Morgunblaðið - 18.03.2014, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014
Galvaskir fótboltadrengir létu ekki
veður og vind aftra sér í að mæta
á gervigrasið við skólann sinn um
helgina, Lindaskóla í Kópavogi.
Í þetta sinn var ekki tekið til
fóta með bolta heldur tekið til
hendinni með skóflum til að fjar-
lægja þykkann klakabunka sem
myndast hefur yfir grasinu síðustu
mánuði. Náttúruöflin hafa gert
það að verkum að fótbolti var síð-
ast spilaður á grasinu fyrir 132
dögum. Drengirnir sýndu mikla
elju og einstaka varfærni með
skóflunum sínum við klakahreins-
unina en gárungar telja að dreng-
irnir hafi fjarlægt um 1,5 tonn af
ís af fótboltavellinum. Mikil gleði
ríkti seinna um daginn þegar
drengirnir framkvæmdu fyrsta
spark ársins á grænu grasinu.
Drengirnir vilja samt koma á
framfæri að stíga þarf varlega til
jarðar því vetur ríkir enn yfir
landinu og klaki leynist víða. Á
myndinni eru, frá vinstri: Daníel
Dagur Bogason, Anton Logi Lúð-
víksson, Ísak Jón Einarson, Börkur
Darri Hafsteinsson og Brynjólfur
Már Ólafsson.
Fjarlægðu 1,5 tonn af
ís af fótboltavelli sínum
Ljósmynd/Bogi Auðarson
Audun Maråk, framkvæmdastjóri
norskra útvegsmanna, segir að
Norðmenn hefðu aldrei samþykkt
makrílsamning þess efnis að Ís-
lendingar fengju 11,9% hlut í
makrílveiðunum, eins og rætt hef-
ur verið um. „Við vorum nálægt
því að samþykkja slíka kröfu, en
nú er það okkar skoðun að Ísland
eigi að fá innan við 10%,“ segir
Maråk, í samtali við Fiskeribaldet
Fiskaren í Noregi.
Hann heldur því fram að Ís-
lendingar hafi glaðst yfir því að
upp úr viðræðum slitnaði í Edin-
borg fyrir tæpum tveimur vikum.
Viku síðar var síðan gengið frá
þrigggja ríkja samningi í London.
„Viðræðuslitin í Edinborg urðu
vegna þess að Ísland stóð fast á
sínu. Við gátum ekki sætt okkur
við að Íslendingar ætluðu sér að
veiða innan strandríkjasamnings
og einnig utan hans, af heimildum
Grænlendinga,“ er haft eftir
Maråk.
Aukin réttindi Færeyinga
Með makrílsamningnum sem
gerður var milli Evrópusambands-
ins, Noregs og Færeyja í síðustu
viku var samið um gagnkvæm
réttindi milli þessara þriggja
strandríkja. Jafnframt féll úr gildi
bann við löndunum færeyskra
skipa í Noregi, sem gilt hefur frá
árinu 2010 er Færeyingar gáfu út
einhliða makrílkvóta. Þessi tvö at-
riði eru talin veigamikil fyrir Fær-
eyinga og geti aukið verðmæti af-
urða þeirra, jafnframt sem þeir
hafi möguleika á að veiða makríl á
svæðum, sem síld gengur ekki á.
Því hafi þeir ekki þörf fyrir eins
mikla síldarkvóta, að mati
Maråks.
Ekki hefur verið boðað til fund-
ar um veiðar á norsk-íslenskri síld
og kolmunna, en Ísland er í for-
svari á síldarfundum strand-
ríkjanna fyrir næstu vertíð.
Ísland fái
innan við
10% af
makrílnum
Glöddust Íslend-
ingar yfir slitum?
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Makríll Fregnum ber ekki saman
um viðræðuslitin í Edinborg.
Borgari leitaði til lögreglunnar á
Suðurnesjum í vikunni og sagði far-
ir sínar ekki sléttar varðandi kaup
á síma í gegnum vefsíðuna bland.is.
Hann keypti þar Samsung-farsíma
fyrir 40 þúsund krónur. Sam-
komulag varð með seljanda og
kaupanda þess efnis að sá síð-
arnefndi greiddi hinum fyrrnefnda
20 þúsund út og svo 20 þúsund við
afhendingu símans. Kaupandinn
greiddi 20 þúsund krónurnar en af-
hendingin dróst á langinn. Hann
reyndi með öllum ráðum að ná í
seljandann, sem hefur hvorki svar-
að skilaboðum né hringingum.
Lögreglan varar fólk við við-
skiptum af þessu tagi.
Borgaði fyrir síma
en fékk hann aldrei
15.00 Ræða formanns SVÞ:Margrét Kristmannsdóttir
Ávarp ráðherra: Ragnheiður Elín Árnadóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra
When retail goesmultichannel: risks andopportunities.
Michel Koch, E-Commerce Director UK and International at
Maplin Electronics
Ríkisrekstur eða einkarekstur. Kynning á nýrri skýrslu
SVÞ um úthýsingu verkefna. Orri Hauksson, forstjóri Símans hf.
17.00 Ráðstefnulok og léttar veitingar
Jóhannes Kristjánsson, eftirherma mætir á svæðið
Ráðstefnustjóri: Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri
Skóla Ísaks Jónssonar
Skráning á svth@svth.is eða í síma 511 3000
Opin ráðstefna í tengslum við aðalfund
SVÞ haldin á Hilton Reykjavík Nordica,
fimmtudaginn 20. mars kl. 15.00
Jóhannes
Kristjánsson
Margrét
Kristmannsdóttir
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Orri Hauksson
Michel Koch
Sigríður Anna
Guðjónsdóttir
HVERNIG
GERAST KAUPIN
Á EYRINNI?