Morgunblaðið - 13.03.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 13.03.2014, Síða 1
lítið það sem af er vetri. Þannig hef- ur rennslið í Tungnaá og Þórisvatn ekki verið minna í 55 ára sögu mæl- inga og rennslið í Blöndu hefur verið nálægt sögulegu lágmarki. Hefur þetta haft í för með sér röskun á framleiðslu álveranna í Straumsvík og Reyðarfirði, auk El- kem á Grundartanga og Becromal á Akureyri. Óhagstætt tíðarfar » Tíðarfarið á hálendinu hefur verið Landsvirkjun sérlega óhagstætt, einkum í febrúar. » Þó að úrkoma hafi aukist í mars er of stutt liðið af mán- uðinum til að fyllast bjartsýni. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Síðasta vatnsár var eitt hið slakasta í sögu fyrirtækisins en við komumst í gegnum það án skerðingar á raf- orku. En síðan hefur þetta ár einnig farið illa af stað, sérstaklega á Tungnaár- og Blöndusvæðinu,“ seg- ir Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, en vegna minnkandi vatnsforða í miðlunarlónum á há- lendinu hefur Landsvirkjun orðið að grípa til skerðingar á raforku til stóriðju og í heildsölu til annarra orkufyrirtækja. Ekki er útilokað að til frekari skerðingar þurfi að koma en Landsvirkjun er að endurmeta þá þörf þar sem horfur í vatnsbúskapn- um hafa farið versnandi á undan- förnum vikum. Vegna úrkomuleysis og kulda á hálendinu hefur innrennsli í miðlun- arlón Landsvirkjunar verið óvenju- Versnandi vatnsbúskapur  Stefnir aftur í slæmt vatnsár í miðlunarlónum Landsvirkjunar  Innrennsli í Þórisvatn ekki minna í 55 ár  Endurmeta þörf á frekari raforkuskerðingu MStefnir aftur í slæmt … » 12 F I M M T U D A G U R 1 3. M A R S 2 0 1 4 Stofnað 1913  61. tölublað  102. árgangur  –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG KOM ALDREI ANNAÐ TIL GREINA SKATTKERFIÐ, LEGO-RISINN, EVRUKREPPAN ÓSKÝR MÖRK GÓÐS OG ILLS Í MYND MAAS VIÐSKIPTABLAÐ LEIKSTJÓRI TVEGGJA LÍFA 42GAF SYNI NÝRA 4 www.mats.is Grímsey Baugurinn liggur um eyna.  Norðurheimskautsbaugurinn var í gær á 66°N33’52,7". Hann er á stöðugri hreyfingu en í heildina færist hann jafnt og þétt til norðurs þessi árin. Baugurinn mun fara norður fyrir Grímsey á árunum 2031 til 2038 og skilja endanlega við hana í kringum árið 2047. Út- reikningar benda til þess að heim- skautsbaugurinn hafi fyrst gengið inn á Grímsey árið 1717. Árleg meðalhreyfing heim- skautsbaugsins er um 14,5 metrar. Færsla baugsins er skrykkjótt í báðar áttir og færist hann mismikið frá einum tíma til annars. »19 Heimskautsbaug- urinn færist norður Baldur Arnarson Stefán Gunnar Sveinsson Gunnar Helgi Kristinsson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur að Seðlabankinn hefði átt að upplýsa fjármálaráðu- neytið um að bankinn myndi greiða kostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra vegna málsóknar gegn bankanum, en tilefni bréf- anna var fyrirspurn þingmanns. Komið hefur fram að ákvörðun um greiðslu SÍ lá fyrir þegar bréfin voru send. Bar að upplýsa ráðuneyti  Prófessor telur Seðlabankann hafa átt að veita rétt svör „[É]g tel að það hljóti að felast í eftirlitsskyldu ráðuneytis með sjálfstæðum stofnunum að það geti beðið um upplýsingar og eigi að fá rétt svör.“ Ásmundur G. Vilhjálmsson, að- junkt við viðskiptafræðideild Há- skóla Íslands, telur ýmis álitamál vakna varðandi greiðslu SÍ. Til greina komi að hún sé hlunnindi. Már sagði við Morgunblaðið sl. mánudag að eftir leka í blaðið um deilur í bankaráði sumarið 2010 hefðu stjórnvöld ekki treyst sér til að efna loforð um launakjör hans. Á þeim tíma kannaðist forsætisráð- herra ekki við slíkt loforð. »6, 17 Frávísun » Seðlabankinn krafðist þess fyrir héraðsdómi að máli Más gegn bankanum yrði vísað frá. » Þess er ekki getið í dómum að Már hafi höfðað málið til að leggja lóð á vogarskálar sjálf- stæðis bankans líkt og hann hefur haldið fram. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér bronsverðlaun á hinu sterka Algarve-móti í Lagos í Portúgal með því að vinna óvæntan en sætan sigur á Svíum, 2:1, í gær. „Aldur og reynsla breytir engu. Við spiluðum bara saman sem eitt lið og þá skiptir engu hversu marga landsleiki maður hefur spilað,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, 18 ára miðvörður íslenska liðsins. » Íþróttir 2-3 Brons eftir óvæntan og sætan sigur á Svíum Ljósmynd/KSÍ Samstaða lykillinn að góðum árangri á Algarve-mótinu  Smásölurisinn Costco skoðar nú að opna verslun í Reykjavík. Hafa fulltrúar á veg- um fyrirtækisins, sem er næst- stærsta smásölu- keðja í Banda- ríkjunum, af þessu tilefni m.a. fundað með ýms- um aðilum í stjórnkerfinu. „Við lítum jákvæðum augum á þetta mál,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. hordur@mbl.is »Viðskipti Costco hefur áhuga á verslun á Íslandi Risi Tekjur eru 105 milljarðar dala.  Fjármálafyrir- tækið Lýsing er að ganga frá kaupum á eigna- leigufyrirtækinu Lykli sem er hluti af MP banka. Sam- kvæmt heim- ildum Morgun- blaðsins verður skrifað undir kaupsamning á allra næstu dögum. Við kaupin mun Lýsing taka yfir meira en tvö þúsund bílasamninga, bílalán og kaupleigusamninga vegna ýmissa atvinnutækja. hordur@mbl.is »Viðskipti MP banki selur Lykil til Lýsingar Höfuðstöðvar MP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.