Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 13
gerir út bát þaðan ásamt konu sinni. Hann spurði hvað ég væri að væflast þarna, háseti hjá sér hefði forfallast og hvort ég gæti reddað sér. Ég var þarna helstrípuð og með langar neglur en sló til! Þetta var 2003 þegar ég var 23 ára. Þann- ig byrjaði sjómennskan hjá mér fyrir alvöru – fyrir algjöra tilviljun.“ Þau Hjörtur veiddu í net. „Ég er ekki alin upp í kassa, er óhrædd við að taka að mér alls kyns verk og mér finnst raunar að allir ættu að prófa allt! Enginn ætti að ákveða fyrirfram að hann geti ekki gert eitthvað. En það er meira en að segja það að mæta með þunna tölvuhúð og segjast til í að fara nokkra róðra! Hjörtur var dásam- legur skipstjóri, hann bæði andæfði – stýrði bátnum og passaði að netið færi ekki í skrúfuna – og togaði netið, sem er mjög vandasamt. Hann kenndi mér þetta, sem er heljarmikið mál og mér fannst það ótrúlega fallega gert af honum að stíga niður úr „hásæti“ skipstjórans og leyfa naglalakkaðri stelpu að stýra bátnum. Við gátum því skipst á þegar fiskeríð var rosalegt. Mér fannst það magnað að hann skyldi nenna að kenna mér þetta; hann var sannarlega ekki fastur í ein- hverju fyrirfram ákveðnu formi og ætti auðvitað að fá jafnréttis- verðlaun fyrir þetta!“ Eftir sumar á sjónum ákvað Hlédís að segja skilið við hár- greiðsluna og skráði sig þess í stað í háskólann á Bifröst. Útskrifaðist þaðan 2007 eftir nám í HHS sem svo er kallað; heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Afþakkaði starf í banka „Á þessum tíma vildu bankarnir gleypa flesta sem komu út úr há- skóla, mér var boðin vinna í banka eins og fleirum en hafnaði henni og stofnaði þess í stað fyrirtækið Eigið fé. Ætli það sé ekki eina fyrirtækið með þessa skírskotun í nafninu sem stóð af sér hrunið! Þetta er í raun bara hobbífyrirtæki og eini arð- urinn sem hefur verið greiddur eru áprentaðir pennar!“ Það var þegar Hlédís vann að lokaritgerð sinni við háskólann á Bifröst að hugmyndin að Eigin fé kviknaði. „Ég tók þátt í smala- mennsku og heyrði á vinum mínum sem flestir voru fluttir suður að þeir voru grænir af öfund yfir því að ég gæti verið uppi á fjöllum að atast í smalamennsku. Þá fékk ég hugmyndina um að tengja saman sveitirnar og þéttbýlið á þennan hátt. Ég skil ekki umræðuna um höf- uðborgina annars vegar og lands- byggðina hins vegar og meting þar á milli. Ekki frekar en meting á milli kynja. Ekki vildi maður vera án karla og ekki án höfuðborgar. Við getum haft það svo dásamlegt ef við viljum og mér finnst að það sé alveg sama hvar maður býr, fólki á að þykja vænt um allt landið.“ Á heimasíðunni kindur.is getur fólk keypt kind uppi í sveit, greiðir umönnunarkostnað, fær að koma og hitta kindina sína reglulega, jafnvel að velja hrút fyrir fengitímann og getur líka fengið kjöt af lömbum þessarar kindar. Hlédís velti því fyrir sér 2011 að loka fyrirtækinu, eftir að hún eign- ast dótturina Sveindísi Helgu sem var og er mjög veik. En æsku- vinkona hennar, Jórunn Helga Sím- onardóttir, og Jón Gunnar Hauks- son, eiginmaður Jórunnar, gengu þá til liðs við fyrirtækið og Hlédís hélt ótrauð áfram. Spennandi verður að fylgjast með framhaldinu. Hlédís og hrúturinn hennar, Elliði, í fjósinu heima á Fossi í Staðarsveit. * „Ég vann viðhárgreiðslu áveturna og var á sjó á sumrin; það eru tveir ólíkir heimar en fara dásamlega saman.“ 30.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Bræðurnir Jón Þór og Emanúel Magnússynir á línubátnum Álfi SH frá Ólafsvík voru að leggja af stað í róður síðdegis á miðvikudag þegar Morgunblaðið bar að garði. Veður var þá orðið skaplegt eftir ofsaveður nóttina áður. „Við verðum víst að fara að leggja línuna fyrst Brynja SH er farinn út,“ sagði Emanúel skipstjóri og bætti brosmildur við: „Við getum ekki verið minni menn en áhöfnin á Brynju.“ ÓLAFSVÍK Morgunblaðið/Alfons Finnsson Bræður á sama báti Fannfergi hefur verið óvenju mikið í Fnjóskadal í vetur og umsjónar- maður orlofshúsabyggðarinnar á Ill- ugastöðum segir snjó meiri nú en síðustu fjóra áratugi. Erfiðlega hef- ur gengið að moka á svæðinu. Fólk var í sumum bústöðunum um síðustu helgi en ástandið um miðja þá viku var reyndar ekki gæfulegt. „Tækin okkar gáfust hreinlega upp þegar við reyndum að moka,“ segir Jón Óskarsson, stað- arhaldari. „Veðrið versnaði mjög hjá okkur strax á miðvikudegi, var slæmt á fimmtudag og föstudag en fólk sem var snemma á ferðinni komst í bústaðina. Mikill skafrenn- ingur var svo fram yfir hádegi á laugardag en lagaðist eftir það. Flest hús á svæðinu fóru bók- staflega á kaf. Í eldhúsinu hjá okkur hjónum hafa reyndar verið nátt- úruleg gluggatjöld síðan í febrúar,“ sagði Jón hlæjandi, en þau Hlíf Guð- mundsdóttir búa á svæðinu. „Hér hefur ekki verið svona mikill snjór síðan veturinn 1974 til 75, fyrsta árið okkar hjóna hér á staðn- um. Snjórinn við eldhúsgluggann okkar hefur aldrei verið svona mik- ill, en nú er reyndar farin að sjást ljósglæta inn. Skaflarnir hafa minnkað mikið í hlýjununum í vik- unni,“ sagði Jón fyrir helgina. FNJÓSKADALUR Mesta fannfergi á Illuga- stöðum í fjóra áratugi Náttúruleg gluggatjöld eru í sumum húsanna, eins og Jón tók til orða. Allt á kafi. Ekki var auðvelt að komast inn í þennan bústað, eins og sjá má. Ljósmynd/Jón Óskarsson Nýstárlegt bingó verður haldið á Selfossi í dag (laug- ardag) og Eyrarbakka 6. apríl. Hænu verður þá sleppt á risabingóspjald og sá sem keypti miða með númeri þess reits þar sem hænan skítur fær vinning! Hvar skítur hænan? Forsetahjónin voru á Hólmavík og nágrenni í vikunni. Ólafur Ragnar sagði nemendum Grunn- og Tónskólans m.a. að Dorrit keypti oft föt á útsölu og Dorrit upplýsti krakkana um að Ólafur svæfi gjarnan í jakkafötunum. Forsetaleg náttföt EGGJANDI PÁSKAFLUG FLUGFELAG.IS ÍS LE N SK A /S IA .IS /F LU 68 19 5 03 /1 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.