Morgunblaðið - 18.03.2014, Síða 14
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vorið 2009 ræddi Lára V. Júlíus-
dóttir, þáverandi formaður banka-
ráðs Seðlabanka Íslands, við Má
Guðmundsson um þau launakjör sem
honum myndu bjóðast sem seðla-
bankastjóra. Var hann þá aðstoðar-
framkvæmdastjóri hjá Alþjóða-
greiðslubankanum í Basel í Sviss.
Fram kemur á vef forsætisráðu-
neytisins að með auglýsingu
forsætisráðuneytisins, dags. 5. mars
2009, hafi embætti seðlabankastjóra
og aðstoðarseðlabankastjóra verið
auglýst laus til umsóknar í samræmi
við ný lög um Seðlabanka Íslands.
Umsóknarfrestur rann út 31. mars.
Hinn 5. maí 2009 skipaði Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra
nefnd til að leggja mat á hæfni um-
sækjanda um embætti seðlabanka-
stjóra og aðstoðarseðlabankastjóra.
Jónas Haralz var formaður nefnd-
arinnar en auk hans sátu þau Guð-
mundur K. Magnússon og Lára V.
Júlíusdóttir í nefndinni. Skyldi
nefndin skila umsögnum til forsætis-
ráðuneytisins eigi síðar en 5. júní.
Skyldu vera ein og hálf milljón
Hinn 14. júní 2009 ritar Már bréf
til Láru og skrifar hann þar að hon-
um virðist sem ráðning seðlabanka-
stjóra sé að komast á lokastig. Meg-
inefni bréfsins eru áhyggjur hans af
frumvarpi kjararáðs um að enginn
skyldi hafa hærri laun en forsætis-
ráðherra.
Hann víkur síðan að samtali þeirra
Láru í mars 2009, en ráða má af sam-
henginu að rætt hafi verið um laun.
„Ég hef ekki hjá mér það sem ég
skrifaði niður eftir samtal okkar í
mars þar sem ég er um þessar mund-
ir staddur á Nýja-Sjálandi. Mig rek-
ur hins vegar minni til að bankaráðið
hafi ákveðið að laun seðlabankastjóra
skyldu vera rúmar 1½ milljón króna
… og 7% greiðsla í séreignarlífeyris-
sjóð auk bílafríðinda og því um líks.
Til samanburðar má geta að í núver-
andi starfi hef ég skattfrjálsar
mánaðartekjur sem nema tæplega
4½ milljónum króna.
Auk þess fylgja starfinu mjög góð-
ar heilbrigðistryggingar, verulegt
framlag til greiðslu skólagjalda
barna, skattfrelsi í vöruinnkaupum
og önnur fríðindi sem fylgja dipló-
matastöðu í Sviss. Þá eru lífeyris-
réttindi rífleg, en verða þó ekki að
ævilífeyri fyrr en eftir 10 ára starf,“
skrifar Már en hann sendi fjölmiðlum
bréfið í síðustu viku eftir að launa-
deila hans við SÍ komst í hámæli.
Af framansögðu má ráða að Már
ræddi við Láru, þáverandi formann
bankaráðs Seðlabankans, um launa-
kjör áður en formlegur umsóknar-
frestur um starfið var liðinn og áður
en matsnefnd var skipuð. Nýtt
bankaráð var skipað 16. mars 2009
og varð Lára þá formaður. Fram
kemur í minnispunktum Más 26. maí
2010 að eftir að hann sendi Láru
bréfið 14. júní 2009 hafi hann fengið
svar frá henni. Hefur það svar aldrei
verið birt opinberlega.
Treystir sér ekki í upprifjun
Af því tilefni sendi Morgunblaðið
fyrirspurn til Láru þar sem óskað
var upplýsinga um það sem kom
fram í svarinu. Þá var spurt um efni
samtals þeirra Más í mars 2009 og
hvort launamál hafi borið á góma.
„Ég hef ekki nokkur tök á að fara
yfir þetta. Ég treysti mér ekki til að
rifja þetta upp og þessi gögn hef ég
ekki við höndina,“ skrifaði Lára í
tölvupósti vegna fyrirspurnarinnar.
Fram kemur í bréfi Más til Jó-
hönnu hinn 21. júní 2009, að hann
hafi rætt við hana símleiðis hinn 20.
júní 2009. Kvaðst Már vænta svara
vegna launamála sinna næstu daga
en hann var skipaður í embættið 26.
júní 2009. Már segir í minnisblaði
dagsettu 26. maí 2010 að hann hafi
rætt við Ragnhildi Arnljótsdóttur,
Rætt um laun á um
Kemur fram
í bréfi Más til
nefndarmanns
Már
Guðmundsson
Jóhanna
Sigurðardóttir
Ragnhildur
Arnljótsdóttir
Lára V.
Júlíusdóttir
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014
Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar?
Leyfðu okkur að aðstoða!
S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is
Tengjum heimabíóið
Setjum upp þráðlaust net
Standsetjum nýju tölvuna
Tengjum saman ólíkar græjur
Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin
Lagnavinna á heimilinu
...og margt, margt fleira!
Hvað gerum við?
TÆKNISVEITIN
til þjónustu reiðubúin!
Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin
upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin
saman við önnur og fáum allt til að virka.
Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því.
GÆÐI OG GOTT VERÐ
CFMOTO loksins aftur fáanleg á Íslandi
Götuskráð tveggja manna fjórhjól með sætisbaki,
spili, hágu og lágu drifi á frábæru verði.
Nítró sport / Kirkjulundi 17
210 Garðabæ / Sími 557 4848
www.nitro.is
CFORCE 600
1.349.000,- kr
CFORCE 500
1.099.000,- kr
Reykjavíkurborg hefur boðað til
vinnu- og samráðsfundar með íbúum
um endurhönnun Hofsvallagötu
þriðjudaginn 18. mars milli kl. 17.15
og 18.45 í salnum Kötlu á Hótel Sögu.
Fram kemur í tilkynningu að sam-
ráðsfundurinn verði með þjóðfund-
arsniði þar sem íbúar skipta sér nið-
ur á sex til átta manna borð, skrifa
niður hugmyndir sínar og merkja á
kort af svæðinu. Fundarstjórn verður í höndum sérfræðinga frá KPMG,
sem munu einnig taka saman niðurstöður fundarins. Unnið verður með
niðurstöðurnar í endanlegri hönnun götunnar.
Ráðgert er að hefja framkvæmdir við götuna á þessu ári og eru 150
milljónir ætlaðar til verksins. Gert er ráð fyrir að á götunni verði reinar
fyrir bifreiðir og reiðhjól auk gangstétta.
Íbúafundur um Hofsvallagötu
Morgunblaðið/Ómar
Vísindasjóður Landspítala hefur
veitt þrjá styrki til nýsköp-
unarverkefna þar sem starfsmenn
Landspítala eru í forsvari. Hver
styrkjanna nemur tveimur millj-
ónum króna og voru þeir afhentir
14. mars sl. Þetta er í fyrsta sinn
sem sjóðurinn veitir slíka styrki.
Styrkhafarnir eru: Einar Stef-
ánsson, yfirlæknir og prófessor,
Orri Þór Ormarsson barnaskurð-
læknir og Páll Torfi Önundarson,
yfirlæknir og prófessor.
Verkefni Einars heitir „Súrefn-
ismælir fyrir sjónhimnu – af rann-
sóknarstigi yfir í klíníska notkun,“
verkefni Orra heitir „Nýtt lyf til
meðhöndlunar á hægðatregðu og
til tæmingar fyrir ristilspeglanir“
og verkefni Páls Torfa heitir
„Stjórnun warfarins með Fiix-
prothrombin-tíma (Fiix-INR) í sam-
anburði við prothrombin tíma
(INR).“ Á myndinni eru Einar Stef-
ánsson, Orri Þór Ormarsson, Páll
Torfi Önundarson, Páll Matthías-
son forstjóri og Gísli H. Sigurðsson,
formaður vísindaráðs Landspítala.
Styrkir veitti til ný-
sköpunarverkefna
STUTT