Morgunblaðið - 18.03.2014, Page 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014
Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins,SA, og formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga, er 61 árs ídag. Hann segir að dagurinn verði hefðbundinn, afmæl-
iskaffi með fjölskyldunni og ræktin að loknum vinnudegi. „Þessi
dagur er ekki mikið frábrugðinn öðrum dögum,“ segir hann.
Unnið er að mótun stefnu SA í menntamálum og kemur Halldór
að því starfi. Hann hefur leitt Þjóðræknisfélagið frá 2011 og bendir
á að mikið sé um að vera á þeim vettvangi á árinu. „Ég hef mikla
ánægju af því að sinna verkefnum Þjóðræknisfélagsins,“ segir Hall-
dór, en næst á þeim vettvangi er að taka á móti Birgittu Wallace –
Ferguson, sem vann m.a. að rannsóknum á L’Anse aux Meadows
undir stjórn Norðmannsins Helge Ingstad og flytur hádegiserindi
um landnám norrænna manna á Vínlandi í sal Þjóðminjasafns Ís-
lands miðvikudaginn 26. mars nk.
Íslendingadagshátíðin á Gimli í Manitoba í Kanada, verður haldin
í 125. sinn um verslunarmannahelgina í sumar. „Það stefnir í mikla
þátttöku frá Íslandi,“ segir Halldór og bætir við að 14 ungmenni frá
Norður-Ameríku taki þátt í Snorraverkefninu hérlendis, sem standi
yfir í sex vikur og byrji um miðjan júní. Fjögur ungmenni fari héðan
vestur á sviðuðum tíma. Nýlega stóð ÞFÍ að kynningu á vestur-
íslenska blaðinu Lögbergi Heimskringlu og njóta félagsmenn þess.
„LH bíður öllum félagsmönnum ÞFÍ fría rafræna áskrift í hálft ár
og eftir það áskrift á vildarkjörum,“ segir Halldór. steinthor@mbl.is
Halldór Árnason 61 árs
Morgunblaðið/Ernir
Tenging Halldór Árnason á bókamarkaði í Perlunni 2010 og að sjálf-
sögðu með bækur sem tengjast Stykkishólmi og Vesturheimi.
Stórt ár í samskipt-
um við Vesturheim
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Hafnarfjörður Sigurrós Edda fæddist
18. ágúst kl. 20.37. Hún vó 3.460 g og
var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru
Sigurlaug Helga Birgisdóttir og Þór-
arinn Jónsson.
Nýir borgarar
Hafnarfjörður Alex Nói fæddist
11. júní. Hann vó 3930 g og var 51 cm
langur. Foreldrar hans eru Teitur Jó-
hannesson og Elín Inga Jónsdóttir.
R
agnheiður fæddist í
Reykjarfirði við Djúp
18.3. 1954 og ólst þar
upp í foreldrahúsum:
„Æskuheimilið var
heilmikill verkmenntaskóli. Þar var
jafnan fjölmennt og heimilisfólkið
ungir jafnt sem aldnir. Þá var tölu-
vert um aðkomið sumarfólk fram
undir 1968. Heimilisbragurinn var
því fjölbreytilegur, líflegur og upp-
byggilegur fyrir okkur krakkana,
enda alltaf nóg að sýsla.
Foreldrar mínir tóku við búi af
föðurafa mínum sem var með stórt
blandað bú á þeirra tíma mæli-
kvarða. Búskapahættir voru að
breytast í mínum uppvexti, vélvæð-
ing hófst um það leyti sem ég var
að fæðast og um 1960 var farið að
endurbyggja yfir bústofninn. Skóla-
gangan hófst að austanverðu við
þennan lita friðsæla fjörð, í Barna-
skólanum í Reykjanesi, rétt fyrir
tíu ára aldur, en þar dvöldum við í
heimavist, nokkrar vikur í senn. Þá
tók við gagnfræðanám við Héraðs-
skólann í Reykjanesi.“
Ragnheiður lærði síðan tækni-
teiknun við Iðnskólann á Ísafirði,
stundaði nám við Framhaldsskóla
Vestfjarða sem seinna varð MÍ og
hefur sótt síðar ýmsar námsgreinar
á háskólastigi í fjarnámi.
Sjö barna móðir í pólitík
Ragnheiður sinnti bústörfum á
unglingsárunum, vann í íshúsi
Norðurtangans á Ísafiði, var mat-
Ragnheiður Hákonardóttir, rekstrarstjóri á Ísafirði – 60 ára
Í Reykjarfirði Frá vinstri: Sigrún Helga, dóttir Ragnheiðar og Óðinn tengdasonur; Steinunn, móðir Ragnheiðar;
Hákon og Ágeir, synir Ragnheiðar, Guðbjartur, eiginmaður hennar, Arndís dótturdóttir og afmælisbarnið.
Athafnakona úr Djúpi
Fleiri börn: Alberta Gullveig, Jóhann Gunnar og Jónína Guðbjörg.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
HREINSI- OG SMUR-
EFNI, GÍROLÍUR,
SMUROLÍUR OG
RÚÐUVÖKVI
FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.