Morgunblaðið - 13.03.2014, Síða 21
Leikskólinn er fyrsta skólastigið og um 95% barna á aldrinum 2-5 ára sækja leikskóla og hefur það hlutfall
aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Hlutverk leikskólans hefur breyst mikið á undanförnum árum, ekki
síst eftir að hann var skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Árið 2012 voru um 2.000 börn á fyrsta og öðru ári
hjá dagforeldrum, flest sveitarfélög niðurgreiða dvalargjaldið en misjafnt er hversu mikið.
LEIKSKÓLAR OG ÞJÓNUSTAVIÐ BÖRN
lagaákvæði þyrftu leikskólakennarar
að vera tvöfalt fleiri.
Karlar um 7% starfsmanna
Undanfarin ár hefur dregið mjög
úr aðsókn í leikskólakennaranám,
t.d. útskrifuðust 24 úr því námi í
fyrra. Allt voru það konur.
Í skýrslu til eflingar leikskóla-
stigsins sem kom út fyrir rúmu ári
segir að of fáir líti á námið sem raun-
verulegan valkost. Lenging námsins
úr þremur árum í fimm árið 2011 er
einnig nefnt sem líkleg ástæða þess
að sífellt færri velja þetta nám.
356 karlar störfuðu á leikskólum
landsins árið 2012, eða um 7% alls
starfsfólks leikskólanna. Reyndar
hefur hlutfall karla aukist nokkuð
undanfarin ár, en árið 1998 var það
2%. Karlar eru 3% félagsmanna í Fé-
lagi leikskólakennara, en sumir
þeirra eru með aðra háskólamenntun
og þegar einungis eru skoðaðir þeir
sem eru með leikskólakennara-
menntun, þá eru karlar 1% félags-
manna.
Snýst um að mennta börnin
Ýmsar skýringar hafa verið nefnd-
ar á þessum kynjamun, m.a. lág laun
og viðhorf til starfsins.
Farið hefur verið út í ýmiskonar
átök og kynningar til að fjölga körl-
um í stéttinni, en
það hefur lítinn
árangur borið.
„Það er erfitt að
svara því hvers
vegna árangurinn
hefur ekki verið
meiri. En karlar
eru reyndar
miklu færri en
konur í öllum
kennarastéttum,
þetta er ekki ein-
skorðað við leikskólann,“ segir Har-
aldur Freyr Gíslason, formaður Fé-
lags leikskólakennara. Hann segir að
á næstu vikum verði farið í kynn-
ingarátak, þar sem starf leikskóla-
kennara verður kynnt. Að því standa
ýmsir hagsmunaaðilar; Samband ís-
lenskra sveitarfélaga, háskólar, Fé-
lag leikskólakennara og fleiri.
Haraldur segir að fjölgun leik-
skólakennara af báðum kynjum sé
ekki einkamál stéttarinnar, heldur
hagsmunamál samfélagsins alls.
„Þetta snýst um að mennta börnin
sem best. Við viljum standa okkur
vel í könnunun á borð við Pisa. Ef við
ætlum að gera það, þá er einn liður í
því að tryggja fjölgun leikskólakenn-
ara, því í leikskólanum er grunn-
urinn lagður.“
Nú er tækifærið
Kjarasamningar Félags leikskóla-
kennara við Samband íslenskra
sveitarfélaga renna út í lok apríl og
hófust kjaraviðræður í þessari viku.
„Við höfum margoft sagt að skilvirk-
asta leiðin til að fjölga í stéttinni sé
að við verðum samkeppnisfær í laun-
um við aðra sérfræðinga. Það er
stærsti þátturinn í því að fá fleiri í
starfið, að okkar mati. Við sem sam-
félag verðum að taka okkur tak og
hætta að tala um þetta, við verðum
að fara að gera eitthvað. Við getum
endalaust setið á fundum og röflað
um þetta. Núna eru kjarasamningar
að losna og nú er tækifærið til að
fjölga leikskólakennurum,“ segir
Haraldur.
Stór skref þarf að stíga
Spurður um út frá hverju verði
gengið í kjaraviðræðunum segist
Haraldur ekki vilja nefna neinar töl-
ur. Eru kröfurnar svipaðar þeim sem
Félag framhaldsskólakennara setur
fram? „Ég er ekki tilbúinn til að
nefna neinar tölur á þessu stigi, en
það er ljóst að það þarf að stíga veru-
lega stór skref eigi að leiðrétta laun
leikskólakennara til samræmis við
aðra sérfræðinga.“
Haraldur Freyr
Gíslason
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014
Sveitarfélögin gegna mikilvægu hlutverki í
barnaverndarmálum, en í barnaverndar-
lögum segir að á vegum sveitarfélaga skuli
starfa barnaverndarnefndir. Árið 2012 voru
útgjöld sveitarfélaganna um 1,9 milljarðar
króna vegna þjónustu við börn og unglinga.
Hún tekur til útgjalda vegna barnavernd-
arnefnda og útgjalda vegna vistunar og
fósturs barna og ungmenna utan heimilis.
Félags- og tryggingamálaráðuneytið og
Barnaverndarstofa fara með yfirstjórn
barnaverndar og sinna eftirlitshlutverki
með barnaverndarnefndum sveitarfélaga,
en á landinu starfa 27 barnaverndarnefndir.
Þær starfa sjálfstætt og er sveitarstjórnum
óheimilt að gefa barnaverndarnefndum fyr-
irmæli um meðferð einstakra barnavernd-
armála.
Fjölbreytt úrræði
Barnaverndarnefndir hafa eftirlit með
aðbúnaði, hátterni og uppeldisskilyrðum
barna og meta þarfir þeirra barna sem ætla
megi að þurfi á úrræðum laganna að halda.
Úrræðin eru fjölbreytt og geta bæði verið
innan heimilis barnanna og utan.
Þegar barnaverndarnefnd fær tilkynn-
ingu um óviðunandi aðstæður barns ber
henni, eigi síðar en innan sjö daga, að kanna
hvort ástæða sé til að taka málið til könn-
unar.
Tilkynnt vegna 7.000 barna
Á síðasta ári bárust barnaverndar-
nefndum á landinu rúmlega 8.600 tilkynn-
ingar vegna rúmlega 7.000 barna. Flestar
voru þær vegna áhættuhegðunar barna og
næstalgengasta ástæðan var vanræksla.
Ofbeldi var ástæðan í rúmlega fjórðungi til-
vika. Tilkynningar um kynferðislegt ofbeldi
gagnvart stúlkum voru tvöfalt algengari en
gagnvart drengjum, en slík mál sem vörð-
uðu stúlkur voru 387, en mál drengja 190.
Áhættuhegðun drengja algengari
Áhættuhegðun er næstum því tvöfalt al-
gengari meðal drengja og þá voru tilkynn-
ingar sem vörðuðu afbrot barna talsvert al-
gengari hvað drengi varðaði, eða 785 á móti
250 slíkum tilkynningum sem vörðuðu
stúlkur. Einnig var talsvert algengara að
tilkynnt væri að drengir beittu ofbeldi en
stúlkur. Algengast var að tilkynningar bær-
ust frá lögreglu, en einnig bárust margar
frá skólum og nágrönnum. Foreldrar
barnsins tilkynntu í um 9% tilvika.
Fjöldi tilkynninga til
barnaverndarnefnda
2013 skipt eftir kynjum
Ekki vitað (tilkynningar
vegna ófæddra barna)
56
(0,7%)
Samtals
8.610
Drengir
4.705
(54,6%)
Stúlkur
3.849
(44,7%) Heimild: Barnaverndarstofa
Fjöldi tilkynninga til
barnaverndarnefnda
2013 eftir landsvæðum
Samtals
8.610
Heimild: Barnaverndarstofa
Höfuðborgarsvæðið
5.924
(68,8%)
Landsbyggðin
2.686
(31,2%)
27 barnaverndar-
nefndir á landinu
Barnaverndarmál kosta 2 milljarða árlega
Árið 2012 störfuðu 465 við daggæslu í heimahúsum víðs veg-
ar um landið, 433 konur og 32 karlar. Þetta fólk gætti 1.945
barna, flest voru þau eins árs eða yngri. Rúm 5% barna á fyrsta
ári voru í dagvistun á einkaheimili og tæplega 37% eins árs
barna. Meirihluti barnanna, rúm 84%, dvaldi í átta stundir eða
lengur.
Daggæsla í heimahúsum er hluti af félagsþjónustu sveitar-
félaganna. Yfirstjórn málaflokksins er á höndum velferðar-
ráðherra en félagsmálanefndir sveitarfélaganna bera ábyrgð á
umsjón og eftirliti með starfsemi dagforeldra í hverju sveitar-
félagi fyrir sig. Auk þess veita nefndirnar leyfi til daggæslu
barna í heimahúsum.
Um daggæslu gildir reglugerð og þurfa dagforeldrar að upp-
fylla tiltekin skilyrði hennar til að hljóta leyfi frá félagsmála-
nefnd.
Leyfið er m.a. háð því að viðkomandi sé orðin/n 20 ára og
þarf að leggja fram læknis- og sakavottorð. Hámarksdvalartími
barns í daggæslu eru níu tímar og ekki mega vera fleiri en fimm
börn í einu hjá hverju dagforeldri.
Mismikil niðurgreiðsla
Í flestum tilvikum niðurgreiða sveitarfélög daggjöld vegna
barnanna, en mismunandi reglur gilda hjá sveitarfélögum um til-
högun niðurgreiðslanna. Flest sveitarfélög niðurgreiða gæslu
dvelji barn hjá dagforeldri minnst fjórar upp í átta klukkustundir
daglega og sums staðar er niðurgreiðsla vegna barna einstæðra
eða tekjulágra foreldra hærri en til annarra foreldra.
Hámarksniðurgreiðsla til giftra foreldra var skoðuð í nokkum
af stærri sveitarfélögum landsins. Í Reykjanesbæ er hún 35.000,
í Árborg 25.000, í Kópavogi 43.650, í Reykjavík 47.479, í Hafn-
arfirði 45.000, á Akureyri 47.798, í Fljótsdalshéraði 38.700 og á
Akranesi 40.000.
Upplýsingarnar fengust af vefsíðum viðkomandi sveitarfélaga.
Í þessu sambandi ber að geta þess að engin samræmd gjald-
skrá er hjá dagforeldrum, þannig að niðurgreiðsla sveitar-
félagsins veitir ekki vísbendingu um hversu mikið foreldrar
þurfa að greiða fyrir gæsluna.
Morgunblaðið/ÞÖK
465 dagforeldrar pössuðu
1.945 börn í heimahúsum
VELDU VIÐHALDSFRÍTT
Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700
• Barnalæsing
• Mikil einangrun
• CE vottuð framleiðsla
• Sérsmíði eftir málum
• Glerjað að innan
• Áratuga ending
• Næturöndun
PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar