Morgunblaðið - 18.03.2014, Page 26

Morgunblaðið - 18.03.2014, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014 Einrúm Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Sófi úr hljóðísogsefni sem býr til hljóðskjól í miðjum skarkala opinna skrifstofurýma, auk þess að bæta hljóðvist rýmisins Sturla Már Jónsson Húsgagna- og innanhússarkitekt hannaði Einrúm Iðnaðarryksugur NT 25/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is NT 55/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Þegar gerðar eru hámarkskröfur Sjálfvirk hreinsun á síu Um langt skeið hefur undirritaður notið þess að hlýða á lestur Pass- íusálmanna í Rík- isútvarpinu. Á sér- hverjum vetri mætir þangað nýr lesari til leiks; prestar, leikarar, skáld og leikmenn stíga á svið og spreyta sig á þessum stórkostlega skáldskap. Við flutning sálmanna er að mörgu að hyggja, meðal annars þeim bragfræðireglum sem þar eru í heiðri hafðar en í þeim efnum hefur mörgum orðið hált á svellinu. Í Passíusálmunum fylgir Hall- grímur Pétursson hefðbundnum reglum bragfræðinnar. Við flutning þeirra þurfa ljóðstafir (stuðlar og höf- uðstafir) að fá þá áherslu sem þeim ber; sömu sögu er að segja um orð eða orðhluta sem ríma. Að minnsta kosti annar stuðullinn og höfuðstaf- urinn standa í svokallaðri hákveðu og loks þarf að nota flámæltan framburð í einstaka tilvikum ef rímið á að skila sér; hér er dæmi um það síðast- nefnda: Við mig þó hatri hreyfi heiftarmenn illgjarnir, enginn kann, utan hann leyfi, eitt skerða hár á mér. Ef ekki er hugað að ofangreindum atriðum í upplestri og söng riðlast hljómfall textans svo flutning- urinn getur orðið hjá- róma, þrátt fyrir ein- læga innlifun flytjandans. Í staðinn fyrir rennilegar og taktfastar ljóðlínur er á stundum boðið upp á höktandi Hallgrím á öldum ljósvakans og víðar. Á öskudag hófst lest- ur alþingismanna á Passíusálmunum í Grafarvogskirkju; mjög áhugavert framtak og hátt- virtur ráðherra reið á vaðið: Upp, upp mín sál og allt mitt geð … En því miður féll hann í sömu gryfju og sum- ir upplesarar í útvarpinu, var ekki ætíð með á nótunum hvað varðar áherslur og hljómfall textans svo ein- stakar ljóðlínur voru úr lagi gengnar í flutningi hans. Á eftir upplestri ráðherrans fluttu Megas og Hilmar Örn Agnarsson hluta af 15. sálmi. Þar kvað við annan tón, taktur tónlistarinnar og hljómfall kveðskaparins héldust þéttingsfast í hendur – eins og vera ber. Eftir Bjarka Bjarnason »En því miður féll hann í sömu gryfju… Höfundur er rithöfundur. Höktandi Hallgrímur Bjarki Bjarnason Frumvarp á Alþingi um fækkun og samein- ingu sýslumannsemb- ætta kveður á um, að landið skiptist í níu umdæmi sýslumanna. Meðal þeirra umdæma er umdæmi sýslu- mannsins á höfuðborg- arsvæðinu, en til þess svæðis teljast Hafn- arfjörður og Garða- bær. Vafalaust verða aðalstöðvar höfuðborgarsvæðisins í Reykjavík vegna fjölda íbúa þar. Lögin eiga að taka gildi 1. janúar 2015. Vonbrigði Hafnfirðinga Það eru vonbrigði Hafnfirðinga og óréttlátt, að sýslumannsembættið í Hafnarfirði er ekki meðal þeirra níu umdæma sýslumanns, sem koma fram í frumvarpinu. Þegar á það er litið, að það sýslumannsemb- ætti sinnir nú þjónustu fyrir um 41 þús. íbúa Hafnarfjarðar og Garðabæjar, en á sama tíma er sýslumanns- embættið á Suð- urnesjum gert að um- dæmi sýslumanns með um helmingi færri íbú- um en í Hafnarfirði og Garðabæ. Þá er það sögulega óréttlátt, að sýslumannsembættið í Hafnarfirði verði lagt niður, en það embætti hef- ur í næstum 106 ár haft aðsetur í Hafnarfirði. Embættið þjónaði einn- ig um langt árabil Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þótt í frumvarpinu sé gert ráð fyr- ir, að ráðherra ákveði í reglugerð hvar aðrar svæðisskrifstofur verði starfræktar og hvaða þjónustu þær skuli veita, er markmið frumvarps- ins m.a. að minnka fjárveitingar til sýslumannsembætta, sem getur valdið skertri þjónustu við almenn- ing. Ef svæðisskrifstofa yrði stað- sett í Hafnarfirði er óvissa um og ólíklegt, að sú skrifstofa myndi sinna sömu verkefnum og hafa verið af- greidd hjá sýslumannsembættinu í Hafnarfirði. Kunna því íbúar Hafn- arfjarðar og Garðabæjar að þurfa að sinna sumum erinda sinna í Reykja- vík, sem er allt í senn óhagræði, tímasóun og kostnaðarauki. Bæjarfulltrúar Hafnarfjarðar og Garðabæjar ættu því að knýja fast á þingmenn að breyta frumvarpinu þannig að sýslumannsembættið í Hafnarfirði verði viðurkennt sem sjálfstætt umdæmi sýslumanns. Allt mælir með slíkri breytingu á frum- varpi því sem hér um ræðir. Eftir Árna Gunnlaugsson Árni Gunnlaugsson » Allt mælir með slíkri breytingu á frumvarpi því sem hér um ræðir. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Um nýja skipan sýslumannsembætta Nýverið hafa fjöl- miðlar verið með áber- andi fyrirsagnir um að viðskiptajöfnuðurinn fyrir árið 2013 hafi ver- ið jákvæður upp á 69.970.000.000 og sé það betri útkoma en um langt skeið, og auðvitað er ástæða að taka hvorutveggju fagnandi. Nú er það svo að fjár- magnsjöfnuðurinn 2013 er 207.203.000.000 sem er óneitanlega enn álitlegri tala en ekki hef ég séð klappað fyrir henni í fjölmiðlum. Ef skýrslugerð væri óskeikul ætti fjár- magnsjöfnuðurinn að vera jafn við- skiptajöfnuði með öfugu formerki, þ.e. fjármagnsjöfnuður = – við- skiptajöfnuður. Hér skeikar rúmum 137 milljörðum sem fært er undir skekkju. Látum nú skekkjuna liggja á milli hluta, þá er ljóst að erlend skuldastaða okkar hefur skánað, þ.e. skuldastaða okkar við útlönd, að öðru slepptu, hefur lækkað um 70 eða 207 milljarða eftir því hvor talan verður fyrir valinu. En það skemmtilega við þetta allt saman er að erlend skuldastaða landsins hefur lækkað (batnað) um 711.859.000.000 á milli ára eða um 2.185.800 á hvert mannsbarn (mannfjöldi 1.1. 2014 var 325.671 skv. Hag- stofunni). En hvergi er þessum merkistíðindum haldið á lofti í fjölmiðlum. Að stærstum hluta skrif- ast þessi gleðilega útkoma á styrk- ingu íslensku krónunnar á milli ára auk hins beina sambands fjármagns- jafnaðar og erlendrar stöðu þjóð- arbúsins. Þennan bata má sund- urgreina á eftirfarandi hátt: styrking krónunnar 877 milljarðar plús fjár- magnsjöfnuður 195 milljarðar mínus verðbreytingar á erlendum skuldum og eignum í erlendri mynt 361 millj- arður samtals 711 milljarðar. Það má reikna sér til að að öllu öðru óbreyttu þá hafi svo styrking krónunnar sem af er þessu ári lækkað nettóskuldir þjóðarbúsins út á við um 148.631.000.000 til viðbótar (gengi isk/us$ 112.76, miðgengi 6. mars 2014 SÍ). Þannig að krónunni er ef til vill ekki alls varnað, þótt margir finni henni fátt til framdráttar. Raunar verður þessari tilhneigingu til að gera krónuna að einhvers konar blóra- böggli best líkt við að veifa röngu tré eða að mistaka sjúkdómseinkennin fyrir sjúkdóminn. (Tölur um viðskiptajöfnuð, fjár- magnsjöfnuð og skekkju eru teknar úr greiðslujafnaðartöflu Seðlabank- ans frá í byrjun mars og lækkun er- lendrar nettóstöðu milli ára má lesa úr töflu Seðlabankans um erlenda stöðu þjóðarbúsins frá í mars.) Eftir Þorbjörn Guðjónsson » Greining á greiðslu- jöfnuði og lítt tæm- andi umfjöllun í frétta- miðlum Þorbjörn Guðjónsson Höfundur er húskarl. Það er nú svo eða hvað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.