Morgunblaðið - 13.03.2014, Síða 18

Morgunblaðið - 13.03.2014, Síða 18
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Góð gjöf Benóný Ásgrímsson, flugstjóri hjá LHG, Grétar Einarsson, björg- unarsveitarmaður í Vík sem kom að björguninni fyrir 10 árum, og Hákon Þröstur Guðmundsson, annar skipstjóra á Vilhelm á sínum tíma. Útgerðarfyrirtækið Samherji á Akureyri afhenti í gær Landhelg- isgæslunni að gjöf tvö hágæða hjartastuðtæki. Tilefnið var að 10 ár eru um þessar mundir síðan starfsmenn Gæslunnar björguðu áhöfn Vilhelms Þorsteinssonar eft- ir að skipið strandaði á Með- allandsfjörum og drógu síðan skip- ið á flot. Hákon Þröstur Guðmundsson, annar skipstjóra á Vilhelm á sínum tíma, afhenti Benóný Ásgrímssyni flugstjóra tækin á Akureyri í gær. „Þessi tæki eiga eftir að bjarga manns- lífum, á því er enginn vafi,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri LHG, í gær. „Tækin eiga eftir að bjarga mannslífum“  Samherji gefur Gæslunni hjartastuðtæki 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014 Við sérpöntumallar gerðirbíla frá USA og Evrópu Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430 - is-band@isband.is - www.isband.is Nýr Ford F350 Komdu til okkar og kynntu þér málið, erum að taka niður pantanir. Opið alla virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15 Ford F350 XLT 4x4 Dísel, verð frá 8.950.000 kr. án vsk 7.130.000 kr. Ford F350 Lariat 4x4 Dísel, verð frá 9.890.000 kr. án vsk 7.880.000 kr. Ford F350 King Ranch 4x4 Dísel, verð frá 10.490.000 kr. án vsk 8.359.000 kr. Platinum 4x4 Dísel, verð frá 10.690.000 kr. án vsk 8.518.000 kr. 2014/2015 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Fyrstu alþjóðlegu íslensku vetrar- leikarnir – Iceland Winter Games – fóru fram í Hlíðarfjalli við Akureyri á laugardaginn og tókust vonum framar. Keppt var í skíðafimi (Free skiing) og á brettum. Veðrið var leið- inlegt fyrir helgi þannig að ekki var hægt að æfa en úr rættist á meðan keppni stóð yfir á laugardag.    Mótshaldarar fóru að ráðum veðurfræðings, hófu leik eldsnemma á laugardag, keppni fór fram eins og til stóð, og það stóð á endum; þegar verðlaunaafhending fór fram um miðjan dag byrjaði að moksnjóa!    „Keppnin var tveimur tímum styttri en ráðgert var, en við náðum að keyra alla dagskrána og þetta kom útlendingunum svo sem ekki á óvart. Norðmennirnir höfðu sagt okkur að svona staða væri alþekkt,“ sagði Davíð Rúnar Gunnarsson hjá Viðburðastofu Norðurlands, sem stóð að mótinu.    Keppendur voru um 80, þar af um 35 útlendingar, en frá útlöndum komu um 50 manns að meðtöldum aðstoðarmönnum og fréttamönnum.    Davíð gerir ráð fyrir miklu fleiri útlendingum á næstu árum. Að- standendur alþjóðlegu mótarað- arinnar í skíða- og brettafimi voru nefnilega svo ánægðir með aðstæður að þeir buðu Akureyringum að halda svokallað Platínumóti á næsta ári. Mótið í ár væri silfurmót, þeir Davíð stefndu að því að halda gullmót næsta ár en hinir erlendu gestir vilja ganga skrefi lengri. „Ef við verðum með svokallað demantamót er það svo flott að allir þeir bestu í heimi verða að koma.“    „Norðmennirnir sögðu að það þyrfti ekki að koma okkur á óvart að 1.000 manns skrái sig fyrstu dagana eftir að demantamót yrði auglýst. Þá kæmu hingað heimsmeistarar og allir þeir bestu í skíðafiminni,“ segir Davíð.    Akureyringum stendur til boða að fá Siver Voll – þann sem sigraði í skíðafimikeppninni um helgina – til bæjarins til að þjálfa áhugasama í greininni. Sannarlega spennandi tímar framundan í þessari ört vax- andi íþróttgrein. Það skyldi þó aldrei vera að Vetraríþróttamiðstöðin ætti efrir að laða þúsundir til bæjarins!    „Jonni var síspilandi sem barn, mest á píanó en hann æfði sig líka á trompet. Það gerði hann uppi á háa- lofti í Hamborg til að ónáða ekki heildsalann niðri.“ Þannig komst Sólveig Björg Dyrhe Hansen að orði í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún er 86 ára og búsett í Danmörku, systir Jonna í Hamborg sem svo er kallaður, en dagskrá til heiðurs hon- um fer fram í dag á Akureyri.    Níutíu ár eru í dag frá því Jonni í Hamborg fæddist; Jóhannes Gísli Vilhelm Þorsteinsson, eins og hann var skírður. Jonni fæddist á Siglu- firði en var fluttur sex mánaða gam- all til Akureyrar og settur í umsjá móðursystur sinnar, Laufeyjar Pálssdóttur, sem bjó í húsinu Ham- borg sem stendur við Hafnarstræti.    Í tilefni tímamótanna verður dagskrá í minningu Jonna á sal Menntaskólans á Akureyri í dag og á Götubarnum í kvöld. Jonni fór að heiman um tvítugt, til Reykjavíkur til að stunda tónlist- arnám. Hann fór utan til náms og átti að leika með þeirri kunnu söng- konu Elsu Sigfúss í Kaupmannahöfn árið 1946, 22 ára að aldri, en lést af slysförum áður en af tónleikunum varð.    „Ég opnaði fyrir prestinum, séra Friðriki Rafnar, þegar hann kom heim í Hamborg að færa okkur tíðindin. Hann vísiteraði aldrei en kom því miður þennan dag. Það var hryllilegt,“ sagði Sólveig Björg Dyrhe Hansen við Morgunblaðið í gær. Sólveig Björg var 19 ára þegar bróðir hennar lést. „Við vorum mjög náin. Steingrímur bróðir okkar var 13 árum eldri þannig að við Jonni vorum einu börnin á heimilinu þegar ég var að alast upp.“ Sólveig sagðist ekki hafa hugsað sér að koma heim til að vera við athöfnina, en sonum hennar hafi ekki fundist annað hægt og hún látið tilleiðast.    Jonnni var demantur við píanóið og fyrsti konsertmeistari Mennta- skólans á Akureyri, en enginn engill frekar en aðrir dauðlegir menn. „Hann var eiginlega rekinn úr Menntaskólanum! Fékk sér senni- lega aðeins of mikið að drekka eins og gengur, fór að tuskast við ein- hvern dreng á skólaballi og Sigurður skólameistari rak hann. Brottrekst- urinn tók þó ekki gildi fyrr en á mánudegi því Jonni átti að spila á tónleikum með skólahljómsveitinni á laugardagskvöldi,“ segir hún.    „Þetta var voðalegt fyrir fjöl- skylduna og drenginn; hann var al- veg miður sín. Málið var leyst þannig að hann var látinn búa á heimavist [Menntaskólans] um tíma og strákur þaðan bjó hjá okk- ur í Hamborg. En hann hlaut upp- reisn æru og fékk bók í kveðjugjöf frá skólanum við útskrift,“ segir Sólveig Björg.    Afmælisdagskrá hefst í Kvos- inni, sal MA, í dag kl. 17. Þar mun Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld fjalla um Jonna í Hamborg með að- stoð Agnars Más Magnússonar, eins færasta djasspíanista okkar daga. Brugðið verður upp myndum og les- ið úr bréfum Jonna. Afmæliskaffi og kökur verða í boði MA.    Frönsk kvikmyndahátíð, sem haldin var í Reykjavík á dögunum, flyst nú til Akureyrar og Fjalla- byggðar, þar sem nokkrar myndir verða sýndar; í Fjallabyggð 15. mars en á Akureyri 16. til 19. mars.    Fyrsta myndin, Málverkið (Le Tableau), verður sýnd á sunnudag- inn. Á Akureyri verða allar sýning- arnar í menningarhúsinu Hofi.    Austfirskar hljómsveitir troða upp á Græna hattinum um helgina. Bloodgroup á föstudagskvöld og Sú- Ellen á laugardag. Af demöntum í skíðabrekkum og við slaghörpuna Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Frábær tilþrif Keppendur léku listir sínar á fyrstu vetrarleikunum. Hátíðin hefur þegar fest sig í sessi. Minning Jonni í Hamborg; Jóhann- es Gísli Vilhelm Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.