Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014 Fjórir söngvarar koma fram á tvennum tón- leikum á sunnudag og flytja lög skagfirskra tónskálda. Tónleikarnir verða í Seltjarnar- neskirkju klukkan 16 og Hveragerðiskirkju klukkan 20.30. Söngvararnir eru Margrét S. Stefánsdóttir sópran, Ásgeir Eiríksson bassi, Sigurjón Jóhannesson tenór og Helga Rós Indriðadóttir sópran. Með þeim leikur Gróa Hreinsdóttir á píanó. Flutt verða einsöngslög, dúettar og kvart- ettar eftir Eyþór Stefánsson, Jón Björnsson og Pétur Sigurðsson; lög eins og Lindin, Hall- arfrúin, Myndin þín, Bikarinn, Ætt́ég hörpu og Erla. TÓNLEIKAR SUNNAN HEIÐA SKAGFIRSK LÖG Söngvararnir sem flytja skagfirsku lögin, ásamt píanóleikaranum Gróu Hreinsdóttur. Ella Vala Ármannsdóttir leikur á horn með kammerhópnum Nordic Affect á sunnudag. Á sunnudagskvöld klukkan 20 heldur kamm- erhópurinn Nordic Affect sína fyrstu tónleika í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur en hóp- urinn var útnefndur tónlistarhópur Reykjavík- ur árið 2014. Tónleikarnir kallast „Af 5 metra færi“ og beinist kastljósið að horninu þar sem spurt er hvernig það horn hafi litið út sem Bach og Händel skrifuðu fyrir og hvernig leikið sé á það. Náttúruhornleikarinn Ella Vala Ármanns- dóttir kemur fram með hópnum og leikur nokkur af fyrstu kammerverkunum sem rituð voru fyrir horn. Einnig eru á efnisskránni verk eftir Händel, Couperin og Philidor. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. TÓNLEIKAR NORDIC AFFECT HORNVERK „Djúp og Breið“ er heiti sameiginlegrar hátíðar kirknanna í Breiðholti sem hefst í dag, laugardag, og stendur til 5. apríl. Hátíðin spratt af hugmyndum um samstarf kóra kirknanna og vatt upp á sig. Hátíðin verður sett í Breiðholtskirkju í dag, laugardag kl. 16. Þá lesa skáldin Sjón, Sigurður Pálsson, Sigurbjörg Þrastardóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir úr verkum sínum, kunnir tónlistarmenn koma einnig fram og kór hátíðarinnar. Hann er samsettur úr fjórum kirkjukórum auk Lög- reglukórsins í Reykjavík. Á mánudagskvöldið sýnir Möguleikhúsið Eldklerkinn í Seljakirkju kl. 20 og sama kvöld halda Spilmenn Ríkínis tónleika í Breiðholts- kirkju og hefjast þeir einnig kl. 20. Þá sýna nemendur í FB myndlistarverk í kirkjunum. HÁTÍÐ Í KIRKJUM BREIÐHOLTS DJÚP OG BREIÐ Vilborg Dagbjartsdóttir Menning Þ etta eru mörg lög sem voru samin fyrir rúmlega fjörutíu árum og það þurfti eitthvað að punta upp á þau,“ segir Megas, Magnús Þór Jónsson, um lögin fimmtíu sem hann samdi flest árið 1973, við alla Passíu- sálma séra Hallgríms Péturssonar, þann merka kvæðabálk um pínu og krossfestingu Jesú Krists sem hefur lifað með þjóðinni um aldir. Nú eru fjögur hundruð ár frá fæðingu sálmaskáldsins og af því tilefni hyggst Megas, í samstarfi við fjölmennan hóp listamanna, flytja í apríl öll lög sín við sálmana í þremur hlutum á þrennum tónleikum í Grafarvogs- kirkju. Tvennir fyrri tónleikarnir verða fimmtudagskvöldin 3. og 10. apríl en loka- tónleikarnir á föstudaginn langa, 18. apríl. Megas og Magga Stína taka þátt í flutn- ingnum á öllum tónleikunum – hún syngur hlutverk Jesú. Á fyrstu tónleikunum hljóma fyrstu 17 sálmarnir í nýjum útsetningum tón- skáldsins Þórðar, sonar Megasar, fyrir strengi, blásturshljóðfæri og slagverk. Caput- hópurinn og stúlknakór undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar flytja, en hann er list- rænn stjórnandi tónleikanna. Tónleikarnir 10. apríl eru kynntir sem „tón- leikar unga fólksins“ en þá verða fluttir Pass- íusálmar númer 18 til 33 og hafa fæst lögin heyrst áður. Megas og Magga Stína syngja þá ásamt ungmennakórnum Vox Populi og hljómsveitinni Moses Hightower. Á föstudaginn langa tekur rokkið síðan völdin. Píslarbandið, rokkhljómsveit skipuð einvala liði, leikur þá ásamt strengjakvartett með Megasi og Möggu Stínu, og Söngfjelag- inu, 60 manna kór sem Hilmar Örn stjórnar, og verður þá botninn sleginn í píslarsöguna á kraftmikinn hátt. Hrifinn af miðaldakveðskapnum Þetta verður í áttunda sinn sem lög Megasar við Passíusálmana hljóma á tónleikum en í fyrsta sinn sem öll fimmtíu verða flutt í heild. Nokkur þeirra heyrðust fyrst opinberlega árið 1973 en frá árinu 2001 hafa Megas og Hilmar Örn flutt Passíusálmalög saman á nokkrum tónleikum, meðal annars í Skálholti og í báð- um Hallgrímskirkjunum, í Reykjavík og í Saurbæ. „Nú koma margir hópar að flutningnum og það þarf að samræma allt saman. Þau lag- anna sem helst hafa verið flutt hafa alltaf bætt einhverju við sig við hvern flutning, en þessi sem lágu kyrr og söfnuðu ryki þurfti að- eins að punta til,“ segir Megas og bætir við að það sé að einhverju leyti tilviljun hver hafi áður verið valin til flutnings. „Sum hafa legið betur við en önnur. 1. og 50. sálmur eru alltaf fluttir, svo eru önnur lög sem sitja á varamannabekknum á einum tón- leikum, eru leikin næst, meðan einhver hefur alltaf verið hlaupið yfir. En þetta er allt samið á sama tíma og er af svipuðum gæðastandard, seventís-músík …“ Þegar spurt er hvernig hafi staðið á því að hann réðst í þetta mikla verk, að semja lög við alla sálmana, kveðst Megas ekki geta gefið neina absalút skýringu á því. „Ég var að ræða þetta við Viðar Víkingsson og get tekið undir það sem hann sagði, að sem krakki fór lesturinn á Passíusálmunum í útvarpinu í dymbilvikunni í taugarnar á manni, og foreldrarnir gátu ekki hugsað sér að slökkva á þeim. Þegar maður komst síðan til vits og ára þá opnuðust augu manns fyrir því að það var eitthvað í þessu, að þetta væri meiri perla en mann hafði órað fyrir. Þetta er það öflug textagerð að hún hlaut að affektera mann einhvern veginn. Svo komst maður á kommastig og hallaðist að skemmtilegum lín- um eins og þessari …“ Megas teygir sig í vel lesið eintak af sálmunum sem hann hefur við höndina og les úr síðasta erindi 2. sálms: Jesú, þín grátleg grasgarðspín / gleður ör- þjáða sálu mín. „Þetta er ansi djúpt tekið í ár- inni,“ segir hann svo og brosir. „Textinn er svo samansaumaður og flottur. Og einhvern- veginn æxlaðist það nú þannig að ég hef alltaf orðið hrifnari og hrifnari af íslenska miðalda- kveðskapnum, frá gullöldinni og fram á renes- ansinn á nítjándu til tuttugustu öld. Það er svo mikið um slettur í þessu og allar hljóma vel! Hljómur í texta hefur svo mikið að segja.“ Samdi lögin í tómarúmi Það var árið 1969 sem Megas gerði lag við fyrsta Passíusálminn og flytur það enn. „Fljótlega samdi ég síðan lag við 36. sálm, „Um skiptin á klæðunum Kristí“. Það var nú af skætingi út í yfirvöldin fyrir ránskap þeirra … Svo var það 1973, einhverntímann þegar sonur minn var væntalegur í heiminn, að ég settist við, fór yfir alla sálmana og skoð- aði bragarhætti, og sá að ef ég ætlaði að flytja þá sem tveggja til þriggja mínútna hitt- ara þá dygði ekki að fara með öll erindin. Ég vinsaði því beint úr Ritningunni, til að segja söguna, og valdi erindi að semja við. Þetta er því reykurinn af réttunum hjá mér. Ég bjó til einhverskonar lógík, eins og að flytja fjögur fyrstu erindin í hverjum sálmi og svissa svo yfir í það síðasta. Aðeins einn sálmur er sung- inn alveg heill, nú í seinni tíð, og það er sá 25. sem er fjórtán erindi. Hann er öxullinn í Passíusálmunum. Eiginlega allt sem er komið í þeim fram að honum, og kemur á eftir, er í þeim sálmi. Hann er það sem allt snýst um: Ecce homo“ – sjáið manninn. Það er sálmurinn „Um útleiðslu Kristí úr þinghúsinu“ og endar á erindinu sem hefst með línunni Son guðs ertu með sanni… „Ég samdi þetta í tveggja ára tómarúminu milli fyrstu plötunnar minnar og Millilend- ingar. Þegar sú fyrsta var komin á þrykk en ég fékk engan til að gefa meira út, þá nýtti ég tækifærið. Ég hafðist þá við í einhvers konar Ágíasarfjósi sem þurfti að moka út úr til að það gæti orðið áframhald. Ég hefði getað gert margt annað en lög við Passíusálmana en þeir sóttu á mig. Það mátti rokka þá upp. Mér leiddist alltaf þessi slómó sálmasöngur sem svipti þá öllum karakter og tilfinningu. Og ef ég fékk aðgang að músíköntum sem ekki heimtuðu peninga, þá nýtti ég mér það líka út í æsar. Haustið 1972 var ég fenginn til að koma fram á árshátíð Framtíðarinnar í Menntaskólanum í Reykjavík. Ég féllst á að taka það að mér gegn því að ég fengi einfalt rokkband til að koma fram með mér og þá fundust drengir í skólanum, einn á bassa, annar á gítar og sá þriðji á trommur. Ég æfði með þeim prógramm fyrir árshátíðina og í mars hóaði ég aftur í þá til að leika með mér þessa nýsömdu Passíusálma. Það var í SÚM- salnum og ég fékk mikla og góða fyrirgreiðslu hjá yfirvöldum þar.“ Stal mjög kirfilega „Þessi lög voru samin árið 1973 og þá var se- ventís-músíkin í eyrunum á manni,“ segir Megas. „En síðan hefur maður heyranlegan baksýnisspegil og ennþá eru uppáhaldslögin frá fiftís og sixtís í fullu gildi. Inn á milli eru ballöður, sem ekki er hægt að greina að teng- ist einum tíma frekar en öðrum, en önnur lög hafa ákveðin efnistök; til dæmis var ég með tónlist kanadísku hljómsveitarinnar The Band í huga þegar ég samdi nokkur, og einhverjum lögum stal ég mjög kirfilega, svoleiðis að eng- inn hefur áttað sig á því,“ segir hann og glott- ir skelmislega. „Jafnvel hinir spökustu menn hafa ekki áttað sig á þeim efnistökum, sem ég er hreykinn af, því skussarnir fá bara lánað, en hagir smiðir taka sér til nytja og án þess í raun að svipta eigandann neinu.“ Þá segir Megas nokkur laganna byggð á blúsnum en þegar hann notar rokkið þá fleyg- ar hann oft taktinn í 4/4 með milliköflum í þrí- skiptum takti. „Rímsýstemið á sálmunum er stundum nokkuð einhæft og það dregur stundum úr þeirri tilfinningu þegar nýr taktur tekur völdin í laginu. Svo nota ég annað sem er meira rokk og ról en klassík, að hljómsveitin slær hljóm og klippir strax á hann en röddin heldur áfram og syngur frasann til enda. Á síðasta atkvæð- inu sem er sungið tekur hljómsveitin aftur við með miklum slætti og látum.“ Nú ríkir einveldi upplýsingar Talið berst aftur að hljómnum í sálmum Hall- gríms Péturssonar, sem Megas hrífst af. „Hvernig orðin hljóma, sem hljóð, er svo flott,“ segir hann. „Þessi miðaldakveðskapur er mjög brogaður, það er ekki Fjölnis- mállýska á honum. En einhvernveginn er það skemmtilegra, með öllum slettunum úr dönsku og þýsku, heldur en „robespierríska“ Fjölnismálið. Það hefði getað orðið æði kauðskt að reyna að þýða þetta yfir á „hrein- ræktaða“ íslensku, enda fara góðir hlutir oft fram úr sér. Eins og upplýsingin; nú ríkir orðið einveldi upplýsingar. Hvernig kemur fólk út úr því? – Enginn veit nokkurn skap- aðan hlut! Hindurvitni og hjáguðadýrkun eru með öllu bönnuð, sem er lífsessens, og þarna hefur upplýsingin snúist alveg við og er eig- inlega ekki lengur til að upplýsa fólk heldur til að halda því í svo mikilli lýsingu að það sjái ekki nokkurn skapaðan hlut. Einræði upplýs- ingar …“ Eftir þessa ádrepu segir Megas að í seinni tíð séu lesarar farnir að fara sífellt verr með rímið við upplestur á Passíusálmunum. „Allir góðir lesarar sem hafa vitað hvað þeir væru að gera, eins og Halldór Laxness og Jón Helgason, hafa haldið flámælinu til streitu. Svo hafa komið til einhverjir vel menntaðir krakkar sem telja sig þurfa að leiðrétta það, og þar með fellur út rím og fleira, sem er að- eins rétt með flámælinu. Í okkar flutningi er lögð áherslu á að allir ÖLL FIMMTÍU LÖG MEGASAR VIÐ PASSÍUSÁLMANA FLUTT Á ÞRENNUM TÓNLEIKUM „Textinn er svo saman- saumaður og flottur“ „ÉG HEF ALLTAF HAFT ÞÁ TRÚ AÐ ÞAÐ SÉU ALLIR TRÚAÐIR EN BRÖGÐIN VELKJAST FYRIR MÖRGUM,“ SEGIR MEGAS ÞEGAR RÆTT ER UM PASSÍUSÁLMANA OG LÖG HANS VIÐ TEXTA HALLGRÍMS PÉTURSSONAR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Megas flutti hluta Passíusálmanna í Hallgríms- kirkju, ásamt kór og hljómsveit, fyrir þremur árum. Nú verða allir fluttir í Grafarvogskirkju. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.