Morgunblaðið - 13.03.2014, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Norðurheimskautsbaugurinn var í
gær á 66°N33’52,7". Hann er á stöð-
ugri hreyfingu en í heildina færist
hann jafnt og þétt til norðurs þessi
árin. Baugurinn mun fara norður
fyrir Grímsey á árunum 2031 til
2038 og skilja endanlega við hana í
kringum árið 2047, að því er segir í
grein Þorsteins Sæmundssonar
stjörnufræðings á vefsíðu Alman-
aks Háskóla Íslands (alman-
ak.hi.is).
Þar kemur einnig fram að út-
reikningar bendi til þess að heim-
skautsbaugurinn hafi fyrst gengið
inn á Grímsey árið 1717.
Árleg meðalhreyfing heim-
skautsbaugsins er um 14,5 metrar.
Færsla baugsins er skrykkjótt í
báðar áttir og færist hann mismikið
frá einum tíma til annars. Á þessu
ári, frá 1. janúar til 31. desember,
verður færslan alls um 25 metrar.
„Það þýðir ekki að þetta sé jöfn
breyting. Sveiflan innan ársins,
milli hæsta og lægsta gildis, er um
80 metrar,“ sagði Þorsteinn í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Kennileiti fyrir bauginn
Nýlega var greint frá því að til-
laga Kristins E. Hrafnssonar og
Studio Granda hefði borið sigur úr
býtum í samkeppni um kennileiti
fyrir heimskautsbauginn í Grímsey.
Verkið er grásteinskúla, þrír metr-
ar í þvermál og er henni ætlað að
standa á heimskautsbaugnum þar
sem hann verður hverju sinni.
Ætluðu menn að fylgja færslu
baugsins stöðugt eftir með
grásteinskúlunni hefðu þeir nóg að
gera. Eftir aðeins einn mánuð
þyrfti að færa kúluna um sex
metra, að sögn Þorsteins. Sam-
kvæmt verðlaunatillögunni er ætl-
unin að velta kúlunni á réttan stað á
hverju vori. Hún mun því ferðast
með heimskautsbaugnum sífellt
norðar uns kúlan veltur fram af
eynni.
„Ferill kúlunnar frá 2014 og til
endaloka verður lagður með söguð-
um rekavið og þannig tryggt að all-
ir komist að henni frá vegarslóð-
anum sem liggur út á Eyjarfót.
Rekaviðarlagður stígurinn yrði að
lokum það eina sem eftir væri til
vitnis um heimskautsbauginn í
Grímsey,“ segir í frétt Hönnunar-
miðstöðvar um úrslit samkeppn-
innar.
Möndulhalli jarðar ræður
Hreyfingar norðurheimskauts-
baugsins ráðast af möndulhalla
jarðarinnar og hann er breytilegur.
Tunglið hefur m.a. áhrif á hann.
Snúningsmöndli jarðarinnar hall-
ar miðað við brautarflöt jarðar-
innar í kringum sólu. Hornið milli
snúningsmöndulsins og jarðbraut-
arflatarins er nálægt 66°33,5’.
Norðurheimskautsbaugurinn er því
á 66°33,5’ norðlægrar breiddar.
Þetta horn er ekki stöðugt og ýmist
vex eða minnkar.
Hornið hefur mest orðið 68° en
minnst 65,5° á síðustu ármilljónum,
að því er fram kemur í grein Árna
Hjartarsonar í Náttúrufræðingnum
2008.
Mismunur upp á 2,5° þýðir að
baugurinn getur færst til um nærri
278 km alls.
Samkvæmt skilgreiningu er
norðurheimskautsbaugurinn þar
sem miðja sólarinnar getur horfið
undir sjóndeildarhringinn í heilan
sólarhring eða lengur að vetri og
verið sýnileg í heilan sólarhring eða
lengur að sumri. Skilgreiningin
miðast við að sá sem horfir á sólina
standi við sjávarmál og ekki er tek-
ið tillit til ljósbrots í gufuhvolfi
jarðar, að því er fram kemur í grein
Árna.
Árni segir að eftir að heimskauts-
baugurinn fer norður fyrir Grímsey
síðar á þessari öld verði Ísland, að
Grímsey meðtalinni, sunnan heim-
skautsbaugs í nærfellt 20.000 ár. Þá
muni baugurinn færast á ný yfir
eyna á leið sinni í suðurátt.
Skrykkjótt ferðalag
heimskautsbaugsins
Heimskautsbaugurinn gekk inn á Grímsey árið 1717
Baugurinn skilur endanlega við eyna árið 2047
Norðurheimskautsbaugur
Akureyri
Grenivík
Ólafsfj.
Dalvík
Húsavík
Staðsetning
heimskautabaugs
12. mars 2014
66° N 33’ 52,7”
Grímsey
Öldutún
Höfn
Grímseyjarviti
Flugbraut
Vallargata
Æfingin hjá okkur
tekur aðeins 30 mínútur
Hringdu og fáðu frían prufutíma
síma 566 6161
… Heilsurækt fyrir konur
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
Settu heilsuna
í fyrsta sæti!
Við tökum vel á móti ykkur og
bjóðum upp á notalegt
andrúmsloft og skemmtilegan
félagsskap.
Frábær kaup
á vandaðri dans
kri
hönnun!
20% afsláttur á öllu
m
pöntuðum BoConce
pt
vörum fram til 15. m
ars
boconcept.is
Húsgögnin frá BoConcept sameina
framúrskarandi hönnun, gæði, góð verð
og óteljandi möguleika.
Þú getur notað teikniforritið á
boconcept.is til að hanna þín eigin
húsgögn. Þú smellir einfaldlega á
flipann „Design in 3D Home Creator“
undir hverri mynd, byrjar að hanna og
reiknar verðið.
Skannaðu QR kóðann og sjáðu hvernig
teikniforritið virkar
Fosshálsi 1,110 Reykjavík | Sími: 577 1170 | innx@innx.is | innx.is
Orkuveita Reykjavíkur og Orka náttúrunnar standa
fyrir vísindadegi á föstudaginn þar sem kynntar
verða niðurstöður 18 rannsókna sem vísindamenn
hafa unnið í samstarfi við fyrirtækin.
Umhverfisrannsóknir eru fyrirferðarmestar á vís-
indadeginum. Fram kemur í tilkynningu að áberandi
í dagskránni séu rannsóknir á brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkjunum,
útbreiðslu þess og áhrifum en á næstu vikum verði gangsett gasskiljustöð
við Hellisheiðarvirkjun sem hafi það hlutverk að draga úr umhverfisáhrif-
um jarðhitanýtingarinnar.
Þá kemur fram að sagan geymi frásagnir af miklum sjávarflóðum í
Reykjavík. Eitt erindanna á vísindadeginum fjalli um hvaða áhrif mikil
sjávarflóð gætu haft í Kvosinni þar sem byggð stendur einna lægst í höf-
uðborginni og hvernig hægt sé að bregðast við slíkum hamförum.
Vísindadagurinn verður í höfuðstöðvum Orkuveitunnar á Bæjarhálsi 1,
stendur frá 9-15.40 og aðgangur er ókeypis.
Við Hellisheiðarvirkjun.
Orkumál á dagskrá á vísindadegi