Morgunblaðið - 18.03.2014, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014
Smáauglýsingar
Húsnæði íboði
Ódýr íbúð – Grundir – Kópavogi
65 fm 3ja herb. kjallaraíbúð til leigu
frá 1. apríl. Sérinngangur, þvottahús,
geymsla. Leiga 100.000 kr. og 3ja
mánaða trygging. Áhugasamir sendi
inn á augl@mbl.is merkt: „hagstæð
íbúð -25600”fyrir 24. mars.
Bókhald
Skattframtal
Framtalsskil fyrir einstaklinga og
fyrirtæki.
Sanngjarnt verð
www.rekstrargreining.is
info@rekstrargreining.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
NICOLAI
BIFREIÐASTILLINGAR
Faxafeni 12 Sími 588-2455
Véla- og hjólastillingar
Tímareimar - Viðgerðir
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga
✝ Arndís Bjarna-dóttir fæddist
hinn 10. apríl árið
1918 á Reykhólum í
Austur-Barða-
strandarsýslu. Hún
andaðist á Dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund hinn
31. janúar síðastlið-
inn.
Foreldrar Arn-
dísar voru Guðrún
Ólafsdóttir hússtjórnarkennari
og Bjarni Hákonarson, bóndi,
söðlasmiður og húsgagnabólstr-
ari. Þau hjónin áttu sjö börn.
Arndís þeirra elst, þá Eva, Jó-
hanna, Steinunn, Hákon, Kristín
Sólborg sem dó tæplega tveggja
ára og Ólafur.
Hinn 30. september árið 1950
giftist Arndís Kristjáni Guð-
mundssyni, f. 21.4. 1921, d. 2.8.
1994. Þau hjónin eignuðust tvær
dætur: Aðalheiði Guðrúnu, f.
28.2. 1955, sem á
Geirþrúði, f. 7.7.
1977, og Birnu, f.
11.8. 1956. Hún á
synina Andra Þór,
f. 21.9. 1982, og
Berg, f. 25.6. 1992,
og eitt barnabarn,
Svölu Þórdísi, f.
6.6. 2013. Fyrir átti
Arndís Braga
Magnússon, f. 25.2.
1937, og eru börn
hans Ásgeir Ragnar, f. 27.11.
1959, og Arndís, f. 12.5. 1977.
Barnabörn Braga eru sex.
Arndís lauk barnaskólaprófi
frá Reykjafirði við Ísafjarð-
ardjúp, gagnfræðaprófi og síðar
tannsmíðanámi á Akureyri árið
1942. Arndís vann við tann-
smíðar alla tíð, lengst af hjá
Magnúsi R. Gíslasyni tannlækni.
Útför Andísar fór fram í
kyrrþey, frá Fossvogskapellu,
hinn 10. febrúar 2014.
Amma mín, hún Arndís
Bjarnadóttir, var að mörgu leyti
hin dæmigerða amma. Perm-
anent, gervitennur, hlýtt bros og
enn hlýrra faðmlag. Það var alltaf
hægt að treysta á hana til að veita
manni húsaskjól og luma á ein-
hverju góðgæti (langoftast
pönnsum eða Kit-kat). Amma var
frekar lokuð persóna, sagði oft
fátt og kvartaði aldrei yfir neinu.
Í stað þess að fara eitthvað nánar
í hlutina sagði hún bara „það er
nú bara sjóleiðis“ eða „you see
hænsnarækt“, hvað sem það nú
þýðir. En maður vissi samt alltaf
að hún var til staðar ef maður
þurfti á henni að halda.
Sem barn fór ég heim til ömmu
eftir næstum hvern einasta
skóladag. Eftir að hafa fengið
mér eitthvað gott í gogginn
hlammaði ég mér í sófann og
horfði á nokkrar teiknimyndir.
Síðan kl. 16:35 kom amma inn í
sjónvarpsherbergi en þá var
kominn tími til að leggja kapal og
horfa á Leiðarljós (Guiding
light). Svona gengu margir virkir
dagar fyrir sig. Stundum, þegar
ég var eirðarlaus og nennti ekki
að horfa á sápuóperuna með
ömmu og var búinn með heima-
námið, lét amma mig fá pening og
sendi mig út í búð að kaupa
mjólk. Þegar til baka var komið
leyfði hún manni að eiga afgang-
inn af aurunum sem oft á tíðum
var hærri upphæð en fór í sjálf
kaupin.
Einnig voru þau ófá kvöldin
sem ég var sendur í næturpössun
hjá ömmu. Ekki var það leiðin-
legt að vaka aðeins lengur en
venjulega og laumast til að horfa
á einhverja spennumynd í sjón-
varpinu sem maður var ekki al-
veg kominn með aldur til að horfa
á. Já, amma mín var sannarlega
yndisleg, og hún var mér afar
kær. Minningarnar sem ég á um
hana og okkur saman eru margar
og ómetanlegar. Ég vissi
snemma og skildi hvað amma var
mér mikilvæg.
Mamma og pabbi hafa bæði
ferðast um allan heim og verið
víða við nám og kennslu; ekki veit
ég á hvaða ferðalagi þessi hefð í
fjölskyldunni byrjaði en einhvern
tíma fórum við að tjá væntum-
þykju okkar með orðunum „I love
you“. Næstum hvert símtal endar
með þessum orðum og allar
kveðjustundir líka. Ég veit ekki
hvað það er en af einhverjum
ástæðum er þetta torsagðara á
móðurmálinu. Á enskunni renna
þessi orð bara af tungunni hjá
mér.
Þetta tengist einmitt þeirri
minningu um ömmu sem er mér
hvað dýrmætust: Einn daginn
eftir skóla, ég hef líklega verið tíu
ára, er ég staddur inni í eldhúsi
með ömmu og nýbúinn að gæða
mér á nokkrum pönnukökum.
Eins og áður sagði vissi ég alveg
hvað amma var mér kær þrátt
fyrir ungan aldur en hafði þó
aldrei tjáð henni það, nú þótti
mér þó kominn tími til. Ég stóð
upp og gekk að ömmu þar sem
hún stóð við vaskinn og sagði:
„Amma, I love you.“ Mér leið
strax pínu skringilega þar sem ég
hafði aldrei talað ensku við
ömmu, en amma var ekki lengi að
bregðast við og sagði strax „I
love you too“ og faðmaði mig.
Þessa minningu mun ég alltaf
geyma nálægt hjartanu.
Ég mun sakna þín elsku amma
mín! Hvíldu í friði.
Þinn
Bergur.
Elsku amma. Mikið er erfitt að
kveðja þig. Undanfarna daga hef
ég minnst allra þeirra góðu
stunda sem við áttum saman síð-
ustu þrjá áratugi. Elstu minning-
arnar á ég úr Stóragerðinu. Þar
var gott að vera og þið afi voruð
alltaf svo góð við mig. Ég minnist
göngutúra með afa út í Bláa turn-
inn, leiktækjanna í garðinum og
vinnustofunnar hans afa í kjall-
aranum. Þar fannst mér gaman
að fá að hamast í ritvélinni hans
ásamt öðru.
Árin liðu og alltaf naut ég þess
að koma í heimsókn til þín, amma
mín. Fátt fannst mér meira
spennandi en að fá að gista hjá
þér um eða yfir helgi. Í svefnsóf-
anum í sjónvarpsherberginu,
glápandi á Stöð 2 og svo varst þú
iðulega búin að taka upp alls kyns
efni á vídeóspólur eftir pöntun
barna og barnabarna. Alltaf
bauðstu mér upp á eitthvað gott í
gogginn og sást til þess að mér
liði vel hjá þér. Hjá þér átti ég
samastað og var alltaf velkominn.
Ekkert nema hlýjar minningar
þar sem þú komst við sögu.
Þú hafðir myndað ýmsar hefð-
ir heima hjá þér og þær gleymast
aldrei. Þeim fylgdi þó ekkert
stress, ekki einu sinni þegar kom
að jóladagsmatnum. Notaleg
stemning, ekki var mænt á
klukkuna, sumir komu seint,
enda engin ástæða til að flýta sér
neitt um hátíðarnar. Síðan var
setið fram eftir, borðaður góður
matur, klassíski jólagrauturinn
þinn, sem er ávallt í miklu uppá-
haldi hjá mér, konfekt og fleira
og síðan var e.t.v. horft á ein-
hverja góða bíómynd.
Ófá voru skiptin þegar þú
gafst mér eitthvert góðgæti eða
hjálpaðir mér með aur á skóla-
árunum. Það var stutt að ganga
heim til þín úr skólanum og þú
tókst mér alltaf fagnandi hvort
sem ég staldraði við eða ekki. Og
það var ljúft verk að fara út í búð
fyrir þig.
Síðustu árin, eftir að þú fluttir
á Grund, sá ég þig ekki nógu oft
amma mín og ég trega það nú. En
ég vona innilega að þér líði betur
þar sem þú ert núna og að afi
Kristján hafi tekið vel á móti þér.
Elsku amma, ég sakna þín og
mun aldrei gleyma þér. Ég er
þakklátur fyrir að þú náðir að
hitta hana Svölu Þórdísi dóttur
mína áður en þú kvaddir. Ljós-
myndirnar sem ég náði af ykkur
mun ég alltaf varðveita. Hugsa
sér að næstum heil öld skilji ykk-
ur að en þarna voruð þið saman.
Takk fyrir allar okkar góðu
stundir á lífsleiðinni. Hvíldu í
friði, amma mín.
Þinn
Andri.
Arndís
Bjarnadóttir
Elsku Öddi. Þeg-
ar ég sest niður og
skrifa þessar línur
til að minnast þín
streyma minningarnar fram.
Frændinn sem var mesti töffar-
inn, frændinn sem gaf í þegar við
krakkarnir göluðum „hraðar,
hraðar“ en sagði ekki „krakkar,
hafið hljótt“.
Það að þér fannst sjálfsagt að
koma í heimsókn í sveitina með
vídeótækið vegna þess að við
krakkarnir í sveitinni gátum
aldrei horft á sjónvarp á daginn.
Og mikið var nú gaman að horfa á
sjónvarp að degi til. Þú varst allt-
af skemmtilegi frændinn sem tal-
aði líka við okkur krakkana á
jafningjagrundvelli en aldrei nið-
ur til okkar. Svo komumst við líka
upp með alls konar prakkaraskap
í kringum þig sem aðrir fullorðnir
leyfðu okkur ekki að komast upp
með. Þú tókst jafnvel bara þátt í
prakkaraskapnum.
Þegar ég var komin á fullorð-
insár varstu líka frændinn sem
átti alltaf kaffi á könnunni og
nægan tíma í spjall eða til að
segja skemmtilegar sögur frá
hinum og þessum verkum,
vinnum, bílum eða öðru því sem
þú hafðir tekið þér fyrir hendur í
gegnum tíðina. Að þú hefðir næg-
an tíma orsakaðist því miður af
veikindum sem þú lést samt lítið
á þig fá og hélst lífsmynstri þínu í
dagsins önn. Skiptir bara aðeins
um takt.
Þegar ég þurfti að takast á við
mín veikindi hjálpaðir þú mér
mjög mikið, einmitt bara með því
að nenna að spjalla og deila með
mér reynslu þinni. Hefur verið
mér ómetanlegt.
Ég á margar minningar til að
verma mér við um hann Ödda
frænda og mun svo sannarlega
halda áfram að segja sögurnar
hans enda margar hverjar stór-
skemmtilegar. Hans verður sárt
saknað.
Elsku Sigrún, börn, tengda-
börn og barnabörn, ég votta ykk-
ur mína dýpstu samúð.
Þín frænka
Halla.
Örn Axelsson
✝ Örn Axelssonfæddist 29.
ágúst 1949. Hann
lést á Landspít-
alanum 4. mars
2014. Útförin fór
fram 17. mars
2014.
Það var góð vin-
kona og starfsfélagi,
Birna Úlfars, sem
hringdi í mig og lét
mig vita um andlát
góðs vinar, Arnar
Axelssoar (Ödda).
Eftir það símtal
setti mig hljóðan.
Ég sat eftir og starði út
í tómið
kökkur fór að myndast
í hálsinum,
grátstafir hrönnuðust upp í
kverkunum,
hvarmarnir vöknuðu
og tárin streymdu niður kinnarnar.
Ég velti fyrir mér hvað ég gæti
skrifað um í minningargrein, eitt-
hvað um þennan kunningja sem
ég kynntist fyrir allmörgum ár-
um, dreng sem var gull af manni,
en orðin hrönnuðust bara upp í
hugskoti mínu og urðu ekki að
neinum setningum sem vit var í.
Það segir sennilega allt sem
segja þarf það sem ég skrifa hér á
undan.
Þið þekktuð þennan mann.
Það er svo margt sem hugur öðrum
hylur
heldur fast í mynd sem hann vill
geyma.
Það er svo margt sem maður ekki
skilur
en minning lætur tár um hvarma
streyma.
Jón Emil Kristinsson.
Í dag kveður góður maður.
Maður sem var í senn traustur og
sannur.
Vináttu skyldi maður ekki taka
sem gefna, hana þarf að byggja
upp og rækta. Það gerði Örn ein-
mitt svo vel. Framkoma hans var
hógvær, glettin og ávallt var stutt
í brosið. Örn var stoltur af börn-
um sínum og barnabörnum og
talaði oft um þau. Fagmaður var
hann mikill og kom nákvæmni
hans og rólyndi sér vel í smíðinni
í rennibekknum, þar sem engar
misfellur máttu vera. Þar stóðust
honum fáir snúning.
Margar minningar koma upp í
hugann, en efst er mér þó í huga
þakklæti fyrir að eiga Örn fyrir
vin. Sú vinátta var mér mikils
virði.
Ég votta Sigrúnu og fjölskyldu
mína dýpstu samúð. Vertu sæll
kæri vinur.
Kristleifur Kolbeinsson.✝ Ingibjörg Guð-mundsdóttir
fæddist hinn 30.
nóvember 1926.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 7. mars 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Þórunn
Jónsdóttir hús-
móðir og Guð-
mundur Eyjólfsson
bóndi. Ingibjörg
var næstyngst níu systkina. Í
þessum hópi voru þrennir tví-
burar og fæddust öll börnin á
sex árum og og tíu mánuðum.
mæðraskóla í Hveragerði. Eig-
inmaður Ingibjargar var
Snæbjörn Þorvarðarson bóndi
og smiður, þau gengu í hjóna-
band í maí 1951. Þau bjuggu á
Þiljuvöllum á Berufjarð-
arströnd í Suður-Múlasýslu og
stunduðu búskap sem aðallífs-
viðurværi. Snæbjörn lést 3.
september 2003. Ingibjörg og
Snæbjörn eignuðust fimm
börn. Þau eru Kristín, sam-
býlismaður Fanngeir Sigurðs-
son, þá Unnþór, þriðji er Hlíf-
ar Már, næstyngst er Alda,
eiginmaður hennar er Emil
Sæmar Björnsson og yngstur
er Þórður Viðar, eiginkona
hans er Ásdís Auðunsdóttir.
Ömmu- og langömmubörn eru
nítján talsins.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Háteigskirkju í dag, 18.
mars 2014, kl. 13.
Elstur var Krist-
inn, svo Eggert,
Stefán og Jana
Valborg, tvíburar,
þá Egill, Sig-
urbjörg og Leifur,
tvíburar og síðast
Ingibjörg og Þor-
geir tvíburar.
Ingibjörg var
fædd og uppalin á
Starmýri í Álfta-
firði en þegar hún
var fimmtán ára fluttist hún
ásamt fjölskyldunni að Þvottá
í Álftafirði. Hún gekk í barna-
skóla og fór síðar í Hús-
Látin er góð vinkona okkar
Ingibjörg Guðmundsdóttir fyrr-
verandi húsfreyja á Þiljuvöllum á
Berufjarðarströnd. Skömmu eft-
ir að hringvegurinn um landið
var opnaður á áttunda áratug síð-
ustu aldar, lögðum við fjölskyld-
an upp í tjaldferð í kringum land-
ið og komum þá við á Þiljuvöllum
hjá Bjössa og Ingibjörgu. Á
Þiljuvöllum er undurfallegt bæj-
arstæði, handan fjarðarins blasir
við tignarlegur Búlandstindur-
inn, og tifandi bæjarlækurinn á
hlaðinu, klettar, fjallið og fjaran
allt undraheimur barnsins.
Ingibjörg vann sín störf hljóð-
lega, skaust á milli svo vart var
tekið eftir, búin að slá í köku með
kaffinu, og áður en varði blakti
við þvottur á snúru, hún var alltaf
að, hvergi mátti sjá blett og allt
varð að vera í röð og reglu. Hún
gekk í öll störf úti sem inni og
bauð gestunum ungu að koma
með sér að gefa heimalningum,
veiða sandkola eða að reka úr
túninu.
Þetta stutta stopp varð að
sumardvöl Guðrúnar og Antons,
og upp frá þessu fóru þau á
hverju vori í sveitina um miðjan
maí og tóku þátt í sauðburðinum
og léttum snúningum. Ingibjörg
var mikill félagi barnanna, hún
fór með þeim upp í fjall, þar mátti
finna steina sem hún kenndi þeim
að greina og þekkja. Ingibjörg
unni náttúrunni, fagnaði komu
farfuglanna sem hún þekkti af
hljóðum og með nöfnum, finna
hreiðrin, skoða eggin og sjá
hvernig hver fugl bjó um sig til að
fræða borgarbörnin. Hún fór
með þeim í marga fjöruferðina að
tína kuðunga og skeljar, allt
rannsakað og slegið var upp í bók
til að skoða vafaatriði.
Ingibjörg var vel lesin, kunni
skil á hetjum fornbóka okkar og
var minnug og fróð, þó að ekki
hefði hún hátt um það.
Ingibjörg naut þess að rækta
garðinn sinn, bæta við blómum
og litum. Hún fylgdist með þrest-
inum sem kom ár hvert og gerði
hreiður í garðinum og söng fyrir
hana.
Nú þegar komið er að leiðar-
lokum þökkum við Ingibjörgu
fyrir allar þessar góðu samveru-
stundir sem við höfum átt með
henni og fjölskyldu hennar.
Minningar um fallega samveru
manns og náttúru.
Við sendum börnum Ingi-
bjargar og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Kristín, Ulrich, Guðrún,
Anton og fjölskyldur.
Elskuleg amma okkar, Ingi-
björg, er fallin frá. Margar af
bestu æskuminningum okkar eru
úr sveitinni, á Þiljuvöllum í Beru-
firði. Við bræðurnir fórum mörg
sumur til ömmu austur í sveit. Á
veturna hugsaði maður oft um
sveitina og hlakkaði til að heim-
sækja ömmu. Hún var mikill
dugnaðarforkur og var alltaf með
eitthvert verkefni fyrir höndum.
Við áttum margar stundir saman
í berjatínslu og steinaleit. Minn-
ing sem er alltaf ofarlega í huga
er þegar hún var vaðandi út í sjó
að sækja netin sem hún hafði
lagt, svo eldaði hún ljúffengan
fisk handa okkur eftir langan dag
af amstri á Þiljuvöllum. Amma
Ingibjörg skilur eftir sig margar
hlýjar minningar og mun hún
þannig lifa áfram í minningum
okkar og þeirra í kringum hana.
Eysteinn Þórðarson.
Ingibjörg
Guðmundsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar