Morgunblaðið - 18.03.2014, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014
Minningin um
leikarann Karl Guð-
mundsson er óend-
anlega hlý og falleg
hvort sem hann lék
Safnarann í Íslendingaspjöllum
árið 1974, eða Stone major í
breska hernum í Skjaldhömrum
að ekki sé minnst á aðalhlutverk-
ið, Kalla, í Saumastofunni. Þarna
átti ég þess kost að fylgjast með
Karli, og mörgum öðrum, sýningu
eftir sýningu. Fyrstu kynni mín af
leikaranum Karli, – fyrstu raun-
verulegu kynni mín af leiklist. Ég
átti síðar eftir að starfa með hon-
um í býsna mörg ár og sá aldrei
annað í fari hans en samvisku-
semi, vandvirkni og hlýju. Áður
hafði hann lagt stund á eftirherm-
ur, – þessa ódauðlegu alþýðulist.
Ég hefði gjarnan viljað sjá Karl í
þeim ham enda var hann kíminn
og kátur og átti auðvelt með að sjá
hið broslega. Svo var hann mennt-
aður leikari, skýrmæltur og
rammíslenskur á flesta lund.
Karl var mikilvirkur þýðandi
og einn allra fremstur á því sviði.
Sannkallaður orðsnillingur. Á það
bæði við um leikritaþýðingar en
ekki síður ljóðaþýðingar. Hann
þýddi tugi leikrita meðal annars
úr ensku, frönsku og spænsku:
Morðið í dómkirkjunni eftir T.S.
Eliot sem flutt var í Neskirkju ár-
ið 1974; leikrit Molieres um und-
irhyggjumanninn Tartuffe og
Mannhatarann eða Beisklynda
herrann ástfangna; leikrit Federi-
cos Garcia Lorca, Yermu, þar sem
hann sneri mögnuðum og ástríðu-
þrungnum texta á kjarnyrta ís-
lensku.
Af síðustu leikritaþýðingum
má nefna leikrit Martins McDo-
nagh, Halta Billa frá Miðey og
Fegurðardrottninguna frá Lí-
nakri sem sýnt var í Borgarleik-
húsinu árið 1999. Þar brást Karli
ekki bogalistin. Textinn hefur á
sér snið einfalds máls með ör-
litlum mállýskukeim, en hvert orð
úthugsað og ísmeygileg kímni
gegnsýrir allt verkið. Karli tókst
svo undurvel að koma því til skila.
Hann tók ástfóstri við írska
nóbelsskáldið Seamus Heaney og
skal engan undra. Hann þýddi
fjölda ljóða hans af dæmafárri
tryggð og hugviti þar sem hann
nostraði af miklu listfengi við eft-
irlætisskáldð sitt. Það hefur tekið
tíma og það þýðir reyndar hvorki
að lesa né þýða Heaney í flaustri:
Þegar ég dýfði hendi í lítinn læk
spölkorn frá hver, að finna hitann,
heyrði
ég aðeins sullumbull í heitri vilpu.
Og svo rödd fararstjórans míns sem
segir,
„Lukewarm. – Já kannski vilduð þið vita
það
að „lúka“ er gamalt íslenskt orð um
hönd?“
Og kannski viltu vita (þótt þú vitir)
hvað bylgja og þungi þrýstu kunnuglega
þegar innilegur lófi vatns fann minn.
Það var ógleymanlegt að fylgj-
ast með Karli við þýðingarstörf,
hvernig hann leitaði að réttri
merkingu orðanna, hvernig hann
tautaði þau fyrir munni sér með
ýmsum blæbrigðum til að finna
rétta hljómfallið.
Líkt og starf leikarans þá er
þýðingarstarfið ekki smásmugu-
leg eftirlíking heldur raunveruleg
sköpun, óendanleg rannsókn á því
sem stundum er næstum órann-
sakanlegt og oft nauðsynlegt að
sigla inn í hinn innri heim, inn í
landið óþekkta eins og landkönn-
uðir gerðu forðum. Þetta er dag-
Karl Jóhann
Guðmundsson
✝ Karl JóhannGuðmundsson
fæddist 28. ágúst
1924. Hann lést 3.
mars 2014. Útför
Karls fór fram 17.
mars 2014.
legt brauð leikara-
starfsins og
áreiðanlega nýtti
Karl sér það við orð-
snilldina.
Ég þakka
skemmtilega sam-
fylgd og samstarf og
votta afkomendum
hans samúð.
Hafliði
Arngrímsson.
Við sitjum í stofunni á Sólvalla-
götunni. Í kyrrðinni. Einu sinni
sem oftar. Og ræðum málin:
tungumálin, skáldskaparmálin,
bragarmálin. Og hér er ekkert
sem truflar. Hér stendur tíminn
kyrr um stund. Myndin er hrein
og hlutverkaskipanin skýr. Hér
eru lærisveinn og meistari. Og ég
hlusta … og hlusta. Við ræðum
form og inntak, blæbrigði og
áherslur, tilfinningu og hugsun.
Kalli fer með þessar línurnar og
hinar línurnar. Hikar stundum og
skoðar betur, lætur hljóma betur.
Gerir úttekt. Þetta er vel gert,
þetta er … kannski ekki alveg
eins vel gert. Og þetta er svo fal-
legt. Og þegar hann hrífst af því
sem vel er gert verður hann meyr.
Fegursti skáldskapurinn grætir
hann. Og það er það sem er fal-
legt. Ef eitthvað er fallegt er það
manneskja sem grætur af ein-
skærri hrifningu. Og maður hrífst
með. Og maður þakkar fyrir þess-
ar stundir. Það var gott að geta
leitað í smiðju til Kalla. Hann var
auðmjúkur, gefandi kennari.
Hann miðlaði svo fallega því sem
hann vissi, því sem hann hafði
kannað og kunni að meta. Ævin-
lega allt í hjartans einlægni. Það
eru þau einkunnarorð sem fylgja
honum. Í tilsögninni svo ljúfur,
uppbyggilegur og blátt áfram.
Ævinlega bóngóður. Alltaf
reiðubúinn að rétta hjálparhönd,
þýða fyrir mann, gefa manni góð
ráð. Það var skemmtilegt að leiða
þá saman Leonard Cohen og Karl
Guðmundsson. Til eru að minnsta
kosti fjórir textar Cohens í þýð-
ingu Karls. Takk fyrir, Kalli, allar
okkar stundir í áranna rás. Ég
met þær og geymi í minningasjóði
hjartans. Far vel, ljúflingur.
Þakklæti og væntumþykja lita
alla mína hugsun til þín. Og svona
hljóðar síðasta erindið í textanum
Þennan vals (Take this Waltz) eft-
ir Leonard Cohen (undir sterkum
áhrifum frá Garcia Lorca) í þýð-
ingu Karls Guðmundssonar:
Og í Vínarborg dansa ég við þig
og ég vafinn mun dulgervi ár
með hýsintu ilmandi’á öxl mér
og vangi og vör strjúka lær.
Og í minnisbók mína skal sál mín
inn um myndir þar geymd og jarðflos
og ég fell í straum fegurðar þinnar
með fiðlugarm minn og minn kross.
Og þú dýfir mér með þér í dansinn
niðr’í djúphylja svífandi bað.
Ó, þú ást mín, mín ást
taktu valsinn, þinn vals,
því nú áttu’hann og þar endar það.
Sigurður Skúlason.
Hann fór ekki um með fyrir-
gangi, ferðaðist helst á hjóli sínu
með alpahúfu á höfði líkt og rót-
tækur intellektúal frá Suður-Evr-
ópu. Hann lifði í skáldskap og
færði okkur ýmsar af perlum
heimsbókmenntanna með þýðing-
um sínum. Mörg af fjölþættum
hlutverkum sínum á sviði, í út-
varpi og myndum smitaði hann af
kímni og hlýju. Við áttum samleið
í nær fimmtíu ár. Yfir minning-
unni um Karl Guðmundsson svíf-
ur heiðríkja og elskusemi til alls
er lífsanda dregur.
Þegar skáldið Seamus Heaney
fékk Nóbelsverðlaunin 1995 litum
við vinirnir svo á að Kalli Gúmm
hefði í raun fengið þennan Nóbel.
Hann hafði þá í mörg ár verið að
þýða þetta skrýtna írska skáld,
sem fáir eða engir könnuðust við
hér á landi. Kalli las gjarnan fyrir
kunningjana ljóðabálka eftir
skáldið og ósjaldan í mismunandi
útgáfum. Hann hafði þann vana
að velta upp nokkrum möguleik-
um varðandi orðaval og meiningu
þýðinga sinna og spyrja sam-
ferðafólk álits. Og af alkunnri
háttsemi hlustaði hann á hvern
þann sem hafa vildi skoðun á
skáldskapnum, jafnvel þá sem
tæpast höfðu hundsvit, hvorki á
orðunum né efninu.
Eftir stúdentspróf hóf hann
nám í verkfræði. Kannski var
hugmynd foreldra hans að hann
tæki við því fyrirtæki sem faðir
hans stofnaði, Hampiðjunni. Slíkt
hlutverk held ég hafi ekki hentað
Kalla sérlega vel. Enda venti
hann sínu kvæði í kross og hélt til
Englands í leiklistarnám.
Tungumál í sínum margbreyti-
leika féllu honum betur en verk-
fræðin. Hann var að sjálfsögðu
fær í ensku og hafði ýmsar mál-
lýskur hennar á takteinum. En
hann var líka vel heima í frönsku,
þýsku og spænsku og stautaði
raunar í fleiri málum ef á þurfti að
halda við þýðingar.
Hann var um árabil helsti
skemmtikraftur landsins. Text-
arnir sem hann flutti þar voru í
raun sjálfstæð bókmenntaverk,
svo sem þátturinn um „höfuðfuna-
hlíf“ Laxness eða sá um hjónin
sem urpu í Hælavíkurbjargi.
Karlakórinn hans var líka óborg-
anlegur, þar sem hann söng „Þú
álfu vorrar yngsta land“ í radd-
aðri útgáfu (allar raddirnar).
Kalli var ekki einasta kollega
og stallbróðir, hann var kær
heimilisvinur okkar Ragnheiðar.
Helga Braga, Jódís og Ingveldur
Ýr litu á hann sem einn úr fjöl-
skyldunni. Hjörtur og Sigga Lára
umgengust hann eins og afa sinn.
Hann tók þátt í flestum viðburð-
um sem urðu í okkar lífi. Og við
vorum tíðir gestir á Sólvallagöt-
unni hjá Kalla og Gunnu konu
hans. Guðrún Ámundadóttir var
mikil kjarnakona. Þau Kalli áttu
sameiginlegan áhugann á bók-
menntum, skáldskap og öðrum
listum. Bæði kunnu þau ógrynnin
öll af ljóðum og þulum utanað.
Heimili þeirra var fullt af bókum,
myndlist, hannyrðum og hlýju.
Þaðan fór maður ævinlega vel
nærður til líkama og sálar. Það
var mikill missir fyrir Kalla, dæt-
ur þeirra og raunar okkur öll,
þegar Gunna féll frá. Hún var
ekki einungis vel lesin og skáld-
mælt, heldur líka frábær verk-
manneskja. Hún hefði eflaust get-
að stjórnað því stórfyrirtæki sem
Kalla var ef til vill ætlað ungum.
Ég og öll mín fjölskylda sökn-
um þeirra beggja, góðvildar, gest-
risni og vináttu. Samskiptin við
þau voru samfelld veisla í orði sem
á borði. Nú er sú hátíð á enda.
Við kveðjum ljúflinginn Karl
Jóhann Guðmundsson með lotn-
ingu og hjartans þökk. Þeirri
kveðju látum við fylgja brot úr
kvæði eftir uppáhaldsskáld Kalla,
Snorra Hjartarson:
Blessað veri grasið
sem grær yfir leiðin,
felur hina dánu
friði og von.
Jón Hjartarson.
Hann var að leikstýra okkur
krökkunum í landsprófinu í Von-
arstræti þegar hann sagði við
mig: „Þú átt að fara í leiklistar-
skólann. Það er þinn staður. Ég
skal skrifa meðmælabréf með
þér.“ Þetta var ungum manni
mikil uppörvun, sem varð til þess
að ég byrjaði í Leiklistarskóla LR
um haustið um leið og í Kennara-
skólanum. Það voru að vísu smá-
vonbrigði þegar ég kom til Kalla
að biðja um meðmælabréfið.
„Meðmælabréf, til hvers?“ „Þú
skoraðir á mig að sækja um leik-
listarskólann!“ „Nú gerði ég það?
Því var ég alveg búinn að gleyma.
Jú, jú, ég skal skrifa með þér með-
mælabréf.“ Rúmu ári seinna lék-
um við saman í mínu fyrsta sviðs-
verki hjá Leikfélagi Reykjavíkur,
barnaleikritinu Almannsor kon-
ungsson. Við Kalli áttum eftir að
fylgjast að meira og minna í blíðu
og stríðu þau þrjátíu og tvö ár
sem ég var að leika, semja og leik-
stýra hjá leikfélaginu. Sumarið
1968 var yndislegt samfellt leik-
ferðalag í endalausri sól, með góð-
um leikfélögum. Við vorum Leik-
flokkur Emelíu að túra með
Sláturhúsið hraðar hendur. Við
Kalli deildum herbergi allt ferða-
lagið og urðum mjög nánir mátar.
Við deildum sérstaklega mikilli
ljósmyndadellu sem var okkur
sameiginleg þráhyggja þetta
sumar. Ég er viss um að afrakstur
Kalla er einhvers staðar vís. Mín-
ar myndir eru allar týndar og
myndavélin með. Það var líka
þetta sumar sem Kalli byrjaði að
bera undir mig ólíkar gerðir af
einstökum línum í snilldarverkum
sem hann var að þýða eftir stór-
skáldin: Jakob og uppeldið, Kon-
ungur deyr eftir Ionesco. En þó
sérstaklega Murder in the Cathe-
dral eftir T.S. Eliot. Kalli var
snillingur tungumálsins, ekki
bara í þýðingum. Ekki síður í
flutningi á fallegum texta. Ljóða-
lesarinn Karl Guðmundsson var
einstakur, en ekki versnaði það
þegar hann brá upp eftirherm-
unni Kalla Gumm og fór að fara
með ljóðin eins og hans uppá-
haldsflytjendur; Lárus Pálsson,
Þorsteinn Ö. Stephensen, Jón
Helgason, Davíð Stefánsson,
Stefán Jónsson, að maður tali nú
ekki um Halldór Laxness. Mest
gaman þegar grínið var látið eiga
sig og hann fór með textann í lýr-
ískri alvöru og aðdáun á þessum
frábæru flytjendum. Þegar kom
að ljóðum þá kunni Kalli allt. En
textahræðslan var alltaf hælbítur
inni á leiksviði. Einu sinni stóðum
við í sviðsvængnum og það var
rétt komið að okkar stikkorði. Þá
greip Kalli í mig og hvíslaði í ör-
væntingu: „Hvernig er þriðja rep-
likkan mín?“ Ég þakka Kalla fyrir
allt, en þakklátastur er ég honum
þó fyrir að það var hann sem kom
því til leiðar að ég fékk mitt fyrsta
leikstjórnartækifæri. Hann bað
Vigdísi um að hún léti mig stjórna
leiklestri á Morðinu í dómkirkj-
unni í desember 1974. Hann kom
mér ekki bara af stað sem leikara
heldur líka sem leikstjóra. En ég
þakka fyrir meira en það, ég
þakka fyrir vináttu alla ævi. Vertu
sæll félagi.
Kjartan Ragnarsson.
Er listin í senn afhjúpun manns
og feluleikur? Líklega, rétt eins
og ýmsir aðrir þættir tilverunnar.
Og lífið leiksvið?
Nú hefur vinur minn Karl Guð-
mundsson, eða Kalli Gúmm, eins
og hann var oftast kallaður, stigið
út af þessu leiksviði, en tæpast þó
langt. Svo snar þáttur var hann í
lífi okkar, sem honum kynntust,
að nærvera hans mun lengi svífa
yfir vötnum.
Atvikin höguðu því svo, að ég
átti nokkrum sinnum ánægjulegt
og lærdómsríkt samstarf varð-
andi flutning bókmenntaefnis við
þá heiðursmennina Baldvin Hall-
dórsson og Kalla Gúmm. Ólíkari
menn var tæpast hægt að hugsa
sér til samvinnu; Baldvin skipu-
lagður fram í fingurgóma, Kalli
maður augnabliksins, þar sem að-
eins hið óvænta gat gerst. En
samvinna þeirra var ekki aðeins
óaðfinnanleg; hún var mér bein-
línis þroskandi.
Og svo fór Kalli að koma í
heimsókn til okkar austur í
Hveragerði. Þá var ljóðaseiður í
bæ. Þar sem Kalli fór um var æv-
intýri á ferð. Hann las okkur þýð-
ingar sínar; stundum var Lorca á
dagskrá, stundum T.S. Eliot eða
þá Seamus Heaney. Að ógleymdri
þýðingu hans á Skýjunum eftir
Aristofanes. Þá voru veisluhöld
sálarinnar.
Já, og svo var það þessi heimur,
sem þau áttu út af fyrir sig, Kalli
og Ingibjörg; þá var lesið fumort
og þýtt. Oft valdi Ingibjörg og
Kalli las. Mátti þá finna andblæ
löngu horfinna tíma, eins og í
lestri Kalla á þýðingum séra
Matthíasar. Gat þá stundum að
líta tár glitra á hvörmum. Hrif-
næmi Kalla leiddi skáld liðinna
tíma til sætis meðal okkar.
Ég hef kynnst mörgum bók-
menntamönnum um dagana. En
Kalli Gúmm var meira en það;
hann var viðkvæmur bókmennta-
maður, enda fagurkeri án skil-
yrða. En hann hefði að skaðlausu
mátt hafa meira sjálfstraust varð-
andi eigin bókmenntaiðju. Í því
sambandi er þó vert að hafa það
hugfast, að skilyrðislausir fagur-
kerar hljóta, eðli málsins sam-
kvæmt, að vera nokkuð kröfu-
harðir á sjálfa sig. Og þannig á
það að vera.
Nú hefur hann sem sagt kvatt,
þessi viðkvæmi fagurkeri, sem
ósjálfrátt gerði nærveru sína að
listaverki og þurfti ekki leiksvið
til.
Pjetur Hafstein Lárusson.
Karl Guðmundsson leikari var
að vissu leyti brautryðjandi lista-
manna sem hér á landi hafa verið
kallaðir eftirhermur. Að vísu
höfðu Bjarni Björnsson og fleiri
gamanleikarar brugðið eftir-
hermum fyrir sig í bland við söng
og fleira þegar verið var að móta
hlutverk skemmtikrafta á Íslandi,
en Karl markaði ákveðin tímamót
með því að flytja skemmtidagskrá
sem var eingöngu fólgin í eftir-
hermum og engu öðru. Á því sviði
ríkti hann eins og kóngur í ríki
sínu á sjötta áratug síðustu aldar.
Ég átti þess kost að vera samtíða
honum á skemmtanasviðinu í
nokkur ár og kynnast hæfileikum
hans og ljúfmennsku. Ógleyman-
leg er ferð með honum og Mark-
úsi Á. Einarssyni undirleikara
mínum og konu hans á minnsta bíl
landsins til að skemmta norður á
Sauðárkróki. Til þess að hjónin
kæmust fyrir í aftursæti þessa ör-
bíls urðum við Kalli að sitja eins
framarlega og aðþrengdir í fram-
sætunum og unnt var. Þessa fórn
færði Kalli möglunarlaust miðað
við vonda vegi og langa ferð og lék
við hvern sinn fingur. Svo vildi til
að hanskahólfið var fullt af eld-
gömlum og söltum óætum harð-
fiski og var unun að horfa á það
hvað Kalli gat fengið út úr því
verkefni að klára hann upp til
agna í ferðinni og hreinsa með því
til í bílnum. Ég átti talsverð sam-
skipti við hann þegar ég var rit-
stjóri dagskrár Sjónvarpsins
1969-70 og hann var þýðandi.
Voru þau kynni afar ljúf og jafn-
framt eftirminnileg. Þá kynntist
ég einhverjum magnaðasta fag-
manni á því sviði sem hægt var að
hugsa sér, slík var smekkvísin
samfara nákvæmni í smáu sem
stóru við að skila af sér fullkomnu
verki. Eitt sinn munaði minnstu
að heimildarmynd um dýrateg-
und í villta vestrinu, sem hann
þýddi, yrði ekki sýnd, vegna þess
að dagar og andvökunætur fóru í
það eitt að finna réttasta heitið á
hana. Kom Kalli sífellt fram með
nýjar og nýjar endurbætur á heit-
inu, því að það var þríþætt; nafnið
á dýrunum, lýsing á heimkynnum
þeirra og árstímanum sem mynd-
in var tekin á. Mátti finna vafaat-
riði um öll þessi atriði og á tímabili
fannst mér þetta hjakk með ítrek-
aðri endurprentun dagskrárinnar
alger tímasóun. En á síðustu
stundu duttum við niður á heiti,
sem í ljós kom að hefði ekki fund-
ist nema að undangenginni allri
þessari vinnu og við gátum fagnað
innilega. Þannig var Karl, ekkert
nema ljúfmennskan og samvisku-
semin, og þess vegna er skylt að
þakka fyrir að hafa kynnst svo
fáguðum listamanni og vandaðri
persónu.
Ómar Ragnarsson.
Leikur að orðum, það voru
hans ær og kýr. Það var sama
hvort við vorum að hnoða saman
einhverjum leirburði okkur til
skemmtunar eða Kalli sat einn og
glímdi við eitthvert höfuðskáldið,
hann varð alltaf jafnglaður þegar
hann fann rétta orðið. Okkur brá
heldur í brún drengjunum þegar
við vorum að leggja af stað í leik-
ferð og Kalli mætti með fjall-
þunga ferðatösku á staðinn.
„Þetta eru bara nokkrar bækur“
sagði Kalli sakleysið uppmálað
þegar hann sá svipinn á okkur.
Það sem upp úr þessari ferða-
tösku kom voru tveir bókaflokkar,
annars vegar ljóðabækur á hinum
ýmsu þjóðtungum, sem Kalli var
að þýða, og hins vegar árbækur
Ferðafélagsins í mörgum heftum.
Við sættumst fljótlega við þessa
ferðatösku þótt þung væri, því
þarna var komin dægradvöl á
löngum dagleiðum þetta sumar.
Kalli las fyrir okkur atrennur sín-
ar að þýðingum ljóðanna, svona til
þess að leita álits og heyra í þeim
hljóminn, eins og hann orðaði það.
Ekki voru síðri sýslulýsingarnar
úr Ferðafélagsbókunum, sem
hann las fyrir okkur meðan við
ókum um tilheyrandi landsvæði.
Fyrir þá lestra hafði Kalli komið
sér upp rödd sem var einhvers
konar bræðingur af öllum þeim
sem flutt höfðu síðdegiserindi í
Ríkisútvarpið frá upphafi. Þessi
samnefnari erindaflutnings-
manna breytti líka um tón eftir
því hvar á landinu hann var, ögn
harðmæltari þegar við komum
norður fyrir og svolítið flámæli fór
að sækja að honum á Austfjörð-
unum. Þannig var Kalli, alltaf að
leita að rétta tóninum fyrir hvert
orð og hverja setningu. Það eru
forréttindi að hafa stundum feng-
ið að taka þátt í þeirri leit.
Jón Þórisson.
Karl Guðmundsson, leikari og
þýðandi, bjó yfir manngæsku og
ýmsum hæfileikum sem hann ým-
ist lét uppi eða hélt mest fyrir sig.
Hann var til dæmis laginn að
teikna, rissaði andlit og dró upp
karaktera, líkt og hann gerði í
leikhúsinu. Enginn var alveg líkur
Kalla, hann var bara í sérflokki á
sinni grein. Fyrir fáum árum og
eflaust í áratugi átti hann þaulæfð
atriði sem ýmsir nutu. Hann þuldi
löng og erfið kvæði utanbókar
með tilfinningu, fáir aðrir, þessum
skrifara vitanlega, gætu slíkt.
Karl var minnugur, sagði að sjálf-
sögðu fram Gunnarshólma allan
utanbókar og vatt sér svo án þess
að blikna í látinn stjórnmálamann
eða skáld. Það var mikið um póli-
tík með blik í auga, val milli höfð-
ingja, hann kom með þá eða
hermdi eftir svo þeir sjálfir hefðu
vart betur gert. Þess vegna kynni
að virðast barnalegt að spyrja:
Hvert ætlarðu nú Kalli – kannski
til himna?
Karl hefði eflaust átt ljúft og
kímið svar við þessu. Hann kunni
að varðveita barnið í sér. Hann
var viðkvæm sál en reynd, með
innsæi í mannfólkið, djúpa og
hljómmikla rödd leikarans þegar
hann vildi, ef til vill vanmetinn af
einhverjum á íslensku sviði. Hann
þótti til dæmis snilldargóður í að
leika konu í kjól í Saumastofunni í
Iðnó. Hugsanlega varð grínið
þannig hans aðal. En það var ekki
allt og sumt. Hann kunni líka á al-
varlegri hliðar lífsins. Karl var
menntamaður, hann las og grúsk-
aði og þýddi allskyns texta á ís-
lensku.
Þeir sátu saman félagar í
Borgarleikhúsinu fyrir um tutt-
ugu árum, Karl Guðmundsson og
Helgi Hálfdanarson, að hlusta á
leiklestur grískra harmleikja. Lít-
il blaðakona var líka mætt og eftir
æfinguna átti hún því láni að
fagna að hitta þá. Karl hlustaði á
braginn, en hinn var þýðandi.
Þannig kynntumst við Karl
Guðmundsson fyrst. Árum síðar
hittumst við aftur og urðum vinir.
Kalli var frábær vinur, hlýr og
traustur og þolinmóðari en geng-
ur sennilega og gerist. Hann var
húmoristi og hafði séð nánast allt,
en líka harmskáld eða maður sem
gat grátið. Hann hafði íslenskað
heil býsn, afar fallega til dæmis
Lorca, dramatíkin lá í hendi hans.
Blessuð sé minning listaskálds í
leikhúsi, bíó, bókmenntum og líf-
inu.
Þórunn Þórsdóttir.