úr dufti lætur spretta
lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir)
Ég þakka góða
vináttu og bið góðan
guð að veita fjöl-
skyldunni styrk um
ókomin ár.
Elsku Inga, hvíl í
friði.
Rósa
Þorsteinsdóttir.
Ég þakka allt frá okkar
fyrstu kynnum,
það yrði margt ef telja
skyldi það.
Í lífsins bók það lifir
samt í minnum,
ef letrar skýrt á eitt hvert hennar blað.
Ég fann í þínu stóra heita hjarta,