Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Blaðsíða 12
H
lédís er um þessar
mundir í tíma-
bundnu verkefni
hjá Akranes-
kaupstað að undir-
búa markað sem verður í bænum á
laugardögum í sumar. Nýverið sá
hún um undirbúning og fram-
kvæmd matarmarkaðar ljúfmetis-
verslunarinnar Búrsins í Hörpu
sem sló rækilega í gegn. Hún vann
um tíma sem hárgreiðslukona, á
fyrirtæki sem gefur fólki kost á að
eignast kindur og fer reglulega á
sjóinn. Fleira mætti eflaust telja.
Líklega er ekki nema von að Hlé-
dís, sem er 34 ára, sé stundum
spurð hve gömul hún sé í alvörunni
vegna þess hve víða hún hefur kom-
ið við.
Fjölbreytni mikilvæg
Henni finnst fjölbreytnin yndisleg.
„Ég er fædd og uppalin í sveit og
maður áttar sig á því með auknum
þroska hve ofboðslega dýrmætt það
var. Og að hafa þá breidd í lífinu að
geta verið tengd landbúnaðinum og
líka stundað sjómennsku er dásam-
legt. Að fara í tvo daga á sjó frá
Arnarstapa er eins og að koma inn í
nýjan heim. Það er ekkert betra en
vera á litlum bát og sjórinn frussast
yfir mann! Það er ótrúlega hress-
andi.“
Hlédís er frá bænum Fossi í
Staðarsveit á sunnanverðu Snæ-
fellsnesi. Þar var áður blandað bú
en foreldrar hennar eru nú með
kindur og hesta. Sjálf hefur hún
verið búsett í Garðabæ undanfarið
en er að flytja á Akranes, þar sem
hún bjó áður um tíma.
Samtökin Beint frá býli voru
stofnuð 2008 og Hlédís var formað-
ur þeirra um tíma, fjölskyldan hef-
ur selt matvæli beint frá búinu og
mjög brennur á henni að tengja
meira saman dreifbýli og þéttbýli.
Sá áhugi varð t.d. til þess að hún
stofnaði fyrirtækið Eigið fé og
heimasíðuna kindur.is en tilgang-
urinn er sá að fólk geti eignast eig-
in kind uppi í sveit.
Nánar að því síðar.
Hlédís segist óendanlega þakklát
þeim sem hafa verið með henni til
sjós því þeir hafi kennt henni svo
mikið.
„Maður öðlast dýpri sýn og meiri
virðingu fyrir öllum starfsgreinum
ef maður kynnist þeim svona. Það
er mjög merkilegt að fá innsýn inn
í þennan hluta lífsins og skynja
hvers konar hetjur sjómenn eru.“
Sjómennskuna má rekja til sum-
arsins þegar Hlédís var 17 ára og
vann á fiskmarkaðnum á Arnar-
stapa á Snæfellsnesi. „Þá var eins
og ég eignaðist 50 afa á einu bretti;
alla þessa dásamlegu gömlu
smábjótasjómenn sem gerðu þá út
þaðan. Ég hafði lengi haft áhuga á
að fara á sjó og dreif mig því í
pungaprófið eftir að hafa unnið
þarna um sumarið og fór svo í
nokkra handróðra. Eftir það lærði
ég hárgreiðslu og fékk vinnu á hár-
greiðslustofu í Smáralind.“ Þar
vann hún um skeið „en allt í einu
langaði mig vestur aftur, tók mér
vikufrí úr vinnunni og var að slæp-
ast á bryggjunni á Arnarstapa þeg-
ar ég hitti Hjört Sigurðsson sem
AKRANES OG ARNARSTAPI
„Allir ættu
að prófa allt“
HLÉDÍS SVEINSDÓTTIR HEFUR REYNT MARGT. HÚN ER
FÆDD OG UPPALIN Í SVEIT, HEFUR BRENNANDI ÁHUGA Á
ÍSLENSKUM LANDBÚNAÐI OG SINNIR HONUM AF MIKLUM
MÓÐ, LÆRÐI HÁRGREIÐSLU EN ER NÚ „FYRSTI VARAMAÐ-
UR Á DEKK“ Á BÁTUM SEM RÓA FRÁ ARNARSTAPA Hlédís með vænan þorsk um borð í Hafdísi SH frá Hraunsmúla í Staðarsveit. Gert er út frá Arnarstapa.
Hlédís Sveinsdóttir og Sveindís Helga Hlédísardóttir, nýorðin þriggja ára.
* Dreymdi [ ] að Bjarna Ben hefði verið ræntog hann væri geymdur í kofforti í Bæjarbíóií Hafnarfirði. Hvað segið þið nú draumráðendur?
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Facebook
Landið og miðin
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
UM ALLT LAND
SUÐURLAND
Kynningarátakið
Leyndardómar Suðurlands
er hafið og stendur til 6.
apríl.Yfirskriftin er Matur -
Saga - Menning og um 200
ðir verða hér og þarviðbur
um Suðurland. Frítt verður
í strætó í boði Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga alla
tíu daga leyndardómanna frá Mjódd í Reykjavík um allt
Suðurland samkvæmt leiðakerfi Strætó. Sömu sögu er
að segja frá Suðurlandi til Reykjavíkur.
GARÐUR
Pálmi S.
Guðmundsson
bæjarfulltrúi
N-listans
í Garði á
Reykjanesi gekk hús úr hú
og safnaði undirskriftum
við áskorum um að í
sveitarstjórnarkosningunu
verði persónukjör í sveita
600 skrifuðu undir eða 57
þeirra 1040 sem eru á kjö
LAUGAR
Landsmót Sambands
íslenskra harmónikku-
helgin
ugum í
Laugum
manns að s
nikkuunnen
upp á bökku
í knattspyrnu á u
AKRANES
Hannibal Hauksson
hefur verið ráðinn
ferðamálafulltrúi
Akraneskaupstaðar.
Umsækjendur voru
22. Hannibal, sem er
35 ára Skagamaður,
hefur síðustu ár unnið hjá T ferðum en
snýr sér nú að því að kynna Akranes fyrir
innlendum og erlendum fe nnö um
öðrum tengdum verkefnu
YSE
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014