Morgunblaðið - 18.03.2014, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014
Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is
Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á
Legur og drifbúnaður
Verkfæri og öryggisvörurLoft- og vökvakerfi
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Yfirvöld í Kírgistan og Kasakstan
sögðu í gær að þau hefðu ekki orðið
vör við malasísku flugvélina sem
hvarf aðfaranótt laugardags 8. mars
á leið frá Kuala Lumpur til Peking.
Nýjar upplýsingar hafa leitt í ljós
að mögulegt er að vélin hafi flogið
um lofthelgi Mið-Asíuríkjanna en
einnig er talið mögulegt að henni
hafi verið flogið yfir Indlandshaf, í
átt að Ástralíu. Forsætisráðherra
Ástralíu, Tony Abbott, tilkynnti í
gær að þarlend stjórnvöld myndu
leiða leitina að vélinni á hafsvæðinu
við vesturströnd landsins.
Þrátt fyrir að margt sé á huldu
um afdrif flugs MH370 gefa nýjar
upplýsingar skýrari mynd af at-
burðarásinni þessa örlagaríku nótt.
Vélin tók af stað frá Kuala Lumpur
kl. 00.41, með 239 farþega innan-
borðs. Hálfri klukkustund síðar
sendi samskiptabúnaður vélarinnar,
ACARS, frá sér gögn í síðasta sinn
en hann safnar m.a. upplýsingum
um ástand vélarinnar og athafnir
flugmannanna.
Klukkan 01.19 kveður áhöfn vél-
arinnar flugumferðarstjórn í Malas-
íu er hún er við það að fljúga inn í
lofthelgi Víetnam. „Allt í lagi, góða
nótt“ eru síðustu orðin sem flug-
turninn nemur en það var líklega
aðstoðarflugstjórinn, Fariq Hamid,
sem lét þau falla, að sögn malas-
ískra yfirvalda.
Rán eða hryðjuverk?
Samkvæmt Richard Quest,
fréttaritara CNN sem sérhæfir sig í
flugmálum, hafa yfirvöld og rann-
sakandur ekki upplýst hvort
flugstjórnaryfirvöld í Víetnam hafi
verið í sambandi við vélina en ljóst
er að kl. 01.21 er slökkt á rad-
arsvara vélarinnar. Til að slökkva
þarf aðeins að ýta á rofa, segir
Quest, en frá þeim tíma sér flug-
umferðarstjórn aðeins blett á rat-
sjám og fær hvorki upplýsingar um
hvaða vél er að ræða né á hvaða leið
hún er.
Í kjölfarið hverfur Boeing 777-
200-vélin af ratsjá flugstjórnaryf-
irvalda í Malasíu og kl. 01.37 berst
ekki áætluð gagnasending frá AC-
ARS-kerfinu, sem bendir til þess að
slökkt hafi verið á því milli kl. 01.07
og 01.37. CNN hefur eftir Quest að
þetta sé mikilvægt atriði, þar sem
það krefjist kunnáttu að slökkva á
kerfinu. Þá bæri það vott um út-
sjónarsemi ef um rán eða hryðju-
verk væri að ræða, þar sem bún-
aðurinn sendir upplýsingar um allt
sem gert er við vélina.
Samkvæmt embættismanni innan
malasíska flughersins sást vélin á
hernaðarratsjá er hún flaug yfir
eyjuna Pulau Perak í Malacca-
sundi. Þá var hún komin langt af
1
2
3
Gervihnettir
Senda upplýsingar
til vélarinnar um
staðsetningu
gegnum GPS
Móttekur gögnin
og vinnur úr þeim
Flugum-
ferðarstjórn
Í sérstökum
tilfellum er einnig
hægt að nálgast
gögn frá
hernaðarratsjám
Flugvélin sendir
merki með
upplýsingum um
staðsetningu, hraða
og stefnu til ratsjárstöðvar
Í fyrsta lagi:
Ratsjár
Rekja feril
vélarinnar frá
jörðu án þess
að bera kennsl
á hana.
Afla
upplýsinga um:
stefnu
drægi
staðsetningu
Biður vélina um
auðkenna sig.
Í öðru lagi:
Fylgst með farþegaþotum
ACARS*
Sendir lítil magn
gagna frá vél til
jarðar með
radíófjarskiptum
eða um
gervihnött
*Aircraft
Communications
Addressing and
Reporting System
Heimildir: Honeywell, Flightradar24
Atburðarásin skýrist en
margt er enn á huldu
Tvö risastór svæði undir í leitinni Viljandi slökkt á samskiptabúnaði
AFP
Leitað Alls 26 þjóðríki koma að leitinni að flugi MH370 en hvorki tangur né
tetur af flugvélinni hefur fundist síðan hún hvarf fyrir tíu dögum.
Barnaheimili í Guangzhou í suður-
hluta Kína hefur lokað svokallaðri
barnalúgu, úrræði sem gerir for-
eldrum kleift að yfirgefa börn sín á
öruggum stað án eftirmála, en alls
hafa 262 börn verið skilin eftir á
heimilinu frá því að lúgan var „opn-
uð“ í lok janúar. Framkvæmda-
stjóri heimilisins segir það ekki
geta tekið við fleiri börnum í bili en
þar dvelja nú 1.121 ungbarn og
ungt fólk. Önnur 1.274 börn dvelja
hjá fósturfjölskyldum á svæðinu.
Fylgjendur úrræðisins segja það
bjarga mannslífum en gagnrýn-
endur vilja meina að það leiði til
þess að fleiri foreldrar yfirgefa
börnin sín. Alls hafa 25 barnalúgur
verið opnaðar í
10 héruðum í
Kína en undir
kínverskum
lögum verða
flestir foreldr-
ara að gera sér
að góðu að
eignast eitt
barn. Þá eru
heilbrigðir
drengir efst á
óskalista flestra foreldra en öll
börnin sem skilin voru eftir á
barnaheimilinu í Guangzhou reynd-
ust þjást af einhverjum sjúkdómi,
s.s. heilalömun eða meðfæddum
hjartagalla.
KÍNA
Loka vegna fjölda yfirgefinna barna
Stelpur eru ekki efst
á óskalistanum.
Samkvæmt
gögnum sem
breski fjölmiðill-
inn Guardian
hefur undir
höndum voru
4.638 börn á
aldrinum 10-16
ára beðin um að
afklæðast áður
en leitað var á þeim af Lund-
únalögreglunni frá apríl 2008 fram
til ársloka 2013. Í yfir þriðjungi til-
fella var viðkomandi sleppt í kjöl-
farið og engin ákæra gefin út.
Í Bretlandi er lögreglu heimilt
að framkvæmda svokallaða „strip
search“ ef grunur leikur á um að
einstaklingur feli á sér vopn eða
hörð fíkniefni á borð við heróín
eða kókaín. Leitina má aðeins
framkvæma á einstaklingum sem
hafa verið handteknir og verður
hún að fara fram í fangaklefa eða á
varðhaldsstofnun.
Julian Huppert, þingmaður
Frjálslyndra demókrata, segir töl-
urnar vekja áhyggjur en hann
lagði til á sínum tíma að lögreglu
yrði eingöngu heimilt að leita á
börnum með þessum hætti ef full-
orðinn einstaklingur, sem væri
ekki lögregluþjónn, væri við-
staddur.
BRETLAND
4.638 börn látin afklæðast fyrir leit
LÍBÍA
Bandaríkjamenn til
bjargar Líbíustjórn
AFP
Úrvalssveitir bandaríska sjóhersins
tóku í gær yfir olíuflutningaskipið
Morning Glory á alþjóðlegu haf-
svæði suðaustur af Kýpur. Fregnir
herma að skipið hafi verið hlaðið
234.000 tunnum af hráolíu þegar
það komst framhjá líbískum her-
skipum utan við höfnina í Al-Sidra í
síðustu viku.
Höfnin er á valdi uppreisnar-
manna sem hafa farið fram á að-
skilnað austurhéraðsins Cyrenaica
en úrræðaleysi líbískra yfirvalda í
málinu þykir endurspegla veikleika
stjórnvalda, sem hafa átt fullt í
fangi með vopnaða uppreisnar-
menn síðustu misseri.
Bandarískir
vísindamenn
sögðu frá því í
gær að þeir
hefðu numið
enduróm
Miklahvells
fyrir 14 millj-
örðum ára.
„Fyrsta beina
sönnun útþenslu alheimsins“ fannst
með hjálp stjörnusjónauka á suð-
urpólnum og var kynnt af vís-
indamönnum við Harvard-
Smithsonian-miðstöðina í stjarneðl-
isfræði. Sjónaukanum var beint að
svæði utan sólkerfisins þar sem lítið
er af ryki og öðru sem birgir mönn-
um sýn en smáar sveiflur í bak-
grunninum, leifar af Miklahvelli,
gefa vísindamönnum nýjar vísbend-
ingar um aðstæður við upphaf al-
heimsins.
BANDARÍKIN
Nýjar vísbendingar
um upphaf heimsins