Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 17
*Til að geta verið hamingjusöm þarfhjartað fyrst að upplifa sársauka svoþað skilji hver andstæða hamingjunnar er. Guffi 30.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Hvar og hvenær? Borgarbókasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Nánar: Róleg samverustund þar sem lesið verður upp úr sögubók fyrir börn á leikskólaaldri og upp úr. Allir velkomnir. Sögustund fyrir börnin Í kringum annað aldursárbarnanna okkar verða ákveðinkaflaskipti sem stundum hafa verið kölluð „the terrible two’s“ og flestir foreldrar kannast eflaust við. Þeir sem hafa gengið í gegnum það vara gjarnan hina við sem stefna þangað en aðrir vilja meina að hér sé aðeins um mýtu að ræða. Sara Tosti sér um sérkennslu í leikskólanum Vesturkoti í Hafnarfirði en hún er með meistaragráðu í sálfræði og hefur lagt áherslu á barnasálfræði. Hún segir þetta tímabil geta reynst foreldrum og börnum mis- erfiðlega. „Ég held að þetta sé ekki bara mýta. Samskiptin milli barns og foreldra eru að breytast á þessu tímabili og áherslur breyt- ast,“ segir Sara sem á rúmlega tveggja ára dreng. „Í fræðunum er talað um þennan aldur og að börn- in séu að prófa sig áfram á þessum tíma. Foreldrar fara úr ákveðnu þjónustuhlutverki og fara yfir í það að vera stjórnendur og leiðbeina börnunum t.d. með því að ýta und- ir sjálfstæði þeirra.“ Sara gefur hér foreldrum sem eru að ganga í gegnum þetta tíma- bil með börnum sínum snjöll ráð. GÓÐ RÁÐ FYRIR FORELDRA MEÐ BÖRN Á ÖÐRU ALDURSÁRI Tveggja ára tímabilið Oft er talað um að tveggja ára tímabilið sé mýta en Sara vill meina að svo sé ekki. Morgunblaðið/Þórður FLESTIR ÆTTU AÐ ÞEKKJA ÞAÐ ÞEGAR FORELDRAR TALA UM TVEGGJA ÁRA TÍMABILIÐ. ÞETTA TÍMABIL GETUR VERIÐ MÖRGUM ANSI SNÚIÐ OG GÓÐ RÁÐ ÞVÍ OFT VEL ÞEGIN. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Sara Tosti Þátturinn sem allir geta horft á? Það er mjög erfitt fyrir mig að svara því þar sem ég horfi lítið sem ekkert á sjónvarp og dóttir mín ekki heldur og svo eru strákarnir í allt öðrum gír. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öll- um? Lambahryggur, ekki spurning. Svo er voða vinsælt að grilla og flest- allt sem er sett á grillið er í uppá- haldi. Skemmtilegast að gera saman? Ætli það sé ekki að fara upp í sumar- bústað og njóta náttúrunnar, slappa af í heitum potti, fara í göngutúra, spila og svoleiðis. Við erum líka það heppin að hafa fengið að ferðast mikið til framandi landa og það er alltaf í uppáhaldi. Á sunnudögum er fjölskylduhefð að fara í hádegisverð saman á Laundromat. Borðið þið morgunmat saman? Já, við borðum morgunmat saman og vöknum tímanlega til að forðast stress. Þá búum við til hafragraut, hollt ávaxta/skyr-smoothie eða fáum okkur bara Wheetos. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastytt- ingar? Það er voða misjafnt! Victoría Rán dóttir mín er mikill dundari, hún getur dundað alveg endalaust meðan ég er að vinna heima. Við förum oft í heimsókn til ömmu eða Hrefnu frænku, stundum fyllist allt af vinum og svo les ég mikið fyrir þau á kvöldin. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Njóta náttúrunnar saman í sumarbústað Ásdís Rán og börn (í aldursröð): Róbert, Hektor og Victoría. 1. Að nota skýr fyrirmæli Þegar við gefum börnunum fyr- irmæli þá viljum við segja þeim hvað þau eiga að gera, en ekki segja þeim hvað þau eiga ekki að gera. Dæmi um skýr fyrirmæli er „sestu á rassinn“. Dæmi um óskýr fyrirmæli er þá „ekki standa í stólnum“. Síðari fyr- irmælin segja börnunum ekki hvernig þau eiga að hegða sér heldur einungis hvernig þau eiga ekki að hegða sér. 2. Að foreldrar standi við það sem þau segja við börnin sín Ef við erum búin að taka ákvörðun um að segja „nei“ eða „já“ við einhverju þá verðum við að standa við það. Þegar for- eldrar standa ekki við það sem þau segja þá eru það óskýr skila- boð til barnsins og eykur líkurnar á að börnin prófi sig enn frekar áfram næst. 3. Að hafa skýran ramma Fyrir sum börn getur verið nauð- synlegt að hafa mjög skýran ramma og það fer þá yfirleitt illa í þau börn þegar mörkin eru breytileg. Með skýrum ramma á ég til dæmis við það hvaða hegðun er í boði að sýna á heimilinu, hvar er í boði að gera tiltekna hluti (eins og bursta tennurnar, er það bara inni á baðherberginu eða er í lagi að gera það frammi). Fyrir önnur skiptir þessi rammi kannski ekki eins miklu máli. Við verðum að finna út hvað hentar börnunum okkar best varðandi þetta. 4. Að passa hvernig við töl- um við börnin okkar Við vilj- um ekki eigna barninu neikvæða eiginleika. Þannig að þegar við töl- um við barnið um hegðun þess þá viljum við tala um að okkur þyki hegðunin leiðinleg eða óásætt- anleg en ekki að barnið sé erfitt, óþekkt, frekt og svo framvegis. Ef við pössum okkur ekki á þessu þá erum við, með tímanum, að eigna barninu neikvæða eiginleika sem getur gert það að verkum að barnið fari að hugsa um sjálft sig á þennan hátt. Það er hegðunin sem við viljum breyta en ekki barnið sjálft. 5. Að efla börnin í að biðja um aðstoð Gott er að reyna að fá þau til þess að biðja okkur um aðstoð frekar en að öskra og fara að gráta yfir því sem þau eiga erf- itt með að gera. Með því kennum við þeim að tjá sig á árangursríkan hátt. Sara gefur góð ráð STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s M ál ve rk : Si g u rb jö rn Jó n ss o n 7999Sími 555 2992 og 698 LÁTTU EKKI HÓSTA SPILLA SVEFNINUM Hóstastillandi og mýkjandi hóstasaft frá Ölpunum NÁTTÚRUAFURÐ úr selgraslaufum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.