Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014 Matur og drykkir 1 msk ólífuolía 1 stór laukur (smátt skorinn) 6 hvítlauksgeirar (smátt skornir) 300 gr lambahakk 2 tsk sumac (og örlítið til að dreifa yfir rétt- inn í lokin) 1 tsk cumin-duft 50 g ristaðar furuhnetur 50 g pistasíuhnetur 2 tsk harissa-mauk 1 ½ bolli kirsuberjatómatar 120 ml kjúklingasoð 4 egg ¼ bolli kóríander salt og pipar (Sumac og harissa fæst t.d. í Istanbul Mar- ket í Ármúlanum) JÓGÚRTSÓSA ½ bolli grísk jógúrt 1 ½ msk tahini 1 msk sítrónusafi 1 msk vatn Öllu blandað saman og vatni bætt við til að þynna sósuna örlítið. FLJÓTLEGT KÚSKÚS Blandið smátt skornum döðlum, aprikósum og rauðlauk saman við soðið kúskús. Í lokin, bætið ½ – 1 krukku af fetaosti í og hrærið saman við. Aðferð: Athugið að hægt er að útbúa þennan rétt fyrr um daginn og geyma í nokkra klukkutíma Steikið lauk og hvítlauk þar til þeir hafa brúnast ör- lítið (u.þ.b. 5 mínútur). Hækkið þá hitann og brún- ið lambahakkið í u.þ.b. 5 mínútur. Kryddið með sumac, cumin, salti og pipar. Lækkið hitann og bætið við harissa-maukinu og kjúklingasoðinu. Steikið kirsuberjatómatana í 4-5 mín á annarri pönnu við háan hita þar til þeir byrja að brúnast örlítið. Þegar kemur að því að bera réttinn fram er kjöthakkið látið malla í nokkrar mínútur. Búið til litlar holur í hakkið og brjótið egg ofan í hverja holu. Eggjahvíturnar eiga að hlaupa en rauðan á að vera lin. Setjið tómatana ofan á hakkið (passið að setja ekki tómatana á eggjarauðurnar sem gætu þá sprungið). Setjið næst slettur af jógúrtsósunni út á réttinn hér og þar og dreifið kóríanderlaufum yfir ásamt örlitlu af sumac-kryddi til skrauts. Berið fram með pítubrauði (eða öðru góðu ný- bökuðu brauði) og kúskús. É g hef bara alltaf haft gaman af því að elda og hantera mat og krydd, lesa uppskriftabækur og slíkt,“ segir Hadda Björk, spurð um áhuga hennar á mat og matargerð. Eftir 16 ár sem markaðsstjóri hjá erlendu lyfjafyrirtæki hér á landi, vatt hún kvæði sínu í kross fyrir um tveimur árum og sneri sér alfarið að rekstri ferðaskrifstofu þeirra hjóna, looknorth.is, sem sérhæfir sig í ljósmyndaferðum, auk þess sem þau reka gistiþjónustu í Hrífunesi. Hristir gesti saman með íslenskum smáréttum og villibráð Hadda Björk segir matseðilinn í Hrífunesi yfirleitt ráðast af því sem henni dettur í hug þann daginn. Hún leggur mikið upp úr ís- lensku hráefni og það úr nærumhverfinu, kaupir m.a. kjöt og fisk af bændum í Skaft- ártungu, ræktar eigin kartöflur, gulrætur og rófur, tínir ber og býr til sultur og krydd- mauk, auk þess að baka brauð. Þau hjónin veiða líka gæsir og svartfugl. „Ég býð gjarnan upp á villibráðarsmakk s.s. reyktar bringur, foie-gras úr lifrinni og confit úr lærunum. Ég byrja oft á að hrista fólk saman með ýmsum smáréttum, sem ég ber fram frammi í stofu eða úti ef veður leyfir,“ segir Hadda Björk létt í bragði. Gestirnir borða allir saman í borðstofu þar sem eldhúsið er líka og andrúmsloftið heim- ilislegt. Margir spjalla líka yfir pottunum. „Markmiðið er að gestunum líði eins og vin- um mínum, í matarboði hjá mér,“ segir hún. Bætir hún við að nánast undantekningalaust myndist skemmtileg stemning við borðhaldið þar sem fólk deilir reynslu sinn af því að ferðast hér. „Margir vilja síðan ólmir að- stoða við uppvaskið, en þá þarf oft að minna pent á að fólk sé nú í fríi,“ segir hún létt. Framandi krydd í uppáhaldi Hadda Björk segist löngum hafa verið mikil kryddmanneskja og leitar jafnan uppi krydd og kryddblöndur á ferðum sínum erlendis. Indverskir réttir eru í uppáhaldi en und- anfarið hefur hún mikið verið að elda mið- austurlenskt og gefur hér uppskrift að slík- um rétti. „Ég nota matreiðslubækur meira til að styðjast við og fá hugmyndir og þróa gjarnan mínar eigin uppskriftir. Þennan rétt er þó að finna í bók sem mér áskotnaðist fyrir stuttu, Jerusalem, eftir pariðYotam Ottolenghi og Sami Tamimi. Þeir reka æð- islega veitingastaði í London. Viðskiptavinur sem sendi mér hana, en hún sá að ég átti aðra bók eftir þá félaga. Ég hef reyndar þrisvar sinnum fengið matreiðslubækur sendar frá viðskiptavinum – ég veit nú samt að þeir voru ekki óánægðir með matinn hér,“ segir hún létt í bragði að lokum. ÞARF OFT AÐ BOLA GESTUM FRÁ UPPVASKINU Ástríðumatseld í Hrífunesi FYRIR TVEIMUR ÁRUM SAGÐI HADDA BJÖRK GÍSLADÓTTIR, LAUSU STARFI SÍNU Í LYFJAGEIRANUM OG ÁKVAÐ AÐ HELGA SIG FERÐAÞJÓNUSTUNNI. SUMARLANGT, OG NOKKRA MÁNUÐI TIL, STENDUR HÚN NÚ VAKTINA Í GAMLA SAMKOMUHÚSINU HRÍFUNESI Í SKAFTÁRTUNGU, ÞAR SEM HÚN OG MAÐUR HENNAR, HAUKUR SNORRASON, LJÓSMYNDARI, TAKA Á MÓTI FÓLKI. HEIMILISLEGT ANDRÚMSLOFT ER ÞAR Í HÁVEGUM HAFT. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Hadda í eldhúsinu, þar sem gestir fylgjast oft með og spjalla. Oft er glatt á hjalla við borðhaldið. Hadda eldar m.a. holulæri fyrir gesti. Miðausturlenskt lambahakk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.