Morgunblaðið - 18.03.2014, Page 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014
Allt að 8.000 grafíkverk eftir fjölda
listamanna fuðruðu upp þegar safnið
og sýningarsalurinn Grafiken Hus
brann til kaldra kola í Mariefred
skammt vestur af Stokkhólmi að-
faranótt sunnudags.
„Þetta eru hörmungartíðindi fyrir
allt menningarlíf í Svíþjóð, einstakur
fjársjóður listaverka hefur glatast,“
höfðu fjölmiðlar þar í landi eftir ein-
um stjórnarmanni safnsins.
Í Grafikens Hus var varðveitt
stærsta safn Svíþjóðar af grafíklist
samtímalistamanna og módernista, í
raun sænska listasagan í miðlinum
frá síðustu áratugum, en einnig eitt-
hvað af eldri verkum og mun til að
mynda hafa eyðilagst grafíkverk
eftir Rembrandt.
Þá var unnið að metnaðarfullu
sýningarhaldi í stofnuninni, þar sem
sýnd voru verk allrahanda lista-
manna í hina ýmsu grafíkmiðla,
einkum sænskra en einnig voru sýnd
verk listamanna víða að. Í húsinu var
líka starfrækt vandað grafíkverk-
stæði þar sem margir kunnustu
listamenn Svía komu og unnu að
grafíkverkum með aðstoð sérfræð-
inga á því sviði, auk þess sem nem-
endur listaskóla nutu þar leiðbein-
inga færasta fagfólks.
Engu einasta verki var bjargað úr
brunanum en byggingin var mann-
laus þegar eldurinn kom upp. Íbúar í
nágrenninu heyrðu háan hvell
skömmu áður og rannsakar lög-
reglan hvort um íkveikju kunni að
vera að ræða.
Þúsundir
verka
brunnu
Brunnið Frá sýningu í reisulegum
sölum Grafikens Hus í Mariefred.
draumsýn sköpunarkraftsins, leit-
ina að fullkomnun og hina full-
komnu rómantísku fórnfýsi fyrir
listina. Sýningarrýmið mun vera
eins og Fellini-myndver, stórkostleg
verksmiðja fyrir samsetningu, leik
og kvikmyndun sögu um fegurð. Við
erum ekki að gera raunverulega
kvikmynd; við leikum tilraun til að
gera kvikmynd …“ segir Ragnar.
Í tilkynningunni segir að í hópn-
um sem kemur að verkefninu séu
margir kunnustu listamenn sinnar
kynslóðar í Reykjavík. Þá muni fað-
ir Ragnars, Kjartan Ragnarsson
leikstjóri, vera til aðstoðar við leik-
stjórnina. Komi gestir á ólíkum tím-
um muni þeir sjá verk sem er sífellt
að breytast, hópurinn getur verið
við æfingar einn dag, í annað skipti
feðgarnir að undirbúa tökur eða
tónlistarmenn að æfa, en tónlistin
er samin af Kjartani Sveinssyni sem
hefur komið að mörgum verkum
Ragnars. efi@mbl.is
Í rúmlega þriggja vikna löngum
gjörningi, sem hefst þriðja apríl
næstkomandi, munu Ragnar Kjart-
ansson og sextán myndlistarmenn,
tónlistarmenn og vinir hans, fram-
kvæma afar viðamikinn gjörning í
samtímalistastofnun í Vínarborg.
Verkið hallast Höll sumarlandsins
og verður sett upp í Thyssen-
Bornemisza Art Contemporary-
stofnuninni (TBA21).
Á tímabilinu mun þessi hópur
myndlistarmanna, tónlistarmanna,
leikara, leikstjóra, búningahönnuða,
kvikmyndatökumanna og tækni-
manna búa í sýningarýminu og
starfa þar að uppsetningu verksins,
segir í tilkynningu frá TBA21.
Verður því breytt í kvikmyndaver,
listasmiðju og leikmynd fyrir leik-
gerð á Heimsljósi, skáldsögu Hall-
dórs Laxness. Verki Ragnars og
hópsins, sem nefnist Höll sumar-
landsins eftir einum fjögurra hluta
skáldsögunnar, er lýst sem gjörn-
ingalist sem „daðri við bókmenntir,
tónlist og skúlptúr – manísku ferða-
lagi inn í sálarlíf kynslóða íslenskra
listamanna, undir því yfirskini að
búa eigi til kvikmynd“.
Haft er eftir Ragnari að verk-
efnið sé einskonar „mikilmennsku-
þraut“ þar sem leitast verði við að
höndla list, fegurð, tilfinningar og
kjarna lífsins. Verkefnið var þróað
samtímis Kraftbirtingarhljómi guð-
dómsins, verki Ragnars og Kjartans
Sveinssonar sem frumsýnt var í
Volksbühne í Berlín á dögunum.
Gestir munu geta fylgst með
verkinu verða til í TBA21 fjóra
daga vikunnar, frá miðvikudegi til
sunnudags og til miðnættis á
laugardögum.
Ragnar segir skáldsögu Halldórs
Laxness hafa haft meiri áhrif á list-
sköpun sína en nokkuð annað, þetta
sé írónísk saga um fegurð og heil-
indi listamannsins, skrifuð í deiglu
módernismans, og sé í senn óður til
fegurðar og afbygging hennar.
„Sýningin mun vera ferlið við að
kvikmynda senur úr sögunni,
Höll sumarlandsins
í gjörningi Ragnars
Hátt í tuttugu
listamenn vinna að
kvikmynd í Vín
Ljósmynd/Lilja Birgisdóttir
Mörg Listamennirnir sem taka þátt í uppsetningu verksins í Vínarborg. Auk Ragnars eru það til að mynda tónlist-
ar- og myndlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn og leikmyndasmiðir, sem munu vinna saman í sýningarrýminu.
Birt með leyfi listamannsins
Sviðsmynd Teikning Ragnars Kjartanssonar að einni sviðsmyndinni sem
unnið verður að í Vínarborg, eins og taka eigi þar kvikmynd eftir sögunni.
Morgunblaðið gefur út
27. mars glæsilegt
sérblað um HönnunarMars
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARFRESTUR
AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 12,
mánudaginn
24. mars.
NÁNARI
UPPLÝSINGAR
GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Hátíðin verður haldin
víðs vegar um Reykjavík
þar sem saman koma
íslenskir hönnuðir og
sýna fjölbreytt úrval
nýrrar íslenskrar hönn-
unar og arkitektúrs af
margvíslegu tagi.
HönnunarMars
DesignMarch
Reykjavík 27.-30.03.2014
HEYRNARSTÖ‹IN
Þjónusta Heyrnarstöðvarinnar gengur út á aukin lífsgæði. Við bjóðum ókeypis
heyrnarmælingu, hágæða heyrnartæki og margvíslega sérfræðiþjónustu og ráðgjöf.
Kynntu þér þjónustu okkar á heyrnarstodin.is og vertu í sambandi.
Við tökum vel á móti þér. Heyrumst.
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is