Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014 HEIMURINN eilbrigðismálastofn nni áfanga í b uð Asía er . E er þe dur í Af a O n N LAI DENÝJU ir ewuskili tveim forn ypti afSouth Wales ke sala í Ne Subhash Kapo ur, sem er um 90 gömul, var keypt á milljónir dollar ður ÚKR V ósjenko, f aínu, segist ætla aðforsætisráðherra Úkr eta landsins en kosiðbjóða sig fram til fors bættisins og þingsinsverður til forsetaem var ein þekktasti25. maí.Tímósjenko g y gnu ulu b ltin unni 2004.leiðtoginn í appelsí BANDARÍKIN SEATTLE núLjóst er ðað minnst 24 létu lífi lélaurskriðunni miklu se ttlesvæði skammt frá Sea fyrir nokkru. Hins veg hefur tala þeirra sem er saknað lækkað mjö nú 90. Au borgina Os Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur ekki tekið afstöðu til framboðs el-Sisis en stjórn forsetans dró mjög úr fjár- stuðningi við egypska heraflann eftir valdaránið í júlí. Áð- ur hafði stuðningurinn numið rösklega milljarði dollara á ári. „Þið sneruð baki við Egyptum og þeir munu ekki gleyma því,“ sagði el-Sisi um Bandaríkjamenn. Hann getur þó huggað sig við að forseti Rússlands, Vladímír Pútín, hefur lýst stuðningi við framboð hans. Og nýlega sömdu Egyptar við Rússa um vopnakaup fyrir um þrjá milljarða dollara. S íðustu ár í sögu þjóðar okkar hafa sýnt með afgerandi hætti að eng- inn getur orðið forseti Egyptalands gegn vilja þjóðarinnar eða án stuðnings hennar,“ sagði Abdel Fattah el- Sisi, marskálkur og varnarmála- ráðherra Egyptalands, á miðviku- dag þegar hann lýsti yfir framboði sínu í kosningunum í júlí. Fögur orð frá manninum sem síðasta hálfa árið hefur verið talinn vold- ugasti maður landsins og herráðs- ins. Flestir fréttaskýrendur segja hann öruggan um sigur enda hafa fjölmiðlar landsins hafið hann upp til skýjanna. Margir segja Egypta nú þurfa að fá „sterkan mann“ í valdastólinn. En el-Sisi hafði í fyrra forystu um að velta fyrrverandi forseta, íslamistanum Mohammed Morsi, úr sessi, fyrsta lýðræðislega kjörna leiðtoga Egypta í mörg þúsund ára sögu þeirra. Ný kosn- ingalög, sem fulltrúar herforingj- anna kynntu í byrjun mars, hafa fengið harða gagnrýni, jafnt af hendi lýðræðissinna sem íslamista. Kjörstjórnin er hafin yfir lög, ekki hægt að áfrýja úrskurðum hennar. Hins bera að gæta að skoðana- kannanir sýndu að um 67% Egypta lýstu stuðningi við hrotta- legar aðgerðir hersins gegn Morsi og stuðningsmönnum hans í Bræðralagi múslíma í fyrra. Svo hrapallega hafði honum mistekist að sameina þjóðina að baki sér. Hann beitti þess í stað offorsi til að þröngva bókstafstrú öfgafullra múslíma upp á þjóðina. Vesturveldin og þá einkum Bandaríkin eru í óleysanlegri klípu. Þau studdu a.m.k. í orði lýðræðisbyltinguna í Egyptalandi og fleiri arabalöndum en niður- staðan hefur víðast hvar orðið annaðhvort afturhvarf til fyrri ein- ræðishátta eða upplausn og stríð. Þegar Egyptar fengu tækifærið þá kusu þeir (sá helmingur þeirra sem ómakaði sig á kjörstað) yfir sig ofsatrúarmenn sem innst inni fyrirlíta allt lýðræði og hafa nú sennilega misst megnið af fylgi sínu. Og nú verða vestræn ríki sökuð um tvískinnung ef þau styðja el-Sisi og menn hans. Fjölmörg samtök/flokkar og þekktir einstaklingar hafa þeg- ar lýst stuðningi við framboð el-Sisis, nefna má Amr Mo- ussa, fyrrverandi utanrík- isráðherra, og Abdel- Hakim Abdel-Nasser, son Gamals Abdel Nas- sers sem var dáður forseti frá 1954 til 1970. Einnig er ljóst að ráðamenn í Sádi-Arabíu, sem styðja nú Egypta með um 12 milljarða dollara framlagi á ári, vilja el-Sisi til valda. En hvernig persóna er hann, maðurinn sem oft er kallaður Þögli hershöfðinginn? Hann virð- ist, öfugt við marga leiðtoga, ekki njóta þess mjög að hlusta á sjálf- an sig. Foreldrar hans eru sanntrúaðir og el-Sisi skreytir oft mál sitt með tilvitnunum í kór- aninn. Börnin eru þrjú, eigin- konan hylur hár sitt með hefð- bundinni blæju en annars er fátt vitað um fjölskyldulíf forsetaefn- isins sem er 59 ára. Eitt er samt orðið ljóst: El-Sisi kann að nota loðið orðalag. Nefna má yfirlýs- ingar hans um að egypski herinn myndi alltaf standa með þjóðinni, „höggva verður af sérhverja hönd sem skaðar einhvern Egypta“, sagði hann í ræðu í apríl 2013, skömmu fyrir valdarán hersins í júlí. Stuðningsmenn Morsis túlk- uðu orðin svo að el-Sisi myndi ekki leyfa að stjórninni yrði steypt. Lék tveim skjöldum Morsi skipaði hann varnar- málaráðherra 12. ágúst 2012. Þá var á kreiki orðrómur um að el- Sisi væri í reynd hlynntur Bræðralagi múslíma, væri verk- færi þeirra. Ákvörðun Morsis var því skiljanleg, el-Sisi virtist skásti kosturinn í röðum hermanna. En í lok júní var efnt til geysifjöl- mennra útifunda þar sem krafist var afsagnar Morsis. Víða kom til átaka. Herinn gaf í byrjun júlí forsetanum tveggja sólarhringa frest til að koma á stöðugleika. Fresturinn rann út, herinn undir forystu el-Sisis tók völdin og skip- aði lítt þekktan dómara, Adly Mansour, bráðabirgðaforseta. Deila má um það hvort herinn, sem er mjög vel búinn vopnum, hafi nokkurn tíma misst völdin eftir að hann steypti síðasta kon- unginum árið 1952. Smám saman hefur hann náð tökum á drjúgum hluta allrar vöruframleiðslu í land- inu og valdataka Morsis eftir ára- tuga skeið sýndarlýðræðis hnikaði lítið þessum heljartökum hersins. Sættir sig við „vilja þjóðarinnar“ FÁTT VIRÐIST GETA KOMIÐ Í VEG FYRIR AÐ ABDEL FATTAH EL-SISI VERÐI NÆSTI FORSETI EGYPTALANDS. LANDSMENN ERU SAGÐIR ÞREYTTIR Á LÝÐRÆÐI, ÁTÖKUM OG STJÓRN- LEYSI OG ÞRÁ AÐ FÁ „STERKAN MANN“ TIL VALDA. Barack Obama Í FAÐM RÚSSA? Kona úr röðum stuðningsmanna el-Sisis hrópar slagorð á útifundi í Alexandríu í vikunni. Margir Egyptar vona að el-Sisi komi á stöðugleika eftir ókyrrð og átök í kjölfar byltingarinnar gegn Hosni Mubarak 2011. AFP * Almáttugur Guð hefur skipað okkur að virða trú ann-arra, á sama hátt og við virðum okkar eigin trú.Mohammed Morsi, fyrrverandi forseti Egyptalands.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.